Vísir - 15.10.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 15.10.1975, Blaðsíða 3
VtSIR. Miövikudagur 15. október 1975. 3 Dómi hnekkt vegna skorts á sönnunum Hæstiréttur felidi nylega dém i máli Stefáns ólafssonar gegn Samvinnutryggingum g/t og hnekkti meö dómi sfnum fyrri dómi Bæjarþings Reykjavfkur i sama máli. Mál þetta fjallaði um skyldu tryggingafélagsins til að greiða Stefáni bætur fyrir bifreið hans, sem eyðilagðist I slysi árið 1972. Bifreiðin var tryggð kaskó- tryggingu hjá Samvinnutrygg- ingum, en tryggingafélagið neitaði að greiða bæturnar, þar sem það taldi sannað að Stefán, sem var ökumaður bifreiðar- innar þegar slysið varð, hefði á þeim tima verið ölvaður. Ölvaður? Höfðaði Stefán mál fyrir Bæj- arþingi Reykjavikur, á hendur tryggingafélaginu, og krafðist bóta fyrir bifreiðina. Bæjar- dómur sýknaöi tryggingafélag- ið, á þeim forsendum, að Stefán myndi hafa haft ólöglegt áfengismagn í blóði, þegar slys- ið varð og hefði hann þvf valdið þvi i ölæði. Málavextir voru þeir, aö bif- reið Stefán fór út af þjóövegi skammt frá flugvellinum á Pat- reksfirði þann 14. júni 1971. Lenti bifreiöin niöur I fjöru og var talin ónýt eftir óhappið. Af þeim sem á slysstaö komu töldu nokkrir sig finna áfengis- þef af Stefáni eftir slysið og þvi var beöið um aö blóösýni yrði tekin og alkóhólinnihald blóðs- ins mælt. Vegna meiðsla Stefáns varö að flytja hann beint til Reykjavikur og var blóðsýni tekið úr honum þar um sex klukkustundum eftir að slysið varð. Við rannsókn kom fram að alkóhól i blóði var um 0.370/00 Er það nokkuö fyrir neðan þau mörk sem löggjafinn setur, en þau hljóða svo, að ef alkóhól svarar til meira en 0.50 próm. dæmist maöurinn ölvaður og óhæfur um að aka bifreiB. Liklegt! Tryggingafélagið lagði fram umsögn frá læknaráði, þar sem fram kemur, að likaminn brennir um 0.1 grammi af alkó- hóliá kllógramm.á klukkustund ogsvari það til um0,l5»o/oolækk' unar á alkóhólmagni i blóði á klukkustund. Samkvæmt þvi taldi Trygg- ingafélagið að alkóhólmagn I blóði Stefáns heföi veriö allt að 1,27 o/oo þegar slysið varö. Sem fyrr segir féllst Bæjar- þing Reykjavlkur á þessar rök- semdir tryggingafélagsins og dæmdi það sýknt af kröfum Stefáns. Er ekki sannað Hæstiréttur hefur nú ógilt dóm þennan og dæmt Sam- vinnutryggingar til þess aö greiða Stefáni fullar bætur fyrir bifreiðina, krónur 213.587 auk vaxta frá slysdegi til greiðslu- dags, svo og málskostnað fyrir hæstarétti og I héraði, krónur 110.000. I dómi Hæstaréttar segir, að þrátt fyrir að ætla megi að áfengismagn I blóði Stefáns hafi verið mun meira þegar slysiö varð, en þegar sýni var tekið, þá teljist það ekki sannaö að hann hafi verið ölvaður. Ennfremur vlsaði Hæstiréttur á bug þeirri röksemd trygginga- félagsins, aö Stefán hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi — einnig á þeim forsendum að það hefði ekki veriB sannað. —HV Úttekt á öllum mikilvœgustu þúttum herstöðvamólsins ..Brvnasta verkefni hernáms- andstæðinga næsta árið verður að örva sent rnest fruntkvæði áhtigasantra einstaklinga, sem laka að ser að vinna i starfshóp- unt að liltekniím verkefnum’’. I»etta segir i ályktun sem and- stæðingar erlendrar hcrsetu samþvkktu á ráðstefnu um helgiua. Kosin var tólf manna miö- nefnd, sem ætlað er aö stýra starfi herstöðvaandstæðinga. Ráðstefnuna sátu um 250 manns. — Eitt af þeim verkefn- um, sem taliö var að vinna þyrfti að á næsta vetri er vönduð úttekt á öllum mikilvægustu þáttum herstöðvamálsins. i þvl sambandi er rætt um, að kanna þurfi stöðu málsins hjá þjóðinni, og gera sér grein fyrir hvaða sjónarmiö ráði mestu um skoð- anamyndun fóiks I málinu. Talað er um, að rannsaka þyrfti áhrif hersetunnar á is- lenskt þjóðlif, meðal annars á tungu og menningu, vinnuafl og eiturlyfjanotkun. Þá þurfi aö kanna núverandi hagsmuna- tengsl islenskra aöila við herinn og herstöðina, til dæmis oliufé- laga og verktaka og búse'tu starfsmanna herstöðvarinnar utan flugvaliarsvæðisins. Ráðstefnan telur að kanna þurfi vandlega hernaðarlega hlið málsins, starf varnarmála- nefndar og afskiptaleysi is- lenskra stjórnvalda af athöfn- um hersins, hernaðargildi stöðvarinnar og eðli hennar við breyttar aðstæöur. Þá vill ráð- stefnan, að unnið verði að áætl- un um brottför hersins og haft um það náið samráð við alla þá pólitisku aðila, sem að þvi vilji vinna. 