Tíminn - 15.10.1966, Side 8
8
TÍMINN
LAUGARDAGUR 15. október 1966
MINNING
HANNES JÓNSSON
Staðarhóli
Þann 6. júlí s.l. andaðist á
sjukrahúsi Húsavíkur Hanr.es
Jónsson bóndi á Staðarhóli í Aðal-
dal 66 ára að aldri. Hannes var
Mývetningur, frá Reykjahlíð, son-
ui Jóns Einarssonar og Hólmfrið-
ar Jóhannesdóttur konu hans.
Hannes Jónsson var vaskur mað
ur, skautamaður ágætur í æsku
og iðkaði knattspyrnu og ileiri
íþróttir, afburða verkmaður að
hverju sem hann gekk og logaði
jafnan af áhuga seint og snemma.
Alls staðar blöstu við honum verk-
efni, sem tóku hug hans fang-
irm. Hann var umbótamaður, sem
aldrei lá á liði sínu. En upp úr
miðjum aldri kenndi hann van-
heilsu og gekk þá undir skurðar-
aðgerð, sem virtist bera árangur
i bili. Þó ágerðist vanheilsa hans
smátt og smátt, svo segja má að
aldrei gengi hann heill að verki
eftir það. Samt lét hann engan
bilbug á sér finna við athafnir
meðan hann mátti á fótum standa
og lengur þó. Hann dvaldi lang-
dvölum á sjúkrahúsum hin seinni
ár, bæði í Húsavík og í Reykja-
vík. En hugurinn var jafnan
heima á Staðarhóli viðbundinn
þau störf, sem þar kölluðu að,
vini og vandamenn.
Um tvítugt gekk Hannes í
Eiðaskóla til Ásmúndar Guð-
mundssonar, síðar biskups og'
Benedikts Blöndal og Sigrúnar
konu hans. Bar hann æ síðan
þakklætishug til þess fólks, er þá
réði ríkjum á Eiðum. Þar gat
hann sér einnig góðan orðstír og
var ráðinn bryti skólans um sinn,
er skólagöngu lauk.
Fastast var hugur Hannesar
jafnan bundinn við búskap, bygg-
ingar og ræktun. Um sinn stund-
aði hann þó daglaunavinnu í
Reykjavík og víðar, því rúm
reyndist ekki fyrir hann heima
í Reykjahlíð, þó sú jörð sé svo
stór, að talin er stærsta jörð á
j íslandi. Þar var þá f jölbýli og
|enn fleiri býli eru þar nú, tvö
I gistihús o.fl. o.fl. Um 1930 réð-
ist það, að prestssetrinu, höfuðból
inu Grenjaðarstað í Aðaldal var
skift í 5 býli, 5 bújarðir. Sú saga
verður ekki rakin hér. Og eng-
an þátt átti Hannes í þeirri ákvörð
un að skifta Grenjaðarstað. En
forráðamenn hennar vissu af
Hannesi, er þá var verkamaður í
Reykjavík, og hversu efnilegur
hann var til framkvæmda, þar sexn
mikið þurfti að gera á stuttum
tíma. Þeir buðu honum eitt hinna
nýju býla. Það er að segja: að
byggja upp eitt býli af 4 nýjum
á Grenjaðarstaðartorfunni. Hann
tók boðinu og mun hafa fundizt
að þarna væri vettvangur fyrir
sig, að reisa nýbýli við aðstæður,
sem þarna voru fyrir hendi á
margan hátt ákjósanlegar. Þá
var hann kvæntur dugpiikilli og.
mikilhæfri konu úr Borgarfirði
syðra, Halldóru Magnúsdóttur.
Það eru engar ýkjur að vel
var höndum til tekið við uppbygg-
ingu á Staðarhóli á árum eftir
1930. Fór þar saman ráðdeild og
atorka ungu hjónanna. Aðaldælir
sáu strax að engir amlóðar voru,
er inn höfðu flutt í dalinn og
vissu það þó raunar áður, því
komu þeirra var almennt fagn-
að, án (tiljit^tit. þess,. hTett skift-
ing Staðárins " \'ár riíöritíiUm
að skapi eða ekki. Forráðamenn
Grenjaðarstaðarmálsins, sem var
umdeild í héraði, höfðu sótzt eft-
ir að fá Hannes. Þeir urðu fyrir
engum vonbrigðum. Heimamenn
fögnuðu nýjum bónda og dugmikl-
um.
