Vísir - 20.10.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 20.10.1975, Blaðsíða 6
6 VÍSIR. Mánudagur 20. október 1975? VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Árni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson • Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúia 14. simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. f lausasögu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Við vinnum á Gildiátaka reglugerðarinnar um 200 sjómilna fiskveiðilögsögu virðist þegar hafa haft nokkur áhrif á þær þjóðir, sem harðast hafa staðið gegn út- færslunni. Vestur-þjóðverjar ákváðu þannig i kjöl- far útfærslunnar að aflétta löndunarbanni á islensk skip. Þetta löndunarbann hefur staðið i vegi fyrir viðræðum um hugsanlegar veiðiheimildir. Vestur-þýska stjórnin hefur þvi að nokkru leyti látið undan siga nú þegar 200 sjómilna fiskveiðilög- sagan er orðin að veruleika. Talsmenn stjórnarinn- ar i Bonn hafa sagt að með þessu vildu þjóðverjar skapa jákvætt andrúmsloft. Einar Ágústsson utan- rikisráðherra hefur opinberlega lýst yfir þvi að hann telji þetta bera vott um, að þjóðverjar vilji vinsamlega sambúð. 1 framhaldi af þessum breyttu aðstæðum er eðli- legt að fallast á viðræður við fulltrúa vestur-þýsku rikisstjórnarinnar. Á hinn bóginn er ljóst, að afnám löndunarbannsins breytir engu um tollmúra Efna- hagsbandalagsins. Það er enn skilyrði af hálfu vest- ur-þjóðverja fyrir gildistöku viðskiptasamningsins við bandalagið að samkomulag takist um fiskveiði- heimildir á Islandsmiðum. Þó að vestur-þýska rikisstjórnin hafi opnað möguleika á viðræðum með þvi að afnema löndunarbannið er það i sjálfu sér ekki sönnun þess að hún hafi látið af þvergirðingshætti sinum i málinu. Setning löndunarbannsins voru herfileg mistök af hálfu þjóðverja. fslensk fiskiskip hafa siðan selt i Belgiu. Þjóðverja vantar fisk. Það er ugglaust ein af ástæðum þess að þeir eru nú reiðubúnir til þess að sveigja litið eitt af. Formaður Landssambands is- lenskra útvegsmanna hefur lýst yfir þvi, að islensku skipin muni halda áfram at selja i Belgiu. Þetta er rétt stefna. Engin ástæða er til þess eins og sakir standa að færa þjóðverjum fisk, þó að þeir sjái nú að löndunarbannið hafi fyrst og fremst bitnað á þeim sjálfum. Við eigum fyrst að sannreyna hvort raunveruleg- ur vilji er fyrir hendi til þess að ganga að samning- um með þeim ströngu skilyrðum sem við setjum. Þjóðverjar verða að viðurkenna i reynd rétt okkar til fiskveiðilögsögunnar og til þess að stjórna veið- um innan hennar. Full ástæða er þvi til þess að fara varlega i væntanlegum samningaviðræðum við þjóðverja. Hitt var eðlilegt að taka upp viðræður við þá til þess að staðreyna, aír hvort hér i raun og veru um breytta afstöðu að ræða. Nóg komið Visir vakti fyrir nokkru athygli á þvi, að stjórnvöld hafa ekki staðið að kynningu landhelgismálsins á þann hátt sem æskilegt hefði verið. Verulega hefur á það skort að okkar sjónarmið hafi komið fram er- lendis utan ráðstefnusala. Sendiherrar hafa jafnvel kvartað yfir þvi að fá ónógar upplýsingar um af- stöðu stjórnvalda. Nú hefur það gerst að einn af sendiherrum ís- lands hefur gefið til kynna að við myndum skipta um bandamenn ef vestræn riki sæju ekki til þess að 200 sjómilna fiskveiðilögsagan verði virt. Yfir- lýsingar af þessu tagi eru að sjálfsögðu óþolandi. Þó að mikilvægt sé að kynna málstað íslands erlendis er varhugavert að gera það með aðferðum fyrrum blaðafulltrúar rikisstjórnarinnar. Umsjón: GP Fjármálasérfræöingar New York bera saman bækur sínar, en hvergi örlar á úrræðunum. Skuldafenið Nýja Jórvík Fjármálaöngþveiti New York-borgar er mörgum efst i huga þessa dagana. Gjaldþrotið, sem yfir henni vofir, þar sem hún situr djúpt sokkin i skuldafenið, er fleirum tilefni umhugsunar en rétt aðeins ibúum borg- arinnar eða öðrum skattgreiðendum Banda- rikjanna. Menn hafa bæði áhyggjur af þvi, að dynkurinn af gjaldhruni New York kunni að skekkja stoðir viðskiptalifs út fyrir land- steina USA, og svo þvi, hvort öðrum stórborgum sé hætt við svipaðri óreiðu, fyrst þessi höfuðbörg viðskipta og versíun-' ar Bandarikjanna er svona á vegi stödd. Engum blöðum þykir þurfa að fletta um ástæðu þessa öngþveitis: Sukk, óreiða og óstjórn margra ára borgar- stjórnar New York hefur gengið svo fram af mönnum, að Ford forseti neitaði þverlega hjálpar- beiðni borgarstjórnarinnar um styrk úr rfkissjóði. Lengi hefur mönnum ofboðið fjárausturinn og oft hefur verið á það bent, að New York þyrfti að skera niður útgjöld sin’ en einhvern veginn hefur hvert fjárlagaárið liðið svo af .