Tíminn - 28.10.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.10.1966, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 28. október 1966 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARlFLOKKURINN Framkvas-mdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinu, símar 18300—18305, Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán tnnanlands. — 1 lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. tíafnir og byggða- kjarnar Þegar Gísli Guðmundsson, alþm., mælti fyrir frv. Fram- sóknarmanna um hækkun ríkisframlags til hafnagerða, sagði hann, að uppbygging hæfilega margra hafna við firði landsins og víkur væri með tilliti tií krafa nútíðar og framtíðar, lífsnauðsyn fyrir landið í heild og einstak- ar byggðir þess. Hafnir af nútímagerð væru skilyrði þess, að hægt væri að nýta miðin umhverfis landið og halda uppi sómasamlegum flutningum á sjó með þeim hætti, sem tækni vorra tíma heimtar og gerir fært. Hann sagði, a-ð kaupstaðir og kauptún við firði og víkur dreifbýlla héraða væru náttúrlega byggðakjarnar, sem myndazt hefðu á 19. og 20- öld, en undirstaða þessara byggða- kjarna væru hafnirnar, sumar vel á veg komnar, aðrar í smíðum, sumar hálfgerðar eða minna en pað Það er viðurkennt í lögum, að ríkinu beri að byggja þjóðvegi og annast viðhald þeirra, þótt fjáríramlög til þess séu raunar miklu minni en þörf er á. Að lögum eru hér einnig þrjár landshafnir, sem ríkið kostar að því leyti, sem þær standa ekki sjálfar straum af stofnkostnaði sínum og rekstrarkostnaði, en það gerir raunar aðeins ein þeirra enn sem komið er, eða gerði til skamms tíma, hvað, sem síðar kann að verða. Aðrar hafnir þar sem verklegar framkvæmdir hafa átt sér stað, eru 65 talsins. eða því sem næst. Þar er reglan sú, að ríkið greiðir 40% af framkvæmdakostnaði, en hlutaðeigandi sveitar- félag 60% svo _og óhjákvæmilegt viðhald og ýmsan kostnað við starfrækslu hafnanna. Upp í allan þennan kostnað taka sveitarfélogin, eða nánar tiltekið hafnarsjóðirnir, hafnargjöld af þeim, sem hafnirnar nota. Af þessu hafnargjaldi verður að greiða ár hvert vexti og afborganir af framkvæmdalánum hafn- anna svo og ýmsan rekstrarkostnað. Með fáum undan- tekningum er þess yfirleitt ekki að vænta, að sveitar- félögin geti lagt á sérstök útsvör, sem verulega nægi til að standa straum af 60% framkvæmda, sem hafa kostað milljónir eða tugi milljóna. Samt eru hafnirnar ein af lífsnauðsynjum landsbyggðarinnar og margar þeirra geta væntanlega borið uppi sveitarfélagshlutann fjár- hagslega, er stundir líða, atvinnulíf eflist og fólkinu fjölg- ar í byggðakjörnunum við hafnirnar. Staðreyndin er sú, að sveitarfélögunum er í gildandi lögum ætlaður of stór hluti af framkvæmdakostnaðin- um og að framlag ríkisins þarf að hækka. Þetta viður- kenndi Alþingi með þingsályktun fyrir átta árum. A grundvelli þeirrar þingsályktunar var samið frumvarp til nýrra hafnalaga, serp búið er að liggja í fimm ár í stjórn- arráðinu. Ár eftir ár hafa skapþungir skilamenn í hafnar- nefndum og sveitarstjórnum orðið að una því að geta ekki greitt vexti og afborganir af ríkisábyrgðavlánum, sem ríkissjóður og ríkisábyrgðasjóður þá hafa orðið að greiða. Allt hefur þetta orðið