Vísir - 16.09.1975, Blaðsíða 2
2
Visir. Þri&judagur 16. september 1975
— Ætlið þér að hætta $ð
kaupa kindakjöt eftir þó
miklu verðhækkun sem
orðið hefur (33%)?
Margrét Finnbogadóttir. hús-
móðir: — Kindakjöt mundi lik-
lega verða siðasta kjöttegundin
sem ég hætti aðkaupa, svo ætli ég
haldi þvi ekki áfram. Ég verð að
gera það. Svo er jú sjálfsagt að
kaupa fisk.
VÍSIBSm:
Iálja Sigurðardóttir, húsmóöir: —
Nei, alls ekki. Kindakjöt og fiskur
er það algengasta sem ég kaupi i
matinn.
Steina Aðalsteinsdóttir, húsmóð-
ir: — Ekki skil ég i þvi að svo
verði, og vist er að ég kaupi ekki
meiri fisk. Ég er með stórt heim-
ili, fimm fullorðna, þannig að
þessar hækkanir hafa mikið að
segja fyrir okkur. Ég reyni sem
mest að kaupa kjötið i skrokkum,
það er ódýrara þannig.
Kristin Björnsdóttir, nemi: — Ég
kaupi ekki sjálf i matinn. En ég
veit að þessar hækkanir verða
þungar i skauti mörgum fjöl-
skyldum. Fólk er mjög óánægt
með allar þessar hækkanir.
Guðbjörn Guölaugsson, vélsmið-
ur: — Já, það getur farjð svo.
Annars borða ég mikirin fisk
fyrir, og á það er varla bætandi.
Ég held annars að fólk fari að
borða meira af nautakjöti, þegar
verðmunurinn á þvi og kindakjöti'
er orðinn svona litill, eftir þessa
hækkun.
Hallbjörn Agústsson, nemi: — Ég
kaupi ekki sjálfur i matinn fyrir
mig. Samt held ég að ég borði
ekki meiri fisk þrátt fyrir þessa
hækkun. En fólk kvartar mikið
undan verðhækkunum núna, eins
og endranær.
Bragi Jósepsson:
„Fékk ekki embœttið
þrótt fyrir meiri
menntun og lengri
starfsreynslu
í rúma níu mánuði
hef ég reynt að fá starf
við mitt hæfi sem
doktor i uppeldisfræð-
um en ekki fengið það,
sagði Bragi Jósepsson,
sem vikið var úr starfi
deildarstjóra mennta-
málaráðuneytisins
fyrir tæpu ári.
Ég sótti um fræðslustjóra-
stöðu fyrir Suðurland annars-
vegar og Vesturland hinsvegar
en fékk hvoruga stöðuna. Þá
sótti ég um lektorsembætti i
uppeldisfræðum við Háskóla Is-
lands, en fékk ekki embættið þó
ég hafi meiri menntun og lengri
starfsreynslu en hinir umsækj-
endurnir.
Ég er doktor i uppeldisfræð-
um frá Bandarikjunum og hef
starfað sem barna- og gagn-
fræðaskólakennari I Vest-
mannaeyjum i tiu ár, auk þess
kenndi ég við háskóla i Banda-
rikjunum um tima.
Einnig hef ég skrifað bækur,
ritgerðir og blaðagreinar um is-
u
lenzk skólamál árum saman.
Guðný Guðbjartsdóttir, sem
hlaut stöðuna er ekki uppeldis-
fræðingur að mennt heldur með
próf I sálarfræði frá Bandarikj-
unum og Englandi, (S.S.C.).
Guðný er nýkomin frá námi
og hefur þvi enga starfsreynslu,
en Guðný er fædd árið 1949.
Aðalástæðan fyrir óánægju
minni er þó sú, að þeir sem skip-
uðu dómnefndina, sem fjallaði
um umsóknina — en það voru
þeir Andri ísaksson, Sigurjón
Björnsson og Magnús Krist-
jánsson, sem eru kennarar við
heimspekideildina — eru ekki
uppeldisfræðingar að mennt,
heldur sálfræðingar, tel ég dóm-
nefndina þvi óhæfa. En uppeld-
isfræðin er alveg sérstök fræði-
grein.
Þvi sendi ég þetta mál til al-
þjóðasambands samanburðar-
uppeldisfræðinga, en saman-
burðaruppeldisfræði er sérgrein
min og eru þeir að gera frumat-
hugun á málinu. Hvað ég geri
siðan I málinu fer eftir þvi hvað
þeir segja.
Auk þess skrifaði ég rektor
Háskólans og óskaði eftir þvi að
meöferð umsóknanna yrði
könnuð á þeim forsendum að
dómstóllinn hefði verið óhæfur.
í öðru lagi hefðu þeir, sem fjöll-
uðu um umsóknina verið mjög
hlutdrægir.
Þetta mál var tekið fyrir i há-
skólaráði en málinu visað aftur
til. heimspekideildar, þar eð
dómnefndin var ekki skipuð
samkvæmt háskólalögum, þó
heimild sé fyrir þvi að slik nefnd
sé skipuð.
