Tíminn - 28.10.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.10.1966, Blaðsíða 16
! <$• $mnm 246. fbl. — Föstudagur 28. október 1966 — 50. árg- Asbeströrín / Eyjaveitunni springa viS þrýstiprófunina Sara Lidman (fyrir miðju) svarar spurningum blaðamanna. T. h. María Þorsteinsdóttir, t. v. Margrét Sigurðardóttir. Tímamynd—GE. Rá&tt viS Söru Lidman um heimsókn tii Norður Vietnam „Halda Bandaríkjamenn að okkur þyki vænna um dúkkur en um lifandi börn!“ EJ—Reykjavík, fimmtudag. Hingða til lands er komiji sænska skáldkónan Sara Lid- man, og mun hún flytja fyrir- lestra um Víetnam í Reykjavík og á Akureyjri. Er hún hér á vegum Menningar- og friðarsam taka kvenna, sem kynntu hana fyrir blaðamönnum í dag. Sara Lidman er ættuð frá Vestbotten í Svíþjöð. Hún lauk fil. kand. prófi frá háskólan um í Stobkhólmi. Fyrstu þrjár bækur hennar segja frá æsku- stöðvunum. Fyrsta bókin, Tjar dalen, kom út 1953. Síðan komu Hjortonlandet, Regnspira og Bara mistrel. Hún dvaldi hálft ár í Suður Afríku og eitt og hálft ár í Kenya og skrifaði bækur sem gerast í þessum ríkjum. Kunn ust íslenzkum lesendum tnun vera „Sonur minn og ég“, sem kom út í íslenzkri þýðingu, en hin bókin kallast „Með 5 demöntum." Þá dvaldi hún í einn mánuð á síðasta ári í Norður-Vietnam, og er nýkomin út bók um dvöl ina þar — „Samtöl í Hanoi“. Lidman var í Norður-Viet- nam í októbermánuði 1965, og ferðaðist nokkuð um landið. Hún sagði, að hún hefði einna helzt búizt við að sjá fátækt og óreiðu, þar sem landið heíði svo lengi verið undir daglegum sprengjuárásum. Aftur á móti hefði komið í Ijós, að gott skipulag er á hlutunum þar og gengur því hið daglega líf furðuvel fyrir sig. Allir hafi nóg að borða, og samstaða fólks ins og baráttuvilji veki sérstak lega athygli. Fólkið væri sam stætt og ávallt viðbúið sprengju árásum, og alltaf að gera við brýr, svigi o.s.frv. eftir árásirii ar . Lidman sagði, að „mórall“ fólksins væri mjög góður, og hún hefði hvergi orðið vör við uppgjafaranda, heldur þvert á móti. Hún var spurð um þá fullyrð ingu, að Bandaríkjamenn gerðu einungis árásir á heniaðarleg skotmörk, og sagðist víða hafa séð merki um hið gagnstæða. T. d. hafi hún séð sjúkrahús fyrir berklasiúklinga, sem hefði verið sprengt i tætlur — en engin hernaðarmannvirki hefðu verið þar í grennd. Svo væri það einnig, að þegar sprengja ætti hernaðarmann- virki, lentu sprengjurnar oft á íbúunum og byiggingum þeirra í grennd við slík mannvirki. Framhald á bls. 15. KJ—Reykjavík, fimmtudag. Það kom fram í viðtali sem TÍMINN átti við Hávarð Sigurðs son verkstjóra við Iagningu vatns veitunnar lir landi og til Vcst mannaeyja að asbeströrin, sem not uð eru þola ekki sem bezt þrýsti prófunina, sem á þeinv er gerð, og hefur fjöldinn allur af rörum sprungið við prófunina. Búið er að leggja svo til allt það af leiðslunni sem verður úr asbesti, en eftir er að leggja vatns leiðsluna yfir Markarfljót og eins undir smáár og læki. Verður sá hluti leiðslunnar úr plaströrum. Núna er unnið við uppsprettuna sem vatnið til Eyja er tekið úr AFTUR FUNDUR VEGNA BÚRFELLS SJ—Reykjavík, fimmtudag. f dag var haldinn fundur með fulltrúum samningsaðila í Búrfells deilunni, en án árangursJ Annar fundur þefur verið boðaður í dag, en erfitt er að spá um hvort sam komulagser á næsta leyti. Ef ekki næst samkomulag fyrir helgi, munu starfsmenn við Búrfellsvirkj un efna til skyndiverkfalls á mánu dag og þriðjudag. FJÖGURRA TÍIVSA YFIRHEYRSLA SJ—-Reykjavík, fimmtudag. í dga voru haldin sjópróf vegna skemmdanna er urðu á SAAB bif reiðunum 19 í finnska leigu skipinu Keppo. Yfirheyrslur stóðu yfir í fjóra tíma í dag en var síð an frestað. Það mun hafa komið fram við réttarhöldin að skipstjórinn taldi að gengið hefði verið frá bifreið unum á nægilega tryggan hátt. _ Skipið miin hafa hreppt vont veð 9 ur, en þó ekki neitt aftakaveður. suðaustan við Syðstu—Mörk. Er það erfitt verk, vegna staðhátt.a og hefur þurft að handgrafa skurði þar í kring. Hávarður sagði að það tefði verkið hve skipta þyrfti um mikið af rörum, af því að þau þyldu ekki þrýstiprófunina. Væru rörin próf uð með 15 kílóa þrýstingi á fer- sentimetra, og spryngju 4—6 rör að meðaltali á hverjum 500 metra kafla. Leiðslan er rúmir 20 km á lengd alls, og er