Tíminn - 28.10.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.10.1966, Blaðsíða 12
12 TÍMINN FÖSTUDAGUR 28. október 1966 BUXNABELTIN FRÁ eru sniðin fyrir ís- lenzkar konur. Þau eru: ★ HLÝ ★ ÞÆGILEG ★ FALLEG. 4 Fást í: M — L — LX Fást í: HVÍTU SVÖRTU FJÓLUBLÁU og HÚÐLIT. Biðjið um Lady belti. Heildverzlun Davíðs S. Jónssonar, sími 24-3-33- TIL SÖLU Dráttarvél, Massey-Ferguson 65, 50,5 hestöfl, smíðaár 1959, jarStætari, 60 þumlunga, smíSaár 1959, mykjudreifari Howard 2 tonn, smíSaár 1966 lít'S notaSur. Kaupfélag Rangæinga Tilboð óskast í smíði innihurða og skápa í íbúðir Framkvæmdanefndar byggingaráætlunar í Breið- holtshverfi. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora í dag og næstu daga. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 TilboS óskast í nokkrar fólksbifreiðir, e rverða sýndar að Grens- ásvegi 9 mánudaginn 31. október kl. 1—3. Til- boðin verða ophuð 1 skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarl'Sseigna. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. B R I DGESTONeI HJÖLBARÐAR Síaukin sala BRIDGESTONE sannar gæðin. Veitir aukiS öryggi í akstri. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTA — Verzlun og viSgerðir. Sími 17-9-84. Gúmmíbarðinn h.f, Brautarholti 8. TREFJAPLAST PLASTSTEYPA Húseigendur! Fylgizt með tímanum. Ef svalirnar eða þakið þarf endurnýjunar við, eða ef þér eruð að byggja, þá látið okkur ann- ast um lagningu trefja- plasts eða plaststeypu á þök svalir gólf og veggi á húsum yðar, og þér þurfið ekki að hafa áhyggjur af þvi í framtíðinni. Þorsteinn Gíslason, málarameistari, sími 17-0-47. TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla- Sendum gegn póstkröfu. Guðm. Þorsteinsson. gullsmiður, Bankastræti 12. Jón Grétar Sigurðsson héraðsdómslögmaður. Austurstræti 6, sími 18783. T rúlofunarhringar afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. HALLDÖR, Skólavörðustíg 2. Brauðhúsið Laugavegi 126. Smurt brauð Snittur Cocktailsnittur, Brauðtertur Sími 24631. KJARAMÁL BÆNDA Framhald af bls. 9. til skilnings? Og nú er það svo, Sigurgrímur minn, að málum okk ar er svo komið, að það eru launa stéttirnar einar, sem geta leiðrétt launalið okkar í verðlagsgrund- velliniun, með sinni kjarabaráttu, með hækkuðum skráðum taxta. En ég hef ekki trú á þvi, að þær leggi mikla áherzlu á það, eins og nú er háttað á vinnumarkaðinum víðast hivar á landinu. Vinnuaflið er á uppboði, það mun ekki óalgengt, að ófaglærð- um mönnum sé greitt 30% ofan á hinn skráða taxta, og faglærðum langt þar yfir. Þetta fer að vísu eftir atvinnuástandinu á hverjum stað. Ekki er líklegt, að launastétt/ unum mundi takast, að fá þann kauptaxta viðurkenndan, sem greiddur er í dag, hvað þá meira, þótt þær færu út í kjarabaráttu. ! En ef taxti launastéttanna hækk- aði um t.d. 5%, þá mundi launa- liður verðlagsgrundvaMarins, hækka sjálfkrafa um rúmlega 11 þúsund krónur, en það kaup, sem nú er greitt í landinu, að öðru leyti, mjög lítið breytast. Sú breyt ing, sem gerð var á Framleiðslu- ráðslögunum um launaliðinn, þar sem horfið var frá að fara eftir heildartekjum viðmiðunarstétt- ■ anna, en í stað þess að mæla j vinnumagnið í viðmiðunarbú- : inu, og greiða það með skráðum töxtum þessara stétta, væri margt hægt að segja um, sem bíða verður betri tíma. En hafi einhver verið í vafa um það áður, þá ætti hann ekki að vera það lengur, að þarna