Þvi ætla ég að skrifa heim-
spekideild og krefjast þess að
málið verði tekið upp að nýju.
Þau vandkvæði sem virðast
vera fyrir mig að fá starf við
mitt hæfi sem doktor i uppeldis-
fræðum, eru greinilega I sam-
bandi við það að mér var vikið
úr starfi sem deildarstjóri
menntamálaráðuneytisins.— HE
Styðja Albert
Félag sjálfstæðismanna i
verkalýðshreyfingunni Óðinn,
hefur nú gengið í lið með Heim-
dalli, félagi ungra sjálfstæðis-
manna i Reykjavik, og sent Al-
bert Guðmundssyni stuðnings-
yfirlýsingu vegna blaðaskrifa um
hann að undanförnu. Stjórn fé-
lagsins kom saman sl. sunnudag
og gerði eftirfarandi samþykkt:
„Vegna blaðaskrifa og per-
sónulegra árása á Albert Guð-
mundsson alþingismann og
borgarfulltrúa ályktar stjórn
Óðins að senda honum eindregna
trausts- og stuðningsyfirlýsingu.
Stjórn Óðins þakkar Albert
Guðmundssyni ómetanlegt fram-
lag og forustu við byggingu nýja
Sjálfstæðishússins og telur fyrst
og fremst hans verk hvað smiði
þess hefur miðað áfram.
Jafnframt treystir fundurinn á
Albert Guðmundsson til áfram-
haldandi forustu við húsbyggingu
Sjálfstæðisflokksins sem og önnur
störf i þágu lands og lýðs. Fund-
urinn sendir Albert Guðmunds-
syni persónulega sinar beztu
kveðjur og árnaðaróskir og þakk-
ar samstarfið á liðnum árum.”
Silungs- og
loxveiði-
aðstaða
fyrir fatlaða
Tillaga um aö gera fötl-
uðu fólki kleift að stunda
veiðis'kap á vatnasvæði
Reykjavíkurborgar var
samþykkt hjá veiði- og
fiskiræktarráði í vikunni.
Þetta sagði Jakob V.
Hafstein, fiskiræktarfull-
trúi, í samtali við Visi.
Það var Ólafur Jensson, fram-
kvæmdastjóri, sem bar tillöguna
fram og er vonast til að aðstaða
verði fyrir hendi strax næsta vor.
Yrði þá byrjað á Elliðavatni og
siðar Hólmsá.
Að sögn Eiðs Friðrikssonar,
starfsmanns við Laxeldisstöðina i
Kollafirði, hefur töluvert af fötl-
uðu fólki veitt i lóninu i Kollafirði,
en þar er hin ágætasta aðstaða,
harðir bakkar, þar sem fólk getur
athafnað sig i hjólastól.
Veiðitiminn er búinn þar i sum-
ar, en veiðileyfi fyrir 4 tima kost-
aði 1500 krónur. 1 þvi var innifal-
inn 1 lax eða 3 kg af silungi, en
borgað aukagjald, ef meira veið-
ist. Veiði var góð þegar á heildina
var litið. —EVI—
LESENDUR
HAFA ORÐIÐ
Gœðum bœinn
ó Stöng svo-
litlu lífi líka
Fávis skrifar:
„Einn á lesendadálk Visis
gaf þarfa ábendii.gu um
upplýsingaspjald við Hval-
stöðina. Hvernig væri að gera
slikt hið sama á Stöng.
Þangað kom ég i sumar og
þar sem ég hef ekkert sérstak
lega auðugt imyndunarafl og
upplýsingar eru þarna af
ákaflega skornum skammti,
hafði ég takmarkað gaman af.
Það sem væri enn betra væri
að koma upp safni á Stöng
með öllum þeim munum sem
notaðir voru til forna á réttum
stöðum i bænum. Fornmenn
mætti búa til úr vaxi vinnandi
hin ýmsu störf sem þarna fóru
fram i stað nokkurra steina á
miðju gólfi sem á að sýna að
þarna hafi verið langeldur.
Væri hann hreinlega kveiktur
að minnsta kosti þegar ferða-
mannastraumurinn er mest-
ur.
Ef einhver ætlar að halda
þvi fram að þetta sé alltof
dýrt, þá leyfi ég mér að benda
á það, að það mætti alveg
hætta við sögualdarbæinn.
Við höfum bæinn á Stöng og
það finnst mér nóg.
Þá mætti lika hugsa sér að
búa til stutta kvikmynd eða
myndaspyrpu og væri hægt að
koma upp einhvers konar
sjálfsala þannig að fólk gæti
horft á almennilega fornmenn
og hvað þeir höfðu fyrir
stafni.”
UGGUR ÞER
EITTHVAÐ Á HJARTA?
Utanáskriftin er:
VÍSIR
c/o „Lesendabréf"
Síðumúla 14 Reykjavík