Tíminn - 28.10.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.10.1966, Blaðsíða 14
14 TÍMINN FÖSTUDAGUR 28. október 1966 Hafnir og byggðakjarnar ;Framhald af bls. 5. er 40%, verði hækkaður upp í 50, 60 og 70% með til liti til þess, að fjárhagsleg aðstáða landsmanna verði sem jöfnust. Jafnframt leggja Framsóknarmenn til, að gerðar verði ráðstafanir til þess, að ríkið greiði upp 55 milljóna skuldahalann á þrem árum og borgi eftirleiðis sinn hluta jafnóðum ár hvert og yrði sá hluti hærri en nú eins og fyrr var sagt- G.G. sagði, að jiér myndi verða um nokkur viðbótar- gjöld að ræða fyrir ríkissjóð en þó íninni en í fljótu bragði mætti virðast. Framsóknarmenn hafa ár eftir ár hreyft þessu máli á þingi, en stjórnin lagzt á málið. Nú mun vera einhver von um, að hún sjái sér ekki lengur fært að draga það á langinn, og er þá vel, ef svo reynist SAMDRÁTTUR P'-arv'hu rt ir lögum um að sjá hópnum fyrir á- framhaldandi námi. Um leið og starfsmenn Héðins hverfa úr starfi. eiga þeir leið framhjá Reykjávíkurhöfn og horfa á margar sams konar vörur og þeir hafa framleitt undanfarin ár koma upp úr skipunum, sem eru að koma frá útlöndum. Veldur þessu bæði verðbólgan og hinn geigvænlegi rekstrarf j árskortn r og áhugi ríkisstjórnarinnar á innflutningi á fullunninni erlendri vöru. sem áður hefur verið fram- leidd í landinu, af íslenzkum iS’n fyrirtækjum. Er blaðjð hafði samband við Svein Guðmundsson, forstjóra Héðins. í kvöld, sagði hann það: rétt, að verkefni væru nú minni en oft áður. Reyndar væru þessi árstími oft erfiður, en við það bæt ist, að nú væru verkefnjn i sam bandi við togaraútgerðina lítil og einnig minna að gera fyrir frysti- húsin. Sveinn kvaðst að öðru leyti ekki vjlja segja mikið um málið á þessu stigi, en vísaði á aðalverk- stjóra Héðjns h.f. varðandi manna haid fyrirtækisins. Sveinn Guðlaugsson, vélstjóri, aðalverkstjóri í Héðni, sagði, að þær tölur um starfsmannafjölda fyrjrtækisins væru mjög nærri lagi. Töluverður samdráttur væri nú hjá fyrirtækinu. Verkefnin væru minni á haustin en yfir sum- arið og nú óvenju lítil vegna stór- minnkaðrar vinnu við togarana og frystjhúsin og við það bættist, að síldarbátarnir koma nú miklu seinna suður, héldu sig við Austur land og verkefnin við þá þvj ekki tilfallandi hér. All verulegur sam- dráttur hefði og verið í nýsmíði. Stafaði það fyrst og fremst af auknum jnnflutningi erlendis frá og væri þar þyngst á metunurn, að erlendu aðilarnir gætu boðið miklu hagkvæmari lánskjör og væri eðlilegt að menn væru veikir fyrir því í lánsfjárskortinum. Sam drátturjnn í mannahaldinu hefði þróazt smátt og smátt en stöðugt Hjartkær eiginmaöur minn og faðir okkar, Erlingur Pálsson fyrrverandi yfirlögregluþjónn, lézt laugardaginn 22. okt. Jarðarförin verður gerð frá rríkirkjunni í Reykjavík, fösfudaginn 28. okt. 10.30 fyrir hádegi. Athöfninni verður útvarpað. Sigríður Sigurðardóttir og dætur. Þökkum af alhug öllum þeim mörgu fjær og nær, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför, ástkæra sonar, bróðurs og mágs, Jóseps Hlöðverssonar Guðbjörg Sigvaldadóttir, Hlöðver Bæringsson, Jóhanna