Vísir - 16.10.1975, Page 4

Vísir - 16.10.1975, Page 4
TILBOD VETRARHJÓLBARÐAR (NEGLDIR) RADIAL Kr. 145 SR 12 OR 7 5.95 DIAGONAL 520 ’ 12/4 OS 14 4.72 550 12/4 OS 14 5.52 TEKKNESKA B/FRE/ÐAUMBOÐ/Ð Á ÍSLAND/ H/F AUÐBREKKU 44 46 KÓPAVOGI SIMI 42606 Notaðir varahlutir í flestar gerðir eldri bíla Yfir vetrarmánuðina er opið frá kl Upplýsingar í síma kl. 9-10 fyrir hádegi og 1-6 eftir hádegi Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9 — 7 alla virka daga og 9—5 iaugardaga FÓLKSBÍLADEKK - VÖRUBÍLADEKK — TRAKT0RSDEKK Fyrirliggjandi flestar stærðir af japönskum TOYO hjólbörðum. Einnig mikið úrval af hinum vinsæiu HOLLENSKU HEILSÓLUÐU HJÓLBÖRÐUM á hagstæðu verði. Sendum i póstkröfu. HJÓLBARÐASALAN B0RGARTÚNI 24 Sími 14925. - - . . VÍSIR. Fimmtudagur 16. október 1975. RFUTER; A P NTB i UTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND í MORGUN I Eftir 16 mánaða sársaukafullan skilnað eru Elizabeth Taylor og Richard Burton á nýjan leik orðin að „Burton hjónunum”. Nú eru sex dagar siðan giftingin fór fram i afskekktu þorpi i Norður-Bot- swana og allt útlit fyrir að hjóna- bandið haldist að bessu sinni. Hr. Ambrose Masalila, fylkisstjóri, sem fram- kvæmdi vigsluna s.l. föstudag, hefur skýrt frá þvl að þau hafi verið mjög áhugasöm um að ganga i það heilaga á ný. En að þessu sinni þurftu Burtons hjónin að biða þangað til að þeim kæmi. Hr. Masalila sagöi i viðtali við fréttamann Reut- Elizabeth og Richard eru sameinuð á ný eftir 16 mánaða aðskilnað. Þau viröast mjög hamingjusöm eft ir hjónavigsluna. „Viflausasti skiln- aður sögunnar ers i gærkvöldi: „Mánudaginn 6. okt. var fyrst haft samband við mig vegna giftingarinnar. En ég út- skýröi fyrir þeim að ég væri svo upptekinn að hún yröi að biða þangaö til föstudaginn 11. október. Þau uröu heilluð af umhverfinu ákváðu að giftast hér”, sagði hr. Masalila. Fylkisstjórinn sagði að hin einfalda vigsluathöfn hefði byrjaö á þvl að hann hefði spurt þau hvort þau geröu sér grein fyrir mikilvægi hjónabandsins og kváðust þau gera það. Slðan fór vigslan fram. Þau skiptust á hringum og voru orðin „maður og kona” enn á ný. Eftir athöfnina buðu Burtons hjónin hr. Masalila til fagnaðar á árbakka Chobe árinnar, þar sem skálað var i kampavini og voru tveir flóðhestar meðal áhorfenda! Vlgsluvottar voru framkvæmdastjóri Chobe veiði-hússins, þar sem Burton hjónin hafa dvalið slðan þaukomu til Botswana 29. sept. s.l. og óþekkt- ur starfsmaður flugfélags. Blaðafulltrúi Burtons hjónanna, frk. Chan Sam, sagði I gærkvöldi að henni væri ekki kunnugt um framtiöaráform Burtons hjónanna. „Það er möguleiki á aö þau komi til Jóhannes- borgar á morgun, (fimmtudag), en sem stendur eru þau I brúðkaupsferð”, sagði blaðafulltrúinn. Þau nýgiftu hafa ekki gefið út neinar yfirlýsingar til fréttamanna eftir aö fréttin um hjónavigsluna barst út og voru ekki til reiðu fyrir fréttamenn i gærkvöldi. Burtons hjónin komu til Afrfku i sept s.l., undir þvi yfirskyni að fylgjast meö tenniskeppni I Jðhannesborg. Nú velta menn þvi fyrir sér hvort u hafi ekki verið i leit að kyrrlátum stað, þar sem u gætu gengiö I hjónaband fjarri heimsins glaumi. lOára hjónaband þeirra var mjög stormasamt en svo virðist sem hvorugt þeirra hafi I raun og veru viljað fá skilnað. Haft er eftir Burton að þetta hafi verið „vitlausasti hjónaskilnaöur i mannkynssög- unni”. fíýja Beirút með kompaní- in til Aþenu Öeirðirnar i Libanon hafa leitt til þess að erlend fyrirtæki, sem hafa haft skrifstofur I Beirút hafa flúið til Aþenu og sett á stofn aðal- skrifstofur fyrir Mið-Austurlönd og Afriku, segir i Reutersfrétt I morgun. Grikkland hefur lengi reynt að vekja athygli á Aþenu, sem heppilegum stað fyrir skrifstofur stórfyrirtækja, þar sem þær væru vel staðsettar og nálægt iðnvædd- um vesturlöndum og oliulindum Arabalanda. í dag er þetta orðin staðreynd undir stjórn Constantin Karamanlis, og Grikkir bjóða upp á skattfriðindi til þeirra fyrirtækja sem hafa skrifstofur I Aþenu, en stunda verslunar- viðskipti við erlendar þjóðir. Mörg hinna nýkomnu fyrir- tækja hyggjast samt sem áður ekki notfæra sér skattfriðindin, þar sem þau hyggja á viðskipti i Grikklandi sjálfu Stjórnin vill forðast að veita meiru erlendu fjármagni inn I landið en almenningur gerir sér að góðu. Tafsmaður fyrirtækis sem sér erlendum fyrirtækjum fyrir skrifstofufólki og annarri skrif- stofuaöstöðu sagði i gærkvöldi aö um 50 erlend frirtæki hefðu þegar flúið frá Beirut til Aþenu með að- stöðu sina. Þar á meðal væru nokkrir bankar, m.a. First NationalCity Bank og Chase Manhattan. Þar er einnig að finna flug- félögin United Aircraft, Lockheed Macdonnel Douglas, Boeing og International Harvester. Nokkur þessara nýkomnu fyrr- tækja höfðu áður skrifstofur i Aþenu. Hermenn standa vörð við rústir lög- reglustöðvarinnar i Castlereagh, þar sem eru aðalstöðvar úrvalssveita her- lögreglu Breta á Norður-irlandi. Sprengjan eyðilagði meiri hluta stöðvarhússins og nærliggjandi bygg- ingar. Skömmu eftir sprenginguna viðurkenndu öfgasamtökin að þau bæru ábyrgð á henni. — Engan sakaði i sprengingunni. Símamynd iP í morgun

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.