hef- ur verið stigið stórt spor aftur á bak. í þessum samningum í haust var vinnutími okkar reiknað- ur með taxta, sem er miklu lægri en sá taxti, sem viðmiðunarstétt • irnar yfirleitt hafa, enda er Al- þýðublaðið farið að hrósa sex- mannanefnd. Er það ekfki vísbend ing, hvemig í ístaðinu hefur ver- ið staðið af fulltrúum bænda í nefndinni? Eins og málefnum landbúnað arins er komið, get- ég ekki betur séð, en næg verkefni bíði úr- lausnar aðalfundarins ef á að taka á þeim málum af einurð og ■ festu. Er ekki orðið t.d. tíma- bært, að athuga vel og leggja - niður fyrir sér, hvernig vinnu- magnið í viðmiðunarbúmu á að finna út, á meðan afskriftir og fyrning af vélum og gripahús- um, er ekki reiknað, minna en 16 þúsund krónur! Þá má ekki vera mikil tækni á þeim búum, sem vinnumagnið er mælt á, ef við eigum ekki að verða einnig hlunnfarnir á þessum lið, eins og á hinum skráðu töxtum. Stéttar- samband bænda þarf nú, öllu öðru fremur, að sameina bændastétt- ina og fylkja Mði, svo sem sam- þykktir þess mæla fyrir um, þeg ar nauðsyn kallar. NauSsyn þess verður naumast í efa dregin, og bændur munu fúsari að hlýða því kalli en oftast áður. Fyrri hlutinn á níundi grein laga um Framleiðsluráð óg fl. er svo- hljóðandi: „Heimilt er að breyta afurðaverði til framleiðenda, og þar með söluverði landbún- aðarvara ársfjórðungslega frá 1. desember, 1. marz og 1. júní, vegna hækkunar á . kaupi, sain svarandi til þess, að laun bónda og verkafólks hans í verðlags- gundvelli landbúnaðarvara, séu til samræmis við þá hækkkun, sem kann að hafa orðið á kaupi í almennri verkam'annavinnu í Reykjaví'k, á undangengnu þriggja mánaða timabiM.“ Að athuguðu máM get ég efeki betur séð, en aðalröksemdin fyrjr frestun aðal fundar Stéttasamhands bænda sé faMin. Auðbrekku, 16. október, 1966. Stefán Valgeirsson. MINNING Framhald af bls. 8 Ég á margar ánægjulegar rninn- ingar frá kynnum okkar sérstak- lega eru mér hugstæðar margar samverustundir, sem við áttum á ferðalögum á hestum í góðra vina hópi. Guðjón var maður félagslynd- ur og naut þess heilshugar að blanda geði við aðra og hann hafði þannig framkomu að öðrum þótti gott með honum að vera. Mér fannst ailtaf að hann heifði yfir sér nokkum heimsborgara- brag- Hann hafði víða farið og mörgum kynnst og sagði vel og skipulega frá og gat gætt frá- sögn sína Mfi svo eftir væri tek- ið. Hann varð fyrir þeirri raun að missa konu sína meðan bömin vom í æsku, en hann var þess umkominn að geta haldið 'hópn- um saman meðan þau þurftu á föðurvemd að halda. Guðjón var sterkur ersónu- leiki og lét ekki erfiðleikana smækka sig. Eiinar Benediktsson segir f kvæðinu Fákar: Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm það er bezt. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl, sem ei þaggast, ei lund sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumur þíns hjarta rætist. Hann fór oft að heiman og þá gjarnan á vit vina sinna. Eftir að hann missti heilsuna fór hann mjög Mtið en vinir og vandamenn komu oft til hans í heimsókn, fyr- ir það var hann mjög þakklátur. A þeim árum kom ég oft til hans og venjulega var það er ég fór að hann fylgdi mér út á varinheUuna og sagði um leið og hann felapp- aði mér á öxlina. „Góðu látti ekkj dragast lengi að þú komir næst.*' Slíkra, sem hann var er gott að minnast. Jón Guðmundsson. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.