Tíminn - 15.10.1966, Page 5
LAUGAJÍDAGIJR 15. ofetófoer 1966
TÍMINN
5
i«Si
Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN
Framkvsemdastjórl: Kristján Benectiktsson. Ritstjórar: Pórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrlmur Gíslason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu-
búsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti ?. Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur,
sími 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í
lausasiiiu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Samá stefnan
Það var e'kki mikið nýtt, sem forsætisráðherrann hafði
að segja, þegar hann flutti stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar á Alþingi í fyrradag. Kjarai yfirlýsingarinnar
var sá, að sömu stefnu jTði fylgt áfram í efnahagsmál-
um og mótuð hefði verið, þegar samstjórn Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins kom til valda haustið 1959.
Menn geta auðveldlega ráðið af þessu. hverju þeir eiga
von á. Þrátt fyrir miklu meira góðæri á undanförnum
árum en nokkru sinni fyrr, blasir nú sú staðreynd við,
að fjölmörg atvinnufyrirtæki eru að stöðvast eða hafa
þegar stöðvast. í þeim flokki eru m. a- hraðfrystihúsin,
togararnir, stór hluti vélbátaflotans og mikill hluti iðn-
aðarins. Það hefði einhverntíma verið kallað hrakspá, ef
því hefði verið spáð, að þannig yrði ástatt eftir margra
ára samfellt góðæri.
En þótt atvinnuvegirnir standi ekki betur að vigi en
þetta, hefur hlutur launþeganna ekki batnað. Það ligg-
ur ljóst fyrir, að kaupmáttur tímakaups verkamanna er
í dag minni en 1959, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks-
ins og Alþýðuflokksins kom til valda. Þjóðartekjurnar
hafa hinsvegar aukizt um 35—40% á mann á þessum
tíma. Samt þurfa verkamenn að vinna lengur nú en þá,
til þess að bera hið sama úr býtum.
Slík er afleiðing þeirrar verðbólgustefnu, sem ríkis-
stjórnin hefur fylgt á undanförnum árum.
Og þrátt fyrir þessar afleiðingar, sem blasa nú við
allra augum, hefur ríkisstjórnin ekki upp á annað að
bjóða en að sömu stefnunni skuli fylgt áfram.
Það er gott, að þjóðin hefur nú fengið að heyra þenn
an ásetning ríkisstjórnarinnar. Nú er það hennar að
segja til um, hvort hún er sammála ríkisstjórninni um,
að fylgja beri áfram þeirri stefnu, sem hefur reynzt eins
og raun ber vitni og rakið er hér að framan.
„Bjargráðið“
í umræðum þeim, sem urðu á Alþingi 1 tilefni af stefnu
yfirlýsingu stjórnarinnar, neyddist forsætisráðherrann
til að viðurkenna, að illa horfði með rekstur frystihús-
anna, og gömiu bátanna og togaranna. Það myndi því ekki
nægja til að tryggja rekstur þeirra, að fylgt yrði áfram
óbreyttri stefnu. En forsætisráðherrann taldi stjórnina
hafa fundið ráð við þessum vanda án þess að þurfa að
breyta nokkuð efnahagsstefnunni. Bjargráð ríkisstjórnar
innar er það að auka rányrkjuna á fiskimiðunum með
því að hleypa togurunum inn í landhelgina.
Menn höfðu grun um það, að ráðherrarnir vildu sitja
í stjórnarstólunum eins íengi og sætt væri. Áður en þeir
hrökkluðust þaðan, myndu þeir eyða hverjum einasta
eyri, sem ríkið gæti krækt í, í niðurborganir og uppbæt-
ur- Nú er komið á daginn, að þessi grunur er ekki aðeins
réttur, heldur kemur það til viðbótar að ríkisstjórnin
ætlar að ganga enn lengra. Hún ætlar einnig að ganga
á þann sjóð, sem sízt má tæma, fiskstofnana.
Á sama tím'a og Emil Jónsson talar réttilega um það
á allsherjarþingi S.Þ., að fiskstofnarnir séu í hættu, ætlar
ríkisstjórnin að gera ráðstafanir, sem auka þessa hættu.
