Tíminn - 28.10.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.10.1966, Blaðsíða 8
8 TÍMINN FÖSTUDAGUR 28. október 1966 MINNING Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn Á sjötugsafmæli Erlings Páls- sonar fyrir tæpu ári heimsóttu hann meðal annarra 3 fyrrveranrti lögreglustjórar og færðu honum gjöf með svofelldri áletrun. Drengur góður og geiglaus dugði bezt er reyndi á mest, Eg hygg að þessar fáu línur lýsi mínum látna vjni betur en löng minningargrein. Við störfuðum saman í nær 8 ár í lögreglunni í Reykjavík, á tímum þegar flestir hlutir voru með óeðlilegum hætti. Heims- styrjöld geisaði, tugþúsundir her iranna höfðu hér hersetu, með oxlu sem sliku ástandi fylgir. Loft árásir á Reykjavík gátu verjð yfir vofandi án fyrirvara og því nauð syntegt að gera víðtækar loftvarn arróðstafanir sem að sjálfsögðu mæddu mest á lögreglu Reýkja- vfkur. Á þessum árum kynntist ég ekki einasta yfirlögregluþjóninum Erlingi Pálssyni heldur einnig/ manninum sjálfum og þau kynni leiddu af sér nána vináttu sem héizt til hinztu stundar míns látna vinar. Erlingur Pálsson var um svo margt óvenjujegur og marg- slunginn persónufe'iki að þeir ein ir sem kyntust honum náið gátu metið hann að verðleikum. Þau verkefni sem Erlineur fékk ' til úrlausnar á stríðsárunum leystj hann með slíkri prýði að lengi mun í minnum haft. Hann vann sér strax virðingu og vin- semd yfirmanna hinna erlendu herja og sýndu þeir honum vms | an sóma og rómuðu mjög fram göngu hans og manna hans. í félags- og hagsmunamálum lög reglunnar munaði um formanns- störf Erlings Pálssonar í 25 ár og má fullyrða að ýmsir sigrar náðust í þeim málum fyrst og fremst sakir þeirra sjaldgæfu eig inleika hans að geta haldið á mál um í senn af festu og lipurð, auk þess sem hann hafði öllum meiri reynslu. Sfálfur fæ ég aldrei fullþakkað persónulegan stuðning hans °8 vináttu þau ár, er við unpum sam an í lögreglunni, því hann var mér ómetanlegur og ég vona að hann hafi orðið þeirri stofnun sem við báðir unnum tjl ávinnings. Lögregla stríðsáranna var úr- valalið og Erlingur Pálsson þar íremstur í flokki, með slikum mönnum var unun að starfa Við vinir Erlings Pálssonar vor um að vona að ævikvöld hans yrði largt og friðsælt og honum gæfist ■tækifæri til að færa í letur sín mörgu ævintýri, sem yfirlögreglu bjónn Reykjavíkurborgar í tæpa hálf. öld. Sú saga hefði um leið ekki einasta orðið uppistaðan að sögu lögreglunnar í Reykjavík, heldur íslenzkrar löggæzlu þetta tímabil, því Erlingur Pálsson hafði einhver afskjpti af upp- byggingu lögreglumála flestra hér aða landsins. Hér hefur því með fráfalli Erlings Pálssonar mikið tjón orðið og lítt bætánlegt. Átök milli lögreglusveita og borgara á fyrstu árum verkalýðs- hreyfingarinnar voru oft með hörkulegasta hætti, svo sem S. nóv ember 1932 og ýmis alvarleg átök fyrir þann tíma bera vitni og urðu lögreglumenn og stundum einnig borgarar fyrir varanlegu heilsutjóni í þeim átökum. Erlingur Pálsson var ævir.lega í fylkingarbrjósti í slíkum „orrust um“ og bar alla tíð' mörg merki þess, eins og margjr aðrir lög- reglumenn. En það sem ég mat einna mest í fari hans, og sem að mínum dómi sýndi hvern mann hann hafði að geyma var að aldrei bar á kala í garð þeirra, sem jafn vel höfðu verið hans illvígustu andstæðingar i sjálfum átökunum. Að þeim loknum gat hann rætt við þá og um þá eins og ekkert hefðj í skorist. Erlingur Pálsson verður ö.lum þeim er hönum kynntust ógleym anlegur persónuleiki. Ilann sam- einaði hið bezta í fari íslendings- ins, skyldurækni, karlmennsku og drengskap, sem aldrei bar skugga á. Kona hans Sigríður er sömu kostum búin og til iiennar og barna þeirra leitar hugurinn í dag í innilegri samúð. Agnar Kofoed-Hansen. Erlingur Pálsson verður borinn til hinztu hvíldar í dag. Það er ekki ætlun mín að rekja æviferil