Vísir - 18.10.1975, Page 17

Vísir - 18.10.1975, Page 17
VtSIR. Laugardagur 18. október 1975. 17 OAG | í KVÖLD | í DAG D KVÖLD | D □AG | Sjónvarp kl. 21.25: HUN OLLI HNEYKSLI I HOLLYWOO — Ingrid Bergman og Anthony Quinn í bíómyndinni í kvöld „Hei, I dag sá ég kvikmynd þar sem Ingrid Bergman lék ekki”. Á árinu 1945 var þetta góOur brandaði i New York. Myndirnar Saratoga Trunk, The Bells of St. Mary’s og Spell- bound gengu stöOugt og ALLIR sáu þær. Ingrid Bergman var á þeim tima ókrýnd drottning Holly- wood. Vinsældir hennar virtust aldrei ætla að dvina. En einmitt þá átti sér staö hið óvæntasta hneyksli i Hollywood. Fáar stjörnur hafa vakið jafn mikla athygli og Bergman. Hún kom frá Sviþjóð árið 1939. Hún var ólik öðrum stjörnum þess tima. Eitt átti hún þó sameigin- legt með Gretu Garbo. Báðar fæddust i Stokkhólmi. Ingrid Bergman fæddist árið 1915. Þegar hún var tveggja ára missti hún móður sína og föður sinn þegar hún var 12 ára. Aðeins stuttu siðar lést svo frænka hennar sem hún hafði verið send til. Þá fór hún til frænda sins og bjó hjá honum. Hún gekk á leiklistarskóla i Stokkhólmi, en árið 1934 snéri hún sér að kvikmyndum. Sá sem hvatti hana til þess, Dr. Peter Lindström, átti siðar eftir að verða eiginmaður hennar. Fyrsta kvikmynd hennar var Munkbrogreven, sem gerð var ’34. Stuttu siðar lék hún i Inter- mezzo. Eintak af henni komst til New York og þar með hófst fer- ill hennar I Hollywood. Við Islendingar höfum séð margar myndir þar sem Ingrid Bergman kemur fram. í sjón- varpinu hafa verið sýndar nokkrar mynda hennar, svo sem Casablanca og Anastasia. Siðast sáum við hana i myndinni Orient Express I Háskólabíói. Hneykslið sem minnst var á i byrjun átti sér stað þegar Ingrid Bergman giftist Italska leik- stjóranum, Roberto Rossellini. Það gat almenningur ekki fyrir- gefið og þá sérstaklega i Ame- riku. Hún náði ekki árangri með manni sinum I kvikmynda- listinni. Þau skildu og sjálfs- trausthennar varhorfið. En þaö leið ekki á löngu áður en Holly- wood opnaði faðminn fyrir henni aftur. Þá lék hún i Anastasiu og sló i gegn. Hún fékk önnur Óskarsverðlaunin og enn hélt hún áfram að leika. Arið 1969 lék hún i myndinni Cactus Flower með Walter Matthau og Goldie Hawn. 1970 lék hún svo i myndinni sem sýnd verður i sjónvarpinu i kvöld, A walk in he spring rain. Fyrri myndin sló i gegn en sú siðari ekki. Við fáum þó að dæma i kvöld, klukkan 21.25. —EA Atriöi úr myndinni A walk in the spring rain, sem viö sjáum i kvöld. Anthony Quinn og Ingrid Bergman fara meö aðalhlut- verkin. Útvarp kl. 19.35: Skemmtanalíf unga fólksins ó dagskró — í síðasta þœttinum „í sjónmóli" í kvöld t sjónmáli er á dagskrá út- varpsins ikvöld. Þetta er siöasti þátturinn, enda eru umsjónar- mennirnir önnum kafnir, báöir t.d. viö nám. Þaö eru Steingrim- ur Ari Arason og Skafti Haröar- son sem sjá um þáttinn. Þeir ætla að taka fyrir skemmtanalif unga fólksins i kvöld. M.a. veröa kynntar niðurstöður starfshópa sem störfuðu I vor á vegum Æsku- lýðsráðs, og fleira verður tekið fyrir. Þeir Steingrimur og Skafti höfðu ekki tekið þáttinn upp þegar við höfðum samband við þá, en þeir bjuggust við að taka tali ungt fólk og spjalla við það um skemmtanalifið. Þátturinn hefst kl. 19.35. IÍTVARP • Laugardagur 18. október 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Björg Arnadóttir les söguna „Bessi” eftir Dor- othy Canfield i' þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur (12). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Óskaiög sjúkl- inga kl. 10.25: Kristin Svein- björnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 A slóðum Stephans G. Þriðji og siðasti þáttur Agn- ars Guðnasonar með frá- sögum og viðtölum við Vest- ur-lslendinga. 15.00 Miðdegistónlé'tkar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 16.30 Þingsjá. Kári Jónasson sér um þáttinn. 17.00 Popp á laugardegi. 