Vísir - 12.09.1975, Page 20
WHagaag
##
FLYTJUM HEIM TIL
ÍSLANDS AÐ LOKUM
— Rœtt við Mick Magnússon, íslendinginn, sem er fréttastjóri hjó BBC
1
##
,,Viö stefnum aö þvi aö flytja
aftur til tslands þegar við höfum
verið i Bretlandi i 10 ár. Þá hef
ég áhuga á að skrifa fréttaskýr-
ingar fyrir fjöimiðla og fara út i
k vikmyndagerð hérlendis.”
Þetta sagði útvarpsmaðurinn
göðkunni, Mick Magnússon, i
stuttu samtali við Visi, þegar
hann var hér á fcrð i fylgd með
Hattersley aðstoðarutanrikis-
ráðherra Breta og sendi fréttir
af viðræðum hér til BBC í Bret-
landi.
Mick Magnússon er nú frétta-
stjóri hjá BBC útvarpsfrétta-
stofunni, en rúm tvö ár eru liðin
frá þvi hann og kona hans,
Hanna Mallý Jóhannsdóttir frá
Vestmannaeyjum fluttu héðan
með dætrum sinum tveim. Mick
annaðist i þrjú sumur fréttir á
ensku i islenzka útvarpinu, eins
og margir muna eflaust eftir,
enda mæltistsú þjónusta Rikis-
útvarpsins mjög vel fyrir. Hann
hætti hjá útvarpinu i árslok
1972, vegna ósamkomulags um
kjör sin og aðbúnað hjá stofnun-
inni, og ákvað þá að taka vinnu-
tilboði frá BBC. Hann hafði þá
um skeið verið fréttaritari
þeirra hérlendis og einnig sent
fréttir til fréttastofnana i Kan-
ada, Astraliu, Nýja-Sjálandi og
Bandarikjunum.
Mick er lærður i leiklist og áð-
ur en hann hóf störf hjá Rikisút-
varpinu árið 1970 setti hann upp
nokkur leikrit hérlendis. Einnig
vann hann við sjómennsku eftir
að hann og kona hans settust hér
að 1962.
„Við vinnum 12—16 tima á
dag hjá BBC þrjá daga i röð, en
eigum svo fri i þrjá daga. Þegar
ég er á vakt ræð ég sem frétta-
stjóri þvi hvaða fréttir eru send-
ar út og hverjar ekki. Við erum
þrjá mánuði til skiptis i innlend-
um, þ.e. brezkum fréttum, þrjá
mánuði i erlendum fréttum og
þrjá mánuði i þvi að fást við inn-
byrðis dreifingu frétta milli
hinna fjölmörgu smáfréttastofa
innan BBC kerfisins. Þetta er
mjög liflegt og skemmtilegt
starf og ég uni hag minum ágæt-
lega. Við hjónin erum þó ákveð-
Mick Magnússon sendir fréttir símleiðis til BBC
in i að flytjast aftur til Islands
og reynum nú að leggja til hlið-
ar svo við getum keypt okkur
þak yfir höfuðið þegar við kom-
um aftur hingað,” sagði Mick
Magnússon að lokum.
Þagnarskylda Hafrannsóknarstofnunarinnar
Okkur er gert að þegja
— en ráðuneytið má segja
„Ég tek þetta ekki allt
of alvarlega/' sagði
Jakob Jakobsson, fiski-
fræðingur, en sjávarút-
vegsráðuneytið hefur
farið þess á leit, að fiski-
fræðingar og aðrir
starfsmenn Hafrann-
sóknarstofnunarinnar
takmarki upplýsingar
sínar mjög til fjölmiðla.
Jakob sagðist hafa haft gott
samstarf við bæði ráðuneytið og
fjölmiðla þau 20 ár, sem hann
hefur starfað sem fiskifræðing-
ur.
