Vísir


Vísir - 16.10.1975, Qupperneq 6

Vísir - 16.10.1975, Qupperneq 6
6 VtSIR. Fimmtudagur 16. október 1975. vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Bréttastjóri erl. frétta: Guömundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Sföumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. i lausasögu 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Ágæt byrjun t fyrsta sinn um nokkurra ára skeið ber fjárlaga- frumvarpið þess merki að fjármálaráðherra vilji gera alvarlega tilraun til þess að hafa hemil á rikis- útgjöldum. Að visu er ekki gert ráð fyrir að útgjöld- in lækki i hlutfalli við þjóðarframleiðslu. En hækk- un rikisútgjalda um 21% á sama tima og almennt verðlag hefur hækkað um 50% er vissulega spor i rétta átt. Frumvarpið gerir ráð fyrir sparnaði á ýmsum liðum. Þannig verður t.d. dregið verulega úr út- flutningsuppbótum og niðurgreiðslum á landbúnað- arvörum. Gert er ráð fyrir sparnaði i almanna- tryggingakerfinuogskólakostnaði. Loks er gert ráð fyrir almennri lagaheimild til þess að lækka ýmiss konar lögboðin framlög rikissjóðs um fimm af hundraði. Hér er óneitanlega um mikið átak að ræða. En ekki er sopið kálið þó að i ausuna sé komið. Ef að likum lætur mun ekki ganga þrautalaust að koma slikum sparnaðaráformum i gegnum þingið. Til þess að þau nái fram að ganga þarf að gera veruleg- ar breytingar á almennri löggjöf áður en fjárlaga- frumvarpið kemur til endanlegrar afgreiðslu. Það eru þvi enn ýmsir lausir endar. Framhjá þeirri staðreynd er hins vegar ekki unnt að lita að fjárlagafrumvarpið er spor i rétta átt. Með öllu var útilokað að halda áfram á sömu braut og gert hefur verið. Fram til þessa hefur allt kapp verið lagt á auka umsvif rikisins á sama tima og mjög hefur þrengtað atvinnuvegunum. Sannast sagna hefur dregist úr hömlu að spyrna við fæti i þessum efnum. Nú hefur verið mörkuð ákveðin aðhaldsstefna. Það hefur óhjákvæmilega i för með sér samdrátt á ýmsum sviðum opinberrar þjónustu frá þvi sem verið hefði, ef ekki hefðu komið fram tillögur um að stemma stigu við hinni sjálfvirku útgjaldaþróun. Þessi einföldu sannindi virðast þingmenn hins veg- ar ekki skilja. Þeir telja útgjaldaaukninguna allt of öra á sama tima og þeir keppast við að hækka fjár- lögin. Engum getur þvi blandast hugur um, að fjár- málaráðherra á eftir að heyja harða baráttu við stjórnarþingmenn jafnt sem stjórnarandstöðuþing- menn, ef hann ætlar að halda fast við þá stefnu, sem hann hefur markað með fjárlagafrumvarpinu. Það er til þess ætlast, að fjármálaráðherrann hviki hvergi frá þessari aðhaldsstefnu. Það verður prófsteinn á styrkleika rikisstjórnar- innar, hvort hún kemur þessu frumvarpi og nauð- synlegum lagabreytingum i gegnum þingið án þess að það fari úr böndunum eins og oft vill verða. Raunverulega þarf að stefna að enn meiri sam- drætti i rikisútgjöldum. Þau eru enn of stór hluti af þjóðarframleiðslu. 