hvert rör fjög urra metra langt og tíu tommur að innanmáli. Rörin eru pólsk og ekki meira en svo að magnið sem pant að var sé nóg í leiðsluna. Að öðru leyti hefur verkið geng ið nokkuð vel, og verður unnið núna eftir því sem veðráttan leyf jr. FYRSTi SKIPSFARMURINN AF 6- MÖLUDU KORNi KEMUR í NÓV. LÆKKAR FÓÐURBÆTISVERÐIÐ UM 1500 KR TONNIÐ í ÞORLÁKSHÖFN KJ-Reykjavík, fimmtudag. f tilefni áf grein hér í blað- inu um verð á fóðurvörum hafði Tíminn tal af Helga Þorsteinssyni framkvæmdastjóra innflutnings- deildar SÍS, og innti hann frétta af því, hvað liði innflutningi á ómöluðu korni í heilum skips- förmum. Kom þá m.a. fram að um miðjan nóvember kemur frá Bandaríkjunum skipsfarmur af j heilum maís til Þorlákshafnar, ‘sem mun lækka fóðurbætisverðið þar allverulega eða um allt að 1500 krónur tonnið. — Vegna ummæla Agnars Guðnasonar í grein í Tímanum 25. okt. sl., sagði Helgi Þorsteins- son, vildi ég vísa til greinargerðar um fóðurblöndumálin sem birtist í blaðinu 15. júní í sumar, en þar er rakin allýtarlega sú athug- f Blaðburöarfólk óskast á Leifsgötu, Laugarásveg, Vesturbrún, Miðbæinn, Gunnarsbraut, Snorrabraut, Miðtún og Hátún. Upplýsingar á afgreiðslu blaðsins í Bankastræti 7 sími 1-23-23. un sem tæknideild SÍS hafði ver- | ið íalið að gera um málið. Eins og fram kemur í þessari greinargerð, hélt Helgi áfram, þá er aðalforsendan fyrir lækkuðu fóðurvöruverði að innflutningur- inn á fóðurvörum verði gefinn frjáls, enda samþykkti síðasti að- alfundur Sambandsins svohljóð- andi tillögu í þessu máli: „Aðal- fundur Sambands ísl. samvinnufé laga haldinn að Bifröst dagana 10.—11. júní 1966, skorar á ríkis- stjórnina að leyfa frjálsan inn- flutning á fóðurvörum.“ Að fund- inum loknum sendi forstjóri Sam bandsins Erlendur Einarsson þessa tillögu ásamt öðrum frá fundinum, forsætisráðherra Bjama Benediktssyni til athugun- ar. Eins og fram kom í fyrrnefndri greinargerð um fóðurvörumálin í Tímanum komst tæknideild SÍS að þeirri niðurstöðu að hagkvæm- ast væri að hefja innflutning í smæiri förmum frá Evrópu á ómöl uðu komi. Þar sem slíkur innflutningur krefst allmildllar fjárfestingar annað hvort með byggingu korn- turna eða stórra geymsluhúsa sam jþykkti stjórn Samb. ísl. samvinnu-. j félaga að athuga tillögu taékni- jdeildar um að hefja framkvæmd- jir í Þorlákshöfn þar sem stórt j vörugeymsluhús er fyrir hendi. jÞetta var þó háð því skilyrði að j innflutningur á fóðurvörum yrði j gefinn frjáls. ,■ I Áður en hafizt var handa um pöntun á vélum, sagði Helgi Þbr- steinsson, átti ég því viðtal við landbúnaðarráðherra Ingólf Jóns- son og spurðist fyrir um hvort innflutningur myndi ekki örugg- Framhald á bls. 14 EKKI VARÐ VART VIÐ MÆÐIVEIKI KJReykjavík, fimmtudag í kvöld lauk slátrun á fullorðnu fé í Borgarnesi, og að því er Guðnrundur Gíslason lœknir tjáði Tím anum í kvöld þá hafa ekki fundizt nein merki mn mæði veiki í fémt, við lungnaskoð un . Alls voru lungu skcðuð úr fimm þúsúnd fjár og er það flest úr Mýrahólfinu, en einnig nokkuð úr Borgar fjarðarsýslu. Blóðsýnishom eru tekin við skóðun á fénu, og eftir að rannsaka sýnis- homin. Gamaveiki hefur fundizt á alls 12 bæjum, 3 í Lunda reykjardal, 4 í Stafholts- tungum, 4 í Þverárhlíð og 1 í Norðurárdal. Em þetta sömu bæimir og gamaveiki hefur fundizt á áður. Sýnir þetta að sýking helzt á bæj í$ um þótt bólusett sé, en . breiðist aftur á móti ekki út. Mæðiveiki fannst í fé frá einum bæ í Norðurárdal í fyrra, og var allt fé skorið þar niður. Samkvæmt framangremd um upplýsingum eru horfur á því að þurramæði komi ekki fram á þessu hausti í Mýrahólfinu, en þó verður ekkert um það fullyrt með vissu fyrr en blóðsýnishorn in sem tekin voru úr fénu hafa verið rannsökuð. Framsóknarkonur Félag Framsóknarkvenna heldur aðalfund sinn að Tjamargötu 26 mánudaginn 31. okt. kl. 8.30 síð degis. Fundarefni: 1. venjuleg að- alfundar störf og 2. Frú Sigríður Thorlacius flytur erindi um Nor- egsferð. Stjórnin. Þjóðmálanámskeiðið Fyrsti fundur þjóðmálanáinskeiðs Framherja og Félags ungra Fram sóknarmanna í Reykjavík verður næstkomandi sunnudag að Tjarnar- götu 26. kl- 13.30. Skráðir þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að koma stundvíslcga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.