„En ef við erum bundnir
þagnarskyldu, er það sam-
bærilegt við það, að stjórnvöld
taki sér það val-að hneppa menn
i fangelsi og halda þeim þar án
dóms. Ef þau kæra sig ekki um
umræður um málið á opinber-
um vettvangi, geta þau dregið
úrskurð þess.
Með þessu er ég þó alls ekki
að segja, að þetta sé bað. sem
ráðuneytið hafi i hyggju,” sagði
Jakob.
Dæmi um þagnarskylduna.
Gerðar eru tillögur um bann
við smáfiskadrápi. Þær liggja
hjá ráðuneytinu i nokkrar vikur.
A meðan heldur smáfiskadrápið
áfram. Starfsmenn Hafrann-
sóknarstofnunarinnar mega
ekkert segja um málið, en það
er hins vegar skýrt tekið fram,
að sömu reglur gilda ekki um
starfsmenn ráðuneytisins, þvi
að þeir mega tala eins og hefur
lika komið fram á siðustu vik-
um.
„Annars vil ég bæta þvi við,”
sagði Jakob, „að ég held, að
þetta mál sé allt misskilningur
frá upphafi til enda.”
—EVI—
FEKK TOGVIR I ANDLITIÐ
— sjúkraflugið gagnslaust, því að sjúkrakarfan komst ekki fyrir í flugvélinni
vísir
Föstudagur 12. septcmber 1975.
Bjargað úr
höfninni
Lögreglan bjargaði siðastliðna
nótt manni, sem féll i sjóinn af
Grandagaröi. Hann var að fara
um borð i bátinn sinn, þegar hann
missti fótanna. Sem betur fór,
voru lögreglumenn nærstaddir og
gátu þeir fiskað hann upp. Þeir
fóru svo með hann á stöðina og
hlúöu þar aö honum. Þegar hon-
um var orðið hlýtt aftur, var hann
keyröur um borð. —OT
ÓK Á
LAMB
— 7600 krónur
samkvœmt gjaldskrú
Svart lamb varð fyrir bif-
yeið fyrir ofan Arbæ i gær og
drapst. Bifreiðin mun hafa
verið á töluverðri ferð þvi
lambið hentist eina 40 metra.
Þetta óhapp mun að öllum llk-
indum kosta ökumanninn 7600
krónur.
Arlega verður töluvert af
sauðfé fyrir bifreiðum og
drepst. Vegna þess hafa bænd-
ur birt gjaldskrá sem farið er
eftir i slikum tilfellum. Hæstar
skapabætur greiða menn fyrir
að aka á verðlaunahrúta, það
eru 26 þúsund krónur.
Fyrir veturgamalt skal
gjalda 10.900 krónur og 350
króna aukagjald kemur ofan á
ef ekiö er á grá lömb. —óT
Rœtt við
Belga
eftir
helgina
Næsti viöræðufundur við aðrar
þjóðir um fiskveiðilögsögumál
verður I Reykjavik I byrjun næstu
viku. Verður þá rætt við Belga, en
samningur um veiöar þeirra inn-
an 50 milna, sem gerður var 1972,
rennur út á næstunni. Veiðar
Belga innan 50 mllna markanna
hafa veriö mjög takmarkaðar
enda úthafsveiöafloti þeirra ekki
ýkja stór. Hvort samiö verður um
áframhaldandi veiðar þeirra inn-
an 50 milna eöa stækkaðrar lög-
sögu liggur ekki fyrir enn. Við-
ræðurnar munu standa 1 einn dag
og fyrir nefnd Belganna verður
Hartford sendiherra Belgiu á Is-
landi, en hann hefur aðsetur i
Osló. Ekki mun fullráðiö hverjir
skipi islenzku sendinefndina.
„VETRARHERFERÐ"
AKUREYRAR-
LÖGREGLUNNAR"
Lögreglan á Akureyri er nú að
búa sig og ökumenn i bænum und-
ir veturinn og fer allskonar her-
ferðir i þvi skyni. 1 fyrradag voru
þeir enn við radarmælingar og
tóku þá 22 fyrir of hraðan akstur.
