Vísir - 15.10.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 15.10.1975, Blaðsíða 1
VÍSIR Miðvikudagur 15. október 1975 — 234. tbl. Býst við að þeir haldi áfram eins og hingað til — sagði talsmaður vestur-þýska sendiróðsins — Ég geri ráð fyrir að þýsku togararnir muni halda áfram sinum veiðum á sama hátt og hingað til, sagði talsmaður vestur-þýska sendiráðsins, við Vísi i morgun. — Við höfum ekki fengiö néin- ar upplýsingar sem bentu til annars. Togararnir eru raunar i einkaeign, og við höfum ekkert með veiöar þeirra að gera. Þeir falla hvorki undir sendiráðið né utanrikisráðuneytið. En allt um það, viö höfum allavega ekki fengið neinar tilkynningar frá okkar stjórnvöldum. — ÓT - : ' .'v : Annað gulutilfelli: í SÓTTKVÍ í MÁNUÐ Hann og fjölskylda hans hafa verið í sóttkvi á heimili þeirra. Matur og aðrar nauðsynjar eru settar við útidyrnar. Þau hafa ekki mátt fara út úr húsinu. Kona mannsins, eða barn þeirra, hafa ekki fengið guluna. Kona mannsins er hjúkrunar- kona, þannig að hún þekkir vel til hvernig fara skal að í sótt- kvinni. 011 mataráhöld verður að sjóða eftir hverja máltið. Maðurinn mun nú vera farinn að hressast. — ÓH Vitað er um eitt gulu- tilfelli i viðbót við það sem Visir sagði frá i gær, um Júgóslavann i Sigöldu. í heilan mánuð hefur ungur maður i Reykjavík, kona hans og barn, verið i sóttkvi, vegna guluviruss. Ekki er vitað hvar, eða hvernig maðurinn fékk guluna. Allt í hóaloft ó Grundartanga Greiddu launin með innistœðu- lausum tékkum — verktakinn í milljónaskuld við verkamenn og eigendur vinnuvéla — verkfall ó hódegi í dag „Við stöðvuðum vinnu á hádegi á föstudag þegar i ljós kom, að verkamönnum og eigendum vinnuvéla hafði verið greitt fyrir vinnu slna með innistæðulausum ávisunum. Þvi var kippt i lag að hluta til þá, en i dag sitja um tiu menn uppi með launaávísanir, sem bankinn neitar að innleysa, þar sem þær eru innistæðulaus- ar,” sagði ómar Pálsson, annar af trúnaðarmönnum verka- manna við framkvæmdirnar á Grundartanga, i viötali við VIsi i morgun. „Þaðhefur gengið æði treglega að menn fengju laun sin greidd,” sagði 'Omar ennfremur, „og bilstjórnarnir eiga margir allt að fjögurra vikna launum inni, sem ekki fást greidd. Þvi var það ákveðið, á fundi i gærkvöld, að ef þessi mál verða ekki komin i lagá hádegii dag, þá verði vinna hér stöðvuð og ekki hafin fyrr en leiðrétting hefur fengist. Fjármunir þeir sem mannskapurinn á inni hjá verk- takanum, skipta mörgum milljónum.” Skuldir verktakans við starfs- menn á Grundartanga eru nokkuð miklar. Sérstaklega munu bifreiðastjórar og eigendur vinnuvéla eiga mikið inni, og eru jafnvel dæmi þess, að einn og sami aðilinn eigi inni allt að 1.4 milljónum króna. Laun þau, sem greidd voru siðastliðinn föstudag, voru áfhent I formi ávísunar. Neitaði bankinn, sem ávi'sanirnar eru Verkamenn I kaffiskúr á Grundartanga f morgun. Meðal þeirra var einn, sem sat uppi með innistæðulausar launaávisanir upp á um 150 þúsund krónur. gefnar út á, að innleysa þær, þar sem reikningurinn var inni- stæðulaus. Leiðrétting á þvi fékkst að hluta til sama dag, en ekki nóg til að allar ávisanirnar innleyslust. Eru dæmi þess að verkamenrigitjinú uppi með verðlausar ávisanir upp á um 150 þúsund krónur. Verði ekki búið að lagfæra ávisanareikninginn og greiða allar gjaldfallnar launakröfur á hádegi i dag, skellur vinnustöðvun á. Verktakinn, sem i hlut á, er JVJ i Hafnarfirði. Hefur hann ekki gefið verka- lýðsfélögunum neina skýringu á greiðsludrætti þessum. Hefur komið fram, að ekki hafi staðið á greiðslum til verktakans sjálfs frá verkkaupa. í viðtölum við verkamenn á Grundartanga i morgun kom meðal annars fram, að verktaki hefur keypt mikið af dýrum vinnuvélum, á þeim tima sem verkið hefur staðið yfir. -HV. Vinnuvélar á framkvæmdastæöinu á Grundartanga voru aö fara af staö f morgun, þegar Visismenn bar þar að. Dagvaktin var þá aö taka viö af næturvaktinni, en þarna er unnið allan sólarhringinn. Ljósmynd: JIM.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.