Vísir - 15.10.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 15.10.1975, Blaðsíða 9
VtSIR. Miðvikudagur 15. október 1975. 9 ÆTLAR ÞÚ AÐ TAKA ÞÁTT í KVENNAFRÍI? MYNDIR: LÁ TEXTI: EA ,,Löngu ákveðið” „JU, það er öruggt að ég tek þátt i kvennafrfinu”, sagði Kristin Jóhannsdóttir, afgreiðslumaður í bókaverslun ísafoldar. „Hins vegar hefur þetta ekkert verið rætt meðal þeirra kvenna sem vinna hérna, svo það er engin samstaða komin ennþá. En ég er bjartsýn á þátt- töku i kvennafriinu, enda er það ákaflega mikilvægt að konur standi saman þennan dag og sýni sam- stöðu slna.” „Er fylgjandi, en hef ekki tekið ákvörðun” „Ég hef ekki ákveðið það ennþá, en ég er fylgj- andi þessu”, sagði Ingibjörg Magnúsdóttir, sem vinnur I frystihúsi á Skagaströnd. „Það hefur li'tið verið rætt um þetta þar, en ef all- ar taka sér fri, þá geri ég það auðvitað lika. Jú, ég er húsmóðir, en ekki með barn, svo það verður ekki mikið að taka sér fri frá á heimilinu. Enda finnst mér gaman að starfa heima.” „Þykist ætla að elda!” Edda Ragnarsdóttii; starfsmaður hjá Landssim- anum sagði: ,,Jú, ég tek þátt i kvennafrlinu. Það er full samstaða hjá okkur á Landssimanum. Hins vegar hefur verið skipulögð neyðarvakt, en ekkert annað verður afgreitt. Ég reikna með að þurfa að mæta á neyöarvaktina, en að sjálfsögðu mæti ég á útifundinum.” „Égbý einmeðsexárasyni minum, en hann þyk- ist nú ætla aö elda sjálfur!” Fri i Verslunarskólanum „Jú, jú ég geri það. Ég verð hvort sem er að gera það,” sagði Linda Róbertsdóttir, nemi i Verslunar- skólanum. Þar hefur sú ákvörðun verið tekin að gefa öllum fri þennan dag. ,,Jú, auðvitað er ég fylgjandi þessu, enda er það sjálfsagt, fyrst verið er að þessu, að standa allar saman, þósumum finnistþetta kannski róttækt.” „Hæpiö að einn dagur nægi” „Mér finnst hæpið að einn dagur nægi”, sagði Guðný Bjarnadóttir, hjúkrunarkona. „Þetta vekur fólkkannski aðeins til umhugsunar, en ekki svo það verði róttæk breyting.” Guðný mun ekki taka þátt i kvennafriinu, enda er það ákvörðun hjúkrunarkvenna að gera það ekki. „En ég er hlynnt friinu að vissu leyti, og það má vel vera að ég hef ði tekið þátt I þvi ef ég hefði unnið eitt- hvaðannað. Hins vegar finnst mér það ekki mega bitna á öðrum, svo sem sjúklingum.” Búist við að Landsbankinn loki Það má búast við þvi að Landsbankinn loki. Anna Björg Þorláksdóttir, bankastarfsmaður þar, sagði að flestar konurnar hefðu tekið ákvörðun um að leggja niður vinnu. „Einn dagur nægir ekki,” sagði hún. „Konur eru svo illa settar hér, að það þarf meira til. En ég býst við að þátttakan almennt þennan dag, verði góð.” „Ættum allar að fara á Þingvöll” Halldóra Hallgrimsdóttii; skrifstofumaður hjá Út- sýn sagði: „Við ættum allar að fjölmenna til Þing- valla og skilja karlana eftir!” Hún kvaðst liklega leggja niður vinnu, „en við höfum enga sameiginlega ákvörðun tekið.” Hall- dóra sagði að sér fyndist það tilheyra að konur stæðu saman þennan dag, „en svo sker reynslan 'úr um hver árangurinn verður.” „Ekki áhrif á kaupgreiðslur strax” „Alveg örugglega,” sagði Sigriður Bergmunds- dóttir sem afgreiðir I Skólavörubúðinni. „Maður finnur það oft að konur eru ekki metnar til jafns við karlmenn.” Hún sagði að þær konur sem ynnu við verslunina ætluðu að leggja niður vinnu lika. „Ég býst við almennri þátttöku, en hvaða áhrif þetta hefur er ekki gott að segja. Að minnsta kosti hefur kvennafri ekki áhrif á kaupgreiðslur strax.” „Mér er gefið fri.........!” Sigrún Dúfa Helgadóttir, skrifstofumaður kvaðst vera hálf súr yfir þvi að lögmaðurinn sem hún ynni hjá hefði gefið sér frl 24. október, svo það yrði litill uppreisnarandi i þessu! „Ég mæti á útifundinn.en hef ekki frekari plön yfir hvað ég geri þennan dag. Ég held þetta sé of stuttur timi. En ég er bjartsýn á þátttöku.” „Held að fæstar mæti til vinnu” Það sagði Ingveldur Hrönn Björnsdóttir, fóstur- nemi,ogkvaðstfáfriIskólanum,þar sem kennarar munu ekki mæta! „Ef ég ynni úti, þá tæki ég mér fri,” sagði hún. Ég held að fæstar mæti til vinnu þennan dag, nema þá hjúkrunarkonur.” „Hvaða áhrif þetta hefur? Ég held bara að það viti allir að það er mikil þörf fyrir konur sem karla i þessu þjóðfélagi.” „Vona að þeir sakni min” „Já, já alveg endilega,” svaraði Elin Benedikts- dóttir.skrifstofumaður. „Éger eini kvenmaðurinn á skrifstofunni, en svo eru þar 3 karlmenn. Ég vona að þeir sakni min, en hvort þeir loka veit ég ekki.” „24. október ætla ég niður i bæ og þar vona ég að verði fullt af konum. Ég ætla að borða á veitinga- stað,ég vona að karlarnir kokki, þeir hafa hingað til þótt góðir kökkar.” „Jú, ég vona að kvennafriið beri árangur, þó ég sé hrædd um að hann verði litill. Flestir lita nefnilega orðiö á þetta sem grin.” „Held að margar á mínum aldri taki þátt i kvennafrii” „Já, ég er að hugsa um að taka þátt i þvi,” sagði Margrét Þórarinsdóttir, húsmóðir. „Við erum bara tvö i heimili, en ég legg niður vinnu. Hvað ég geri þennan dag er ég ekki farin að hugsa um, en ég held aö margar konur á minum aldri taki þátt i kvenna- friinu.” —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.