Vísir - 16.09.1975, Blaðsíða 6
6
Vísir. Þriftjudagur 16. september 1975
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Davlö Guðmundsson
Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson
Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson
Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611
Ritstjórn: Slðumúla 14. Slmi 86611. 7 llnur
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Þagnarmúrinn
Visir hefur að undanförnu bent á nauðsyn þess, að
sett verði raunhæf löggjöf um upplýsingaskyldu
stjórnvalda. Frumvarp, sem lagt var fyrir siðasta
þing um þetta efni, þrengdi i raun réttrimöguleika
manna til þess að fá opinberar upplýsingar. Það var
þvi lán, að alþingismenn skyldu hafa komið þvi
fyrir kattarnef.
Flestum er ljóst, að það er bæði nauðsynlegt og
brýnt, að settar verði reglur, er tryggi almenningi
og fjölmiðlum aðgang að opinberum gögnum. En
það er ekki einvörðungu, að gera þurfi ráðstafanir
til þess að bæta aðstöðu almennings að þessu leyti.
Hitt er ekki siður mikilvægt að kveðið verði skýrt á
um heimildir opinberra stofnana til þess að skýra
frá sjónarmiðum sinum eða tillögum.
Fyrir fáeinum dögum var upplýst, að heimildir
Hafrannsóknarstofnunarinnar til þess að greina frá
tillögum eða álitsgerðum hefðu verið takmarkaðar
verulega. Sjávarútvegsráðuneytið vill ekki að þessi
tiltekna stofnun gefi upplýsingar um mál meðan
þau eru til athugunar i ráðuneytinu. Geri Hafrann-
sóknarstofnunin t.d. tillögur um friðun á tilteknum
veiðisvæðum má hún ekkert segja, þó að ráðuneytið
dragi e.t.v. von úr viti að afgreiða málið.
Mörg önnur dæmi eru um það, að ráðuneyti hafi
lagt hömlur á starfsmenn opinberra stofnana eða
fyrirtækja með svipuðum hætti. Hér er i flestum til-
vikum um óeðlilega afskiptasemi ráðuneyta að
ræða. Það þarf þvi að tryggja forstöðumönnum rikis
stofnana rétt til þess að greina frá þvi, sem eðlilegt'
er að birta almenningi.
Leyndarstarfsemi virðist vera eðli miðstjórnar-
valdsins i hverra höndum sem það er. Á þessu sviði
er þvi þörf frjálslyndrar löggjafar, er auðveldi upp-
lýsingastreymi frá opinberum aðilum.
Utanríkismálarannsóknir
Á siðustu árum hafa orðið snögg umskipti i al-
þjóðamálum. Framvinda þeirra er ör og þær að-
stæður, sem móta utanrikisstefnu þjóða, breytast i
sifellu. Ljóst er, að hverri þjóð er mikilvægt að
fylgjast náið með straumum á alþjóðavettvangi til
þess að geta mótað raunhæfa utanrikisstefnu.
Upplýsingaöflun af þessu tagi er ekki einvörð-
ungu nauðsynleg fyrir stjórnvöld, heldur einnig all-
an almenning. Forsenda málefnalegra umræðna
um þessi efni eins og önnur er staðgóð þekking.
Ýmsar þjóðir hafa sett á fót sérstakar rannsóknar-
stofnanir um utanrikismál. Slikar stofnanir geta
lagt mikið af mörkum til málefnalegra umræðna
um alþjóðamál.
Fyrir skömmu var sett fram i grein hér i Visi til-
laga um sjálfstæða rannsóknarstofnun um utan-
rikismál. Full ástæða er til þess að taka undir þessa
hugmynd. í þvi mikla umróti, sem nú á sér stað i al-
þjóðamálum, er mikilvægt að við gefum þessum
málefnum gaum. Hér þurfa áhugamenn og félaga-
samtök að taka höndum saman. Þekkingarskortur
hefur sniðið utanrikismálaumræðum þröngan
stakk, og það er full þörf á að bæta þar úr skák.
ÞRÆLAHALD
La ndbún a ðar ver ka-
fólk, vændiskonur, inn-
fluttir verkamenn og
börn eru þrælar nútim-
ans, eftir þvi sem ein af
starfandi undirnefnd-
um Sameinuðu þjóð-
anna heldur fram.
Meðan þrælahald gamla
timans er að deyja út, hafa ný
fómarlömb staðið varnarlaus
fyrir ráðandi kringumstæðum,
segir þessi starfshópur mann-
réttindanefndar Sameinuðu
þjóðanna.
Þrælahald og þrælasala með
öllu þvi, sem fylgir, hefur lítið
breytzt siðan 1966, og er enn við
lýði i sumum heimshlutum. Þvi
til viðbótar hefur svo bætzt ný
tegund þrælkunar, sem gefur
hinni gömlu litið eftir.