Deginum áður höfðu þeir verið 28.
Þá voru númer tekin af 26 bifreið-
um og þær sendar til skoðunar.
Vegir á og i kringum Akureyri
eru oft hættulegir á vetrum. Þar
er mikið af bröttum brekkum sem
mönnum getur orðið hált á, þegar
frost er komið. Lögreglan vill
byrja á aö búa menn undir að
bæta ökulag sitt áður en á hólm-
inn kemur.
Brezkur sjómaður, sem
slasaðist á miðunum i
gær, og var fluttur i
Borgarsjúkrahúsið, var
við allgóða líðan i morg-
un. Hann var úr allri
hættu.
Sjómaðurinn var um borð I tog-
aranum Falstaff, u.þ.b. 40 milur
út af Hornafirði. Togvir slitnaði
og slóst i höfuð mannsins. Hann
hlaut mikla höfuðáverka, aðal-
lega I andliti. Læknir fór frá
brezka eftirlitsskipinu Othello yf-
ir I togarann. Beöiö var um hjálp
viö að koma manninum á sjúkra-
hús. Þyrla Landhelgisgæzlunnar
var stödd á Hornafirði og flaug
strax á miðin.
Að sögn Bjarna Helgasonar,
skipherra á þyrlunni, kom lækn-
irinn af Othello með sjúklingnum
um borð I þyrluna. Hann bað um
aö sjúkraflugvél færi með sjúkl-
inginn frá Hornafirði til Reykja-
vfkur. Var þá beðið strax um
flugvél frá Reykjavik. Sú vél kom
til Hornafjarðar u.þ.b. tveim
klukkutimum eftir að þyrlan lenti
þar. I millitlðinni var sjúklingur-
inn haföur á hjúkrunarheimilinu
á Hornafirði.
Þegar flugvélin frá Reykjavik
kom, uppgötvaöist að sjúkrakarf-
an.sem Bretinn lá I, var of stór til
að komast fyrir I vélinni. Brezki
læknirinn og læknirinn á Horna-
firöi töldu ekki ráðlegt að færa
sjúklinginn yfir I aðra körfu. Var
hann fluttur yfir I vél frá Flug-
félaginu, sem var á Hornafirði og
lagði af stað nokkru siðar.
—ÓH
Kennslu í Armúlaskóla seinkar
HEFILBEKKIR í ÓLAGI
— lóð ófrágengin
„Hefilbekkir skólans eru væg-
ast sagt i mjög slæmu ásigkomu-
lagi,” sagði Arnfinnur Jónsson,
yfirkennari Armúlaskóla, og
bætti við, að þetta væri þeim mun
alvarlegra, þar sem skólinn væri
vcrknámsskóli og bekkirnir þvi i
stööugri notkun.
Kennarafundur var haldinn i
skólanum 3. september. Var
komizt að þeirri niðurstöðu, að
ekki væri hægt að hefja kennslu i
skólanum, fyrr en hefilbekkirnir
hefðu verið lagfærðir og gengið
hefði verið frá skólalóðinni sóma-
samlega, en þvi hefur nú verið
lofað i 3 ár.
Unnið hefur verið i lóðinni und-
anfarið og verður þvi verki senni-
lega lokið eftir helgi. Hins vegar
hefur ekkert verið gert við hefil-
bekkina. Þó var fræðsluráði ritað
bréf vegna beggja málanna og
borgarráði og borgarverkfræð-
ingi sent afrit.
„Ef notazt verður við hefil-
bekkina eins og þeir eru, kostar
það miklu meira að gera við þá,
þvi að þá þarf jafnvel að endur-
nýja algjörlega hluta þeirra,”
sagði Arnfinnur.
—EVI—
—ÓT