1 raun réttri er þetta frumvarp þvi aðeins áfangi i viðureigninni við verðbólguna og kröf ugerðarhópana. öllum má vera ljóst að það er forsenda þess að draga megi úr verðbólgu og hallanum á viðskiptum við aðrar þjóðir að takast megi að hafa hemil á út- þenslunni i rikisbúskapnum. Það væri háskalegt ef sú tilraun, sem nú hefur verið gerð með fjárlaga- frumvarpinu, yrði að engu gerð með óábyrgum vinnubrögðum á þingi. En á þvi er veruleg hætta, þegar litið er á reynslu undangenginna ára. Umsjón: GP Sovéskir útlagar munu hver á eftir öðr- um bera vitni i Kaup- mannahöfn næstu þrjá dagana um meint brot á mannréttindum i Sovétrikjunum. Þar verður víða komið við. Allt frá trúarofsóknum til innilokana stjórnar- andstæðinga á vit- iausraspitölum. —— Nokkrir forvlgismenn land- flótta fólks frá austantjaldsrikj- um, búandi I Danmörku, hafa gengist fyrir þessum þriggja daga réttarhöldum, sem hefjast i dag. Kenna þeir yfirheyrslurn- ar við Andrei Sakharov, kjarn- eðlisfræðinginn, sem risið hefur gegn sovétstjórninni og barist fyrir mannréttindum i Sovét- rikjunum. — Eins og komið hef- ur fram i fréttum siðustu daga hefur sú barátta fært honum friðarverðlaun Nóbels i ár. Það er viðbúið, að þessi rétt- arhöld veki heimsathygli, þvi að þetta er i fyrsta sinn, sem mannréttindi borgara i Sovét- rikjunum eru tekin til athugun- ar, siðan samkomulagið á ör- yggisráðstefnu Helsinki var undirritað. — Það samkomulag fól i sér viljayfirlýsingar um frjálsara upplýsingastreymi milli austurs og vesturs og greiðari mannaferðir yfir landamærin. Á þvi byggja menn nýjar vonir um aukið tjáningar- og athafnafrelsi til handa ibúum austantjaldslanda. Dr. Sakharov hefur eindregið hvatt til þessa ráðstefnuhalds i Kaupmannahöfn, þótt hann sjái sér ekki fært að vera þar við- staddur sjálfur. Loforð Hel- sinkiráðstefnunnar hafa ekki ræst á honum, þvi hann hefur ekki „ferðaleyfi” yfirvalda til þessa að fara úr landi, eða koma heim aftur. „Jafnvel þótt stjórnvöld féll- ust á að taka slika umsókn til greina, þá mundi að venju taka þau átta mánuði að senda mér neitunarsvar,” sagði Sakharov við danskan blaðamann nýlega. ,,Ég hef ekki geð i mér til að láta niðurlægja mig þannig.” Rúmir tveir tugir sovéskra útflytjenda hafa þáð boð um að sækja þetta mannréttindaþing og bera þar vitni um ofsóknir sovéskra yfirvalda á hendur trúarsöfnuðum, stjórnmálaleg- um andstæðingum, listamönn- um og þjóðarbrotum. Sem dæmi um siðasttalda hópinn nægir að minna á úkraniumenn, þjóð- verja, gyðinga, eystlendinga, kettlendinga og tartarana á Krímskaganum. Mörgum sem hlýða ætla á þessar vitnaleiðslur er efst i huga að fregna, hvað hæft sé i fullyrðingum stjórnarandstæö- inga i Sovétrikjunum, sem halda þvi fram, að i engu hafi gætt áhrifa Helsinki-loforðanna i þjóðlifi þar eystra. Hinir sem færa ætla þessum orðum stað gera sér vonir um að vekja umtal og blaðaskrif um þessi mál til stuðnings bæna- stöfum Sakharovs um sakar- uppgjöf til handa pólitiskum föngum I Sovétrikjunum. En Sakharov hefur bent á, aö slik sakaruppgjöf og allsherjarnáð- anir væri besti vitnisburðurinn um góðan ásetning sovétstjórn- arinnar, hvað viðkæmi efndir á loforðunum i Helsinki. Julian Kerr, fréttaritari Reut- ers i Kaupmannahöfn, skrifar, að nafngift þessa mannréttinda- þings, „Alþjóðlegu Sakhar- ov-yfirheyrslurnar”, sé viður- kenning á þvi forystuhlutverki, se, visindamaðurinn hefur gegnt i mannréttindabaráttu i Sovétrikjjnum. • Hann ber hæst þeirra, sem láta þessi mál til sin taka þar