Vísir - 25.09.1975, Síða 14

Vísir - 25.09.1975, Síða 14
14 Visir. Fimmtudagur 25. september 1975 am Notar óþýðingarhœf orð Umsjén ABJ á kjaftaglaða fábjána Gaston Thorne, hinn kjaftfori forseti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Ósmeykur forseti allsherjarþings SÞ: Hinn nýkjörni forseti alls- herjarþings Sameinuöu þjóö- anna, Gaston Thorn, forsætis- ráöherra Luxemburg, lygndi aftur augunum eöa var a.m.k. þungt hugsi þegar rússneski sendifulltrúinn fiutti ræöu sina um daginn. Hann er einnig óhræddur viö aö setja ofan i viö sendimenn Rússa og Kinverja, þegar þeir taka aö stæla. Og þegar fulltrúi Kýpur kvartaöi yfir þvi hve skrifstofu- stúlkan væri sein aö setja spjaldiö með nafni lands sins á boröið hjá honum sagðist Thorn skyldi gera það persónulega I framtiðinni. Gaston Thorn, sem tók viö störfum forsetans af utanrikis- ráöherra Alsir, Abdelaziz Bouteflika hefur þegar sett svip sinn á þetta 30. allsherjarþing Sameinuöu þjóöanna. Thorn er fyrsti forsætisráð- herrann sem kosinn hefur veriö i þetta æðsta embætti S.Þ. Fulltrúar þingsins verða aö sætta sig viö að þeim veröur stjórnað með haröri hendi á þinginu næstu 13 vikurnar. Það hefur þegar komiö i ljós að Thorn hefur tilhneigingu til að vera óþolinmóður eins og fleiri menn I háum stöðum. Hann á bágt með að þola fábjána og eins og venjulega vantar þá ekki innan um á alls- herjarþinginu frekar en annars staðar. Thorn er ekkert hræddur við að sýna óþolinmæði sina þegar honum finnst fundarhöldin dragast um of á langinn. Hann kemur oft með athugasemdir sem túlkarnir sleppa i þýðingu sinni. Athugasemd hans um skilti Kýpurfulltrúans var ekki þýtt á arabisku, kinversku, ensku, rússnesku eða spönsku. Orða- val Thorns er stundum slikt að það þykir óhæft til þýðingar. Staðreyndin að hinn 47 ára gamli forseti er jafnframt for- sætisráðherra skapaði lögfræði- leg vandamál. Leyniþjónusta Bandarikjanna var þar með skyldug til að sjá fyrir öryggi hans sem annars hefði verið i höndum öryggisvarða S.Þ- Leyniþjónustan varð sér úti um skotheldan skrautvagn og vopnaðan bilstjóra til þess að aka forsetanum til og frá S.Þ. og þegar S.Þ. fór fram á að vopnaður öryggisvörður þeirra yrði einnig i bifreiðinni brást Thorn ókvæða við og spurði hvort nokkurt rúm yrði eftir fyrir hann sjálfan. Nýi blaðamaður keppinautarins? Við höfum það fyrir satt, að þessi myndarlega tik, sem heit- ir reyndar Sússi, sé alvarlega að hugsa um að ráða sig sem blaðamaður hjá aðalkeppinaut okkar. Æfir hún sig vandlega þessa dagana. Hún hefur helst áhuga á að skrifa um málefni sem snúa að Dýraverndunar- sambandinu. LOFTSTEINN I MIÐBORGINNI Fjöldi jarðfræðinga og stjörnufræðinga heimsækja nú rússnesku borgina Gorlovka, þar sem búa 350 þúsund manns til þess að skoða staðinn þar sem 5 kg. loftsteinn kom niður fyrir skömmu. Maður nokkur sem var að vinna að viðgeröum á húsþaki varð vitni að þvi er steinninn kom niður. Staðurinn var þegar afgirtur og öllum brotum úr loftsteininum vandlega safnað saman og þau send til Visinda- akademiunnar sem vinnur nú að rannsókn á þessari „himna- sendingu”. RITSTJÓRINN FÉKK ÞAÐ ÓÞVEGIÐ FRÁ PASSER Nú var það ekkert grin. Gam- anlcikarinn Dirch Passer af- myndaðist af bræði. Hann tók eina kökuna af veizluborðunum, og fleygði henni af öllu afli i rit- stjóra Se og Hör. Kakan flattist út á andliti ritstjórans, sem átti sér einskis ills von. Passer sjálf- ur strunsaði út að loknu köku- kastinu, þurr á manninn. Þetta gerðist i heljarstórri veizlu I Kaupmannahöfn fyrir nokkru. 700gestir voru boðnir til veizlunnar sem haldinn var til heiðurs trommuleikaranum Lionel Hampton, á Hótel Scandinavia. Se og Hör, sem er tslendingum vel kunnugt, hefur að undanförnu skrifað mikið, og ekki allt fallegt, um hjónaband Passers og konu hans Hönnu. Sauð upp úr hjá Passer, þegar hann sá þrjótinn sem stjórnar ó- hróörinum, ritstjórann Mogéns Mugge Hansen. Við vitum það fyrir vist, að á- kveðnir aðilar hér á landi heföu fegnir hjálpað Passer til að kasta kökunni i ritstjórann. Astæðan: Se og Hör hefur verið að fetta fingur út I notkun á efni blaðsins i Timann. Fyrir utan kröfu um greiðslu á birtingar- rétti vill Se og Hör láta dæma Timann i 50 þúsund króna sekt. Ætli Dirch Passer sé ekki uppá- haldsleikarinn þeirra hjá bændablaðinu um þessar mund- ir? Ritstjóri Se og Hör, Mogens Mugge Hansen þvær- framan úr sér kökuna sem Dirch Passer fleygði framan I hann i bræði sinni — án grins. Orkusparnaður fyrir öllu Sitthvað telja Bretar orkusparnað í, m.a. að sem flestir nýti sama baðvatnið, með þvi að fara saman I bað. Heyrzt hefur að marg- ir hafi fylgt ráðum rikisstjórnarinnar vel og dyggilega, og séu nú nýþvegnir upp á hvern dag. En það var vist ekki ætlunin aö slikt yrði úr. Þá eyðist bara meira vatn. Þau Bob Saunders og Katya Wyeth hér á myndinni eru ein af þeim sem þrælnýta baðvatnið sitt. Höfum við það eftir Bob, að hann sé hörkuánægður með þennan orkuskort. Mikið erum við íslendingar annars heppnir aö búa við gnægð af heitu vatni, þannig að við getum farið einir I bað og haft það alveg út af fyrir okkur! Er þaðekki annars?

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.