Síðan þetta var er umliðinn
liðlega aldarþriðjungur. Býlið
Staðarhóll sýnir sig, húsin og tún-
in. Hagsýni, bjartsýni og atorka
einkenndu Hannes hvar sem hann
fór. Hann var drengur góður,
hjálpfús og fyrirgreiðslusamur, og
Halldór Magmlsson
vélvirki Akranesi
í dag verður jarðsunginn frá
Akraneskirkju Halldór Magnús-
son, vélvirki, er andaðist í Sjúkra-
húsi Akraness aðfaranótt 6. þ. m.
eftir langvarandi og erfiðar sjúk-
dómsþrautir, er hann bar með
einstöku þolgæði og karlmennsku,
þar til yfir lauk.
Halldór var fæddur að Gerðum
á Skarðströnd í Dalasýslu 4. júlí
1898, sonur hjónanna Halldóru
Halldórsdóttur og Magnúsar Mar-
teinssonar er þar bjuggu þá og
síðar á fleiri bæjum þar í sýslu,
unz þau fluttust að Búðardal, þar
sem faðir Halldórs lézt. Kom þá
í hlut Halldórs að veita heimilinu
forstöðu, þó eigi væri nema 17
ára, og fór svo fram meðan móðir
hans lifði.
Frá því Halldór var um ferm-
ingaraldur, stundaði hann sjo-
mennsku, ýmist á seglskútum eða
mótorbátum, og komst þá oft i
krappan dans við Ægisdætur, þó
eigi sé tóm til að greina frá þeim
svaðilförum, þar sem oft mátti
ekki tæpara standa, að heilum
vagni yrði heim ekið.
Árið 1922 fluttist Halldór að
Bæ í Steingrímsfirði, en þar var
þá fjölmennt myndarheimili og
mikil umsvif. Fjórum árum síðar
kvongaðist Halldór og gekk að
eiga Iheimasætuna þar í Bæ, Matt-
hildi Guðmundsdóttur, hina ágæt-
ustu konu í sjón og raun. Kunni
Halldór vel að meta þá miklu ham
ingju, er honum þar féll í skaut,!
en þó aldrei betur en í hinm'
erfiðu sjúkdómsraun, síðustu ævi-
árin.
Þau ungu hjónin fluttu að Ham-
arsbæli í Steingrímsfirði á vordög
Framhald á bls. 12.
svo áreiðanlegur og orðheldinn
að af bar. Ádráttur frá hans
hendi jafngilti loforði. Og svo var
minni hans jafnan trútt og áreið-
anleiki að aldrei vissi ég til að
hlutir lentu í handaskolum hjá
Hannesi vegna gleymsku, hvorki
við símann né á örðum vettvangi.
Á Staðarhóli hefur verið póst-
hús og símaafgreiðsla fyrir stóran
hrepp um langt árabil. Afgreiðsl-
an hefur verið og er á vegum
Halldóru. En oft unnu þau saman
við símann, hjónin, eða til skift-
is, þegar Hannes mátti við verk
sitja hin seinustu ár. Stundum sat
hann við símaborðið svo veikur
að undrun sætti að hann skyldi
við verk vera. En harkan við sjálf-
an sig og áhuginn að verða að
liði var frábær. Og á seinasta
dægri áttf'hann þá þrá enn heit-
asta að komast heim af sjúkrahús
inu í Húsavík til að geta létt und
ir með konunni við símastörfin þó
ekki væri nema stund og stund.
Jafnan var mikið að gera við
símann á Staðarhóli og fer alltaf
vaxandi. Lögákveðinn tími við af-
greiðslu hrekkur hvergi nærri.
Við Aðaldælir þökkum þeim
Halldóru og Hannesi fyrir auka-
störfin, yfirvinnuna og minnumst
30 ára samstarfs og samferðar
með þakklæti.
