Vísir - 16.09.1975, Blaðsíða 16
VISIR
Þriðjudagur 16. september 1975
ERVON-
GÓÐUR
UM SAM-
KOMULAO
— segir Harford
sendiherra
Belgíu
,,Á þessu stigi málsins get ég
ekkert um viðræðurnar sagt ann-
að en að ég er vongóður um, að
samkomulag náist á meðan við
erum hér i Reykjavik,” sagði Eti-
enne Harford, sendiherra Belgiu
á islandi við Visi i morgun.
Viðræður sendinefnda íslands
og Belgiu halda áfram eftir
hádegiðí dag, en i gær kom fram,
að Belgar eru reiðubiínir að
semja um veiðiheimildir fyrir
skip sin á grundvelli yfirráðarétt-
ar tslendinga yfir 200 milna fisk-
veiðilögsögu.
1 samkomulagi þjóðanna frá
1972 var fyrirvari um, að sam-
komulagið hefði ekki áhrif á
grundvallarafstöðu þjóðanna til
landhelgismála. Verði slikur
fyrirvari ekki i þvi samkomulagi,
sem nii kann að verða gert, er það
visbending um þá öru þróun, sem
orðið hefur i hafréttarmálum sl.
þrjú ár.
Nú þykir sýnt, að á hafréttar-
ráðstefnu SÞ verði fallizt á 200
milna auðlindalögsögu strand-
rikja. Belgar, sem eru aðilar að
EBE, verða fyrsta þjóðin til að
viðurkenna útfærsluna I 200 mil-
ur, ef samkomulag næst á þessum
grundvelli nú.
Veiða á selja í B Beli íslandsmiðum, elgíu: aíst
fjói maqn,
ísle nskt
félaq
Við hugsum okkur að félagið
veröi al-islenskt og hluthafar eru
islenskir ntgerðarmenn og
félög”, sagði einn af stofnendum
hlutafélagsins Faxa hf., sem
greint var frá i Visi i gær.
— Félagiö er stofnað á þeim
grundvelli, að Belgiumenn leggja
fram fjármagn til kaupa á nokkr-
um islenskum bátum, sem eigaað
veiða d tslandsmiðum og selja
aflann reglulega i Belgíu. „Það er
enn ósamið um greiðslur — og
áhafnir verða islenskar, en ekki
„blandaðar”, þ.e. Belgiumenn og
tslendingar,” sagði hluthafinn.
„Þetta er belgisk-islensk sam-
vinna um útgerð, en Belgfumenn
eiga ekkert i félaginu,” sagði
hann ennfremur. — Áhrifamaður
á belgiska fiskmarkaðinum er nú
staddur hér á landi og er þessa
dagana verið að ræða málin.
Ljóst er, að þrjú skip verða keypt
frá Reykjavik og tvö frá Suður-
nesjum, en talað hefur verið um,
að nýja félagið kaupi jafnvel tiu
skip. — Þessi félagsstofnun hefur
verið til umræðu frá þvi snemma
i sumar. -AG-
Hef ekki floqiá
betri flutfvél
— segir enskur flugmaður á Beechcraft King
Air flugvél — samskonar vél og lagt var til
að keypt yrði til landhelgisgœzlu
Harry Gee flugmaður við stjórntækin á King Air vélinni.sem hann
lenti i Reykjavik I gær. „Ég get ekki hugsað mér þægilegri véi,”
sagði hann. Ljósm.: Jim.
,,Ef ég ætti að velja á
milli Fokker F-27 og
Beechcraft King Air til
landhelgisgæzlustarfa,
mundi ég hiklaust velja
King Air vélina”.
Þetta var svar Harry Gee,
ensks flugmanns, við spurningu
Visis um hvora tegundina hann
mundi velja tii gæzlustarfa hér
við Jand.
Gee lenti á Reykjavikurflug-
velli i gær á Beechcraft King
Air flugvél. Hann kom hér við til
að taka eldsneyti og hvila sig.
