Vísir - 15.10.1975, Blaðsíða 14

Vísir - 15.10.1975, Blaðsíða 14
Þessar myndir voru teknar á miöju yfirstandandi sumri i sólskini og hita. Þaö sem lltur út fyrir aö vera snjór á myndinni er kinverskur leir, kaolin, sem notaöur er til Ieirmunageröar I verksmiöjunni sem er fyrir neöan hæðina. Unga fólkið kunni hins vegar vel aö meta aö fá tækifæri til aö stunda sklöalþróttina allt áriö um kring. Myndin er tekin i bænum Hirschau i Vestur-Þýskalandi. „En hver á að leika mig...?" 1 nokkur ár hafa veriö uppi ráöageröir um aö gera kvik- mynd um ævi hins góökunna leikara Humphrey Bogart . Ekkja hans, Lauren Bacaiþhef- ur lagt sig á móti þessum fyrir- ætlunum. Hefur nú verið stungið upp á þvl að Lee Marvin leiki hlutverk Bogarts og lætur frúin sér það vel lika. — En, segir hún, ég get ekki komið auga á hver getur leikið mig, svo ekkert getur orðið úr þessu fyrst um sinn. Lauren Bacall, er tekin að gamlast nokkuð i útliti, hún er núorðin 51árs. Hefurhún fengið hrós fyrir hreinskilni sina i sambandi við útlitið, og er all- sendis óhrædd við að sýna sig, þrátt fyrir allar hrukkurnar. Við verðum nú samt að viður- kenna að þetta er frekar vond mynd af Lauren. Hin 51 árs Lauren er oröin all hrukkótt. Lee Marvin I hlutverk Hump- hrey Bogarts?? 28 leikhús fyrir daufdumba í heiminum í dag Nýlega var haldiö i Washing- ton I Bandarikjunum heimsþing daufdumbra. Þar kom fram i skýrslu frá UNESCO aö I heim- inum í dag eru samtals 28 leik- hús fyrir daufdumba. Fyrsta leikhúsiö af þeirri gerð var sett á stofn i Dortmund i Vestur- Þýskalandi fyrir 25 árum. Var þvi leikhúsi veitt verðlaun fyrir sýningu á Faust eftir Göthe. Alls eru 40 leikarar hjá leik- húsinu, allt „tómstundaleikar- ar”, úr hinum ýmsu stéttum, á aldrinum frá 19 ára til 74 ára. Fjárhagur Dortmund leik- hússins hefur batnað verulega slðan þeir hófu starfsemi sina, en þá þurftu leikararnir sjálfir að greiða alian kostnað við sýn- ingarnar. BKBBSnBnCHZB59eS3BBKBZ3BE9BMEE!lKlS Núna er kostnaðurinn við sýn- ingar I leikhúsinu frá 40-50 þús. v.þýsk mörk (um rúml. 2 1/2 millj. ísl. kr.) auk 4-5 þús. marka i laun. A efnisskrá leikhússins hafa aðallega verið sigild verk^ má nefna höfunda eins og Shake- speare, Göthe og Goldoni. Dort- mund-flokknum hefur verið boðið til Bandarikjanna næsta sumar og mun flokkurinn taka þátt i hátiðahöldum vegna 2ja alda afmælis Bandarikjanna. Flokkurinn mun siðan leggja upp i leiklistarferð og m.a. heimsækja Indland, Thailand, Japan, Taiwan og Hong Kong. Leikhússtjóri Dortmund leik- hússins er Heinz E. Feuber- ■ji ,.iiiw——a.miwnM«aB— Táknmál, látbragðsleikur og ballett tengiliður leikara og áhorfenda baum, 45 ára gamall, en hann hlaut menntun sem óperu for- stjóri. Leikarar hans koma viðsvegar frá Þýskalandi. Tvö verk eru sýnd árlega og alls 96 sýningar á hvoru um sig viðs vegar um Þýskaland. Táknmál daufdumbra er ekki aðal tengiliðurinn milli leikend- anna og áhorfenda. Lögð er mikil áhersla á látbragðsleik. Sérhver leikari flokksins fær 3ja ára þjálfun i látbragðsleik og klassiskum ballett. Bronislaw Machalski, sem er lærisveinn Marcel Marceau, hefur verið aðal leiðbeinandi flokksins. Nú er talið að um 1 1/2 milljón daufdumbra sé i' Þýskalandi. Á