Tíminn - 15.10.1966, Page 7
LAUGMtDAGUR 1S. október 1966
TÍMINW
s-T.-3ST5S>í -~i-7pirwr (wr'
MINNING
Kristrún Þorsteinsdóttir
húsfreyja, Vorsabæ Skeiöum
Fædd 19. fer. 1894, daín 25.
iúní 1966.
„Vást segja fáir hauðrið hrapa
húsfrexjn góðrar viður lát,
en hverju vensla vinir tapa,
Vottinn má sjá á þeiira grát,
af döggn sHkri á gröfum grær
góðraf mirmingar rósin skær.“
Með þessum ljóðlinum vekur
skáMið áthygli fjoldans á hinu
kyrrláta húsmæðrastarfi kvenna
þéirra, sem fylla bezt sitt veglega
sæti að vera mófSr, kona og heim-
ilísfreyöa, fóstraáands og lýðs.
Kristrtin 1 Vöcsabæ — eins og
hún oftast var nefnd — kom
þangað með vorsins gróðri 1916,
ung að árHm, prúð í framkomu,
viðfeMin í viðmóti, dugleg til
verka og vinsæMcumgengni.
í Vorsabæ var gamalgróið heim
íli, eitt af þeim ágætu, formföstu
mannræktar heðmilum íslenzkra
sveita.
Þá var Krfefrún heitbundin
einkasyni bjómmna þar, Eiriki
Jónssyni, sem var-að taka við búi
af fbreldmm sínum, er þá vom
hnigin að aMri og heilsu.
Þau giftnst 15. október 1946 og
hefðu því átt fímmtíu ára gull-
hrúðkaup, í dag, hefðu þau lifað.
TCjnikiir lezt fyrir rúmum þremur
árum.
Það hefttr verið talinn talsverð-
ur vandi fyrir margar húsmæður
að knma, ókunmrgar inn í svona
gamáTgrc@n, mannmörg heimiK, en
þama kom ekkert slíkt til greina.
ÆVidagurinn rann í vestci hjá
gþmlu hjónunum. Ævidagurinn,
reis í austri hjá ungu hjónunum,
með morgun og kvöldkj'rrð hjá
háðum í friði og félagsblessun.
Þau reistu bú sitt með litlum
breytingum, með gæfu og farsæld.
Fljótt hlóðust trúnaðarstörf, utan
heimilis á unga bóndann og varð
hann því oft að vera utan heimilis,
hélzt það til æviloka, og varð
hann landskunnur maður Eri alit
gekk sinn eðlilega gang heima.
Má geta nærri að talsver: hefur
það aukið á afskipti húsmóður-
hmar, enda þótt það hafi fylgt
Vosabænum, hjúasæld og þeirra
góðra.
Þannig liðu árin. Eftir fyrra stríð
ið, urðu hin mestu örðugleikaár til
búskapar á þessari öld, ekki sjzt
fyrir byrjendur. Þá koma harð-
indi, frostavetur, 1913 grasleysi,
Kötlugosið, spanskaveikin og mjög
óhagstætt verðlag. Þá voru ekki
til styrkir eða uppbætur, barna-
lífeyrir eða ellilaun.
Þessi ár voru hinn mest'
reynsluskóli fyrir þá, sem þá voru
að hefja búskap. Það varð að halda
vel á, ekki sízt þar, sem voru bæði
börn og gamalmenni til hjúk.un-
ar. Allt leystist á viðunandi hátt
með gengi og forsjálni liúsbænd-
anna.
Þeim varð sjö barna auðið, þar
af sex á lífi öll uppkomin.
Ragna, gift Hermanni Bærings-
syni vélstjóra, Reykjavfk Sigur
steinn dó uppkominn.' Jón giftur
Emilíu Kristbjörnsdóttur bóndi og
oddviti Vorsabæ, Axel rafvirk,
Reykjavík. Helga, heima í Vorsa-
bæ. Friðsemd, gift Þórkarli Bjiirg
vinssyni, kaupmanni Selfossi. Sig-
ríður gift Ágústi Sigurðssyni,
bónda í Birtingaholti.
Nú, eftir hálfrar aldar skeið.
kvaddi þessi mæta kona heimili
sitt, sem hún hafði stjórnað með
ágætum. Þetta fimmtíu ára tínia-
bil er hið breytingarmesta í
sögu lands vors — frá örbyrgð
til allsnægta, öllum til blessun-
ar, sem kunna með að fara. Hér
erum við að minnast heimakærr-
ar húsmóður, sem var til heilla
og blessunar öllum þeirn, skyld-
um og vandalausum, sem á heimili
hennar dvöldu, lengri eða skemmri
tíma. Eg hef oft heyrt þá segja,
að ekki hefði verið hægt að húgsa
sér betri húsbændur en þessi
hjón, Kristrúnu Þorsteinsdótt-
ur og Eirík Jónsson í Vorsabæ,
sem nú hafa lokið dagsverki sínu
hér á jörðu, landi og lýð til bless-
unar.
Brynjólfur Melsteð.