Hverjir munu taka íslendinga aívarlega á erlendum vett-
vangi, meðan þeir haga sér jafn gálauslega innan sinnar
eigin landhelgi? Þeir verða ekki margir.
ERLENT YFSRLIT
Viðræður Johnsons og Gromikos
Ræða Johnsons um Evrópumáiin hefur vakið mikla athygli.
ÞAÐ HEFUR að vonum vaíkið
mikla athygli, að Gromiko utan
ríkisráðherra Sovétríkjanna
átti nær tveggja klukkustunda
viðtal við Johnson forseta í
Hvita húsinu síðastl. mánudag.
Viðtal þetta hefur ekki sízt vak
ið athygli af þeirri ástæðu, að
því fylgdi sú áhætta fyrir
Rússa, að Kínverjar notuðu
það sem sönnun þess, að þeir
væru að semja við Bandaríkja
menn um Víetnammálið á bak
við tjöldin. Ólíklegt þykir, að
Rússar hafi tekið á sig þessa
áhættu, nema þeir álitu, að til
einhvers væri að vinna
Það er hinsvegar ljóst, að
Johnson forseti leggur nú
áherzlu á bætta sambúð við
Sovétrikin. Þetta kom mjög
greinilega í Ijós í ræðu, sem
hann flutti á fundi í New York
fyrra föstudag, en þar voru
komnir saman þeir blaðamenn,
sem einkum rita forUstugrein
ar. Eins og oft áður, hefur í
dómum blaða gætt nokkurrar
tortryggni varðandi einlægni
Johnsons eða nánara sagt,
hvort hann væri hér að tefla
pólitískt tafl vegna kosning-
anna, sem framundan eru í
Bandaríkjunum, eða hvort hér
væri um einlægan ásetning
hans að ræða. Það styrkti mjög
þa ðálit, að Johnson væri
alvara, að Gromiko skyldi
ganga á fund hans fjórum dög
um síðar og ræða jafnlengi við
hann og raun ber vitni. Ólík-
legt er, að rússneska stjórnin
hefði sent Gromiko þannig til
viðræðna við Johnson í þeim
■ eina tilgangi að styrkja hann í
kosningabaráttun ni.
RÆÐAN, sem Johnson flutti
á áðurnefndum fundi fyrra
föstudag, en tvímælalaust cin
merkasta og athyglisverðasta
ræðan, sem hann hefur haldtð
síðan hann varð forseti. Aðal-
efni hennar fjallaði um bæt.ta
sambúð milli austurs og vest-
urs í Evrópu. Johnson sasði, að
megin verkefnin væru þrjú:
Fyrsta verkefnið væri að
endurskipuleggja Atlantshafs-
bandal- og samræma bað breytt
um aðstæðum og viðhorfum. í
þeim efnum lagði hann engu
minni áherzlu á samstarf u.n
efnahagsmál og vísindamál en
hermál. Þá lagði hann áherzlu
á, að Nato léti aðstoð við þróun
arlöndin til sín taka. Þetta er
vafalítið rétt stefna, því að
Nato á óráðna og óvissa fram
tíð, ef það á ekki að fjalla um
annað en hernaðarlegt sam-
starf.
Annað verkefnið væri að
auka efnahagslegt samstarf
þjóðanna í Vestur-Evrópu, og
efla einingu þeirra á sem flest
um sviðum. Sameinuð Vesfur-
Evrópa hefði miklu hlutverki
að gegna, en rétt væri að gera
sér ljóst að marga þröskulda
þyrfti að yfirstíga áður en
slík sameining væri orðin að
veruleika.
Þriðja verkefnið væri að
vinna að bættri sambúð milli
austurs og vesturs í Evrópu og
þoka burtu því járntjaldi, sem
nú skiptir bæði Evrópu og
Þýzkalandi í tvennt. Takmarkið
ætti að vera sameinað Þýzka
land innan auðugrar og frið-
samrar Evrópu.