öðru, að ekkert hefur sést i þá átt. Niðurstöður útgjaldaliðar fjárlaga yfirstandandi árs voru 12,3 milljarðar dollara, eða rúmlega tvisvar sinnum hærri en 1969. Hallinn á þeim nemur að minnsta kosti 800 milljónum dollara. — En aðalvandinn ligg- ur ekki i þvi að rétta af þann halla, heldur að greiða upp halla fjárlaganna frá þvi i fyrra, og hittifyrra og árið áður og þar áður. Aður en júnimaður er úti verður New -Yorkborg að greiða 4 milljarða dollara til ’þeirrar skuldajöfnunar. En hún átti ekkert fé til þess að greiða bæjarstarfsmönnum kaupið þeirra, þegar þessi grein var skrifuð fyrir helgi. í botnlausum skuldum hefur borgin gripið til þess að slá lán á lán ofan. Ekki aðeins lán til nýrra framkvæmda, heldur lán til daglegs rekstrar lika. New York-fylki hefur neyðst til þess að hlaupa undir bagga með henni og þykir liggja við borð, að borgin dragi fylkið með sér niður i fenið. Það sem mönnum óar mest, ef lysa verður yfir gjaldþroti borgarsjóðs, er ekki svo mikið stuggur af gjaldþroti lána- drottna borgarinnar. Á þvi þykir ekki svo mikil hætta. Heldur hinu, að þeir sem keypt hafa skuldabréf borgarinnar og fylkisins, hvekkist af tapinu, þegar þeir verða að afskrifa bréfin, og slik bréf verði hér eftir óseljanleg. En öll fylki Bandarikjanna hafa gefið út og selt bréf af þvi tagi og fjár- magnað framkvæmdir sinar með þeim hætti — enginn þó i svipað þvi jafnmiklum mæli og N.Y., sem hefurscnt frá sér um 19% þeirra 200 milljarða dollara skuldabréfa, sem eru á markaðnum. Samt sem áður hefur Ford og sérfræðingar fjármála- ráðuneytisins daufheyrst við bænum Beame borgarstjór. ,,Ekki lóga okkur, þótt við sé- um veikir,” sagði borgarstjóri nýlega og reyndi að slá á þá strengi að sumt af útgjöldum borgarinnar á rætur sinar að rekja til félagslöggjafar sem hún fékk engu ráðið um. Þarna er við ramman reip að draga. Hugarþel manna annars staðar I Bandarikjunum til New York, er svipað og afstaða dreifbýlisins á íslandi til Reykjavikur. jafnvel fjandsam- legra. Þeir mega naumast til þess hugsa að skattpeningum þeirra sé varið til þess að hlaða undir nýju-jórvikinga. Sist þar sem borgin er I þeirra augum hin mesta óreiðuhit. Þeir geta bent á ótal útgjalda- liði, sem margoft hafa verið nefndir sem dæmi um, hvar mætti spara — áh þess að New York hafi tekið þvi tiltali. Þar er launaliðurinn lang- stærstur, 60% útgjalanna eða um 7 milljarðar dollara. — Á árunum 1961 til 1974 jókst starfsmannafjöldi borgarinnar um 100 þúsund á sama tima, sem ibúafjöldi hennar féll úr 7,8 milljón manna niður i 7,5 milljónir. Hvergi i Banda- rikjunum eru borgarstarfsmenn eins vel launaðir og i New York. Hefur einkaframtakið' ekki getað fylgt þeim launahækkun- unum eftir. Þannig hefur t.d. gjaldkerfi hjá borgarfyrirtæki 220 dollara meðan bankagjald- keri hefur 164 dollara. Eftirlaunagreiðslur eru einn liðurinn, sem vaxið hefur upp úr öllu valdi. Eftir 19 ára starf get- ur borgarstarfsmaður farið á eftirlaun með 1/2 laun siðasta starfsárs að meðreiknuðum yfirvinnugreiðslum. í fram- kvæmdinni hefur það komið þannig út, að allir vinna eins og berserkir yfirvinnu siðasta starfsár sitt, svo að eftiriaunin slaga i fjölda tilvika upp i full laun. — Ef áfram heldur þeirri þróun, sem verið hefur I eftir- launagreiðslum borgarsjóðs, mun sá útgjaldaliður nema 2 milljörðum öollara árið 1980. Borgaryfirvöld hafa reynt að fækka starfsfólki, en mætt and- stöðu verkalýðsfélaganna. Kennaraverkfallið siðasta er mönnun ekki enn úr minni. Þegar kannað er, hversu ágengt þeim hefur orðið i þessu tilliti, kemur i ljós að óbreyttu starfs- fólki hefur fækkað um 5,23%, en hinum ýmsu „stjórum” um að- eins 2,27% Þykir sýnilegt, að stjórarnir, ábyrgðarembættis-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.