Vísir - 16.09.1975, Blaðsíða 3
Visir. Þriðjudagur 16. september 1975
3
Slökkviliðið gabbað
Grátt gaman en fá
makleg málagjöld
Slökkviliðinu i Reykjavik var
aðfaranótt laugardags tilkynnt
um eld i hiísi i Kópavogi. Þegar
komið var á staðinn var þó enginn
eldur finnanlegur og reyndist
vera um gabb að ræða.
Talið er að einhver hafi ætlað
að lífga upp á fáfengileik nætur-
innar hjá sér, með þvi að horfa á
slökkvilið leita að eldi þar sem
enginn var og hafi hann þvi til-
kynnt um eldinn simleiðis. Þeim
hinum sama verður þó hált á
gamhinu, þar sem simhringingin
var rakin og málið afhent rann-
sóknarlögreglunni til nánari at-
hugunar.
Tiltölulega sjaldgæft er að
slökkvilið sé gabbað á þennan
hátt. Slikt borgar sig heldur ekki,
þar sem útbúnaður á simaborði
slökkviliðs sér til þess, að þegar
hringt er þangað og tilkynnt um
slys eða bruna, þá er sambandinu
haldið þar til simtalið hefur verið
rakið. Er þannig hægt að komast
að þvi úr hvaða sima var hringt
og þaðan svo hægt að komast á
slóð þess er hringdi.
—HV
Vertíð lokið:
420
hvalir
veiddust
Nú er hvalvertíðinni lokið og
hafa 420 hvalir veiðst þessa þrjá
mánuði. Að sögn forsvars-
manna hvalveiðiútgerðarinnar,
þá er þetta meðalafli, þó er
veiðin betri en i fyrra, þá veidd-
ust 365 hvalir.
Aflahæstur var Hvalur 6 en
hann veiddi 107 hvali. Annars
voru bátarnir allir mjög jafnir,
en aflinn skiptist þannig að einn
veiddi 102, annar 105, þriðji 106
og sá aflahæsti 107 hvali.
Gott veður var til hvalveiða i
sumar. Mest af kjötinu verður
selt til Japan, en lýsið til Eng-
lands.
HE.
Sjónvarpið:
Fjögur leikrit
kvikmynduð í
sumar og tvö
önnur á döfinni
i
Sjónvarpið hefur lokið við gerð
fjögurra sjónvarpsleikrita i sum-
ar. f júni var kvikmyndað Ieikrit-
ið „Veiðitúr i óbyggðum” eftir
Halldór Laxnes. í sama mánuði
vartekið upp leikritið Seigur eftir
Þorvald Helgason.
1 ágúst var kvikmyndað leikrit-
ið „Silfurbrúðkaup” eftir Jónas
Guðmundsson svo og „Ofelia”
eftir Matthias Jóhannessen.
Nú er verið að kvikmynda leik-
ritið „Keramik” eftir Jökul
Jakobsson og seinast i þessum
mánuði verður „Birta” eftir
Erling Halldórsson kvikmyndað.
Einnig eru i vinnslu fjórir
þættir sem teknir voru i Kanada i
sumar i tilefni af 100 ára afmæli
Islandsbyggðar þar, og verða
þessir þættir sýndir bráðlega.
HE.
Félagasamtök fó ekki
að halda opinber böll
Nú er mjög erfitt fyrir félaga-
samtök að fá leyfi til að halda
dansleikiá skemmtistöðum borg-
arinnar, nema að vel athuguðu
máli fyrir fram, sagði William
Möller fulltrúi lögreglustjóra.
Þetta gildir einnig um fram-
lengingar á böllum, til dæmis á
fimmtudögum.
Reglan er og hefur verið sú að
aðeins er leyfilegt að halda svona
Rafmagn
olli
eldinum
í Sœ-
björgu
Talið er að kviknað
hafi i út frá rafmagns-
töflu i Sæborgu RE 20,
sem brann aðfarar-
nótt fimmtudags sl.
og sökk. Sjóprófum er
að mestu lokið, og
voru skipverjar sam-
dóma um að eldurinn
hefði komið upp i raf-
magnstöflunni.
böll i nafni félagasamtaka og þá
aðeins ef um einkasamkvæmi er
að ræða.