erfiðara vegna þess. að ríkið hefur ekki greitt sinn hluta af framkvæmdakostn aðinum jafnóðum, og skuld ríkissjóðs við hafnarsjóðina af þeim sökum nemur nú nál. 55 millj. kr samtals. Þarna er um ófremdarástand að ræða- Ríkissióður stendur ekki í skilum, en greiðir jafnframt vexti og af- borganir fyrir hafnarsjóði og lætur þá þannia safna van- skilaskuldum að því leyti, sem ekki tekst að ná af þeim jöfnunarsjóðstillaginu, sem ætlað var til almennra þarfa. Nú leggja Framsóknarmenn til. að ríkishlutinn, sem Framhald á bls. 14 TÍMJNN Kosningabar átta f lokka í Banda- ríkjunum kostuð af almannafé Hið opinbera framlag verður 70 millj. dollarar í næstu forsetakosningum ÁTTUGASTA OG NÍUNDA kjörtímabili bandaríska þingsins iauk í reynd síðastl. langardag, þótt það haldist formiega til 8. nóvember, þegár fram fara fcosningar til fulltrúadeildarinn ar. Þingið lauk störfum síð- astl. laugardag, en rúmar tvær vikur voru þá eftir til kjördags. Þingmenn flestir voru longu hættir að mæta á þtngfundum, nema endrum og eins, því að þeir voru önnum kafnir í kosn ingabaráttunni heima í kjör- dæmum sínum. Kjörtímabil bandaríska þings ins er miðað við fulltrúadeild- ina, en til hennar er kosið á tveggja ára fresti. Það er 89 kjörtímabil hennar, sem nú er á enda. Oft er gerður saman- burður á því hvaða kjörtímabil markist af mestum eða minnst um árangri. Það virðast vfir- leitt samhljóða álit, að 89. kjörtímabilið sé hið þriðja árangursríkasta i allri sögu Bandaríkjaþings, því að svo framsækin og víðtæk hafi lög gjafarstarfsemi þess verið. Hin kjörtimabilin eru hið 63. í for setatíð Wilsons og hið 73. i forsetatíð Franklin Roosevelts. Þetta þykir góður vitnisburður um framsækni og umbótastefnu Johnsons forseta i innanlands- málum, og má á þeim vett- vangi skipa honum sæf.i með athafnasömustu og umbótasöm ustu forsetum Bandaríkjanna. TVÖ ÞING voru haldin á 89. kjörtímabilinu. Hið fyrra var stórum athafnasamara. Þá voru sett lög um réttindi svertjngja, sem eiga að tryggja þeim kosningarétt til fulls, en áður höfðu þeir hann aðeins í orði kveðnu í allmörgum ríkjum. Þá f voru sett merk og víðtæk lög um útrýmingu fátæktar, um endurbyggingu . fátækrahverfa stórborganna, um skipulagn- ingu nýrra borgarhverfa og um ráðstafanir til að hreinsa and- rúmsloftið, sem er orðið óheil- næmt í hinum stærrj þorgum. Þá voru sett lög um ókeypis sjúkrahjálp eldra fólks. Þá voru sett athyglisverð náttúru friðunarlög, sem m. a. banna auglýsingaspjöld meðfram þjoð vegum. Þá voru sett lög, sem auka stórum framlög til skóla- mála. Þá voru sett lög um aukið öryggi bifreiða og aukið öryggi á þjóðvegum. Öll þóttu þessi lög og fleirí meira og minna byltingarkennd. Síðara þingið var ekki eins athafnasamt og hið fyrra. Starf þess beindist meira að því að tryggja framkvæmd be;rra laga sem fyrra þingið' hafði sam- þykkt. Á vissum sviðum varð það líka íhaldssamara, ,m. a. í .réttindamálum svertingjanna,- Þannig hafnaði ölduneadeil/iin* frumvarpi frá Johnson forseta, sem átti að tryggja svertingj- um rétt til kaupa á fasteignum tivar sem væri. Tilefni bessa frumvarps var það. að svertingj um er nú meinað með þpgj andi samkomulagi hinna hvítu að eignast húsnæði eða ieigja húsnæði í hinum bet.ri borgar hverfum. Aukin uppþot af hálfu svertingja í ýmsum borg um, hafa vafalaust átt þátt í því, að þingmenn hafa gerzt íhaldssamari í þessum efnum á síðara þinginu. Sú skoðun virð ist hafa rutt sér. til rúm;3 að markvist beri að scefna í þá .