Hlöðversdóttir, Sigurjón Sigurjónsson, Pálmi Hlöðversson, Guðmunda Helgadóttir, Óskar Jafet Hlöðversson. Vigfús Bjarnason, Þórsgötu 18, andaðist að Landakotsspítala, miðvikudaginn 26. þ. m. Guðbjörg Vigfúsdóttir, Sigurður Benediktsson. Útför Böðvars Magnússonar Laugarvatni, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, laugardaginn 29. okt. kl. 10,30. Jarðsett verður á Laugarvatni, Kveðjuathöfn þar, fer fram í Menntaskólanum kl. 3. Athöfninni f klrkjunnl verður útvarpað. Þeir er vildu minnast hins látna, er vjn- samlega bent á líknarfélög. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 1. Ingunn Eyjólfsdóttir. Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar ,tengdamóður ömmu, og langömmu, Elísabetar Stefánsdóttur Hjaltalín Börnin. á undanfömum árum, því ekki væri langt síðan starfsmenn í Héðni voru um 300 talsins. YFIRLYSING Framhald af bls. 2. arverkfallið, þar eð það taldi kröf ur framreiðslumanna ekki rétt- mætar.“ f sambandi við þetta vil ég taka fram eftirfarandi. 1. Á fundi í Félagi íslenzkra hljómlistarmanna og sameiginleg um stjórnarfundum félaga þeirra er að boðun og afboðun samúðar- verkfallsins stóðu kom þetta sjón- armið til málsins aldrei fram. Samúðarverkföll eru til þess að flýta fyrir lausn vinnudeilna en í þessu tilfelli hefði það haft öf- ug áhrif og er það forsendan fyr- ir afboðun verkfallsins. 2. Þegar ég kynnti mér heim- ild Loftleiða fyrir fullyrðingu þess ari kom það í ljós að þessa til- vitnun ráðherra er hvergi að finna í bréfi fyrirtækisins til Samgöngu málaráðuneytisins dags. 18. okt. sl.. Þeim tveim félögum sem um er að ræða hefur verið legið á hálsi fyrir að vilja. styðja fram- reiðslumenn í deilu þessarj m.a. vegna þess að um beinar kaup- kröfur væri ekki að ræða en á það skal bent að í síðustu samn- ingum Félags framreiðslumanna og Sambands veitinga og gisti- húsaeigenda svo og öðrum hlið- stæðum samningum eru mörg ákvæði um vinnutilhögun og að- búnað á vinnustað og fráleitt að væna framreiðslumenn um að vilja yfirtaka stjórn á veitinga og gisti- húsum eins og hefur verið látið liggja að í umræðum um þessi mál. f.h. Félags ísl. hljómlistarmanna Sverrir Garðarsson. V-ÞÝZKIR Framhald at bls. 1. við smíði fjarstýrðra eld- flauga. Tilefni spurningarinnar voru blaðafregnir þess efn- is, að prófessor Wolfgang Pilz, sá sem á sínum tíma starfaði að eldflaugaáætlun Arabíska sambandslýðveldis ins (Egyptaland), væri kín- verskum vísindamönnum til aðstoðar við smíði fjar- stýrðra eldflauga, sem far- ið gæti um 650 kílómetra. Prófessor Pilz stóð fremst ur í flokki þýzkra vísinda- manna, sem með störfum sínum orsökuðu vandræða ástand í samskiptum Þýzka lands og ísraels, áður en stjómmálasamband komst á milli landanna. Lögfræðingur Pilz í Munchen, dr. ALfred Sidel fullyrti í dag, að engar samn ingaviðræður hefðu farið fram milli Pilz og Kínverja. Sagðist hann hafa vérið í Peking fyrir nokkrum vik- um en þá aðeins sem ferða maður. ERHARD Framhald af bls. 1. varakanslari og ráðherra fyri al-þýzk málefni, Walte Scheel efnahagssamvinnumálaráðherra og Bucher, ibúðabygginga- málaráðherra. Stjórnmálafréttaritarar