Vísir - 18.09.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 18.09.1975, Blaðsíða 7
Visir. Fimmtudagur 18. september 1975. 7 — eiga nú mörg hundruð skrautfiska og œtla jafnvel að rœkta gullfiska í tjörn í garðinum BYRJAÐI ALLT MEÐ EINNI .. AFMÆLISGJOF! „Þetta byrjaði allt með því, að okkur vantaði afmælisgjöf hana einni dóttur okkar. Það var i febrúar siðastliðiðnum. Við ákváðum loks að kaupa fiskabúr handa henni og rækjur. Og þar með fengum við delluna. Áður höfðum við ekki haft snefil af áhuga.” Það var Stefán Guðni As- björnsson, sem þetta sagði þegar við heimsóttum hann i Hafnarfjörðinn, þar sem hann býr ásamt konu sinni, Asdisi Pálsdóttur og dætrum, auk mörg hundruð skrautfiska og sex katta. Þau búa öll við Hringbrajit 51 i Firðinum. Það tekur ekki langan tíma að sjá þegar inn er komið, að skrautfiskarnir eru i miklu dálæti á heimilinu. í borð- stofunni eru 8 fiskabúr og einn „fiskaspitali”. Það veitir ekki af slikri stofnun i svona dýrariki. Spitalinn er reyndar ekki annað en sérstakt búr en það hefur oft komið sér vel, þegar einn og einn fiskur verður eitthvað slappur til heilsunnar. Þegar okkur bar að garði, voru allir velhraustir, en einn karl var nýlega sloppinn af spitalan- um. ,,Það er verst, að þið skylduð ekki sjá rækjurnar,” segir Stefán Guðni. Hann bendir okkur á eitt búrið, sem nú er tómt. Rækjurnar eru farnar en þær er hægt að rækta sjálfur. Eggin eru keypt og siðan er hægt að fylgjast með þróuninni. Fyrir um það bil mánuði ákváðu hjónin að selja eitthvað af fiskum, og nú er hægt að koma og kaupa unga, t.d. Sverðdrager, Buppy og fleiri. Þau á Hringbrautinni veita allar upplýsingar um meðferð og eru boðin og búin að koma A Hringbraut 51 i Hafnarfirði eru 8 búr með skrautfiskum og svo er einn „spitali” ef einhver fiskanna veikist. verði að koma fyrir fleiri fiska- búrum. „Annars hef ég verið að hugsa um að koma upp tjörn hér við húsið”, segir Stefán Guðni. „Ég hef þá i huga að hafa gullfiska i tjörninni og hef mikinn áhuga á tegund frá Japan, sem getur orðið jafn stór og silungur. Ég mundi þá rækta fiskana en þeir þola vel kulda. Þegar til kæmi, væri hægt að selja þá fólki, sem vill hafa fiska i tjörnum sinum, ef þær eru i görðunum.” Sjálfsagt hefðu margir áhuga fyrir þvi, enda er áhugi fyrir gull- og skrautfiskum mjög mikill hér. Þeir eru áreiðanlega býsna margir, sem hafa ein- hvem tima verið með krukku með nokkrum fiskum syndandi i, inni i stofu hjá sér, eða annars staðar I ibúðinni. Oft er það þó svo, að fólk veit ekkert hvernig fara á með fiskana. Sumir gera sér litla grein fyrir þvi, að ýmsir sjúkdómar geta hrjáð þá, en einna algengast virðist það vera; að fólk gefi fiskunum of mikið að borða. seiði úr heitu vatni i 3-4 stiga kaldara vatn. Við þá breytingu er hætta á að seiðin fái slikt á- fall, að þeir deyi. Sverðdrager og Guppy seiði lifa bezt i 20-26 stiga heitu vatni, og betra er að miða við hærra hitastigið. Of kalt er þessum seiðum hættu- legra heldur en of heitt. — Hafið seiði aldrei eitt. Sverðdrager og Guppy eru fiskar, sem þurfa að vera minnst tveir saman, og helzt fleiri. — Hreinsið búrin reglulega og skiptið helzt vikulega um hluta vatnsins. Hafið búrin nægjan- lega stór, ef seiði eru höfð i krukkum, skiptið þá um vatn (allt) á 2-3 daga fresti, og jafn- vel daglega. Munið hitastigið. Seiði sem aðrir fiskar, verða að hafa nægjanlegt pláss. Hafið þvi seiðin ekki of mörg saman. — Hafið vatnið ekki of djúpt. Hafið það ekki dýrpa (hærra) heldur en búrið er á lengd. — Látið seiðin hafa næga birtu, en varizt sterkt sólarljós eða annað skært ljós. Gott er að hafa eitthvað af vatnagróðri og Hann er fallegur þessi og greindur, segir Stefán Guðni. IIMIM SI ÐA im heim og aðstoða við sjúka fiska, hreinsun og annað þess háttar. Við notuðum tækifærið og fengum ýmsar góðar upplýsingar um meðferð unganna og birtum þær hér á slðunni. Ahuginn á heimilinu jókst hröðum skrefum. Stefán Guðni varð sér úti um ýmsar bækur um skrautfiska og svo var farið að lesa. Það er lika eins gott að vita sitt af hverju um fiskana, þegar þeir eru orðnir mörg hundruð. Plássleysið háir nokkuð enn sem komið er, en ef til vill verður bætt úr þvi, svo að hægt Þau hjón, Stefán Guðni og As- dls, eru vel að sér i þessum efn- um og geta frætt okkur margt um sjúkdómana. Við ætlum þó ekkert út i þá sálma,enda er bezt að fagfólkið lýsi þeim. Fleiri aðilar selja þessa litlu fiska, svo sem Gullfiskabúðin og svo er verzlun á Hraunteig. — Það eru helzt krakkarnir, sem hafa áhuga á að eignast seiði, segir Stefán okkur, en margir fullorðnir koma þó og kaupa. Og fyrir þá, sem eru að byrja, er gott að vita þetta: — Athugið, að seiði eru viðkvæmari en fullvaxnir fiskar. Þau þurfa meiri um- hyggju. — Gefið ávallt réttan mat, ætluðum seiðum. Varizt að gefa þeim of.mikinn mat. Vatnið verður mjólkurlitað, ef slikt er gert. Eiturefni myndast og bakterfur margfaldast og seiðin þola ekki slikt. — Notið aldrei nýtt vatn úr krana. t nýju vatni er efni, sem getur drepið seiðin, og einnig eldri fiska. Notið vatn, sem staðið hefur i nokkra daga, eða bætið efni, t.d. Tetra Aquasafe, i nýtt vatn, sem þá má nota svo til strax. — Varizt snöggar hita- breytingar, svo sem að setja Það eru ekki bara skrautfiskar sem fjölskyldan á, heldur lfka sex kettir. Fjölskyldan hefur hug á að koma upp tjörn I garði sfnum og rækta þar gullfiska. Það hófst allt með þvi að keypt var ein afmælisgjöf handa einni dótturinni. „Við höfðum ekki snefil af áhuga fyrir skrautfiskum áð-, ur.” Stefán Guðni ásamt Asdisi, dætrum og nokkrum skrautfisk- anna. Ljósm.: Jim. mölibotni.Munið þóaðhreinsa allt slikt vel og vandiega áður en það er notað. — Sjáiðum að seiðin fái ávallt nóg af hreinu lofti. — Ef seiðin eru dauf, hafa litla eða enga matarlyst, hanga við yfirborðið, hreyfa sig óreglu- lega og virðast slöpp, eru þau i hættu og þurfa snögga hjálp. Skiptið þegar i stað um allt vatnið, nema að fyrir hendi sé annað búr eða ilát til þess að setja seiðin i. Ef einkennileg áferð er á seiðunum, t.d. hvit eða gráleit örsmá korn eða sveppakennd þurfa seiðin meðul þegar i stað. Við timabundinni deyðfð er gamalt ráð að láta ör- litið af salti i búrið. Þessar upplýsingar koma áreiðanlega mörgum að góðu gagni, og það má geta þess svona i lokin, að til taís hefur komið að stofna félag þeirra, sem eiga skraut- eða gullfiska. Erlendis eru mörg slik, jafnvel félög utan um eina tegund fiska. Hver veit nema það verði svoleiðis hér lika. -EA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.