Hann var á leið frá Bretlandi til
Miami á Flórida.
Nefnd, sem var sérstaklega
skipuð til að gera tillögur um
flugvélakaup Landhelgisgæzl-
unnar, mælti með King Air flug-
vélinni.
,,Hef enga
betri fundið”
„Þetta erbezta flugvélin, sem
til er i minni stærðarflokki flug-
véla, að minu mati”, sagði Gee,
þegar Visir ræddi við hann úti á
flugvelli i gær.
„Hún er afskaplega fjölhæf,,
það er mjög gott að stjórna
henni, og siglingatæki eru öll
fyrsta flokks.
Ég hef flogið 45 flugvéla-
tegundum sfðan árið 1943. Ég
hef enga flugvél fundið enn, sem
ég kann betur við en King Air”,
sagði Gee einnig.
Meðal raka, sem Landhelgis-
gæzlan hefur fært fyrir þvi að
kaupa Fokker, er að i langflugi
verði áhöfnin að geta teygt úr
sérogstaðiðupprétt. Inni i King
Air vélinni er alls ekki hægt að
standa uppréttur. En það er
hægt að liggja endilangur á
gólfinu og teygja úr sér. Visir
spurði Gee, hvernig honum
fyndist að vinna langtimum
saman á vélinni.
„King Air vélin
ætti að nægja”
„Ég hef flogið allt að 6 tima i
einu. Vissulega verður maður
þreyttur eftir svo langa setu.
Þetta er þó ekkert, sem heil-
brigður maður þolir ekki. Ef
flugmennirnir á vélinni eru
tveir, er það hægðarleikur að
fljúga svo lengi sem vélin hefur
flugþol. Eins og mér virðast
landhelgisgæzlustörfin hugsuð,
ætti King Air flugvélin að
nægja”, svaraði Gee.
Visir spurði Gee, hvort hann
hefði flogið Fokker F-27.
„Nei, reyndar ekki. En ég hef
flogið vél, sem hefur mjög svip-
aða flughæfileika, Handley
Page Herald”.
„Fyrir utan hina góðu flug-
hæfileika King Air vélarinnar,
sem valda þvi, að ég mæli með
henni”, sagði Gee að lokum,
„þá má heldur ekki gleyma þvi,
að þessi vél er mjög hagkvæm i
rekstri”.
— ÓH
Beechcraft King Air fiugvélin. Rennilegur farkostur, sem tekur
venjulega átta manns.
w
Utifundur 24. október,
þegar konur taka frí
t gærkvöidi var haldinn fund-
ur i Norræna húsinu þar sem
samankomnir voru 40 fulltrúar
ýmissa samtaka, sem konur
eiga aðild að.
Þar rikti algjör eining um til-
löguna, sem var samþykkt á
Kvennaársráðstefnunni sem
haldin var i sumar um aö konur
skyldu taka sér fri frá störfum á
degi Sameinuðu Þjóöanna.
Einnig var samþykkt að halda
útifund á þessum degi. Kosinn
var 10 manna framkvæmda-
nefnd. Aðalfulltrúar i nefndina
voru kosnir þær Aðalheiöur
Bjamfreðsdóttir, Asdis Guð-
mundsdóttir, Erna Ragnars-
dóttir, Gerður Steinþórsdóttir
og Elisabet Gunnarsdóttir.
Varafulltrúar voru kosnir
þær Stella Stefánsdóttir, Björk
Thomsen, Asthildur ólafsdóttir,
Valborg Bentsdóttir og Margrét
Einarsdóttir var tilnefnd, en
hún er erlendis um þessar
mundir. — HE.
LOKAST BANKAR 24. OKT.?
Gerð var könnun I rfkis-
bönkunum á þvi hve margar
konur vildu taka þátt I friinu,
sem konur hyggjast taka sér á
degi Sameinuðu þjóðanna 24.
október næstkomandi. Könnun-
in var gerð tvo daga i röð föstu-
dag og laugardag og náðist I 346
konur.