átt áð auka réttindi svertingja og bæta aðstöðu þeirra, en hér megi samt ekki fara of- hratt, beldur verði þetta að þróast stig af stigi. Hilt er annað mál, hvort svertingjar hafa þolinmæði til að sætta sig við þetta. SEINASTA málið, sem þing ið afgreiddi áður en það íauk störfum á laugardaginn var, fjallaði um stofnun kosninga- sjóðs, sem veiti flokkumrm styrki til að heyja íorsetakosn ingar. Kosningabarátt.u flokk- anna er orðin mjög dýr og menn hafa óttast í æ ríkari mæli, að flokkarnir yrðu liáð- ir vissum auðfélögum eða viss um stéttarsamtökum, ef þeir ættu að byggja fjáröflun sína alveg á frjálsum framlögum. Long öldungadeildarþingmaður frá Louisiana flutti því þá viðbótartillögu við skattafrum- varp, sem lá fyrir þmginu, að hverjum skattborgara væri heimilt á skattseðli sínum að draga frá skattinum einn doll- ara, sem rynni í kosningasióð, sem styrkti flokkanna í forseta kosningum. Giftur maður má draga frá tvo dollara. Reifcnað er með því, að skattgreiðendur muni yfirleitt gera þetta, þar sem þetta eykur ekkert út- gjöld þeirra, heldur dregur úr tekjum ríkisins og er því raun verulega framlag þess. Reiknað er með því, að fyrir forsetakosn ingarnar 1968 ráði þessi sjóð ur alltaf yfir 70 milljónum dollara og mun það skiptast milli aðalflokikanna tveggja. Ef sjóðurinn hefur þá ekki fenjx ið þetta fé, er honum heimiit að taka lán, sem ýrði endur- greitt með framlöguim þeim, sem koma í sjóðinn næstu árin. Nýir flokkar fá því aðeins styrk úr sjóðuim, að þeir hafi fengið yfir 5 milljónir atkv. í forseta- kosningum. Hér er um svo mikið fjár- magn að ræða, að eftir þetta eiga fiokkarnir ekki neitt að vera háðir einkaframlögum í forsetakosningum. Talsverður ágreiningur varð um þetta mál í öldungadeild- inni ,en hann fór ekki neitt eftir flokkum. Verulegur meiri hluti var fylgjandi þessari sjóðsstofnun. MIKLAR getgátur eru að sjálfsögðu um það, hveinig hið nýkjörna þing verði skipað. Það er spádómur flestra, að republikanar muni vinna 20— 40 þingsæti í fulltrúadeildinni. Meirihluti þeirra yrði samt tryggður áfr^m, en þessi breyt ing er samt talin óheppileg fyr ir umbótastefnu Johnsons í inn anlandsmálum, þar sem yfir- leitt er reiknað með því, að hinir nýju þingmenn repu- blikana verði íhaldssamari en þeir þingmenn demókrata, sem þykja líklegir til að falla. Þetta getur þó farið mjög eftir því hvor armurinn hjá repu blikönum kemur til með að mega sín meira á næstu tveim ur árum. Flestar skoðanakannanir benda til, að Johnson forseti sé fremur óvinsæll um þessar mundir, einkum vegna dýrtíð- armálanna. Johnson hefur hins vegar átt drjúgan þátt í því, að margir þingmenn iemókrata í baráttukjördæmunum hafa gert mikið fyrir kjósendur sína, t. d. tryggt þeim ýmsar fram- kvæmdir. Þessir þingmenn standa því betur að vígi en ella og þykir ekki óliklegt, að það geti haft nokkur áhrif á kosningaúrslitin. Þ.Þ. ®

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.