Vísir - 16.09.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 16.09.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Þriðjudagur 16. september 1975 — 210. tbl. Þrælahald og þrælasala á gamla visu kann að vera á undan- haldi en annað hefur tekið við, sem leysir það gamla af hólmi. Ein af undirnefndum Sam- einuðu þjóðanna hefur gert á veg- um mannréttindanefndarinnar könnun á þvi, hvernig troðið er viða á mannréttindum, og hefur komið i ljós, að þrælahaid hefur tekið á sig nýtt snið. Sjá bls. 6, s&iasss „Hef meiri menntun og starfsreynslu en sá er embœttið hlaut" — segir dr. Bragi Jósefsson um skipun í prófessorsembœtti í uppeldisfrœði sjá bls.2 ALLI — Ný myndasaga \\ íþróttaopnu Vínstríðið heldur áf ram Umdeildur málmfugl settist á Reykjavikurflugvöii I gær. Þar var komin Beechcraft King Air flugvéi, samskonar og lagt var til aö Gæzlan keypti til starfa sinna. Þessi vél er fimm sinnum ódýrari en sd sem ákveðiö var að kaupa. Visir spurði flug- manninn á Beechcraft vélinni hvora vélina hann mundi velja til gæzlustarfanna. — Sjá baksiöu. Nú er rétti tíminn til að nýta kartöflurnar —sjó bls. 7 Fugl dagsins Þagnarskylda Hafrannsóknastofnunarinnar: „Starfsmenn fara ekki eftir sjólf- sögðum reglum" segir Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins „Hverjum starfsmanni er skylt að gæta þagmælsku um atriði, er hann fær vitneskju um i starfi sinu og ieynt skal fara sam- kvæmt lögum, fyrirmælum yfir- boðara eða eðli máisins. Þagnar- skylda heizt, þótt látið sé af starfi.” Þetta er svar Jóns Arnalds i sjávarútvegsráðuneytinu við þvi, á hvaða forsendum. reglur eru settar á um þagnarskyldu starfs- manna Hafrannsóknarstofnunar- innar. Hann vitnar i lög um réttindi og skyldur starfsmanna rikisins, 32. grein. Sjávarútvegsráðuneytið hefur skrifað Hafrannsóknarstofn- uninni bréf, þar sem þess er farið á leit, að fiskifræðingar og aðrir starfsmenn hennar takmarki mjög upplýsingar sinar til fjöl- miðla. Sagði Jón, að með bréfinu hefði aöeins verið ætlunin að itreka það, að fyrrnefndum lögum væri framfylgt. Ærin ástæða hefði verið til þess að brýna þetta fyrir starfsmönn- um, þar sem þeir hefðu ekki farið eftir sjálfsögðum reglum. Þó hefði keyrt um þverbak upp á siökastið. „Þessi yfirlýsing aJakobs . Jakobssonar i Visi, föstudaginn 12. september, er fáránleg,” sagði Jón Arnalds og átti hann við þessiorð Jakobs. „En ef við erum bundnir þagnarskyldu, er það sambærilegt við það, að stjórn- völd taki sér það vald að hneppa menn i fangelsi og halda þeim þar án dóms. Ef þau kæra sig ekki um umræður um málið á opinberum vettvangi, geta þau dregið úr- skurð þess.” „Við erum engan veginn að ætlast til, að fiskifræðingar og aðrir starfsmenn Hafrannsóknar- stofnunarinnar megi ekki segja sitt álit, en ég legg áherzlu á að það sé ekki gert áður en mál hefur fengið eðlilega málsmeðferð innan stofnunarinnar og i ráðuneytinu,” sagði Jón Amalds. -EVI- Bjpy á* f* • ^ ’v*. ** Æmmmi ferí' 'k.T '—"'’É • ■ fMB Bridgemenn greindari en skákmenn? Andlitin koma mönnum örugglega kunnuglega fyrir sjónir, en vafalaust af öðrum vettvangi. Skák- meistararnir, Ingi R. Jóhannsson og Jón Þorsteinsson, sjást sennilega oftar viö skákborðið en bridge- borðið, eins og hér, þar sem þeir etja kappi við unglingalandsliðsmenn i bridge. Jón Baldursson og Sig- urð Sverrisson. — Skýringuna má finna á baksiðu. ,Flakið var samanhnoðað' sjónarvotts —Flak flugvélarinnar var samanhnoðað og aðkoman þvi ó- skemmtileg, sagöi Reynir Ragnarsson, formaður slysa- varnadeildarinnar Vikverja, viö Visi i morgun. Vikverjar frá Vik i Mýrdal komu fyrstir að flaki bandarisku vélarinnar sem fórst á Eyjafjallajökii. — Það hafði brotnað töluvert úr vélinni þegar hún skall niður og það var brakslóð uppeftir brekkunni. Vængirnir héngu þó á ennþá og við urðum að beygja annan þeirra til að komast að lik- unum. — Þau voru litið sködduð nema á höfði, en hjónin höföu auðsjáan- lega fengið þung höfuðhögg og ég tel vist að þau hafi látizt sam- stundis. — Þyrla frá'varnarliðinu var þarna á sveimi og lét tvo menn siga niður nokkru eftir að við komum á staðinn. Likin voru svo dregin um borö, því veður var slikt að ekki þótti ráðlegt að reyna að lenda þyrlunni. Við héldum svo aftur til byggða. Það var Sigurjón Einarsson, sem fann flakið á Beechcraft vél flugmálastjórnarinnar, en alls tóku sextán vélar þátt i leitinni. Þá leituðu um 250 manns á landi og voru þeir úr Flugbjörgunar- sveitinni og sveitum Slysavama- félagsins. Valdimar Ólafsson, flugumferðarstjóri hafði með höndum yfirstjórn leitarinnar. Hann bað fyrir þakkir til allra þeirra sem unnu við leitina. Þessa mynd tók Sigurjón Einarsson, af flakinu á Eyja- fjallajökli. Hann telur að vélin hefði sloppið heföi hún verið nokkur hundruð fetum hærra. — ÓT.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.