hans — aðeins nokkur fátækieg kveðjuorð. Samskipti okkar voru á vettvangi sundíþróttarinnar, en þá íþrótt gerði hann að sínu hjartans áhuga máli. Að fegra mannlífið og lengja mannsaldurinn er mikið starf og háleitt, en að þessu vann hann af eldmóði. Eg heH mér sé óhætt að fullyxða það, að Erlingur var fyrsti íslendingurinn sem lærði björgunarsund og lifg un úr dauðadái, en kennsla hans í þessum fræðum bar árangur fyrsta árið sem hann kenndi þau. Mannslífum var bjargað. Ilar.n hélt líka uppi merki föður sins. en sundskyldan er þaðan komin. Mig minnir líka að hann hafi átt mikinn þátt í því, að Sundhöll Reykjavíkur varð að veruleika. Eg. minnist tika hugmynda hans um skemmtigarð Reykvíkinga, Laugardalsins. Margt annað þessu •líkt inætti telja upp, en ég læt þetta nægja. Eg minnist hér á fá ein störf, sem önnur störf hafa skyggt á. Mennirnir geta lengt líf sitt og fegrað — og þegar bezt læt ur — frestað komu dauðans. Ég vil að lo(kum votta nánum vinum hans og aéttingjum mína ininlegustu samúð. Einar Freyr. Guöjón Eyjólfsson bóndi á Eiríkshakka Foreldrar hans voru Sigríður Helgadóttir Ólafssonar bónda í Skálholti og síðar í Drangshlíð. Helgi faðir Sigríðar var sonur Ól- afs Helgasonar sem einnig bjó í Skálholti og var giftur Ingiriði Einarsdóttur bónda í Bryðjuholti Bjarnasonar. Kemur þar saman Rauðsætt og Kolbeinsætt. Móðir Sigríðar var Þórunn Eyjólfsdóttir frá Vælugerði. Hún drukknaði í Hvítá er Sigríður var í fram- bernsku. Helgi giftist svo Valgerði systur hennar og átti með henni mörg börn, meðal þeirra var Ket- U1 Helgason bóndi á Álfsstöðum, sem lézt háaldraður á síðastliðnu ári. Faðir Guðjóns var Eyjólfur sonur Sveins bónda í Hrútafells- koti. Þegar Guðjón var 7 ára fluttust foreldrar hans út í Bisk- upstungur og eftir það stunduðu þau ekki sjálfstæðan búskap, en hann dvaldist í skjóli móður sinn | ar fyrstu árin. Heldur mun hann hafa átt við knöpp kjör að búa í uppvextinum, en þrátt fyrir það varð hann strax bæði þroskamik- ill og áræðinn, sem unglingur. Það var svo með margan, sem var að alast upp á þeim árum að það var ekki mulið undir hann. Það var eins og það lægi í loft- inu að betri tímar væru fram- úndan og aldamóta kynslóðin var ákveðin í því að sækja fram til betri lífskjara. Guðjón kvæntist 1916 Ingi- björgu Ingvarsdóttur frá Miðdals- koti, Sigurðssonar bónda á Svína- vatni, Sigurðssonar bónda á Vota- mýri á Skeiðum. Sigurður bóndi á Svínavatni var bróðir Magnúsar er lengi bjó á Votamýri. Kona Sigurðar á Svínavatni var Öuðrún Ófeigsdóttir Vigfússonar frá Fjalli á Skeiðum. Móðir Ingibjargar var Þorbjörg Eyvindsdóttir frá Útey í Laugar- dal. Þau Guðjón og Ingibjörg eignuðust fjögur börn er til ald- urs komust, þau eru: Þorbjörg Hulda, Ingvar bílstjóri hjá Raf- magnsveitum Rikisins, kvæntur Fjólu Halldórsdóttur, Sigríður gift Herði Jónssyni járnsmið og Ág- ústa gift Skarphéðini Kristjáns- Vilborg Þóra Karelsdéttir Vilborg Þóra Karelsdóttir, var fædd að Hæðarenda á Seltjarn- arnesi hinn 7. apríl 1906, dóttir hjónanna Ástríðar Ólafsdóttur og Karels Hjörtþórssonar og var því réttra sextíu ára, er hún lézt, hinn 20. okt. sl. og þótt sextíu ár séu ekki löng ævi, vita þó allir, sem tii Vilborgar þekktu, að lok- ið var giftudrjúgum og á stund- um erfiðum starfsdegi. Vilborg dvaldist með foreldr- um sínum öll sín uppvaxtarár og til þess, að hún giftist eftirlifandi manni sínum Sigurði Jónssyni frá Haukagili, hinn 19. ökt. 1935. Þeim Sigurði varð tveggja barna auðið, sem bæði era uppkomin og búa ásamt fjölskyldum sínum að Víðimel 35. Fyrir þann, sem álengdar stóð, var sagan efeki öllu lengri, því að lítt var að skapi Vilborgar að flíka sínum málum, en hinir, sem nær stóðu, vissu þó, að miklu lengri, svipmeiri og fjölþættari saga bjó að baki. Sú saga var um óvenjulega viljafasta og trygglynda konu og