telja þó, að hér sé aðeins um bráða- birgðaráðstafanir að ræða og muni þess ekki langt að bíða, að Erhard, kanslari verði að segja af sér. Þótt ágreiningurinn út af fjárlagafrumvarpi stjórnar- innar sé opinberlega gefinn upp sem ástæða fyrir stjórnar- slitum eru flestir þeirrar skoð- unar að annað og meira búi hér að baki. Segja sumir, að hér sé um að ræða herbragð Frjálsra demókrata, sem óttist væntanlegar kosningar í Hess- en og Bayern. Harðar umræður urðu um fjárlagafrumvarpið í þinginu í gær, en seint í gærkvöldi var sagt, að stjómin hefði náð sam komulagi um málamiðlunartil- lögu. Þingflokkur Frjálsra demókrata mun hins vegar hafa hafnað samkomulaginu og seinna var skýrt frá afsagnar- beiðni ráðherranna fjögurra, sem dr. Erhard, kanslari féllst síðan Aðalágreiningsefnið í sambandi við fjárlögin voru skattahækkanirnar sem því mundu fylgja, en alls námu þær um 40 milljörðum þýzkra marka. Vildu Frjálsir demó- kratar jafna hallann á fjár- lögunum með því að dregið yrði veíulega úr opinbeitim út gjöldum. SUF Framhald af bls. 1. Að henni lokinni verður lagt fyrir álit kjörbréfanefndar, og kosnir starfsmenn þingsins — 1., 2., og 3. þingforseti, tveir þingritarar og tveir varaþing- ritarar. Næst á dagskránni er skýrsla stjórnar, sem skiptist í tvennt; skýrslu formanns og skýrslu gjaldkera. Síðan verður skipað í eftirtaldar nefndir: Stjórn- málanefnd, fjárhagsnefnd, alls herjarnefnd, atvinnumálanefnd, félags og fræðslumálanefnd, samgöngumálanefnd, skipulags nefnd og laganefnd og vorka lýðsmálanefnd. Störfum dagsins lýkur síðan með almennum umræðum. Á laugadaginn fara fram nefndar störf fyrir hádegi, en eftir há- degi verða nefndarálit lögð fyrir og umræður haldnar um þau. Fyrir hádegi á sunnudag verða nefndarálit einnig lögð fyrir, og um þau rætt. Eftir hádegið mun Helgi Bergs, ritari Framsóknarflokks ins, flytja ávarp, en siðan halda umræður um nefndaálit áfram .Þinginu lýkur síðan með kosningum samkvæmt sam- bandslögum. Á sunnudagskvöldið verður haldinn kvöldfagnaður fyrir fulltrúa og gesti þeirra. mál að lækka fóðurvöruverðið, eins fljótt og hægt er, sagði Helgi, fórum við fram á það fyrir nokkru að fá að flytja inn laust bygg frá Bretlandi, sem á þeim tíma var mun ódýrara en maís í Bandaríkj- unum. Þessari umsókn var synjað af viðskiptamálaráðuneytinu, vegna samkomulags s ríkisstjópnarinnar um PL-480 lánin. Eftir að hafa fengið synjunina var strax farið að athuga um kaup á heilum maís í Bandaríkjunum, en þar sem nýja uppskeran var þá ekki tilbúin til sölu' í Philadelphiu, tók nokkurn tíma að útvega viðun- andi tilboð. Að lokum tókst að fá viðunandi tilboð i Charleston í Suður-Carolina og skip til flutn- ings á 900 tonnum af heilum maís. Samkvæmt samningi ætti skipið að byrja að lesta i dag eða á morgun, og ef allt gengur að óskum ætti skipið að koma til Þorlákshafnar um miðjan nóvem- ber. Mér er óhætt að fullyrða, að samkvæmt því verði, sem greitt er fyrir heilmaís farm þennan og leigunni á skipinu, muni tak- ast að lækka fóðurbætisverðið í Þorlákshöfn allverulega, eða um það bil 1500 krónur á tonn. En með frjálsum innflutningi á korni