Tíminn - 15.10.1966, Side 1
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hringið í síma 12323.
235. tbl. — Laugardagur 15. október 1966 — 50. árg-
Auglýsing í Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
Vaxandi að fullorðnir menn leiti á stúlkubörn:
AlþjóSasamningurinn um
lausn fjárfestingardeilna
SAMA REFSING OG FYRIR MORD
UNGUR MAÐUR LEITAÐI A FJÖGURRA ÁRA STÚLKU í FYRRAÐAG
KJ-Reykjavík, föstudag.
Frá þvi í sumar hafa alltaf ver-
i3 að berast kærur öðru hvoru til
rannsóknarlögreglunnar vegna
þess að fullorðnir menn hafa ver-
ið að Ieita á stúlkubörn, og síð-
ast í gær barst ein slík kæra. Við-
urlög við nauðgun hér á landi eru
þau sömu og við morði, eða allt
að 16 ára fangelsi eða ævilangt.
Þar í heiminum sem dauðarefsing
er í gildi, er henni beitt við
menn sem gerast sekir um nauðg-
un.
í gær, örfáum dögum eftir hinn
óhugnanlega atburð í Hafnarfirði,
barst rannsóknarlögreglunni kæra
vegna þess að maður nokkur hafði
NTB-Berlín, föstudag.
Heimsókn Willy Brandts, borg-
stjóra V-Berlínar til A-Berlínar
og koma Andrej Gromyko, utan
ríkisráðhcrra Sovétríkjanná,
þangað í dag, hafa orðið til þess
að koma hreyfingu á Þýzkalands
málin, en umræður um þau og þá
sérstaklega skiptingu landsins hafa
legið í láginni um langa hríð.
Heimsókn Gromykos til Austur-
Berlínar í gær þótti ekki síður
tíðindum sæta en heimsókn
Brandts og setja menn heimsökn
ir þeirra í samband hvor við aðra.
Gromyko var á leið frá Washing
ton til Moskvu. Að því er frétta
menn vita bezt, skýrði Gromyko
leitað á fjöguira ára gamla stúlku
inn við Reykjaveg. Fékk hann
ekki vilja sínum framgengt við
stúlkuna, en skildi hana eftir,
buxnalausa úti á bersvæði þar
sem komið var að henni.
Stúlkan var að leik á leikvelli
við Laugarnesskólann ásamt fleiri
börnum, er mann bar þar að,
gangandi, í vinnubuxum, blárri
nælonúlpu og með litla handtösku.
Tældi hann stúlkuna og tvo drengi
með sér á svæðið milli nýju sund-
laugarinnar og Laugardalsvallar-
ins, en rak drengina síðan burtu.
Það næsta spm vitað er í málinu,
er að kona nokkur kemur að
stúlkunni eins og áður er sagt.
austur-þýzkum leiðtogum frá því
nýjasta í samskiptum Sovétríkja
anna og Bandaríkjanna. Átti Gro
myko einnig að hitta sovézka am-
bassadorinn, Pjotr Abrisimov að
máli, en Brandt sat hádegisverðar
boð hans á miðvikudaginn.
í dag sat Brandt stjórnarfund
jafnaðarmanna í Bonn og sendi
hann einnig vestur-þýzku stjórn-
inni skýrslu um viðræður sínar
við sovézka ambassadorinn. í
næstu viku er svo ráðgert að hann
eigi viðræður við Ludwig Erhard,
kanslara.
Nákvæmra frétta af viðræðum
Brandts og Abrisimov er beöið
Framhald á bls. 15
Börnin segja að maðurinn hefði
heitið þeim miklum peningum og
að gefa þeim kökur ef þau vildu
koma með sér út á svæðið, og
lýsa þau honum sem hann sé
„hvorki karl né strákur." Er því
líklegt að hér sé um að ræða ung-
an mann.
Við læknisskoðun á stúlkunni
kom í ljós að maðurinn hafði
ekki unnið henni mein, sem bet-
ur fer, — hefur líklegast orðið
hræddur og hlaupið í burt.
Lögreglan setti þegar út net 'sitt
en seinni hluta dags í dag var
ekki búið að hafa upp á mannin-
um.
Allt frá þvj í sumar, að maður
nokkur tældi ungar stúlkur til sín
upp í lítinn hvítan bíl, hefur lög-
reglunni hvað eftir annað borizt
kærur um menn sem eru að tæla
litlar stúlkur, en fram að þessu
hefur ekki tekizt að jpplýsa um
hvern eða hverja er að ræða.
Mjög þung viðurlög liggja við
nauðgun. Er það talin jafn mik-
ill glæpur og manndráp og refs-
ingin eftir því.
