Vísir - 18.09.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 18.09.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Fimmtudagur 18. september 1975. 3 Það er nóg að gera hjá Hreini Aðalsteinssyni á Heisluverndarstöð- inni þar sem hann gerir við tennur skólabarna. Hann sagði okkur að ekkert barn á islandi væri Iaust við tannskemmdir. Mcðal annars væri of miklu kolvetnisáti um að kenna. Hreinn notar deyfingar þegar nauðsynlegt er að bora. Stefán, 9 ára snáði, er ekkert hræddur við tannlækna. Það er bara gaman að sjá tækin hans. Ljósm.:Jim. Ekki vita allir að tannviðgerðir skóla barna eru ókeypis ,,Það eru flestir, en þó ekki allir, sem gera sér grein fyrir, að tannviðgerðir skólabarna eru ókeypis allt árið,” sagði Óli Bieltvedt yfirskólatannlæknir i viðtali við Visi. Úr þeim skólum, sem ekki er skólatannlæknir, en til dæmis er hann ekki i Fossvogsskóla eða Fellaskóla hér i Reykjavik, geta börn farið til hvaða tannlæknis sem er. Þau verða að taka nótu, sem þau fá siðan endurgreidda hjá Sjúkrasamlaginu. Börn frá 6—15 ára fá ókeypis tannviðgerð. Börn 3—5ára og 16 ára unglingar borga helminginn sjálf. Að sögn Óla eru tannréttingar ekki ókeypis, nema ef almennur tannlæknirsér um réttingarnar. Vanfærar konur fá einnig tannviðgerðir ókeypis að hálfu. Elli- og lifeyrisþegar einnig, en þeir þurfa að koma með nótuna fyrst til Tryggingastofnunar- innarog tala við lifeyrisdeildina áður en þeir fá reikninginn endurgreiddan hjá Sjukrasam- laginu. —EVI— Fjárlög hœkka eitthvað — en ekki um þriðjung eða þaðan af meir lumtw' |pt* Það er Ijóst að fjárlög fyrir árið 1976 koma tii með að hækka nokk- uð, miðað við fjárlög þessa árs, bæði vegna nýrra kjarasamninga og almennra verðhækkana. Tilgátur um að hækkun þessi nemi allt að 35% eru þó úr lausu lofti gripnar og munar nokkuð miklu að þær uppiýsingar séu réttar,” sagði Gisii Biöndal, hjá Fjárlaga- og Hagsýslustofnun rikisins, i viðtali við VIsi. Sagði Gisli að fjárlaganefnd heföi reynt að vera nokkuð ihaldssöm á fjármuni rikisins i tillagnagerð sinni og þá sérstak- lega með tiliiti til þess, að ekki þurfi að koma til niðurskurðar á fjárlögum næsta árs. Taldi Gisli ekkert þvi til fyrir- stööu, aö tillögur fjárlaganefndar geti legið fyrir tilbúnar I upphafi þings í haust. HV. Breytingar ó smó- auglýsingum Vísis Blaðlð bregst við samkeppninni Skúliásamt aðstoðarstúikum sinum á auglýsingadeiid Vfsis. Ljósm.: JIM. Smáauglýsingar VIsis hafa um árabil verið verulegur þátt- ur i starfi blaðsins. Nú hefur verið ákveðið, að breyta fyrir- komulagi smáauglýsinganna, og á sú breyting að verða aug- lýsendum til hægðarauka. — Um þetta segir Skúli Jóhannes- son, auglýsingastjóri Visis: „Vísir hefur mjög mikla út- breiðslu á Stór-Reykjavlkur- svæðinu og á Suðurnesjum, og stór hluti íbúanna á þessu svæði les blaðiö. Þá hefur sala blaðs- ins á landsbyggðinni aukizt, og hafa auglýsendur greinilega orðið varir við það. Smáauglýsingar eru einn stærsti milliliðurinn á húsa- leigumarkaðnum og þar á ég við auglýsingarnar „Til leigu” og „Húsnæði óskast”. Ótrúlega mikil viðskipti eiga sér stað i tengslum við bilaauglýsingar, einkum þó á laugardögum. Einkamála-þátturinn er til gagns og gamans fyrir marga.” Og Skúli heldur áfram: „Nú hefur það gerzt, að nær öll dag- blöðin hafa tekið upp þennan hátt á auglýsingum. Það eitt sannar kannski bezt ágæti þeirra. Harðastir i þessari bar- áttu eru þeir hjá Dagblaðinu. Þeirhafa nú I byrjun boðið þess- ar auglýsingar á vægu verði, og birt sömu auglýsingarnar aftur og aftur til að hafa auglýsinga- dálkinn fullan. Verðið hjá þeim er lágt hve lengi sem það nú verður. Þarna reyna þeir að ná auglýsingamarkaði Visis sem þá verður að bregðast við sam- keppninni.” „Það hefur þvi verið ákveðið, að bjóða lesendum þá þjónustu, að þeir geti hringt inn auglýs- ingarnar I stað þess að koma og staðgreiða þær. Þeir geta hringt i tvo sima, 86611 og 11660, alla daga frá klukkan niu að morgni til átta að kvöldi, og á laugar- dögum til hádegis. Beri auglýs- ing ekki árangur á fyrsta degi verðurhún birt á ný auglýsanda að kostnaðarlausu. En áhrifa- máttur Visis-auglýsinganna er það mikill, að ég á ekki von á þvi, að endurtaka þurfi auglýs- ingarnar.” Báðar komnar í íslenskan búnina Báðar DC 8 63 flugvél- arnar, sem Flugleiðir hf. hafa keypt af Seaboard Western Airlines á þessu ári hafa nú verið skráðar hérlendisog málaðar í lit- um félagsins. Hafa vélarnar hlotið ein- kennisstafina TF FLA og TF FLB. Önnur vélanna er tiltölulega nýkomin úr klössun, en hin mun væntanlega fara i gegnum skoð- un i janúar. Verða á sama tima framkvæmdar ýmsar viðgerðir og endurnýjanir, meðal annars skipt um innréttingu i vélinni. Reiknað er með að vélin verði stöðvuð i um tvær vikur til þess- ara framkvæmda. Auglýsingamóttaka í símum 86611 og 11660 ^ opið til 8 á kvðli

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.