frá Vestur-Evrópu ætti að vera hægt að lækka verðið enn meira. Að því er ég bezt veit þá er þetta fyrsti heili skipsfarmurinn af fóðurkorni, sem fluttur er til landsins ómalaður. Þess má geta í þessu sambandi að eitt af Sam- bandsskipunum, Mælifell, er út- búið með það fyrir augum að flytja ósekkjað korn og gæti það dreift slíkum förmum á ýmsar hafnir á landinu. Geta má þess, að þá mun nú vera í athugun hjá nokkrum stærstu kaupfélögunum, hvort þau hafa aðstöðu til, eða geta komið sér upp aðstöðu til móttöku á ómöluðu fóðurkorni úr lausum förmum. KORN Framhald af bls. 16 lega verða gefinn frjáls á næst- unni. Ráðherra benti þá á að í gildi væri milli ríkisstjóma Is- lands og Bandaríkjanna samning ur um kaup á fóðurvörum gegn svonefndu PL 480 samkomulagi, og sagðist ráðherra fastlega von- ast eftir því, að þegar búið væri að fullnýta þá samninga, teldi hann eðlilegt að gefa innflutning á fóðurvörum frjálsan. Þessi samn ingur ríkisstjómarinnar er því skilyrði háður að hann verði full- nýttur fyrir n.k. áramót, sem var ástæðan fyrir því að ekki var hægt að veita innflutningsleyfi frá Ev- rópu fyrir ómöluðu komi. — Nú nýlega átti ég tal við Þórhall Ásgeirsson ráðuneytis- stjóra í Viðskiptamálaráðuneytinu um málið, og staðfesti hann i einu og öllu ummæli landbúnað- arráðherra. Samkvæmt því sem að framan getur hefur Sambandið þegar pant að allar nauðsynlegar vélar og tæki til kornvinnslu og mölunar í Þorlákshöfn, svo sem uppskipun- ardælu snigla og færibönd í vöru geymslu og kornunarvél. En fyr- ir er þegar í húsinu fóðurblöndun- arvél og kornmylla. Tækin, sem pöntuð hafa verið eru væntanleg til landsins á nasstunni og verðntj uppsetningu þeirra væntanlega lokið fyrir næstu áramót. í Þor , lákshöfn er nú verið að setja upp | milligerðir f vömgeymsluhúsið til móttöku á ósekkjuðu korni. Þar sem okkur er mikið áhuga- SKUTU Á LOFT Framhaid af bls. 1. menn hafa löngum haldið því fram að kínverskir starfsbræður þeirra stæðu langt að baki að því er varð aði smíði langdrægra eídflauga og fullyrt.'að Kínverjum myndi ekki takast fyrir árið 1975 að smíða svo fullkomnar eldflaugar og Vestúr veldin ráða nú yfir. Hins vegar minnast menn þess nú, að McNamara, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði i marz s. 1. að innan tveggja til þriggja ára myndu Kínverjar ráða yfir e)d flaugum, sem hæft gætu skotmark í 1100 kílómetra fjarlægð og" byggja varnir sínar upp á kerfi með slíkum eldflaugum. Nú er ekki vitað, hvort um svo lang- ; dræga eldflaug hafijverið að ræða ;við tilraunina í dag. j Brezka utanríkisráðuneytið for dæmdi tilraunina 1 dag og sagði talsmaður þess, að hún myndi eitra andrúmsloftið. Harmaði talsmaður inn, að Kínverjar skyldu með til rauninni storka þannig almennings álitinu í heiminum. Eins og kunnugt er undirrituðu Bandaríkin, Bretland og Sivétrík in árið 1963 samning um bann við kjarnorkutilraunum í háloftunum, hinu ytra rúmi og neðansjávar, vegna hættunnar á eitrun. Þennan samning hafa Kinveriar og Frakkar ekki fengizt til að undirrita. Bolholti 6, (Hús Belgjagerðarinnar).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.