Vísir


Vísir - 25.09.1975, Qupperneq 19

Vísir - 25.09.1975, Qupperneq 19
Vísir. Fimmtudagur 25. september 1975 19 Útvarp, kl. 16,25, föstudag: Ný diskóteklög fró Bandoríkjunum — í Popphorni Vignis Sveinssonar „Þetta er svona hálfgert framhald af þættinum sem ég var með siðast. Ég kynnti þar ný lög frá Bandarikjunum og held þvi áfram i þessum þætti.” Þetta sagði Vignir SveinssoiT, umsjónarmaðurPopphornsims i útvarpinu á morgun. Vignir spilar diskótek-lög frá Banda- rikjunum, sem eru mjög vinsæl þar en hafa litið og jafnvel ekk- ert heyrzt hér á landi. „Ég verð áfram með þáttinn i vetur,” sagði Vignir aðspurður. „Mér skilst að poppþættirnir verði með svipuðu sniði og á sömu tlmum og þeir hafa verið hingað til,” bætti hann við. Popphornið hefst klukkan Vignir Sveinsson verður áfram umsjónarmaður Popphornsins I vet- fimm minútur I hálf fimm i dag. ur. — EA. Útvarp, kl. 20,30: „Nógrannakvenna- spjall" í sóíbaði! „Það er létt yfir þessu leikriti, og þóég segi sjálf frá held ég, að það sé nokkuð skemmtilegt að hlusta á það,” sagði Asa Sólveig þegar við höfðum sam- band við hana. Asa Sölveig er höfundur leikrits þess sem flutt verður i útvarpinu I kvöld. Leikritið heitir „Ef ekki i vöku, þá i draumi.” 1 þessu leikriti á sér stað ,,ná- grannakvenaspjall”. Það gerist að mestu leyti I sólbaði og við hlustum á þrjár konur rabba saman, þær Ellu, Ástu og þá nýfluttu. Þegar á liður fara ýmsir hlutir að gerast, sem spilla hinni ágætu sambúð þessara kvenna. Auk þeirra kemur „krakki” fyrir i leikritinu. „Uppkastið gerði ég fyrir næstum tveimur árum en skrifaði leikritið að mestu leyti I sumar,” sagði Asa Sólveig okkur. Þetta er fjórða leikritið sem flutt er eftir hana. Tvö hafa verið sýnd i sjónvarpi og þetta er annað leikritið sem flutt er i útvarpi. Það fyrra sem flutt var 1973 heitir Gunna. , ,Ég hef vanizt þessari vinnuaðstöðu alla tið,” svaraði Ása Sólveig þegar við spurðum hana hvort ekki væri erfitt að skrifa með húsmóðurstarfinu. Hún gat þess að leikritið „Ef ekki I vöku, þá f draumi” væri ekki skrifað I óskaplega raun- sæjum dúr eins og hennar er vandi, heldur fengi imyndar- aflið að ráða meiru. Leikstjóri er Brynja Bene- diktsdóttir,enleikendur Guðrún Asmundsdöttir, Sigriður Þor- valdsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Þór Eldon Jónsson. En ef von á fleiri leikritum frá höfundi? „Ég er með eitt stórt verk i smlðum, sem mig langar að koma á svið, en það verður kannski eilifðarverk....!” Útvarp, kl. 21,45: Hafið þið heyrt Ijóð eftir Tove Ditlevsen? Þeir eru áreiðanlega fáir, sem ekki þekkja nafn skáld- konunnar dönsku Tove Ditlevsen. Þó ekki hafi verið gefnar út hér á landi nema tvær skáidsögur hennar, Gift og Gata bernskunnar, hefur það liklega verið nóg til þess að vekja athygli okkar á henni. Tove hefur sjaldan valdið jafn miklum úlfaþyt og með bók sinni Gift. Þar segir hún hreinskilnislega fra ævi sinni sftir að hún gekk i fyrsta hjóna- and sitt. Þauurðu fleiri. 1 þriðja hjóna- band sitt gekk Tove vegna einnar Pethidin-sprautu. Eftir það varð hún forfallinn eitur- lyfjaneytandi sem rétt tókst að bjarga. Með hjálp fjórða eiginmanns sins náði hún sér aftur á réttan kjöl en löngunina i eitrið segir hún aldrei hverfa. En Tove hefur margt annað skrifað og látið frá sér fara og þá ekki sizt ljóð. 1 útvarpinu i kvöld er þáttur á dagskrá sem heitir „Ljóðalestur.” I þessum þætti les Helgi J. Halldórsson nol^krar þýðingar sinar á ljóðum eftir Tove. Þátt- urinn hefst klukkan 21.45 og stendur i fimmtán minútur. Ef að likum lætur hafa margir gaman af ljóðum skáld- konunnar. Það má geta þess að fyrsta bók Tove kom út þegar hún var liðlega tvitug. Sú bók hét: Þeir gerðu barni mein. -EA. [ ÚTVARP • FIMMTUDAGUR 25. september 13.00 A frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Dagbók Þcódórakis” Málfriður Einarsdóttir þýddi. Nanna ólafsdóttir les (17). Einnig les Ingibjörg Stephensen ljóð eftir Þeódórakis og flutt er tón- list eftir hann. 15.00 Miðdegistónlcikar. Lamoureux hljómsveitin leikur „Stúlkuna frá Arles”, hljómsveitarsvitu nr. 1 eftir Bizet, Antal Dorati stjórnar. Beaux Arts trióið leikur Pianótrió i e-moll op. 90 „Dumky ”-trióið eftir Dvorák. Montserrat Caballé syngur ariur úr óperum eft- ir Puccini. Sinfóniuhljóm- sveit Lundúna leikur með, Charles Mckerras stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.40 Litli barnatfminn Soffia Jakobsdóttir sér um tim- ann. 17.00 Tónleikar. 17.30 Mannlif i mótun. Sæmundur G. Jóhannesson ritstjóri rekur endurminn- ingar sinar frá uppvaxtar- árum I Miðfirði (3). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 „íslendingar eru allir af konungakyni” Inga Huld Hákonardóttir ræðir við Birgitte Ólafsson, danska húsmóður á íslandi. 20.05 Gestur i útvarpssal. Michael Ponti leikur á pianó verk eftir Franz Liszt. 20.30 Leikrit: „Ef ekki i vöku þá i draumi” eftir Ásu Sól- veigu. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Persónur ogleikendur: Ella: Guðrún Ásmundsdóttir, Ásta: Sigriður Þorvaldsdóttir, ,Sú nýflutta: Kristbjörg Kjeld, Krakki: Þóra Eldon Jóns- son. 21.20 Þættir úr ballettinum „Spartacus” eftir Aram Katsjatúrian Stanley Black stjórnar hljómsveitinni, sem leikur. 21.45 Ljóðalestur. Helgi J. Halldórsson les nokkrar þýðingar sinar á ljóðum eft- ir Tove Ditlevsen. 22,00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Rúbrúk” eftir Paul Vad Clfur Hjörvar les þýð- ingu sina (20). 22.35 Létt músik á siðkvöldi. Edith Butler og Pat Hervey syngja. Lou Hooper leikur á pianó. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. — Ef þetta á að vera einhver boðskapur, þá er hann a.m.k. i styttra lagi.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.