í 22. kafla hegningarlaganna 194-
grein segir svo:
„Ef kvenmanni er þröngvað til
holdlegs samræðis með ofbeldi eða
frelsissviptingu, eða með því að
vekja henni ótta um líf, heilbrigði
Framihald á bls. 15.
Genginn
í gildi!
EJ—Reykjavík, föstudag.
í frétt frá Heimsbankanum
segir, að Alþjóðasamningur-
inn um lausn fjárfestingar-
deilna milli ríkja og ríkisborg
ara annarra ríkja — sem ís-
land undirritaði og staðfesti í
sambandi við álbræðsluna í
Straumsvík — hafi tekið gildi
í dag. Samkvæmt lögum um
alþjóðasamþykkt þesa skyldi
hún taka gildi 30 dögum eftir
að 20. ríkið hefði undirritað
og staðfest hana. Gerðist það
14. september s.l.
Eins og fram kom hér á sin-
um tíma, í umræðum um mál þetta
eru það einkum vanþróaðar þjóð
ir, sem staðfest hafa samþykkt
þessa. Fyrstu 20 ríkin er staðfestu
samþykktina, eru þessi: Mið-Afr-
íkulýðveldið, Kongó (Brazzaville)
Chad, Dahomey, Cabon, Ghana,
fsland, Fílabeinsströndin, Jam-
aioa, Malagasylýðveldið, Malawi,
Malaysia, Mauritania, Hoíland,
Nígería, Sierra Leone, Túnis, Ug-
anda, Bandaríkin, Efri-Volta.
15. september sl. staðfesti Pak
istan einnig samþykktina. 28
ríki önnur hafa undirritað samn-
ing þennan, en ekki staðfest hann.
Á FLOTTA
Úr andlitsdráttum mó'ðurmn
ar á myndinni hér til hliðar
má lesa ótta þann og örvænt
ingu, sem ríkt hefur undan
farið í mörgum héruðum
Nigeríu, vegna stöðugra ætt-
flokkaóeirða, sem kostað hefa
hundruð manna lífið. Reynir konan
að vernda börnin sín á flótta undan
óðum uppreisnarseggjum, en mynd
in er eln sú fyrsta, sem borizt hef
ur frá Lagos, höfuð borg iandsins,
síðan óeirðirnar brutust út. Eru það
tveir ættflokkar, sem oorirt hafa á
banaspjótum, Hausa-ættflokkurinn
og Ibo-ættbálkurinn. Sá fyrrnefndi
ræður rikjum i norður-hluta lands-
ins en sá síðarnefndi aðallega í sust
urfylkjunum. Eins og kunnugt er
hafa alls ekki fyrir löngu orðið tvær
stjórnarbyltingar i Nígeriu og hef
ur þá gamall fjandskapur ættflokk
anna blossað upp svo að lokum varð
af blóðbað mikið, þar sem hvorki
konurn né börnum var þyrmt. Ekki
er nákvæmlega vitað, hve margir
hafa verið drepnir i þessum átökum
tem hófust um mánaðamótin sið-
ustu, en talið er, að þelr skipti hundr
uðum.
Senda Rússar upp
mannaöa geimstöö
síöar á þessu ári?
Lækrsir næsti geimfari Rússa
NTB-Moskvu og Madrid, föstudag. j frá því, að læknir yrði sendur með
Fullyrt var í Moskvu í dag, að | næsta mannaða geimfarinu, og
sovézkir geimvísindamenn undir- væri sending hans liður í um-
búi nú sendingu heillar geim- fangsmikilli geimferðaáætlun So-
stöðvar á braut umhverfís jörðu,1 vétríkjanna.
og verði þetta geimævintýri fram j Fyrstnefndar fréttir frá Moskvu
kvfémt fyrir lok þessa árs. Fylgir ! hafa vakið athygli um allan heim,
fréttinni, að geimstöðin geti tekið : en ekki hafa hinar sovézku heim-
á móti „gestum,“ þ.e. öðrum geim- ildir fengizt til að skýra nákvæm-
förum, sem send yrðu á loft. | lega frá, hvenær hin stórkostlega
Á sama tíma bárust þær fréttir tilraun er fyrirhuguð.
frá alþjóðageimvísindaráðstefn- j Fyrri reynsla er að Sovétrikin
unni í Madrid, að einn sovézku j láta ekki uppskátt um tilraunir
vísindamannanna þar hefði skýrt I Framhald á bls. 14.
Gromyko kominn til A-Berlín:
Er ferð hans tengd
heimsékn Brandts?