Vísir - 15.10.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 15.10.1975, Blaðsíða 10
10 VISIR. Miðvikudagur 15. október 1975. Margur er knár..... Bryndrek- arnir bresku sóttu ekki gull i greipar Ægis i sibasta þorska- <stribi. Það skortir töluvert á að Landhelgisgæslan hafi þann búnað sem hún telur æskilegan til að verja tvöhundruð milna landheigi, ef við lendum nú i enn einu þorskastrlðinu. En það þýðir ekki fyrir blanka þjóð að fást um það. Við verðum bara að tjalda þvi sem til er. Gæslu- mennirnir okkar telja enda að þeir geti gert töluverðan usla með þvl sem handbært er. Flotinn ósigrandi Það hefur nú llka komið á daginn að þótt varðskipaflotinn sé ekki stór, þá hefur hann enn ekki beðið ósigur. t honum eru i dag sex skip. Fjögur þeirra eru „stór og góð” eins og þeir segja hjá gæslunni. Það eru Týr, Ægir, Öðinn og Þór. Tvö eru aftur minni, Ar- vakur og Albert. Stóru skipin eru I kringum þúsund tonn og ganga uppundir 20 milur. Og á þeim mun varnarstarfið hvíla að mestu. Engar „breiðsiður” Jafnvel þótt „flotinn” tæki sig saman um að fira öllum sinum fallstykkjum i einu þættu það varla ógnvekjandi breiðslður, miðað við hverju menn eiga aö venjast í strlði. A skipunum sex eru samtals sjö fallbyssur, allar komnar til ára sinna. Ægir og Þór eru mestir vlgdrekarnir, með tvær fallbyssur hvort. Þau hafa 57 millimetra kanónur framá en 47 mm. afturá. Týr og Óðinn hafa hvort sína 57 mm. fallbyssu. Á Albert er ein 47 mm. en Árvakur er vopnlaus. Leynivopnið ægilega En auk fallbyssnanna hafa öll skipin svo leynivopnið ægilega. Það eru klippurnar sem veiði- þjófar hræðast meira en nokkuð annað og ekki að ástæðulausu. Þeir eru ekki fáir sem hafa mátt sjá á eftir veiðarfærum slnum I djúpið eftir að varðskip brunaði framhjá þeim á fullri ferð með klippurnar úti. Það upphefst þvi geysilegt tauga- strið um leið og varðskipin birt- ast og þau taugastrlð hafa varð- skipsmenn jafnan unnið, þrátt fyrir að veiðiþjófarnir kölluðu vopnum hlaðna bryndreka hennar hátignar sér til fullting- is. Flugflotinn Flugfloti Landhelgisgæslunn- ar er ekki stór. En hann er mikilvægur. Eins og nú háttar ræður gæslan aðeins yfir einni Fokker Friendship vél og einni lltilli þyrlu. Eins og alþjóð er kunnugt er ætlunin að kaupa aðra Fokker vél og hafa oröið um það nokkrar deilur. Menn eru ekki sammála um hvort eigi að kaupa eina stóra vél eða fleiri en minni. Enginn sér eftir, eða hefur gangrýnt að Landhelgisgæslan fái mikið fé til flugvélakaupa. Hinsvegar eru mjög skiptar skoðanir um hvernig þvl fé verði best varið. Margur er knár Þetta er ekki löng upptalning. Landhelgisgæsla íslands er ekki heldur stór, þótt það sé stórt svæðið sem hún þarf nú að verja. En hún hefur sýnt það oftar en einu sinni að margur er knár, þótt hann sé smár. Það er nefnilega við meira að eiga en örfá skip og eina góða flugvél. Þaö eru áhafnirnar sem skipta höfuðmáli. Og áhafnir Land- helgisgæslunnar hafa sýnt það oftar en einu sinni að þær eru starfi sinu vaxnar. —ÓT C TF-Sýr verki. gegnir mikilvægu hlut- Fallstykki flotans eru kannski ekki sérlega ógnvekjandi aö sjá. „En þau hafa andskoti hátt,” sagði einn gæslumannanna og glotti. Þetta er viðbótarhafsvæðið sem við fáum með 200 mflna land- helgi. En þetta er llka þaö svæði sem fámenn landhelgisgæsla veröur að verja. Leynivopnið hræðilega er 1 þessum vlr: Klippurnar. Kylfur og plstólur eru dregnar fram ef ráöast þarf til upp- göngu. En það hafa eiginlega bara verið sýningargripir. Þeim hefur ekki verið beitt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.