Það er einlægur ásetningur
okkar, sagði Johnson. ?ð ná
fullum sáttum. Við viljum gera
Rússum og öðrum þjóðum
Austur-Evrópu þetta ljóst, og
nálgast þetta mark skref fyrir
skref eða ganga eins langt og
fært þykir hverju sinni.
ATHYGLISVERÐASTI kafl-
inn í ræðu Johnson fjallaði um
þetta þriðja verkefni. Það
kom greinilega í ljós hjá hon-
um, að efnahagsmálin væri sá
vettvangur, þar sem fyrst væri
von um áran'gur, en í fram-
haldi af því væri svo hægt að
komast lengra stig af stigi. í
þessu sambandi tilkynnti hann
að Bandaríkin myndu fella úr
gildi ýmsar útflutningshömlur,
sem hefðu hvílt á viðskiptum
við Austur-Evrópu. Jafnframt
myndi hann leggja áherzlu á
lagabreytingar, sem gerðu
mögulegt að veita ríkjum Aust-
ur-Evrópu svokölluð beztu
kjara viðskipti. Þá hefði Ex-
port-Import Bank verið heimJ
ilað að ábyrgjast lán, sem am-
erísk fyrirtæki veittu Póllandi,
Ungverjalandi, Búlgaríu og
T ékkóslóvakíu. Sami banki
hefði einnig fengið heimiltí til
að veita Fiat-bílahringnum ít
alska lán til að byggja verl:-
smiðju í Sovétríkjunum. Þá
væri verið að undirbúa loft-
ferðasamninga við Sovétríkm
og væntanlega myndu Banda-
ríkin og Sovétríkin bráðlega
skiptast á ræðismönnum.
Johnson lét óspart í það
skína, að bætt sambúð á sviði
efnahagsmálanna, ætti að vera
upphaf að öðru meira. Hann
gaf í skyn — með óljósu o ða
lagi þó, — að rétt væri að
viðurkenna núv. landamæri ,
Evrópu, en þar mun hann vafa
lítið hafa átt við Oder Neisse
landamærin. Hann gaf einnig
í skyn, að ef Rússar drægju úr
herafla sínum í Mið-Evrópu,
gætu Bandaríkin einnig minnfe
að herafla sinn í Evrópu.
Þá lagði Johnson mikla
áherzlu á, að reynt yrði að
koma á samningi um bann við
útbreiðslu kjarnorkuvopna og
■taldi það vera sameiginlegt
verkefni Bandarikjanna og So-
vétríkjanna að vinna að því.
JOHNSON sagði, að það
gæti tekið langan tíma að
koma á fullum sáttum og góðu
sambýli í Evrópu. En það
mætti ekki standa í vegi þess,
að hafizt væri handa um að
nálgast það takmark.
Eftir viðræður þeirra John-
sons og Gromikos bendir sitt-
hvað til þess, að allvel þokist
nú í þá áttina að koma á
samningi um bann við út-
breiðslu kjarnorkuvopna. Þar
hefur það verið eitt aðalljón-
ið á vesinum. að Vestur-Þjóð- |
verjar hafa krafizt einhvers V
konar hlutdeildar í yfirráðum
kjarnorkuvopna. Talið er, að
Johnson hafi mjög lagt að
vestur-þýzku stjórninni að ki
breyta hér um stefnu, og sé
ekki ólíklegt, að honum hafi
orðið eitthvað ágengt í þeim
efnum.
Yfirleitt er áðurnefndri ræðu
Johnson tekið vel. Mörg merk
blöð eins og The Times og
The Observer benda þó á, að
það sé of mikil bjartsýni hjá
Johnson, að hægt sé að leysa
mál Evrópu, án hliðsjónar af
málum Asíu. Rússar hljóti að
fara sér hægt meðan barist sé
í Vietnam. Öll aðstaða þeirra
sé þannig. „The Times“ segir,
að mikilvægasta sporið, sem
Johnson geti nú stigið, sé að
hætta loftárásum á Norður-Vi-
etnam.
Þ..Þ