húsmóður, sem var höfðingi heim að sækja, um dóttur, sem aldrei slafeaði á kröfum til sjálfrar sin um hjálp við foreldra sína og mun engum, sem til þefektu, gleymast sú umhyggja, sem Vilborg sýndi aldraðri og veiferi móður sinni, er hjá henni dvaldi. En sagan er einnig um eiginfeonu, sem ætíð stóð við bak bónda sins og studdi hann með ráðum og dáð, og ef í móti blés, viðurkenndi þá vörn eina, sem í sókninni bjó og um móður, sem vakti yfir framtíð barna sirina svo lengi, sem lífið entist . Vilborg var kona gjörfuleg 1 sýnum, hæglát og fáskiptin við fyrstu kynni, en sá, sem vináttu hennar eignaðist, mátti brátt reyna að bak við fáskiptnina bjó hlýtt viðmót og mikil greind og bak við hæglætið ólgandi en tamið skap, en umfram ailt að þau vináttubönd, sem hún batt, voru traust og langlífi ætluð. Það getur nærri, að húsmóðir, sem auk venjulegra heimilsistarfa, annaðist rúmliggjandi sjúkling, hefur haft um nóg að sýsla og undraðist ég í fyrstu, hve mik- inn tíma hún gat gefið sér til að sinna gestum sínum, sem voru æði margir, þvj að á heimili Vil- borgar og Sigurðar að Víðimel 35 var ætíð gestkvæmt, en mér lærðist brátt að þessi hlið hús- móðurstarfa Vilborgar var ein hennar mesta ánægja og ég hygg, að alúð húsmóðurinnar sjálfrar ásamt hæglátri kýmni, auk óbil- andi rausnar og gestrisni þeirra hjóna beggja verði gesturn þeirra lengi minnisstæð. Því verður seint lýst og þakkað sem skyldi, sem vel er gert en Vilborgu vil ég þakka tryggð og vináttu við mig og mína og vini okkar Sigurði og öðram ástvinum Valborgar vottum við samúð okk- ar. E. Birnir. syni starfsmanni hjá S.Í.S. í Reykjavik. Konu sína missti Guð- jón í desember 1933. Þá voru bömin öll um og innan við ferm ingu. Bulda elzta dóttirin tók að sér húsmóður hliutverkið og hélt hún svo heimili með föður sínum alla tíð. Þau Guðjón og Ingibjörg hófu- búskap í Úthlíð. Þaðan fluttu þau að Stritíu, en vorið 1921 kaupa þau Eiríksbakka og þar bjó hann til dauðadags. Á yngri áram stundaði Guðjón nokkuð sjóróðra á Suðurnesjum og einnig var hann við vinnu í Reyikjavík um tíma. Þessi vinna féll honum eldci. Hann batt órofa tryggð við moldina og í sveitinni sinni, Biskupstungum, vildi hann vera bóndi og hvergi annars staðar. Guðjón bjó aldrei stóru búi enda er jörðin ekki stór, en hún er bæði hæg og notaleg. Hann hafði alltaf góðan arð af sínum skepnum og sérstaldega lagði hann miMa áherzlu á að eiga góða og velrneð farna reiðhesta. Guðjón var meðalmaður á hæð, bjartur yfirlitum og bauð góðan þokka, .þreMnn um herðar og svaraði sér vel og vafalaust ramm- ur að afli. Var hann maður fylg- inn sér og fullhugi í hverri raun enda oft leitað til hans þar, sem harðræða þurfti við. Til þess var teMð hvað hann var djarfur við vötn. Eitt sinn að sumarlagi reið hann Hvitá nokkrur fyrir ofan ferjustaðinn á Iðu, slikt hefur enginn gert í minni núlifandi manna. svo mér sé kunnugt. Eitt sinn var hann hætt kom- inn við að flytja fé á báti yfir Brúará, í þeirri raun brast hann heldur ekki hug. Guðjón átti næst- |um því alla ævi heima í næsta nágrenni við Hvítá og tefldi oft djarft í samskiptum sínum við bæði hana og önnur vatnsföll í ná- grenninu en ávallt sMlaði hann öllu heilu í höfn. ■ Þegar ísalög voru að vetrinum leituðu ferða- menn, sem komu neðan að oft fylgdar hans yfir Hvitá og St. Laxá. Guðjón var afkastamaður til vinnu og rúm hans þótt ávallt vel skipað, ef hann hefði æft íþróttir á yngri árum hefði hann orðið afreksmaður á þvi sviði. Þegar hann var um sextugt tók hann erfiðan sjúkdóm, sem gerði hann að mestu óvinnufæran-það, sem eftir var ævinnar. Ég sem þessar línur rita kynntist honum fyrst þegar ég var unglingur en þá var hann orðinn rosMnn bóndi, þrátt fyrir mikinn aldursmun tókst með okkur góð vinátta. Frairihald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.