Vísir - 15.10.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 15.10.1975, Blaðsíða 11
5 \ltvrwnglíþ SKRIFSTOFAN OPÍN KI Z-t QFINCÍÐ ÍNN ÚR PORPÍNU .. : ......... VEIT/NGA S TOT,AN NÍPRI ERLOKUÐ VECNA BmTÍNOA VISIR. Miövikudagur 15. október 1975. Um þessar mundir hafa hinir ýmsu hljómpiötuútgefendur i ýmsu aö snúast þvf brátt rennur upp þeirra stærsta „peninga- vertiö”, nefnilega jólamarkað- urinn. Um kosti og galla þessar- ar „vertiöar” hefur áður veriö rætt um á þessari siðu, og hverf- ur TÓNHORNIÐ ekki frá þeirri skoðun sinni, að þessi straumur hljómþlatna á markaöinn rétt fyrir jól sé hreinasta brjálæði. Viö skulum samt skyggnast eilitið fram i timann, og sjá hvaö útgefendur hyggjast bjóöa okkur upp á fyrir jólin. Fálkinn h/f. Fálkinn sendir frá sér tvær LP hljómplötur, að sögn Ólafs - Haraldssonar. Fyrst ber þar að nefna aðra plötu LITIÐ EITT, en AA hljómplötur önnuðust útgáfu þeirrar fyrri. Plata þessi var hljóðrituð i Hljóðrit h/f. Hafnarfirði. Sú siðari er með hljómsveit Pálma Gunnarssonar og mun vera þrælgóð að mati ólafs. Lögin eru öll eftir Magnús Ei- riksson, og meðal gesta, sem fram koma á plötunni, er Vil- hjálmur Vilhjálmsson og verður forvitnilegt að heyra hvernig Villi hefur varðveitt söngrödd sina eftir öll þessi ár sem hann hefur verið „útúr bransanum.” S.G. Hljómplötur. Svavar Gests var mjög leynd- ardómsfullur er Tónhornið innti hann frétta af útgáfu fyrirtækis- ins. Þó liggur á hreinu, að S.G. mun senda frá sér tvær LP plöt- ur. KARLAKOR REYKJAVIK- UR sendir frá sér plötu með lög- um eftir Björgvin Guðmundsson og Emil Thoroddsen og fór hljóðritun hennar fram I Há- teigskirkju. EIÐUR GUNNARSSON, bari- tónsöngvari, sendir frá sér aðra plötu við undirleik Óláfs Vignis Albertssonar. Hljóðritun hennar fór fram i Rikisútvarpinu. Svavar sagði að einhverju væri ólokið i hinu nýja stúdiói sinu en vildi ómögulega veita frekari upplýsingar um hvað þar væri á ferðinni. Upptöku- stjóri Svavars er Sigurður Arnason. Hljómar h/f. Talsmaður Hljóma h/f sagði að eftirtaldar plötur kæmu sennilega út. LÓNLl BLÚ BOIS munu senda frá sér sina aðra plötu, og er hún að sögn kunnugra keimlik þeirri fyrri. Nú, JÓLAPLATA verður einnig gefin út hjá Hljómum h/f, þar sem m.a. LÓNLl BLÚ BOIS koma fram með valin jólalög. EITTHVAÐ SÆTT heitir svo þriðja LP platan en hún mun vera i likingu við TÓNLISTAR- SPRENGINGU, sem Hljómar h/f gáfu út I fyrra. Þó er hér eingöngu um nýtt efni að ræða, m.a. lög með Mariu Baldurs- dóttur, Hljómum, Engilbert Jensen, Eilifðarbræðrum, Þóri Baldurssyni og Co. m.m. Ætli rúsinan á pylsuendanum verði svo ekki hin langþráða sólóplata GUNNARS ÞÓRÐAR- SONAR. Gunnar ku þar annast nærri allan undirleik sjálfur. Demant h/f Helgi Steingrims bað mig að taka ekki upplýsingar sinar allt of hátiðlega þvi Ingibergur væri ekki við, svo ég hef smá var- nagla á fréttinni. EIK sendir frá sér litla plötu, þeirra fyrsta að sjálfsögðu. BJARKI TRYGGVASON sendir frá sér litla plötu með tveim erlendum lögum (isl. textar aö ég held). Svo er i bigerð plata með blönduðu efni og vildi Helgi helst kalla hana PEANUTS, allavega til aö byrja með. Astæðan fyrir þvi kvað hann vera, að hér væri um að ræða