1 lok ályktunar fundarins segir, að barátta islenskra her- stöðvaandstæðinga sé liður i viðtækri baráttu gegh hernað- arbandalögum og siauknum vopnabúnaði og vopnafram- leiðslu herveldanna. —AG— Stolið fyrir mánuði enn ókomin fram AOfaranótt þess 16. september ekki komið fram siöan. siðastliðins var bifreiðinni H-613 Þeir, sem orðið hafa bifreiðar- stolið frá húsinu að Höföatúni 10 i innar varir siöan, eöa verða Reykjavik. hennar varir, eru vinsamlega Bifreiðin, sem er af gerðinni beðnir að láta lögregluna vita. Skoda Combi, blá aö lit, hefur —-HV Sveinn Kjarval virðir hér fyrir sér eina af elstu myndum fðður sfns. Ljósm. Jim Óþekkt verk Kjarvals sýnd í Brautarholti 6 „Þetta er lítið brot, sem spannar þó heildartimabil Kjar- vals sem málara,” sagði Sveinn Kjarval er Vlsir ræddi við hann um sýninguna sem opnuð verð- ur i dag, miðvikudag, I Brautar- holti 6. Á sýningunni eru 54 myndir, blýant- túss- og blekteikningar, oliu- og vatnslitamyndir auk nokkurra rauðkrltarmynda. Ekkert þessara verka hefur komið fyrir augu almennings fyrr. Sumt eru skissur, annaö fullunnin verk, en að sögn Sveins eru margar myndirnar i slæmu ástandi og þurfti að bæta þær og hreinsa fyrir sýninguna. „Elstu myndirnar eru frá 1911-12, þegar Kjarval dvaldi I London ásamt Einari Jónssyni. Hér er t.d. ein blýantsteikning sem þeir hafa báöið ritaö nafn sitt á og má segja að I teikning- unni sé alveg sama stemmning og I styttu Einars: Alda Ald- anna,” sagði Sveinn. Sýningin er sem fyrr segir I Brautarholti 6 og veröur opin til 25. október. —eb— Símamenn nefna fleiri dœmi um óreiðuskuldir pósts og síma Um slðustu mánaðamót hafði póstur og slmi ekki fé til greiöslu launa, heldur varð rik- issjóður að hlaupa undir bagga. —- Þetta kemur fram I frétt frá Félagi islenskra simamanna, þar sem félagið svarar athuga- semdum póst- og simamála- stjóra og samgönguráöuneytis- ins um fjármál pósts og slma. Simamenn segja, að á lands- fundi þeirra á Húsavlk hafi um- ræður um stofnunina verið óvenju miklar, og hafi þar komið fram ýtarlegar upplýs- ingar um erfiöa fjárhagsstöðu. Alyktun fundarins, sem deilum hefur valdið, hafi verið hugsað sem stuöningur við stjórn stofn- unarinnar, þótt póst- og slma- málastjóri viröist ekki hafa gert sér grein fyrir þvl. Slmamenn segja, að sam- gönguráðuneytið hafi I athuga- semd sinni bent á, að staöiö hafi verið I skilum við simamenn með laun. Slmamenn segja, að rlkissjóður hafi orðiö að hlaupa þar undir bagga um siðustu mánaðamót. Þá segi ráöuneytiö, aö skil hafi verið gerö á sparimerkjafé, sem póstur og slmi innheimti fyrir Húsnæðismálastjórn. Fé- lag slmamanna segir, aö þessi skil hafi ekki veriö betri en svo, að stofnunin hafi að undanförnu verið krafin greiðslu vanskila- vaxta, sem nemi milljónum króna. Sama megi segja um vanskil á söluskatti, sem stofn- unin innheimti fyrir rlkissjóð. Slmamer.n segja ennfremur, að lausaskuldir póstsogslma viö ýmsa aðila nemi hátt á annaö hundrað milljónir króna. Vegna dráttar á greiöslu þessara skulda hafi stofnunin oröiö fyrir verulegu gengistapi. — Síma- menn segjast geta bent á fleiri atriði máli sinu til stuönings um bágan fjárhag og óreiöuskuldir pósts og slma. Flotinn í höfn eftir viku? Fiskimenn mótmœla fiskverði / Áhafnir eitt hundraö og nltján fiskiskipa, sem eru á veiðum á miöunum umhverfis landið, sendu I gær sjávarútvegsráð- herra svohljóðandi skeyti: /yVið undirritaðir, skipshafnir á eftirtöldum bátum, lýsum undr- un okkar á nýauglýstu fiskverði og mótmælum harölega þeirri kjaraskeröingú, sem þar kemur fram, til viöbótar við undan- gengna kjaraskerðingu vegna óhagstæörar stæröarflokkunar á fiski og ört minnkandi afla, mest vegna þess aö fiskimenn fá ekki raunverulegt verö til skipta. Okkur er ekki unnt að skilja hvers vegna fiskimenn, einir allra stétta, þurfa aö lækka I launum,þegar laun annarra stétta hækka, svo sem fram kemur I nýlega hækkuðu land- búnaðarvöruverði og veröi á ýmissi þjónustu. Einnig lýsum viö vantrausti á fulltrúa sjómanna, útgerðar- manna og oddamann, sem sæti eiga I verðlagsráöi sjávarút- vegsins. Krefjumst við lagfæringar á fiskverði, okkur til hagsbóta og teljum hæfilegan frest I þessa eina viku, svo róðrar ekki falli niður og öll forsenda hlutaskipta sé ekki algerlega brostin”. Undir skeyti þetta rituðu áhafnir 119 báta á miöunum umhverfis landiö, en það munu vera þvlsem næst allir þeir sem á sjó voru I gær og fyrrinótt, þegar undirskriftum var safnað. —HV

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.