SKÍÐUM ALLT ÁRIÐ VISIR. Miövikudagur 15. október 1975. ^mmmmmmmmmi^mmmmi^mmmi^mmmmmmmmmmmm^m^mmmm^mmm^í Fyrrverandi S.S. foringi háttsettur stjórnmálamaður í Austurríki Neitar að hafa átt þátt í gyðingamorðum Simon Wiesenthal er maður nefndur. Hefur hann gengið mjög ötul- lega fram i að ieita uppi fyrrverandi nas- ista og koma þeim und- ir manna hendur. Það var hann sem fann Adolf Eichmann á sin- um tima. Nú hefur Wiesenthal sakað leiðtoga þriðja stærsta stjórn- málaflokks Austurríkis, Friede- rich Peter.að nafni, um að hafa verið I S.S.sveitunum og tekið þátt i að fremja grimmdarverk i slöari heimstyrjöldinni. Þessi ásökun Wiesenthal kom fram á blaðamannafundi og var mótmælt jafnskjótt af Fried- erich Peter. Wiesenthal heldur þvifram að Peter, sém er 54 ára gamall, hafi verið liðsforingi i 1. storm- sveit fótgönguliðsins, sem hafi ásamt öðrum sveitum borið ábyrgð á morðum meira en 10 þús. óbreyttra borgara, þ.á.m. konum og börnum árið 1942. Friederich Peter hefur aldrei mótmælt að hann hafi verið i stormsveitunum frá 1941 til 1945, en hefur alltaf haldið þvi fram að hann hafi verið i fremstu viglínu. — Hvorki á þessu timabili, né öðru, segir hr. Peter, — hef ég tekiö þátt I refsiaðgerðum. Ég neita þvl harðlega ásökunum Dr. Wiesenthal og visa dylgjum ’ hans á bug. Dr. Wiesenthal sagði á blaða- mannafundinum að hann hefði ekki skýrt frá þessu fyrr, þvi hannhefði viljað komast hjá að þetta hefði áhrif á úrslit nýaf- staðinna kosningar i Austurriki. Flokkur Peter hefur 10 þing- sæti og hann hefði verið llklegur til þess að mynda samsteypu- stjórn með Bruno Kreisky kanslara, ef jafnaðarmenn hefðu misst meirihluta sinn. Dr. Wiesenthal heldur þvi fram, að alkunna hafi verið að Peter hefði verið i S.S.sveitun- um en að hann hefði verið i 1. deild fótgönguliðsins væru nýjar upplýsingar. Hann lagði fram ljósrit frá 1941 af skipun frá Heinrich Himmler, yfirmanni S.S., þar sem svo er lagt fyrir að 1. deild fótgönguliðsins skuli ekki send á vlgstöðvarnar heldur látin „hreinsa til”, að baki viglínunn- ar. „Nasista-veiðarinn” sagðist hafa rekist á nafn Friederich Peter af tilviljun á lista 17 S.S.- liösforingja úr 1. fótgönguliðs- sveitinni, sem kjörnir voru 1941 til þess að fara á sérstakt foringjanámskeið. Dr. Wiesenthal lagði einnig fram sönnunargögn um að þessi umrædda deild hefði tekið þátt I tveimum atlögum i Rússlandi. Aðgerðir þessar, skv. skjölum S.S., sagði hann beindust gegn „glæpamönnum, gyðingum og grunsamlegu fólki”. Hann lagði ennfremur að i að- gerðunum i ágúst-september 1942 hefðu yfir 10 þús. óbreyttir borgarar iátið lifið, þar með taldir 8350 gyðingar. 1 hinni að- gerðinni i nóvember 1942, eru skráð 715 dauðsföll. Er þetta skv. skjölum S.S.sveitanna. Friederich Peter kom fram i útvarpsviðtali og kvaðst alsak- laus af þessum ákærum, þvi þótthannhafi veriði 1. deild fót- gönguliða S.S. hafi hann aldrei heyrt minnst á þessa atburði sem Wiesenthal minnist á. — Ég myrti engan, sagði hr. Peter, — ég gerði aðeins skyldu mina sem hermaður, sumpart i fremstu viglinu og sumpart að baki viglinunnar. Hann skoraði siðan á Wiesent- hal að leggja fram frekari sönn- unargögn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.