Vísir


Vísir - 18.10.1975, Qupperneq 5

Vísir - 18.10.1975, Qupperneq 5
VtSIR. Laugardagur 18. október 1975. 5 ERLEND MYNDSJA Umsjón: G.P. Fen gu Nóbels- prísinn i hag- frœði Hin konunglega sænska akademia hef- ur veitt Nóbelsverð- launin i hagfræði sinn hvorum prófessornum, öðrum i Sovétrikjunum en hinum i Bandarikj- unum. Þeir eru prófessor Leonid Kantorovich (Sovétrlkjunum) og prófessor Tjalling C. Koop- mans (Bandarlkjunum). Þóttu þeir maklegir Nobels- verðlaunanna fyrir framlag þeirra beggja til hagfræðikenn- ingarinnar um hámarksnýtingu auðlinda. Tjalling Koopmans, prófessor, 1 viðræðum við fréttamenn, sem skýrðu honum frá verðlauna- veitingunni. Kantorovich prófessor Endurfundir Geimfararnir, sem stýrðu loftförunum Apollo og Soyuz á stefnumótið fræga úti i geimn- um, áttu endurfundi á dögunum i Bandarikjunum. Rússarnir, Valery Kubasov (lengst t.v. á myndinni hér við hliðina) og Alexei Leonov (við hiið hans), komu með fjölskyld- ur sinar I heimsókn til starfs- bræðra sinna I USA. — Við það tækifæri hitti allur hópurinn Ford forseta og færði honum að gjöf skjöldinn, sem sést hér á myndinni. Nákvæmlega eins skjöld höfðu þeir áður gefið Leo- nid Brezhnev, leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins. 4 Stonehouse Þessa dagana standa yfir réttarhöld i máli John Stone- house og einkaritara hans, Sheilu Buckley. 1 yfirheyrsium siðustu daga hefur komið fram, að Stonehouse hafi lagt þúsund- ir sterlingspunda inn á banka- reikninga í Ástraliu undir fölsk- um nöfnum. Ákæruvaldið held- ur þvi fram, að peninga þessa hafi þingmaðurinn dregið undan hjalparsjóðum, sem hann beitti sér fyrir að komið yrði á legg til hjálpar bágstöddum I Biafra. — Stonehouse vakti á sér athygli, þegar hann setti á svið drukknun sina i Flórida, en fannst undir fölsku nafni I Ástraliu. Haft er fyrir satt, að þingmaðurinn hafi ætlað að stinga af þangað með einkaritara sinum sem átti að hitta hann þar siðar. — Á með- fyigjandi myndum sjást þau vera á leið til réttarsalarins. KfNVERSKI FIMLEIKAFLOKKURINN (Tientsin Acrobatic Troupe) I LAUGARDALSHOLL I DAG KL. 15.00 [ Forseti Í.S.Í., hr. Gísli Halldórsson, setur hátíðina Öll sæti á laugardags- og sunnudagssýningar UPPSELD Næstu sýningar flokksins: Sunnudaginn 19. október kl. 15.00 Þriðjudaginn 21. október kl. 20.00 Miðvikudaginn 22. október kl. 20.00 Verð aðgöngumiöa: Ssti kr. 800.- Stæði kr. 500.- Miðasata í Laugardalshöll í dag og á morgun frá klukkan 13.00 íþróttabandalag Reykjavíkur

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.