lög úr öllum áttum, en m.a. tvö lög með þeim Pal Brothers sem hljóðrituð voru á sama tima og CANDY GIRL. Annað þeirra nefnist PEANUTS og kvað Helgi það vera algjört „hit-lag”. Siðan er i bígerð hjá DEMANT h/f stór plata meö Bjarka Tryggvasyni þar sem CHANGE munu annast allan undirleik, auk þess útvegar Bjarka efnið. Þetta er þó ekki á hreinu og skellum við þvi var- nagla á það. CHANGE munu svo sjálfir senda frá sér aðra LP plötu sina og hún kemur einnig á markaðinn fyrir jól. STEINAR BERG Steinar gefur út LP plötuna með SPILVERKI ÞJÓÐANNA og biða margir þeirrar- plötu með ákafa þvi hún er sögð i sér- flokki. STEINAR h/f. Eins og getið var um hér á siðunnu i fyrri viku, er Steinar Berg nú búinn að verða sér úti um skrifborð og tvo sima og titilinn framkvæmdastjóri. Steinar h/f senda frá sér tvær plötur með INGIMAR EYDAL og KRISTNI HALLSYNI. AA útgáfufyrirtækið mun efa- laust hafa eitthvað i pokahorn- inu en þó svo að Ami sé með skrifstofu og tvo sima eins og Steinar þá tókst mér barasta alls ekki að ná sambandi við hann. Einnig er eitt útgáfufyrirtæki á Akurevri, Tónaútgáfan, en ekki höfum við frétt neitt af út- gáfustarfsemi þeirra fyrir jól. 'Órp Á.Á. MEÐ PELICAN Plötuflóð fyrir jól Amundi hefur þó tekið að sér umboðsstörf fyrir hljómsveitina PELICAN að þvi er Tónhornið best veit og má þvi vel vera aö fyrrgreind frétt hafi verið á misskilningi byggð. Félagarnir i PARADÍS eru á förum til Lopdon en Pétur full- vissaði Tónhornið um það, að hér væri aðeins um „afslapp- elsi” að ræða, en ekki væri loku fyrir það skotið að þeir litu inn i eitthvað stúdió svona fyrir for- vitnis sakir. örp. EINN KEMUR ÞÁ ANNAR FER í fyrri viku var það haft eftir Ámunda Ámundasyni að hann hefði nú tekið að sér umboðsstörf og ráðn- ingar fyrir hljómsveit- ina PARADÍS. ,,Einn kemur, þá er annar fer”, segir mál- tækið, og þessa dagana á það við um veitinga- hús höfuðborgarinnar. Ómar Óskarsson, einn lifts- manna hljómsveitarinnar Peli- can. Svo ku nú ekki rétt vera að sögn Péturs Kristjánssonar. Páradis sér fyrir sér sjálf, og Pétur annast sjálfur allar út- réttingar fyrir grúppuna. Nýlega opnuðu tvö ný diskó- tek dyr sinar fyrir ballþyrstum höfuðborgarbúum, Sesar og Óðal, en einn af eldri stöðum borgarinnar lokaði. Það hefur sjálfsagt farið lltið fyrir Silfur- tunglinu uppá siðkastið en það hefur nú samt verið til, og aðal- lega stundað af átján ára aldursflokknum. Að sögn Axels Magnússonar, frkv.stj., hefur staðurinn nú misst vinveitinga- leyfi sitt og standa yfir breyt- ingar á húsnæðinu. Þannig hverfur veitinga- stofan á neðri hæð, fyrir stækk- un á „reyksal” Austurbæjar- biós, og efri hæðin verður fram- vegis eingöngu leigð út fyrir einkasamkvæmi. Eitthvað ku Sigmar i Sigtúni svo vera að bralla með efri hæð veitingastaðar slns en ekki er ákveðið hvenær sú hæð verður tekin 1 notkun. Já, og TJARNARBÚÐ tók sig til og loftaði svolitið út um sið- ' ustu helgi. Frumkvæðið að þessari loft- ræstingu áttu ungir piltar, sem tóku sig til og mölvuðu flest all- ar rúður hússins. Tjónið er metið á hundruöi þúsunda og piltarnir fengu vita- skuld að jafna sig I „Hverfi- steininum”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.