Vísir - 12.09.1975, Side 13
Visir. Föstudagur 12. september 1975.
13
U'i l.'l! >■ ■ :M'|| ■ ■ ÍHTTFff
KENNSLA
HREINCERNINGAR
OKUKENNSLA
BARNACÆZLA
ÓSKAST KEYPT
Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrum forseti Skáksambands íslands
Peningamál Heims-
meistaraeinvígisins
Skákeinvigið enn
höfuðverkur
t dagblaðinu Visi birtist hinn
10. sept. sl. frétt með viðtali við
forseta Skáksambands tslands
um erfiðleika Skáksambandsins
vegna h e i m s m e i s t a r a -
einvigisins i skák, sem hér var
haldið sumarið 1972.
Vegna þessarar fréttar tel ég
nauðsynlegt, að koma eftirfar-
andi á framfæri.
Krafa um endur-
greiðslu á 5000 $
í fréttinni segir, að S.t. fái
annaö slagið kröfur frá aðila i
Bandarikjunum um endur-
greiðslu á 5000$ sem hann
greiddi fyrir einkarétt á fréttum
af einviginu. — Aðilinn hafi
aldrei nýtt sér einkaréttinn og
hengdi hatt sinn á að einvigið
hefði ekki byrjað á réttum tima.
Skáksambandið lítur hins
vegar svo á, að einvigið hafi
ekki átt að teljast hafið fyrr en
við setningu þess.
Hið rétta i þessu máli er að á
sinum tima voru uppi i Skák-
sambandinu miklar umræður
um hvernig mætti afla fjár til
hins dýra einvigishalds og
virkja i þvi skyni ýmsar
nýstárlegar hugmyndir.
Ein afleiðing þessa var að
gerður var samningur við hug-
vitsmann i Bandarikjunum um
einkarétt á notkun ýmissa
slikra hugmynda og stofnaði
hann i þvi sambandi fyrirtækið
World Chess Network Inc. Við
undirskrift samnings greiddi
Bandarikjamaðurinn Skáksam-
bandi Islands 5000 $ en arður af
framkvæmdum hans skyldi
skiptast til helminga milli S.l.
og hans. Yrði hins vegar halli
skyldi WCN bera hann.
Á meðan á þessum samning-
um stóð var framkvæmd
einvigisins i mikilli hættu og
töldu margir að ekkert yrði hr
þvi.
Þetta olli Bandarikjamannin-
um áhyggjum og setti hann þvi
þann fyrirvara i samninginn, að
hæfist einvigið ekki 2. jtili, fengi
hann féð endurgreitt.
Svo sem menn muna, frestaði
forseti FIDE fyrstu skákinni og
hengdi bandaríkjamaðurinn
hatt sinn á það og krafðist
endurgreiðslu.
Þá vaknaði su spurning
hvenær einvigi raunverulega
hefst. Hefst einvígi með
setningarathöfn, þegar lýst er
yfir að hér með sé einvigið
hafið, hefst það þegar dregið er
um liti, eða hefst það ekki fyrr
en klukkan er sett i gang við
fyrstu skák.
Skáksamband íslands hélt þvi
fram, að einvigið hefði hafizt
með setningu þess i Þjóð-
leikhiisinu og Skáksambandið
hefði þvi staðið við sinn hluta
samningsins. Skáksambandið
gæti hins vegar ekki gert að þvi,
þótt forseti FIDE frestaði fyrstu
skákinni. Hér er þvi um flókna
lagalega deilu að ræða.
World Chess Network nýtti
hins vegar einkarétt sinn á þann
hátt að Utvarpa leikjum
skákanna leik fyrir leik.
Hugmynd Bandaríkja-
mannsins var, að senda jafn-
óðum hvern leik, sem leikinn
var frá Utvarpsstöð. Fólk mundi
biða við tækið Ut um heim og
fylgjast með.
A milli leikja Utvarpaði hann
hljómlist og auglýsingum og
áttu auglýsendur að greiða
kostnaðinn.
Þetta var gert. Hins vegar
taldi World Chess Network sig
hafa tapað um 20000$ á fyrir-
tækinu.
Endurkrafa Skáksam-
bands íslands
Rétt er auðvitað að fram komi
að Skáksamband tslands hefur
krafið World Chess Network um
greiðslu vegna vinnu, sem það
varðað leggja fram hér á landi,
vegna þessa samnings. — Krafa
þessi nemur 6.800$ og er að minu
viti réttmæt og óhrekjanleg.
Þessi krafa gerir þvi meira en
að greiða þá fyrri, ef svo ólik-
lega færi, að Skáksamband ís-
lands yrði talið eiga að greiða
hana.
Hins vegar bendir margt til,
að W.C.N. telji kröfu sina um
5000$, óinnheimtanlega.
Hagnaður af einviginu
sex milljbnir
í frétt Visis er upplýst að
hagnaður af einviginu hafi
numið um 6 milljónum króna.
Réttilega er þess getið, að þar
EÖJ
Við setningu skákeinvigisins. Hér er Guðmundur G. Þórarinsson en i baksýn ræða saraan Spassky og
þáverandi menntamálaráðherra, Magnús Torfi.
með er talin krafa, sem S.í. á i
Bandarikjunum upp á 1.3 millj.
kr.
Margt bendir til, að þetta fé
náist ekki og þvi réttara að
meta ágóðann af einviginu sem
4.7 millj. kr.
Að sjálfsögðu er starfsemi S.í.
þess eðlis, að þar myndast ekki
digrir sjóðir. Fé þetta hefur
eyðst að mestu i aðra starfsemi
sambandsins.
