Vísir - 16.09.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Þriðjudagur 16. september 1975
7
##
Rétti tíminn
til að nýta
kartöflurnar"
Loksins er kominn sá
timi að okkur gefst
kostur á glænýjum
kartöflum. Kartöflur
eru einn aðal C-vita-
mingjafi okkar. Ekki
vegna mikils magns,
heldur vegna þess að
kartöflur eru i flestum
tilfellum borðaðar dag-
lega.
Kartöflur hafa að geyma 20%
kolvetni sem mjölva, eggja-
hvituefni, kalk, fosfór og járn og
dálítið af B-vítaminum. 'Nær-
ingarefnin varðveitast bezt,
þegar kartöflur eru soðnar með
hýðinu. Sömu sögu er að segja
um bragðefni,- þau varðveitast
betur þannig en þegar kaftöflur
eru sóðnar hýðislausar.
Sjálfsagt kjósa flestir kartöfl-
umar soðnar á meðan þær eru
svona nýjar. En þær má nota til
margs annars. Liklega gera
fæstir sér grein fyrir, hversu
marga rétti má búa til úr
kartöflum. Við erum að hugsa
um að bæta nokkuð úr þvi.
Kartöflur
bakaðar i ofni
Burstið kartöflurnar ræki-
Umsjón: Edda
Andrésdóttir
lega, svo að þær séu alveg
hreinar, og skerið rák i þær.
Stráið dálitlu salti yfir og látið
þær áplötu eða ofnrist (ef til vill
við hliðina á ofnrétti, sem á að
framreiða með þeim).
Bökunartimi er 3/4—1 klst.,
ofnhiti um 180 gráður. Kartöflur
bakaðar i ofni má borða með
kjöt-, fisk- og grænmetisréttum
eða sem sjálfstæðan rétt með
köldu smjöri.
Heitt kartöflusalat
3/4 kg stinnar kartöflur
1 laukur
35 g smjörliki
1 1/2 di vatn
3 msk edik
1 msk sykur
1/2 tsk salt
1/4 tsk pipar
Skerið soðnar, flysjaðar
kartöflur i sneiðar. Skerið lauk-
inn i sneiðar og látiö i pottinn
ásamt öllu öðru og sjóðið þang-
að til laukurinn er meyr.
Látið kartöflurnar út i og
veltiö þeim varlega með sleif-
inni, þangað til þær eru vel heit-
ar. Látið ef til vill 1 tsk af
kartöflumjöli, hrærðu Ut i dá-
litlu köldu vatni, Ut i eða 1/2 dl
af rjóma.
Kartöflusalatið má bera fram
með pylsum, bjúgum, steiktum
fiski, saltsild og fleiru.
Kalt kartöflusalat
3/4 kg stinnar kartöflur
2 msk vatn
2 msk edik
3 msk salatolia
1/2 msk sykur
1/2 tsk salt
1/4 tsk pipar
1 lítill laukur
e.t.v. 1/2 dl rjómi (má vera súr)
söxuð steinselja eða dill.
Skerið soðnar, flysjaðar
kartöflurnar i sneiðar. Hristið
eða þeytið saman vatn, edik,
salatoliu, sykur, salt og pipar.
Rifið laukinn Ut i (á rifjámi).
Látið e.t.v. rjóma út i. Látið
kartöflurnar varlega út i löginn.
Látið salatið standa i um 1 klst.
Stáið saxaðri kryddgrænu yfir.
Kartöfluflesk
Leggið kartöflustöppu á fat.
Látið steikta fleskteninga i
miðju og steikta laukhringi,
sem dálitil fita frá fleskinu loðir
við.
Sáið saxaðri steinselju eöa
graslauki yfir.
Berið með hrátt salat, tómat-
báta eða þess háttar.
Kartöflustappa! ofni
3/4 kg kaftöflur
50 g smjörliki
3 egg
1 tsk salt
1/4 tsk pipar
125 g reykt skinka eða hangikjöt
3 msk söxuð steinselja
4 sneiðar beikon
brauðmylsna
Flysjiðkartöflurnar. Skeriðþær
I bita og sjóðið án salts. Hellið
vatninu af og látið pottinn aftur
á helluna, þar til kartöflurnar
eru orðnar þurrar. Merjið þær.
Hrærið smjörlikinu saman
við. Þeytið eggin saman, og
hrærið þeim saman við i þrennu
lagi.
Látið saxaða skinku eða
hangikjöt, steinselju og krydd
saman við.
Sáldrið brauðmylsnu i smurt
eldtraust mót og látið kartöflu-
stöppuna þar i.
Stráið brauðmylsnu yfir og
leggið beikonsneiðarnar ofan á.
Látið mótið i ofn. Bökunartimi
3/4 klst., ofnhiti 180 gráður.
Berið tómatsósu með eða ein-
hvem grænmetisjafning. Notið
soðið, smátt skorið grænmetið i
stað skinku, og berið réttinn
fram með tómatsósu, ef vill.
Kartöflurönd
Sleppið skinkunni og steinselj-
unni. Bakið stöppuna i smurðu
hringmóti, sem i hefur verið
stráð brauðmylsnu.
Bökunartimi um 1/2 klst. Ber-
ið kjöt, fisk eða grænmetisjafn-
ing með kartöfluröndinni. Legg-
ið kartöflustöppuna eins og lok
yfir t.d. kjötafgang i sósu, græn-
metisjafning eða þess háttar.
Bökunartimi 1/2 klst., ofnhiti
180 gráður.
Steiktar kartöflubollur
1/2 kg kartöflur
1 laukur
1/2 dl brauðmylsna
1—2 egg
1/2 tsk. salt
1/4 tsk pipar
50 g salatolia eða smjörliki.
Sjóðið karföflurnar á sama
hátt og þegar gerð er kartöflu-
stappa og merjið þær. (Leifar af
köldum kartöflum er bezt að
merja i hakkavél ásamt laukn-
um). Hrærið saman við rifinn
lauk, brauðmylsnu, egg og
krydd. Mótið bollur úr stöpp-
unni og steikið þær helzt i salat-
oliu.
Berið grænmeti i jafningi með
kartöflubollunum.
Einnig má láta saxaða skinku,
saxað hangikjöt, saxaðan gras-
lauk, steinselju eða annað sam-
an við bollurnar.
Kartöflusnjór
3/4 kg kartöflur
borðsalt
hvítur pipar
Flysjið kartöflurnar. Skerið
þær i bita og sjóðið þær salt-
lausar.
Hellið vatninu af, og látið
pottinn aftur á helluna, þangað
til kartöflurnár eru alveg þurr-
ar. Þrýstið kartöflunum i gegn-
um kartöflupressu beint á fatið,
sem þær eru bornar fram á.
Stráiö dálitlu salti og hvitum
pipar yfir.