Börn Hannesar og Halldóru:
Svandís starfsstúlka í Kristnesi,
Sigríður húsfr. á Ólafsfirði, Hólm-
fríður húsfr. í Húsavík, María hús-
fr. á Staðarhóli. '
Bjartmar Guðmundsson.
Dagur hver með skini og skúr-
um
skýjarofi, vöku og dúrum.
Hverfur að tímans tjaldabaki
með tapi, gróða og stímabraki.
Hver einn bær á sína sögu,
sólarljóð og raunabögu,
glaða daga og daprar nætur
draumagull og harmabætur.
Maður er til moldar genginn
miskunn kær við þrautum feng
in
kölluðu á þig kröfur nógar
þó kæmir ekki heill til skógor
Alla daga Ötull varstu
æðrulaus til grafar barstu
andstreymið og orkutapið,
ekki settist það á skapið.
Þri hefur lokið þínum störfum
með þrautseigju og huga djörf-
um.
heimili með ráðdeild reistir,
risastarf af höndum leystir.
Á kveðjustund við þökkum
þetta
þér ég vildi hendi rétta.
Minning þín í munar inni
markar spor í framtíðinni.
Þegar snemma á sumarkveldi
sínum dreifir geisla eldi
raðar hún að rekkju þinni
rósabaug af mildi sinni.
Þórólfur Jónasson.
ÁRNI JÓNSSON
bóndi Alviðru
Fæddur 7. október 1880.
Dáinn 6. október 1966.
Þegar öðlingar hverfa af alfara-1
leið, ,
verður ömurleg byggðin og köld,
því til vinar í nauðum er gatan
svo greið,
þar sem glaðværðin situr við |
vöid.
Dragi ský fyrir sól
fara skuggar um ból.
Nú er skarð eftir trygglyndan
höid.
Árni var fæddur að Torfastöð
um í Grafningi, en fluttist á fyrsta
aldursári að Alviðru. Hann var
elztur ellefu systkina. Tveir dreng-
ir dóu í bemsku. Þrjú systkin
Árna eru enn á lífi: Auðbjörg,
Halldóra og Þórður, bóndi í Vatns
nesi.
Vorið 1900 dó faðirinn, og á
Þorra 1901 dó móðirin frá þessum
stóra barnahópi. Tók þá Sigrún,
dóttir Sigurðar bónda að Tanna-
stöðum, að sér heimilið og gegndi
þar húsmóðurstörfum alla sma tið
með mikilli prýði, en hún andað-
ist 10. maí s. 1.
Ámi hóf búskap að foreidrum
sínum látnum. Honum var jafnan
gott til hjúa, því að han i var
ágætur húsbóndi, glaður og
skemmtilegur, ráðagóður og þó
ráðþæginn.
Þau Sigrún og Árni eígnuðust
tvö börn, dreng, sem dó nýfæddur,
og dóttur, Margréti, sem nú býr
í Alviðru ásamt manni sírium,
Magnúsi Jóhannessyni, og, annað-
ist hún foreldra sína alla tíð með
ástúð og umhyggju.
, Þegar um fermingaraldur fór
Árni til sjóróðra við Loftsstaða-
sand og þótti þar hlutgengur í
bezta lagi eins og jafnan síðar
í Þorlákshöfn, og margar vetrar-
og mrvertíðir var hann á skútum.
Árai var meðal fyrstu manna í
nágrenni sínu um að nota hesta-
sláttuvél. Og síðan hefir Magnús
tengdasonur hans, verið mjög fram
sækinn um alla notkun véla við
jarðyrkju og heyskap.
Ámi var fyrstur áhugamanna og
úthaldsbeztur um fiskirækt, og
nutu fleiri vatnasvæði goðs af,
eins og t. d. Svartá. Það var sá
ágæti maður Þórður Flóventsson,
er leiðbeindi Árna við byggingu
fyrsta klakhússins. Alla tíð haiði
Ámi brennandi áhuga á veiðimál-
um og lagði í þau mikinn tima
og fyrirföfn, svo lengi sem heils-
an leyfði.
