Vísir - 15.10.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 15.10.1975, Blaðsíða 4
4 VÍSIR. Miðvikudagur 15. október 1975. REUTfcRI A P' N T B. I MORGUN UTLOND I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Óku á bíl Bandaríkja- forseta óviljandi og umkringdu árekstursbifreið- ina. t henni var hópur ungs fólks, sem lögreglan tók til yfirheyrslu. Telja yfirvöld að þarna hafi einungis verið um óhapp að ræða vegna gáleysis unga ökumannsins, en ekki fyrirfram skipulagt tilræði við Ford. Ford var á leið til Bradley-flug- vallar i Hartford, þar sem hann hafði flutt ræðu i gærkvöldi. Sjónarvottar lýstu þvi, hvernig fólksbifreið unga mannsins hunsaði stöðvunarmerki lög- Skotheld bifreiö Geralds Fords forseta lenti í árekstri í gærkvöldi, eftir að ekill annarrar bifreiðar neitaði að hlýða stöðvunar- merki lögreglunnar. — Forsetann sakaði ekki. Naumast höfðu ökumennirnir fvrr stöðvað bifreiðir sinar eftir áreksturinn, en lifverðir forset- ans stukku út með byssur á lofti Forsetabill Fords sést hér á þessari mynd, sem tekin var á dögunum, þegar forsetanum var sýnt bana- tiiræði I annað sinn á fáum dögum. regluþjóna, og lenti fyrir bragðið forsetabilnum. — Ekill forsetans andiá töluverðum hraða, en fékk á hægri aurhlif að framanveröu á hafði séð fólksbilinn koma aðvif- ekki afstýrt árekstrinum. Trudeau eignast son Pierre Trudeau, forsætisráð- herra Kanada, bættist einn meðiimur i fjölskylduna á dögunum, og sést hann hér á myndinni sækja konu sina og hvitvoðung á fæðingardeildina. — Þetta reyndist vera myndar- strákur. Þessa dagana boðar Trudeau Kanadamönnum verðstöðvun og launafrystingu og leggur fast að þeim að gæta hófst f neysl- unni, til þess að unnið verði á 11% verðbólgu Kanada. I Álverk- smiðja i Grikk- landi Barði ömmu sína til dauða Fimmtán ára piltur var dæmdur i tólf ára fangeisi i Sidney i Astraliu i gær. Hann hafði barið ömmu sina til dauða ineð hamri. nómaranum þótti sannað, að drengurinn hefði ráðist gegn ömmu sinni, þegar hún stóð hann að þvi að stela frá henni pcningum. Ætla að taka Herrema af lífi og rœna öðrum í staðinn Hryðjuverkamennirnir, sem hafa hollenska iðju- höldinn Tiede Herrema á valdi sínu, ætla að taka hann af líf i og ræna öðrum í staðinn, ef írska stjórnin lætur ekki undan kröfum þeirra, segir nýr milli- göngumaður ræningjanna. Philip Flynn, einn af leiðtogum verkalýðsfélaganna i irska lýð- veldinu, fékk sendingu i pósti frá ræningjunum, og reyndist það vera segulspóla með hljóðritaðri orðsendingu ræningjanna. Ræningjarnir hafa ekki hvikað frá kröfu sinni um, að látnir verði lausir þrir liðsmenn Irska lýð- veldishersins (IRA), baráttu- samtaka kaþólskra. Stjórnin i Dublin hefur aftekið með öllu að verða við þeirri kröfu. Á segulspólunni mátti þekkja rödd Herrema. i bígerð er nú að reisa 250 milljón dollara álver í Grikklandi, og standa að því tvö bandarisk fyrir- tæki, National Steel Corpo- ration og Southwire Corporation, sem ætla að taka þarna höndum saman við Grikki. Meðal griskra fyrirtækja, sem standa að stofnun þessarar ál- verksmiðju er Bauxites Parnasse Co., sem á i fórum sinum yfir 500 milljón smálestir af boxið. Iðnaðarbanki Grikklands leggur lika hönd á plóginn. Gert er ráð fyrir, að verksmiðj- an hefji framleiðslu, áður en fjög- ur ár verða liðin. Framleiðslu- geta fyrsta áfanga hennar verða 600,000 smálestir af áli á ári. V) e: kl ktu sj ífl/i fir si ki pinu — eftir uppreisn um borð og morð yfirmannanna Indónesía og Vestur- Þýskaland hafa nú form- lega farið fram á það, að bandarísk yfirvöld fram- selji þeim eftirlifendur á- hafnarinnar á Panama- skipinu ,,Mimi". — Skipið sökk undan ströndum Suður-Ameríku eftir að yfirmenn þess, 4 þjóðverjar, voru drepnir. Fjórir hásetar og matsveinn skipsins fundust á fleka á reki undan strönd Flórida og eru þeir i haldi i Miami, grunaðir um uppreisn um borð og morð á yfir- mönnum. Fjórir mannanna eru frá Indónesiu, en matsveinninn frá Filippseyjum. Einn Indónesiu- mannanna mun hafa játað að hafa stungið yfirmennina til bana með hnifi. 1 sjóréttinum upplýstist, að mennirnir hafi gert göt i skips- byrðinginn til að sökkva skioinu og reyna þannig að dylja verknaðinn. V-Þjóðverjar teija mennina heyra undir sina lögsögu, þvi að þeir voru skráðir á skipið i Þýskalandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.