Sextugur í dag:
Jón Bjarnason
bóndí Auðsholti
„Allt, sem mest ég unni og ann,
er í þínum faðmi bundið,“
kvað gigurður Jónsson frá Arnar-
vatni um sveitina sína. Fólkið
syngur en fáir taka undir af meiri
hjartans lyst en bændurnir, því
að þetta er þeirra hugsun færð í
búning ljóðsins.
Vinur minn og nágranni Jón
Bjarnason bóndi Auðsholti Bisk-
upstungum er sextugur í dag.
Tækifærið er notað til að minn-
ast öðlings á merkum tímamótum.
Þeir sem til þekkja vita, hvero-
ig Auðsholt er í sveit sett. Fáar
jarðir hér sunnanlands hafa vevið
erfiðari hvað flutninga og sam-
SERVÍETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
göngur snertir. Litla-Laxá var brú
uð fyrir átta árum, þá komst Auðs
holt fyrst í vegasamband. Allar
samgöngur áður fóru fram á bát-
um yfir eitt mesta fljót landsins
Hvítaá. Hvernig sem viðraði og
hvernig sem á stóð þurfti að fiytja
mjólkina yfir ána alla daga, allan
ársins hring. Þegar yfir ána var
komið, þurfti að fara lengra á
hestvögnum eða sleðum á vet-
urna alla leið að Spóastöðum. Það
er hægt að gera sér í hugarlund
hryssingslegt vetrarveður, áin á
veikum ís. Bátnum er ýtt frá landi i
og sætt lagi á milli skara. Mer.n j
eru orðnir blautir og kaldir þegar j
yfir ána er komið, en þó ekki;
komnir á leiðarenda.
Þessi dugnaður, þrautsegja, óbil
andi kjarkur en þó varkárni og
trú á verndarhendi guðs hefur
mótað Jón og Auðsholtsbændur
meir en nokkuð annað. Volkið og
þreytan, sem aldrei var kvartað
yfir sezt að í hnjánum, bakinu
og augnakörlunum, þegar aidur-
inn færist yfir, en andinn er enn-
þá á fleygiferð.
í samtölum við Jón er inoðað
í alls konar fróðleik um menn og
málefni. Minnið er einstakt, annál
ar löngu liðinna ára eru raktir,
sögur sagðar og kvæði þulin.
Borghildur Hannesdóttir, kona
Jóns, er mikil húsmóðir. Til þeirra
hjóna er gott að koma. Heimilið
er vinalegt og fallegt. Þar ríkir
gestrisni og góðvild. Þar vilja al!
ir annarra götur greiða jafnvel
áður en um er beðið. Synir þeirra
þrír eru alUr heima, sá yngsti er
ennþá í skóla. Jón og Hermann
bróðir hans búa félagsbúi. Páil
annar bróðir Jóns er vinnandi að
Langholtskoti en Guðbjörg systir
hans býr í Reykjavík.
í dag verður trúlega tekið lag
ið á heimili Jóns Bjarnasonar. Lof
sögur til sveitarinnar:
„Allt, sem ég unni og ánn,
er í þínum faðmi bundið."
þá taka allir undir.
Megi vinir þínir njóta þín sem
lengst.
Hjólbarðaviðgerðir
Þarf ekki acS athuga gúmmíið á bifreiðinui fyrir
veturinn?
Bezt að vera að í tíma.
Rafmagnstæknifræðingur
óskast til starfa.
Upplýsingar hjá deildarstjóra veitukerfisdeildar,
Hafnarhúsinu, 4. hæð.
Rafmagnsveita Reykjavíkur.
, ódýrar
ÞOKULUKTIR
Ryðfrítt stál — hvítt og gult gler.
Pantanir óskast sóttar sem fyrst.
SMYRILL
LAUGAVEGI HO — SÍMI 12260.
Látið okkur stilla og herSa
upp nýju bifreiðina. Fylg-
izt vel með bifreiðinni.
BÍLASKOÐUN
Skúlagötu 32, sími 13100. j
Slcúli J. Pálmason,
héraðsdómslögmaður
Sölvhólsgötu 4,
Sambandshúsinu 3. hæð
Símar 12343 og 2333S.
SKÓR-
INNLEGG
Snííða Orthop-skó og inn-
legg eftir máli. Hef einnig
tilbúna barnaskó, með og
án innleggs.
Davíð Garðarsson,
Orthop-skósmiður,
Bergstaðastræti 48,
Sími 18893.
Bifválavlrki
Vantar bifvélavirkja, við-
gerðar- og ökumann. Hef
íbúð.
BSÍ — sími 22300,
Ólafur Ketilsson.
Klæðningar
Tökum að okkur klæðning-
ar og viðgerðir á tréverki
á bólstruðum húsgögnum.
Gerum einnig tilboð í við-
hald og endurnýjun á sæt-
um í kvikmyndahúsum. fé-
lagsheimilum, áætlunarbif-
reiðum og öðrum bifreið-
um í Reýkjavík og nærsveit
um ■
Húsgagnavinnustofa
Bjarna og Samúels,
Efstasundi 21, Reykjavík,
sími 33-6-13.
I;
!
H. Þ.