Vísir - 18.09.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 18.09.1975, Blaðsíða 1
Fallast ekki á síldarverðið — sem verðlagsnefnd býður — hóta að sigla burt fyrir helgi — sjá baksíðu VERÐBOLGAN AÐ VERKI: Afföll aukast af skuldabréfum — sjá frétt bls. 8 Bardagar loga í Beirut — sjá bls. 5 MIKLAR BREYTINGAR A UTANRÍKISÞJÓNUSTUNNI — sjá frétt bls. 4 Vín-straumur grefur undan stoðum EBE — sjá bls. 6 Bœndurnir Arni Gunnarsson skrifar — sjá bls. 13 Visir spyr átta konur: Ætlar þú að taka þér frí 24. okt.? — sjá bls. 9 Sigfús Daðason hrakinn frá MÁLI OG MENNINGU — Eftir hörð átök á aðalfundi félagsins Sigfús Daöason útgáfustjóri Máls og mcnningar mun nú hafa ákveðið að Iáta af þvi starfi eftir að hann var felldur í stjórnarkjöri á aðalfundi félags- ráðs Máis og menningar sl. þriðjudag. Mikil átök hafa verið innan Máls og menningar frá þvf á aðalfundi félagsins í fyrra, en þá var Sigfús Daðason felldur við formannskjör eftir að hafa gegnt þvi starfi i fjögur ár. A aðalfundi félagsráðs Máls og menningar sl. þriðjudag stóð for- mannskjörið á milli SigfUsar Daðasonar og Þorleifs Einars- sonar, sem felldi Sigfús i fyrra. Þorleifur vann kosninguna og Sigfús var ekki endurkjörinn i stjómina. í hans stað var kosinn Vésteinn Lúðviksson. Aðrir i stjórn eru Jakob Benediktsson, Halldór Laxness og AnnaEinars- dóttir. Flestatkvæði í varastjórn hlaut Svava Jakobsdóttir. 1 öðru til þriðja sæti urðu Árni Bergmann og Loftur Guttormsson. í fjórða sæti var Magnús Kjartansson og i fimmta sæti Guðrún Helgadóttir. Sigfús Daðason var ekki endur- kjörinn i stjórn félagsins vegna tilmæla Þorleifs Einarssonar um að starfsmenn i ábyrgðarstörfum hjá félaginu ættu ekki jafnframt sæti i stjórn þess. Eftir að SigfUs var felldur við formannskjör i fyrra var hann jafnframt settur af sem framkvæmdastjóri, en þvi starfi hafði hann gegnt i 13 ár. 1 hans stað var ráðinn Þröstur Ölafsson, sem sennilega mun nú einnig taka við útgáfustjórastarfi SigfUsar Daðasonar. — ÞP. Um 200 ó þrem barna- heimilum í Eyjum ,,A barnó I Eyjum”. Hér hefur Guðmundur Sigfússon, Ijós- myndari Visis I Eyjum tekið gullfallega mynd, eins og hann á raunar vanda til. — Þessi mynd er frá barnaheimilinu Rauða- gerði, en það var tekið i notkun i maí i fyrra. — Hús þetta gaf Rauði krossinn en það er keypt i Sviþjóð fyrir söfnunarfé frá Sviss og Sviþjóð. — í Rauða- gerði eru nú 67 börn frá hálf átta á morgnana til sex á kvöldin, og virðast þau una sér vel. Tvö önnur barnaheimili eru i Vestmannaeyjum , barna- heimilið Sóli, þar sem eru 40 börn, og leikskóli þar sem eru 40 börn fyrir hádegi ogsami fjöldi eftir hádegi. Alls eru því um 200 börn á barnaheimilum i Vest- mannaeyjum. Ester Arnadöttir, forstöðukona Rauðagerðis- heimilisins, sagði i morgun, að fram að þessu hefði verið hægt að taka við öllum börnum, en nú væru um 20 á biðlista i Rauða- gcrði og leikskólanum. Einnig gat hún þess, að erfitt væri að fá fóstrur. Átta bílar í árekstrum á Hafnar- fjarðarvegi í morgun — sjá baksíðu Gerðardómur í Blaðaprentsdeilunni Gerðardómur hefur nú verið skipaður til þess að skera úr ágreiningi, um, hvort Dagblaðið eða Visireigi að njóta viðskipta- kjara stofnaðila Blaðaprents hf. Dóminn skipa: Stefán Már Stefánsson settur prófessor, sem verður dómsformaður, Arnljótur Björnsson prófessor og Guðmundur Jónsson borgar- dómari. 1 samkomulagi Visis, Blaða- prents og Dagblaðsins, sem gert var i byrjun september, var kveðið á um skipan þessa gerðardóms. 1 skipunarbréfi dómsins er farið fram á, að hann ljúki störfum á fjórum vik- um. — ÞP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.