Vísir - 18.09.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 18.09.1975, Blaðsíða 20
visir Fimmtudagur 18. september 11)75 w. Arekstrar, árekstrar og fleiri árekstrar Harður árekstur varð á mótum Lönguhliðar og Háteigsvegar i gær. Bifreið, sem ekið var vestur Háteigsveg. sinnti ekki biðskyldu og ók út á Lönguhlið, i veg fyrir aðra bifreið. Við áreksturinn kastaðist fyrr- nefnda bifreiðin til, lenti utan i akbrautareyju og valt. Bifreiðin er mikið skemmd, en ökumaður hennar slapp litið eða ekkert meiddur. -HV. Ung stúika slasaðist nokkuð i gærk\’öldi, þegar hún varð fyrir hifreið á Suðurlandsbraut, til móts við Hoitaveg. Krotnuðu tennur i efri góm stúlkunnar og auk þcss var hún kinnbeins- cða kjálkahrotin. Slysið varð með þeim hætti, að stúlkan var á gangi á syðri brún akbrautarinnar og lenti bifreið, sem var á leið austur Suðurlands- brautina, utan i henni. Við á- reksturinn kastaðist stúlkan i götuna og missti meðvitund. Var hún flutt á Slysadeild til rannsóknar og aðgerðar og komst þar til meövitundar siðar i nótt. ökumaður bifreiðarinnar kvaðst ekki hafa séð stúlkuna fyrr en hún lenti á bifreiðinni og taldi hann, að ökuljós bifreiða, sem óku i gagnstæða stefnu, hefðu biindað sig. Ekið var utan í kyrrstæða bif- reið við Engjasel i gærkvöldi. Bif- reiðin skemmdist ekki mikið, en sá er ók á hana, forðaði sér á brott og hefur ekki náðst til hans enn. Annar ökumaður stakk einnig af frá slysstað, en hann hafði valdið árekstri, rétt við veitinga- húsið Klúbbinn. -HV. Umferðarslys varð i gærkvöldi á mótum Sogavegar og Réttar- holtsvegar, þcgar tvær bifreiðar rákust þar á. Annarri bifreiðinni var ekið austur Sogaveg, inn á gatnamótin og i veg fyrir bifreið, sem ekið var norðu Réttarholtsveg. Áreksturinn var ekki harður, en ökumaður annarrar bif- reiðarinnar var fluttur á Slysa- deild, þar sem hann kvartaöi um ofurlitil eymsli. Við athugun reyndist maðurinn rifbeinsbrotinn og hafa hlotið innvortis blæðingar. Var hann lagður á sjúkrahús til nánari meðferðar. -HV. Fallast ekki — sem verðlagsnefnd býður — hóta á síldarverðið að sigla burt fyrir helgi Enn stendur allt fast á Hornafiröi vegna síldar- verðsins. Sjómenn og út- gerðarmenn vilja ekki sætta sig við það verð sem kynnt hefur verið fyrir þeim að verðlagsráð sjávarútvegsins vilji fall- ast á. „Það er umtalsvert bil á milli þess sem þeir eiga kost á að fá, og hins sem þeir vilja fá”, sagði Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands islenzkra útvegsmanna, i viðtali við Visi i morgun, þá staddur á Höfn i Hornafirði. Hann fór þangað i gær, ásamt fleiri aðil- um, til að skýra sjónarmið verð- lagsráðs, og kanna afstöðu sjó- manna og útvegsmanna. Verðlagsráð hefur boðið 24 kr. fyrir sild undir 32 cm. á lengd, og 38 kr. fyrir sild sem er lengri. Sjómenn og útvegsmenn vilja alls ekki fallast á þetta tilboð. Þeir vilja u.þ.b. 30 kr. fyrir smærri flokkinn, og 40 kr. fyrir þann stærri. „Ekki hefur komið fram að þeir vilji hörfa frá kröfum sin- um,” sagði Kristján Ragnars- son. Yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins heldur fund i kvöld um sildarverðið. Kristján á sæti i nefndinni. Hann sagðist ekki þora að spá neinu um afstöðu hennar. „Það er undir oddamanni nefndarinnar komið hvað verður gert i þessu máli,” sagði Kristján. Af þeim fimmtán reknetabát- um sem hlut eiga að máli, eru tólf aðkomubátar. Skipstjórar bátanna hafa hótað að hætta veiðum, fáist ekki það verð sem þeir sætti sig við. Um næstu helgi er helgarfri hjá sjómönnum. Búast menn á Hornafirði við þvi, að ef ekkert gerist alveg á næstunni, þá sigli margir bátanna burt fyrir helgi, suður