17.50 Siðdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 1 sjónmáli. Skafti Harð- arson og Steingrlmur Ari Arason sjá um þáttinn. 20.00 Hljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 Að vera ríkur. Árni Þór- arinsson og Björn Vignir Sigurpálsson sjá um þátt- inn. 21.30 Tónleikar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Sunnudagur 19. október 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson bisk- up flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Branden- borgarkonsert nr. 4 i G-dúr eftir Bach. Adolf Busch stjórnar kammersveitinni sem leikur. b. Flautukons- ert i G-dúr eftir Gluck. Camille Wanausek og Pro Musica hljómsveitin i Vin- arborg leika, Charles Adler stjórnar. c. Pianósónata i A- dúr eftir Haydn. Charles Rosen leikur. d. Vatnasvita nr. 1 I F-dúr eftir Handel. Hátiðarhljómsveitin i Bath leikur. Yehudi Menuhin stjómar. 11.00 Messa i Hallgrimskirkju. Prestur: Séra Karl Sigur- björnsson. Organleikari: Páll Halldórsson. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 t fyigd með fullorðnum. Rósberg G. Snædal rithöf- undur spjallar við hlustend- ur. 13.40 Harmonikulög. Franco Scarica leikur. 14.00 „Stóðu meyjar að megin- verkum” Samfelld dagskrá um vinnandi konur I ellefu hundruð ár, tekin saman af Dagnýju Kristjánsdóttur, Kristjáni Jónssyni, Turið Joensen og Þorvaldi Krist- inssyni. Flytjendur: Briet Héðinsdóttir, Guðrún Al- freðsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Steinunn Jó- h annesdóttir, Hjördis Bergsdóttir, Kjartan Ragn- arsson, Magnús Pétursson og Norma Samúelsdóttir. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátiöinni i Salzburg s.I. sumar. I Solisti Veneti leika undir stjórn Claudio Scimone. Einleikarar á fiðl- ur: Piero Toso og Juan Car- los Rybin. Einleikari á mandólin: Alessandro Pit- relli. a. Konsert I A-dúr fyrir fiðlur og strengjasveit eftir Vivaldi. b. Konsert i G-dúr fyrir mandólin og strengja- sveit eftir Giuliano. c. Són- ata fyrir strengjasveit i D- dur, „La Tempesta” eftir Rossini. c. Divertimento i D-dúr (K334) eftir Mozart. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 AHtaf á sunnudögum. Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.15 Staldrað viðá Vopnafirði — þriðji þáttur Jónas Jónas- son litast um og spjallar við fólk. 18.25 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 19.25 Úr handraðanumSverrir Kjartansson annast þáttinn 20.00 islenzk tónlist.a. Hljóm- sveitarsvita eftir Helga Pálsson. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur, Páll P. Páls- son stjórnar. b. Einleikssón- ata fyrir fiðlu eftir Hallgrim Helgason. Howard Leyton- Brown leikur. 20.30 Skáld við ritstjórn. Þætt- ir úr blaðamennsku Einars Hjörleifssonar, Gests Páls- sonar og Jóns Ólafssonar i Winnipeg. — Fimmti og sið- asti þáttur. Sveinn Skorri Höskuldsson tók saman. Lesarar með honum: Óskar Halldórsson og Þorleifur Hauksson. 21.30 Kórsöngur. Park- drengjakórinn og Norski einsöngvarakórinn syngja lögeftirdönsk og norsk tón- skáld. Stjórnendur: Jörgen Bremholt og Knut Nysted. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiðar Ástvaldsson velur lögin og kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. —EA Útvarp kl. 14.00 sunnudag: VINNANDI KONUR í ELLEFU HUNDRUÐ ÁR: • „Stóðu meyjar að meginverk- um”, heitir dagskrá i útvarpinu á morgun. í sambandi vií kvennaársráðstefnuna sem haldin var á Hótel Loftleiðum i sumar var flutt dagskrá um konur. Þessi dagskrá verður flutt i útvarpinu, og er um vinnandi konur i eilefu hundruð ár. Dag- skráin er tekin saman af Dag- nýju Kristjánsdóttur, Kristjáni Jónssyni, Turið Joensen og Þor- valdi Kristinssyni. Flytjendur eru Briet Héðins- dóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Steinunn Jóhannsdóttir, Hjördis Bergsdóttir, Kjartan Ragnars- son, Magnús Pétursson og Norma Samúelsdóttir. Dagskráin hefst klukkan tvö og stendur i klukkutima. —EA

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.