Vísir - 15.10.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 15.10.1975, Blaðsíða 7
VÍSIR. Miðvikudagur 15. október 1975. 7 Ali og Joe Frazier, en lesendur átta sig á þvl, hvaöa eftirvænt- ing rikti. Daniel Patrick Moynihan, sem er af irsku bergi brotinn, eins og nafnið ber með sér — og virðist hafa erft eitthvað af hinu nafntogaða öra gepi forfeðra sinna — brást heldur ekki þess- ari eftirvæntingu. I ræðu sem hann flutti á opin- berum vettvangi, kallaði Moynihan Idi Amin Ugandafor- seta „kynþáttamorðingja”. Lét hann flakka með, að það væri engin tilviljun, að sá maður væri nú forseti Einingarsam- taka Afrlkurlkja (OAU). Nú eru að vlsu ófáir menn Afriku svipaðrar skoðunar og Moynihan, hvað viðkemur þvl, að Amin sé með blóðflekkaðar hendur. En engu að slður vakti þessiyfirlýsing, eins og reyndar við var að búast, bræöi Afrlku- manna. Er það nú Moynihans, sem sagt er til syndanna þessa dagna, en ekki öfugt. Flestir hafa kosið að láta sem þeir heyrðu ummælin ekki, en þó eru nokkrir starfsbræður Moynihans á þingi Sameinuðu þjóðanna, sem hafa látið I ljós vanþóknun sina á sínu orð- bragði diplómats. Enda stingur það óneitanlega nokkuö I stúf við varkárnina, sem annars þykir einkenna þá stétt. Að baki þessum aðfinnslum liggur kviði þessara sömu manna fyrir þvl, að loforð, sem geíin voru á allsherjarþinginu snemma i september um að menn skildu bæta bróðurþelið, falli um sjálf sig, vegna þessara ummæla sendiherra Bandarikj- anna. Idi Amin, marskálkur, hafði að visu orðið fyrstur til að kasta steinum, þótt hann að margra mati búi I glerhúsi sjálfur. Hann hafði I ávarpi slnu á þingi S.þ., gagnrýnt Bandarikjamenn fyrir illa meðferð á blökkumönnum i Vesturheimi. — Það var við það sama tækifæri, sem hann krafð- ist þess, að ísrael yrði vikið úr Sameinuðu þjóðunum, eins og frægt er. Þetta hafði hleypt illu blóði I Moynihan, sem var eins og I upphafi var getið að missa þolinmæðina með gagnrýnis- röddum þriðja heimsins. — 1 ræðu, sem hann flutti i San Francisco, sagði hann m.a.: ,,Ég vona og treysti þvi raunar, að aðildarriki OAU muni afneita Amin og öllu þvl, sem hann er fulltrúi fyrir.” Það var ekki að heyra á við- brögðum Afrikumanna, að von- ir Moynihans mundi rætast I þessu tilliti. Sendiherra Da- homeu. Tiamiou Adjibade, lét svo ummælt, að sendinefnd Bandarikjanna væri óvinsam- leg i garð OAU, ókurteis við þjóðhöfðingja, montin og ábyrgöarlaus. Slðan bætti hann við: ,,Ef hann er að blanda saman erindi slnu á vettvangi Samein- uðu þjóðanna, og svo ahuga sln- um fyrir zlonismanum, bá væri ráðlegra fyrir Moynihan að fara eins fljótt og auðið er til Israels, I stað þess að ata auri heiðri og virðingum sem stórveldi á borð við Bandarikin, ber.” Sendiherra Uganda, Khalid Younes Kinene, sagði: „Hvernig getur hann kallað rlki á borð við ísrael lýðræðisrlki, þegar hann veit, að Israel hefur hunsað allar ályktanir S.þ. slð- ustu 27 árin um að skila aftur ólöglega herteknum landsvæð- um, og neyðir Palestinuþjóöina, hina réttu eigendur landsins, til þess að hýrast I flóttamanna- búðum?” Þetta tiltal Kinene kom til af þeim vörnum, sem Bandaríkja- stjórn og þá Moynihan, fulltrúi hennar, hefur haldið uppi fyrir Israel innan Sameinuðu þjóð- anna. Fordstjórnin hefur verið innt eftir þvl, hvort ummæli Moyni- hans virkilega spegluðu viðhorf hennar. Blaðafulltrúi Fords hefur neyðst til þess að gefa yfirlýsingu, þar sem fram kom, að forsetinn væri hjartanlega sammála Moynihans um að „kynþáttamorðingi” ætti vel við Amin forseta. Raunar hefur kvisast út, að Moynihan hafi skrifað ræðu sina. I flugvélinni á leið til San Francivo og hafi ekki borið hana undir utanrikisráðuneytið eða Hvita húsið, áður en hann flutti hana. Það er mjög dregið i efa, að Afrikumenn hefðu orðið svo uppvægir þótt Moynihan hefði valið Amin óþvegin nöfnin, ef hann hefði ekki blandað OAU inn I það I sömu andránni. En það gerði hann og neyddi þá um leið fulltrúa þessara ríkja til þess að verja forseta samtak- anna. Menn velta vöngum yfir þvi, hvað Moynihan hafi gengið til með yfirlýsingu