á bóginn. Muni þeir svo biða átekta og sjá hvort það verð fáist, að þeir geti sætt sig við að halda áfram veiðum. — ÓH. ÁTTA BÍLAR í ÁREKSTRI Næst aftasti blliinn var taiinn allt að þvi ónýtur eftir árekstur- inn. SAAB-bifreiðin, sem var aftast i keðjunni, breytti einfaldri aftanákeyrslu i sex bfla keðjuárekstur. Átta bifreiðar lentu í tveim árekstrum/ sem urðu með skömmu milli- bili á Kringlumýrar- brautinni í morgun. í öðr- um árekstrinum var um keðju af sez bifreiðum að ræða, en í hinum lentu tvær bifreiðar saman. Fyrri áreksturinn varð með þeim hætti, að bifreið þurfti að stanza vegna umferðarþunga. Næsta b'ifreið á eftir lenti þá aft- an á henni. Þrjár næstu bifreið- ar náðu að nema staðar, en sjötta bifreiðin ók harkalega aftan á þá fimmtu og kastaði henni á þá fjórðu. Tók þá ein- björn i tvibjörn og áður en varði voru bifreiðarnar sex orðnar að samfelldri keðju. Töluvert miklar skemmdir urðu á bifreiðunurn og þá eink- um þeirri næst öftustu, sem talin er allt að þvi ónýt. Slys urðu ekki á fólki, en kona úr einni bifreiðinni var flutt á Slysadeild til athugunar. Siðari áreksturinn varð svo um 100 metrum sunnar á Kringlumýrarbrauti og rétt augnabliki siðar. Orsakir hans voru svipaðar upphafi hins fyrra, en skemmd- ir urðu litlar á bifreiðunum HV. Areksturinn varðá mesta umferðartlma og olli Bifreiðarnar sex i keðju á Kringlumýrarbraut I morgun. nokkuð miklum töfum á umferðinni. Alþýðusambandíð rœðir kjaramál Miðstjórn Alþýðusambands- ins heldurfund í dag, til að ræða samningamálin og kjaraþróun- ina. t viðtali við Visi fyrir nokkru sagði Björn Jónsson, forseti ASt, að hann teldi gefið mál, að samningunum yrði sagt upp um áramót. „Þegar verðhækkanir eru 4 til 5 prósent á mánuði, þá verður kaupgjaldið að fylgjast með”, sagði Björn. Hann segir f viðtali við Þjóð- viljann i morgun, að álagning 12 prósent vörugjaldsins og land- búnaðarvöruhækkanirnar verði að sjálfsögðu haft i huga, þegar stefna miðstjórnarinnar verður mótuð. Þessi miðstjórnarfundur ASl er fyrsta skrefið að hinum ár- vissa samningadarraðardansi, sem væntanlega hefst kringum áramótin. — ÓH Ein uppbyggingar- myndin í viðbót — Áhugi útlendinga fer ekki minnkandi Væntanlegur er hingað tii lands kvik myndatökuhópur frá sjónvarpinu i Vestur-Berlín. Itópurinn mun haida beint til Vestmannaeyja, þar sem ætlunin er að taka heimildarkvikmynd um uppbyggingu eyjanna eftir eldgosið i Heimaey. Kvikmynd þessi verður sýnd i sjónvarpsstöðvum um allt Þýzka- land, þegar gerð hennar er lokið. á Yestmannaeyjum Hópur þessi er frá sömu sjón- varpsstöð og sá, er kom hér árið 1964 til að taka heimilda- kvikmynd um ísland og Vestur- Grænland. Fyrirliði hópsins og aðal-kvikmyndatökumaður er Þjóðverji, sem eitt sinn tók sjálf- stætt kynningakvikmynd hér- lendis. Kvikmynd hans hét Ferien mit Sveinbjörg, eða Fri með Sveinbjörgu. Var hún sýnd víða I Þýzkalandi. -HV. Spennir Fimmtiu og niu tonna spennir var I gær fluttur frá Sundahöfn inn að Búrfelli. Þessi' spennir á að fara i Sigöldu, en vegna þess hve framkvæmdir hafa tafizt þar, vcrður tækið geymt við Búrfell þar til hægt verður að koma þvi íyrir. Spennirinn var smiðaður hjá Brown Boveri i Þýzkalandi, sem sér virkjuninni fyrir öllum raforku- virkjum. í Sigöldu Þetta þunga tæki flutti bill frá Gunnari Guðmundssyni, og á eftir fylgdi bifreið með krana, svo að unnt yrði að ná tækinu af fiutningavagninum. - Sérstakt leyfi þurfti frá Vcgagerðinni til að fiytja spenninn, enda ekki fjarri lagi að áælta, að billinn vagninn og tækið hafi vegið nær eitt hundrað tonn. Ljósm. ót.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.