Undantekningar voru gerðar frá
þessarí reglu fyrir tveimur árum
um nokkurt skeið og reyndist það
ágætlega, þvi þessi böll eru sizt
verri en önnur. 'Þó kom að þvi að
fjöldi þeirra, sem sóttu um þessi
leyfi var orðinn svo mikill, að
ekki þótti fært að lögregluemb--
Hugmyndir
að félags-
stöð Ár-
bœinga í
mótun
„Það er verið að móta hug-
myndir að félagsstöð i Arbæj-
arhverfi, sem siðan verða
lagðar fyrir Æskulýðs* og
borgarráð”, sagði Hinrik
Bjarnason hjá Æskulýðsráði,
en lagt var til á siðasta ári að
slík félagsmiðstöð skyldi
byggð.
-Sagðist Hinrik vona aðekki
verði ýkja langt að biða þess
að málið verði kynnt Árbæing-
um.
Aætlað er að stærð hússins
verði um 600 fermetrar og auk
þess er ætlunin að skátar fái
þar sérstaka aðstöðu.
EVI
ættið veldi úr hverjir fengju slik
leyfi og hverjir ekki. Einnig lék
grunúr á, að einstaklingar notuðu
nafn félagsamtaka, til að halda
þessi böll i eiginhagsmunaskyni.
Þvi var það tekið upp að nýju að
reglunni um einkasamkvæmi
skyldi fylgt út i yztu æsar. Og
þannig standa málin I dag, sagði
William Möller að lokum.
HE.
Hefði ekki
óttoðkœra
þjófnaðinn
Maður nokkur tilkynnti að
veski hefði verið stolið af sér i
Klúbbnum á laugardags-
kvöldið. Dyravörður og lög-
regla aðstoðuðu hann við að
leita þjófsins, sem fannst um
siðir.
Þjófurinn var með veski á
sér, sem hann hélt fram að
væri sin eign. Lögregluþjón-
arnir vildu ganga úr skugga
um að svo væri, og rannsök-
uðu veskið. Þá ráku þeir
augun i tvær ávisanir frá
sama banka, með samliggj-
andi raðnúmer.' Hins vegar
var sitthvort reikningsnúmer-
ið og sinnhvor útgefandinn á
ávisununum. Lögreglan lét
sér þvi ekki nægja að stinga
þjófnum inn, heldur einnig
þeim sem stolið var frá. Tók
rannsóknarlögreglan hann
siðan til yfirheyrslu, til að fá
málið upplýst.
—ÓH
Jónina Pálsdóttir heldur á nokkrum vænum kartöflum, sem hún tók
upp úr garðinum sinum um helgina. Sú stærsta er 400 g.
Hœnsnaskítur
og fóðurbœtir
í óburð —
KARTÖFLUUPPSKERAN
BETRI EN f FYRRA
Þau voru heldur betur hreyk-
in yfir kartöfluuppskerunni
sinni hjónin Jónina Pálsdóttir
og Valgarður Jónatansson. Að
vísu voru þau ekki búin að taka
allt upp úr garðinum sinum fyr-
ir ofan Vatnsenda, en uppsker-
an yrði örugglega talsvert betri
en I fyrra, voru þau viss um.
Meðan aðrir garðeigendur
taka upp nokkrar smákartöflur
undan hverju grasi köma þau
með 4-5 stærðar hnullunga að
meðaltali 250-300 grömm og
ekkert smælki. Þær stærstu eru
400 g.
Og hvemig fara þau að? Jú,
þau bera hænsnaskit i garðinn
sinn og I honum er talsverður
fóðurbætir, sem hænsnin hafa
ekki litið við, og þar saman við
er venjulegur útlendur garð-
áburður. Þau nota sitt eigið út-
sæði sem er gullauga, sem Jón-
ína fékk i upphafi hjá bróður
sínum, allmiklum kartöflurækt-
armanni sem aldrei fékk
smælki i sinum garði. Sett var
niður i lok mai svo ekkert voru
þau sérlega snemma á ferðinni,
en plast var haft yfir beðum i
um 3 vikur. Ekki er það heldur
verra að þarna sprettur enginn
arfi.
EVI