Enn mun sambandið þó eiga
skuldabréf frá timum
einvígisins, sem níi er að
upphæð um 1,8 millj. kr. og
greitt er árlega af. Einhvern
tima hefði það verið talið
nokkurt fé.
Skáksambandið er hins vetar
i erfiðleikum með fé til starf-
seminnar og þannig verður
vafalaust ætið meðan öflugri
starfsemi er haldið uppi.
Ekki er óeðlilegt að menn hafi
i huga að einvigishald þetta var
með eindæmum glæfralegt. í
boði sem verðlaun voru raun-
verulega tuttugu ára
ráðstöfunarfé St og fjölmargt
olli þvi, að einvigið varð dýrara
en gert var ráð fyrir og mun
heildarkostnaður um 60 millj.
kr. Það hefur ef til vill ekki
komið nægilega skýrt fram, að
S.í. naut engra styrkja til ein-
vigishaldsins.
Kvikmynd Iðntækni.
Menn hlýtur að reka minni til
þeirra miklu deilna, sem kvik-
myndum einvigisins olli.
Það var hugmynd S.t. að
auðga skákheiminn með þvi að
einvigið varðveittist á
kvikmynd en jafnframt átti að
reyna að afla aðstandendum
mótsins og keppendum fjár með
þessu móti.
Þetta fór hins vegar nær alveg
tit um þíifur.
Fox hóf þá málaferli gegn
Fischer vegna þess að hann
hindraði kvikmyndunina og
vann að þvi að leggja löghald á
verðlaunaféð hér á landi. —
Okkur þótti að vonum stirt i
broti að láta rifa tir höndum
okkur þannig þá hátiðlegu
stund, er nýr heimsmeistari var
krýndur og tslendingar afhentu
honum verðlaunin, sem voru
tifalt hærri en áður hafði þekkzt.
Til þess að hindra þetta, af-
salaði S.t. sér sinum hluta af
hagnaði við kvikmyndatökuna i
hendur Fox, en hann aftur
undirritaði að hann mundi ekki
hefja nein málaferli gegn
keppendum á tslandi. Þannig
tókst að ljtika þessu einvigi með
glæsibrag en Bandarikja-
mennirnir áttu að rifast um sinn
hluta kökunnar i sinu heima-
landi.
Ég var hins vegar lengst af
þeirrar skoðunar, að Fox hefði
ekkert tit tir þessum málaferl-
um. Ákvæðisamkomulagsins og
samninga um bnæði fyrir
keppendur vegna kvikmyndun-
ar eru svo óljós, að ég taldi vist,
að Fox hefði af þessu ekkert
nema leiðindin.
Siðar varð mér hins vegar
ljóst.hvarhundurinn lá grafinn.
Oti i Bandarikjunum höfðu
lögfræðingar Fischers gert bak-
samning við Fox um að hann
greiddi Fischer 15% af
brhttótekjum við kvik-
myndunina auk umsamins
ágóðahluta. Þetta gerði hlut
Fox að engu en skýrði þá gífur-
legu áherzlu sem lögfræðingar
Fischers lögðu á að samið yrði
við Fox og lýstu reyndar hvað
eftir annað yfir, að engin kvik-
myndum færi fram nema þeir
samþykktu framleiðandann.
Samkvæmt þessum bak-
samningi sem okkur var
ókunnugt um, hafði Fox tak á
Fischer.
Þótt kvikmyndavélar væru
teknar teknar Ut tir Laugardals-
höllinni samþykktu lög-
fræðingar Fischers að vélar
Iðntækni væru áfram enda voru
þær eingöngu hugsaðar til þess
að flytja leiki upp i stíidió og
auðvelda sýningu skákanna
fyrir almenning. Fox gerði hins
vegar samkomulag við Iðntækni
um að þessar vélar yrðu látnar
taka upp á myndsegulband.
Þessar filmur eru þvi til og
voru teknar án vitundar
keppenda.
Það er misskilningur að ekki
sé þorandi að sýna þær vegna
þess aðFox standi i málaferlum
við Fischer.
Sannleikurinn er sá að tilvist
þessara filma gæti hjálpað
Fischer i málaferlunum þvi þær
sýna að Fox lét, þrátt fyrir allt
taka myndir. Fox greiddi ekki
fyrir þessar filmur og hefur þvi
ekki fengið þær i hendur.
Hins vegar er ef til vill óljóst,
hvort Iðntækni og S.t. eiga
sýningarrétt á þessum filmum,
þótt Fox hafi ekki greitt fram-
lagða reikninga. — Þar er um
flókið lagalegt mál að ræða.
Rétt er og að fram komi, að i
þessum ógreidda reikningi á
S.t. kröfu upp á u.þ.b. 400 þhs.
kr.
Hvorki sti krafa eða 6.800$
krafan á World Chess Network
eru bókaðar S.t. til tekna eða
eigna og því ekki taldar með til
ágöða af einviginu.
Skáksambandið á einnig
annað taflborðið,sem teflt var á
i þessu sögufræga einvigi. Það
hefur ekki verið metið til eigna
og þannig mætti lengi telja.
Viðburði eins og Skák-
einviginu milli Fischers og
Spasský lýkur ekki um leið og
klukkan er stöðvuð. Fram-
kvæmdin er flóknari en svo.
Vinna þyrfti að þvi að ljúka
þessum málum.
Forsjálir lesa þjónustuauglýsingar Vísis.
Þeir klippa þær jafnvel út og varðveita.
Þannig geta þeir valið milli margra aðila
þegar á þjónustu þarf að halda.
Forsjálir...