Þær sem voru samþykkar til-
lögunni voru 320 samtals, en 26
konur voru i vafa eða sögðu nei.
Einnig var haft samband við
konur úti á landi sem vinna i
rikisbönkum og þær voru mjög
jákvæðar I þessum efnum,
kváðust mundu taka þátt i fri-
inu, ef almenn þátttaka yrði,
sagði Dóra Ottesen banka-
starfsmaður, sem er ein þeirra
sem stóð að þessari könnun.
BRIDGEMENN SLÓGU
SKÁKMÖNNUM VIÐ
„Það þarf ekki frekar
vitnanna við,” telja bridge-
mcnn, sem eftir góðan sigur yfir
skákmönnum nú um helgina
telja sig hafa kveðið niður i eitt
skipti fyrir öll, að bridgemenn
standi skákmönnum eitthvað að
baki i andans iþróttum.
Hólmgöngu Bridgefélags
Reykjavikur og Taflfélags
Reykjavikur, lauk með 298,1
stigum fyrir BR á móti 277,9
fyrir TR.
Báðir komu hvorir öðrum
nokkuð á óvart. — „Við urðum
nokkuð undrandi á þvi, hverja
skráveifu þeir gerðu okkar I
Bridgemenn tefla skák. Karl
Sigurhjartarson, formaður BR,
og Hjalti Eiiasson, forseti
Bridgesamb. lsl„ etja kappi við
skákmeistarana.
skákinni. enda sýndist okkur á
liðskipaninni, að þeir heföu tælt
inn i sinar raðir nokkra góða
liðsmenn frá okkur,” sagði Ingi
R. Jóhannsson, skákmeistari,
við Visi eftir keppnina. „En við
velgdum þeim meira undir ugg-
um I -bridginu, heldur en við
bjuggumst við sjálfir. Nú hyggj-
um við á hefndir að ári.”
„Við erum mjög stoh - af
sigrum okkar i skákinni, par
sem við fengum 30%, en mestu
munaði þó um bridge-
vinningana,” sagði Gylfi
Baldursson, talsmaður BR.
-GP.
Mikil aðsókn
í ferðir til
Kanaríeyja
Um 1400manns hafa þegar látið
bóka far með Flugleiðum til
Kanarieyja i vetur. Farnar verða
18 ferðir á timabilinu frá 30.
október til 5. april. Búið er að
fullbóka i fyrstu ferðina og svo i
sex ferðir um jól og páska. Mikið
er einnig búið að panta i aðrar
ferðir.
Allar ferðaskrifstofurnar,
nema Sunna, selja þessar feröir
Flugleiða, og svo umboðsmenn
félagsins viðs vegar um landið.
Farþegar geta valið um tveggja
og þriggja vikna ferðir. -ÓT.
FLEIRI í ÖLDUNGA-
DEILDINNI Á
AKUREYRI EN í
REYKJAVÍK
Það er hlutfallslega meiri
þátttaka i öldungardeild
Menntaskólans á Akureyri en
í Hamrahliðarskólanum ef
miðað er við ibúafjölda i
Reykjavik, sagöi Tryggvi
Gislason skóla m eis ta r i
Menntaskólans á Akureyri.
En 68 manns munu stunda
nám i öldungadeildinni þar i
vetur.
í vetur verður kennd is-
lenzka, enska, stærðfræði,
saga og náttúrufræði og geta
nemendur valið sér fög með
tilliti til hvaða deild þeir hafa
valið.
Er gert ráð fyrir að þeir
ljúki stúdentsprófi á 3-5 árum,
en alls þurfa þeir að taka 132
námseiningar. Námstimanum
er skiptniður I annir og ekki er
hægt að taka færri en 14 náms-
einingar á önn til þess að fá
námið viðurkennt.
Langflestir þeirra sem eru
innritaðir i öldungádeildina
eru frá Akureyri og ná-
grannasveitum.
Kennarar i öldungadeiid
MA verða hinir sömu og kenna
við hinar deildir skólans.-HE.