Árið 1921 setti Ámi upp sjálf
virka vatnsdælu (vatnshrút.i. sem
síðan dældi öllu vatni heim í bæ
og fjós um margra ára skeið. Var
það mikill léttir, því að vatnsveg-
ur var erfiður, ekki sízt i snjóa-
vetrum. Nú hefir sjálfrennandi
vatn verið leitt heim um allungan
veg, og hefir sú ágæta vatnsveita
leyst „hrútinn" af hólmi.
Gestrisinn var Ámi með afbrigð
um og tók sér jafnan tíma til að
ræða Við gesti sína. Vel kmim
hann sögur að segja og ojo yíir
miklum forða sagna frá langri ævi.
því að minnið var íraust. Eitthvað
mun hann hafa fært í letur af við-
burðum frá eldri tímum. Örnefni
jarðar sinnar hafði hann skráð og
kortlagt. Gaman var að heyra
hann mæla af munni fram langa
kvæðabálka t. d. eftir Grim Thom-
sen og Einar Benediktsson. Sjálf-
ur gat hann vel ort, þó að ekki
léti hann á því bera.
Yndi hafði Árni af sönglist, og
munaði mikið um, er hann tók
undir söng með sinni breiðu og
hljómmiklu rödd.
Ámi var jafnan ungur í anda,
og allt frá æskudögum var hann
lífið og sálin í ungmennafélags
hreyfingunni og lengi formaður í
Ungmennafélaginu Skarphéðinn í
Ölfusi. Mikill áhugamaður var
hann um íþróttir, ekki sízt glímu
og sund. Hann var líka röskur
sundmaður og synti oft yfir Sogið
Á unglingsárum sínum ferjaði
hann margan manninn yfir Sogið.
áður en brúin kom. Nú hefir hann
sjálfur verið fluttur yfir móðuna
miklu að loknu löngu og marg
breytilegu dagsverki við fjöll og
sæ. Og „Guð í hjarta, Guð í stafni
gefur fararheill."
S.E.H.
JÓN JÓNSSON
bóndi á Syðri-Húsabakka
Hann lézt að heimili sínu að-
faranótt hins 6. sept. s. 1. , tæpra
78 ára að aldri. Gekk til hvílu
hress og glaður að kvöldi, var
örendur að morgni. Slíkt er iðju-
mönnum gott og raunar öilum
þeim, sem eigi eru vanbúnir að
heiman. Og Jón á Húsabakka var
ekkert að vanbúnaði. Hann stóð
tygjaður til farar. Svo skjótráðin
heimanför er að vísu ávallt harms-
efni þeim, sem næstir standa. Og
enda þótt mikið þrek væri þorrið
og líkamleg heilsa stæði á völtum
fæti síðustu árin, bjóst enginn við
svo skyndilegu fararkalli. En þá
er gott að minnast þess, að það
má vera ærin raun hverjum manni,
og mikium eljumönnum eigi sízt,
að eyða tímanum í það eitt að
bíða eftir kallinu, sem koma hlýtur.
Við Jón á Syðri-Húsabakka vor-
um næstu nágrannar í meir en
40 ár, sinn á hvorum bakka Héraðs
vatna, og standast bæirnir á. Og
enda þótt Vötnin séu alltaf vatns-
mikil og sem hafsjór yfir að líta
í vorflóðum og vetrar, þá torvelda
þau ekki að ráði samgang og sam-
skipti milli þessara heimila: —
ís að jafnaði á vetrum, endranær
ferja og oft daglegar ferðir á milli.
Farið er og á hestum og ekki
fengizt um, þótt fljóti yfir á stund
um. Er þar skemmst af að segja,
að betri nágranna en Jón a S.vðri-
Húsabakka og fjölskyldu hans get
ég naumast hugsað mér. Gestrisn-
in, ljúfmennskan, greiðviknin svo
frábær, allt, sem hægt var að gera
manni til geðs og þægðar svo eðli-
legur og sjálfsagður hlutur, að ná-
lega gleymdist, að þetta var ‘ou?
Framhaid á bis. 12