sinni. E-ru ekki allir jafntrúaðir á, að það hafi verið irska skapið, sem hafi verið aðal ástæðan. Sumir benda á, að Moynihan er talin hyggja til framboðs til þings eða fylkisstjóraembættis. — í kosningum I Bandarikjun- um veltur mjög á atkvæðum blökkumanna, gyðinga og verkalýðsfélaga. Þykja ummæli Moynihans likleg til þess að falla þessum kjósendum i geð. Formaður fastanefndar Bandarikjanna hjá Sameinuðu þjóðunum er staða, sem þykir likleg til að lyfta mönnum upp til æðri embætta. Henry Cabot Lodge og Adlai Stevenson gegndu þessu starfi stuttan tima, en báðir buðu sig fram til forsetakosninga siðar meir. cJA'Icn n ingíi nnÁl BOKMENNTIR Aáalsteinn Ingóifsson Gengiá á vatni Eftir: Þorvarð Helgason Aðalsteinn Ingólfsson: Gengið á vatni, 108 s. Letur. Það mun vera mikill galdur að ganga á vatni og það mun einnig þurfa mikla list til að miðla öðrum af þeirri reynslu að finnast hafa gengið á vatni — svo trúverðugt sé. Bók Aðalsteins Ingólfssonar er tileinkuð þeim sem hjálpað hafa honum til að ganga á vatni. ÞAÐ MUN VERA MIKILL GALDUR AÐ GANGA Á VATNI Sá sem gengur á vatni hlýtur að svifa ofar þess eðlissviðs sem umlykur venjulega menn — á sama hátt geta ljóð hrifið menn út Ur hversdagstilverunni, burt til nýrrar áður óreyndrar skyn- reynslu, en til þess þurfa þau að vera mögnuð. Þvl miður skynja ég litla mögnun I ljóðum bókarinnar. Má vera að ég skynji ekki hinn nýja og flna tón, en fyrir min augu og eyru eru flest ljóðin misjafnlega ljóðrænn prósi, slit- inn sundur i ljóðlinur án þess að nokkur hrynjandistrúktur geri það nauðsynlegt, t.d. eftirfar- andi: „Þú ert eitt af hans bernskuverkum, „æsku- verk” er það reyndar nefnt og fyrirgefið, ef um listamann er að ræða. „Övita skapur” mundu sumir segja. Nú er ljóð ekki ljóð formsins vegna heldur vegna þess hug- blæs sem það vekur og þvi getur óbundið mál verið meiri skáld- skapur en eitthvað sem barið er saman samkvæmt bragreglum. Yrki menn frjáls og þar að auki án ákveðinna hrynjandi- mynstra þá finnst mér að heið- arlegt sé að láta textann lita ut sem prósa sem hann þá líka er I rauninni. Góð skáld eins og Gunnar Björling eða St. John Perse viluðu það ekki fyrir sér, og Einar Bragi sem er einn úr hópi þeirra sérstöðu islensku nútímaskálda sem náð hafa valdi á hrynjandi án hjálpar hinnar hefðbundnu ljóðstafa- setningar gerir slikt hið sama. Aðalsteinn Ingólfsson væri þar ekki i vondum félagsskap. Það er greinilegt að skáldið vill fá málið á sitt band, láta það vinna með sér að ljóðrænni á- orkan viðfangsefnanna og oft kemst það mjög nálægt þvi eins og t.d. i kvæðunum Perlan eða Kjóll. Að minum smekk er samrun- inn milli sköpunarviljans og málbeitingarinnar mestur i kvæðinu Dagur i lifi: ,,A götum segir enginn neitt, hús fljúga? ertu? og frameftir degi eru öll andlit flóttaleg, orð falla af og til sem haustlauf Aðeins lítil vangefin stúlka með fjóluvönd i hendi man eftir fötum keisarans og segir hátt I strætisvagni: Húsið heima flaug I nótt....” Hér er á ferðinni meiri sveifla og þvi meiri hrif en annars. Viðfangsefni skáldsins eru mörg góð og vel sæmandi skáldi eins og t.d. Dansarinn, Bilslys, Vistmaður i bæjarleyfi eða Frystihúsið og ýms fleiri sem eru skemmtilega nýstárleg i is- lenskum ljóðheimi. Seinni hluti bókarinnar eru þýðingar á Itölskum nútima- kveðskap. Ég hef ekki aðstöðu til aö meta gildi þeirra sem þýð- inga, aðeins sem ljóða á is- lensku. Fyrstu tvö kvæðin eru eftir Quasimodo, I íslenskum búningi orka þau ekki þannig að þar sé höfuðsnillingur á ferð. Kvæði Ungarettis Gull I eyðimörkinni er hins vegar fallegur skáld- skapur á islensku og sama finnst mér gilda um Stöplar brúarinnar fegra ána eftir Dino Campana. Mörg önnur kvæði koma vel fyrir og segja má að sem heild komi þýddu ljóðin betur fyrir sem islensk ljóð en þau frumortu. Ljóðskáld þarf að kynna sér vel skáldskap þjóðar sinnar, ungan og gamlan og hlusta i hógværð eftir hljómfalli tung- unnar — mér segir svo hugur að Aðalsteinn Ingólfsson eigi þar nokkuð starf óunnið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.