Mannréttindanefnd Samein-
uðu þjóðanna setti á laggirnar i
fyrra fimm manna nefnd, sem
unnið hefur að athugunum varð-
andi þetta efni. 5 mann-nefndin
hefur viðað að sér skýrslum og
upplýsingum frá alþjóðalög-
reglunni „Inderpol” og frá
LundUnaskrifstofum samtaka,
sem berjast gegn þrælahaldi.
Skýrslur þessar fjalla um ýms-
ar nútfmaaðferðir við að svipta
fólk sjálfsögðum mannrétt-
indum.
Eitt það fyrsta, sem 5 manna-
nefndin frétti af, var:
Indiánar I Paraguay höfðu
verið herteknir i frumskógunum
og seldir sem þjónar, kauplaus-
ir og réttindalausir.
Börn á aldrinum fimm ára og
cldri höfðu verið látin vinna allt
upp I tólf stundir á dag I verk-
smiðjum ibakhúsum I Marokko
til þess að anna eftirspurn
ferðamanna á gólfteppum.
Indiánar i Kólomblu höfðu
verið hnepptir i skuldafjötra við
gúmekrueiganda, sem seldi
þeim vörur á uppsprengdu verði
og lét þá vinna af sér skuldina —
hvað þeir aldrei gátu.
Konum hefur verið rænt um
hábjarta daga á strætum Hong
Kong og neyddar til að stunda
vændi.
Börn hafa verið seld til
heimilisstarfa i fjölda landa.
Þar á meðal Sýrland, Llbanon
og Tyrklandi.
Innflytjendur, sem komizt
hafa með ólöglegum hætti inn i
iðnaðarrikif atvinnuleit, láta oft
og tiðum þvinga sig til þræls-
legra lifs- og vinnuskilyrða.
Konur snauðari landa eru I æ
rikari mæli ginntar með auglýs-
ingum til útlanda i störf, sem
virðast i fyrstu fullkomlega
eðlileg, en síðar er þeim svo ýtt
út I vændi.
Ný tegund ánauðar hefur
leyst þrælahaldið af hólmi I
landbúnaðarstörfum margra
landa, þar sem siðmenningar-
innar gætir ekki svo mjög og
verkalýðurinn hefur ekki enn
náð að skipuleggja með sér .
samtök.
Fimm manna-nefndin bar sig
upp undan þvi, að viða hefði hún
notið litillar fyrirgreiðslu af
hálfu st jómvalda landa þar sem-
hún aflaði sér upplýsinga. Hafði
hún þvi oftast orðið að styðjast
við upplýsingar einkasamtaka.
Hún lýsir aðskilnaðarstefnu
Suður-Afriku sem róttækasta
dæminu um þrælahald.
Samtökin „Gegn þrælahaldi”,
sem stofnuð voru árið 1839,
skýrði fimm manna-nefndinni
frá þvi, að mörg lönd spottuðu .»
sáttmála, sem gerður var 1956,
og fól i sér bann við þrælahaldi,
þrælasölu og hverskyns þrælkun
yfir höfuð talað.
,,Á fyrstu árum sjöunda ára-
tugsins viðgengst þrælasala i
löndunum við Saharaeyðimörk-
ina, og þrælar voru ein af undir-
stöðum iðnaðar margra þeirra
rikja”, segja samtökin.
A árunum 1955 til ’65 fóru
15.000 "fleiri pílagrlmar til
helgra borga múhameðstrúar-
manna, Mecca og Medina,
heldur en komu þaðan aftur. —
Mecca.og Medina eru I Saudi
Arabiu, en þar voru taldir vera
að minnsta kosti 250.000 þrælar
árið 1962. 1 orði kveðnu var
þrælahald afnumið þar og þjón-
ar máttu skipta um húsbændur
að vild.
1947 voru sett sérstök lög i
Indlandi, sem bönnuðu skulda-
fjötra. Sú aðferð er þó ekkert
staðbundin við Asiu eina.
Hennar varð vart i Kólumbiu
fyrir þrem árum.
Samtökin „Gegn þrælahaldi”
benda á, að ekki séu allir sam-
mála um, hvað sé forkastan-
legt i þessum efnum. Sumir
telja skuldafjötra ekkert annað
en þægilega aðferð til þess að fá
lán.
Og til eru þeir, sem álita það
uppeldislega heppilegt, sem
aðrir kalla barnaþrælkun. Þar
er átt við þann hátt, sem við-
gengst i mörgum löndum, að
börn vinni allt upp i' tólf stundir
á dag við landbúnaðarstörf eða
smalamennsku. Margri bænda-
fjölskyldunni er þetta nauðsyn
til framfærslu heimilisins, og
þykir auka sjálfsvirðingu
barnsins sem einstaklings og
styrkja f jölskylduböndin.
u:::
IIIIIINIIIIIIIIINI
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■I
!■■■■■■■■■■■■■■■■■■!
■ ■■■!■■
■ ■■■■■*