eystra i hiði bjarnarins. Fleiri hafa þó látið að sér kveða i bar- áttunni fyrir auknum mannrétt- indum og hafa mátt þola ofsókn- ir fyrir sitt framtak. Nefna mætti liffræðinginn Sergei Kovaiev, eða eðlisfræðinginn, Andrei Tverdokhlehov, sem báðir biða þess að verða Andrei Sakharov, visindamaðurinn, sem réttarhöldin eru kennd við verður sjálfur ekki viðstaddur þau.... Sakharov- yfirheyrsl- urnar í Kaupmannahöfn dregnir fyrir rétt. Þótt ekki hafi þeir náð slik- um frama og Sakharov gerði,' áður en hann bakaði sér óþökk yfirvalda, þá eru þeir engu að siður virtir menn I Sovétrikjun- um. Menn biða átekta að heyra dómana yfir þeim, þvi af þeim vilja þeir marka, hversu langt sovétstjórnin sé reiðubúin að ganga gegn velmetnum borgur- um. Meðal þeirra sem bera munu vitni i Kaupmannahöfn er list - gagnrýnandinn, Viktor Fain- berg, sem i fimm ár var hafður á geðsjúkraháuinu i Leningrad, áður en hann flutti úr landi i fyrra. Með honum verður kona hans, Marina, fyrsti sálfræðing- urinn, sem yfirgefið hefur Sovétrikin og er reiðubúin til að leysa frá skjóðu reynslu sinnar. Til viðbótar má nefna Dimitri Panetre, stærðfræðing, sem er náinn vinur Alexanders Sol- zhenitsyns. Eða Anatoli Levit- in-Krasnov, fræðimanns i trúar- bragðasögu. Hann afplánaði tiu ár i fangelsum i Rússlandi fyrir skrif sin en býr núna i Sviss. Nokkrir rithöfundar segja þarna sögu sina, eins og Vladi- mir Maximov, Viktor Nekras- sov, Alexander Galich og Andrei Sinyavsky, sem vestur- landabúar kannast kannski best við, vegna háðskrifa hans, sem laumað var út úr Sovétrikjun- um, og gefnar út á vesturlönd- um. Sinyavsky dvaldi sjö ár i þrælafangabúðum fyrir skrif sin og skoðanir. Hugsanlegt er, að hinn 75 ára gamli prófessor, pólverjinn Stanislaw Swianiewics, beri þarna vitni, en hann slapp fyrir einhverja mildi við örlög 4.300 pólskra liðsforingja, sem teknir voru til fanga i siðari heims- styrjöldinni og skotnir I april 1940 I Jatyn-skógunum I Pól- landi. Prófessorinn var tekinn úr fangalestinni, áður en komið var á aftökustaðinn. — Sovét- menn kenndu þjóðverjum um aftökurnar en aðrir, þar á með- al prófessorinn, hafa lýst allri á- byrgð á hendur rússum. Það er þó óvist, hvort prófess- orinn verður búinn að jafna sig á meiðslum, sem hann hlaut i London í upphafi þessa mánað- ar, áður en réttarhöldunum iýk- ur um helgina. Ráðist var á Stanislaw úr launsátri og hann barinn til óbóta, en pólskir út- lagartelja.aðþaðhafi gagnvart verið til þess að hindra gamía manninn i að bera vitni. Ddmnefndin, sem yfirheyrsl- unum stjórnar, er skipuð sautján mönnum. Þar eru kunn- astir franska leikritaskálið Eugene Ionesco, rithöfundurinn Robert Conquestog gyðingurinn Simon Wiesenthal, sem allra manna er best kunnugur of- sóknum á hendur gyðingum i Sovétrikjunum, en frægastur fyrir fundvisi sina á striðs- glæpamönnum nasista, sem hurfu I felur i striðslok. Verkefni þessa dómsþings er að semja ályktanir að loknum yfirheyrslunum og verða þær sendar rikisstjórnum ailra landa heims I von um, aö þær taki upp umræður á alþjóða- vettvangi, eins og i Evrópuráð- inu eða Sameinuðu þjóðunum, um mannréttindi i Sovétrikjun- um.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.