Vísir


Vísir - 08.11.1975, Qupperneq 10

Vísir - 08.11.1975, Qupperneq 10
10 VÍSIR. Laugardagur 8. nóvember 1975. Nofaðir varahlutir í flestar gerðir eldri Ath. breyttann opnunartíma. Höfum framvegis opið kl. 9-6,30 Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9 — 7 alla virka daga og 9—5 laugardaga Laus staða Lektorsstaöa ienskum bókmenntum við heimspekideild Háskóla islands er laus til umsóknar. I.aun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir með itarlegum upplýsingum um ritsmiðar og rann- sóknir svo og um námsferil og störf, sendist menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 10. desember n.k. Menntamálaráðuneytið, 5. nóvember 1975. Styrkveitingar til norrœnna gestaleikja Af fé þvi, sem Ráðherranefnd Norðurlanda hefur til ráðstöfunar til norræns samstarfs á sviði menningarmála, er á árinu 1976 ráðgert að vcrja um 950.000 dönskum krónum til gestaleikja á sviöi leiklistar, óperu og dansiistar. Umsóknir um styrki til slikra gestasýninga eru teknar til með- ferðar þrisvar á ári og lýkur fyrsta umsóknarfresti vegna fjár- veitingar 1976 liinn 1. desembcr nk. Skulu umsóknir sendar Nor- rænu menningarmálaskrifstofunni i Kaupmannahöfn á tilskild- um eyðublöðum, sem fást i menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, Reykjavík. Menntamálaráðuneytið, 7. nóvember 1975. Auglýsing Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið óskar að ráða sendil hálfan daginn. Upp- lýsingar i ráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 7. nóvember 1975. Blaðburðar- börn óskast Tjarnargötu VISIR Hverfisgötu 44 Sími 86611 m m _ KROSSGOTUR Sigvaldi Hjólmarsson skrifar: Ritað í tilefni af þvf hve lítið heyrist frá íslandi um landhelgismálið ALDREI heyrist rætt um þær girðingar milli manna sem trú- lega valda mestu böli: tungu- málamúrinn. Hann hvilir á mannkyninu einsog farg og deildar það niður — aðallega i tvennt: þá sem á ensku mæla.... og hina. Hann er ekki i þvi fólginn að enskir og hinir geti ekki talast við — enskir læra að visu ekkert mál nema til að skrönglast gegnum skóla, en hinir læra ensku baki brotnu — heldur er málum þann veg skipað að heimsmenningin fyrirfinnst varla nema á ensku. Það er af og frá, sýnist mér, að menn skilji þetta frakkar þó helst, enda reyna þeir eftir megni að vera þeir sjálfir og tala frönsku. En þeir sem eiga alþjóða- Enskur heilaþvottur tunguna að móðurmáli eru ný forréttindastétt f sameinuðu mannkyni. Það er augljóst mál ef menn leiða hugann að því: Allt sem til að mynda er sett i fjölmiðla á Englandi verður al- þjóða-eign á stundinni. Þegar englendingar tala þá hlustar allur heimurinn. En islending- ar, finnar, eskimóar og hottin- tottar tala bara við sjálfa sig. Þannig er . enskan og hið enskumælandi fólk, og þó eink- um hið gamla enska ljón, rófu- brotið og tannslæmt, á góðum vegi með að heilaþvo afganginn af tilverunni. (Mér er tjáð að enskur heilaþvottur sé meira að segja i fullum gangi i Kina!) Ekkert er markvert nema það sé á ensku og helst með ox- ford-framburði. Og svo finnst okkur málstaður íslands i landhelgismálinu sæmilega kynntur með fáeinum greindariegum tölum á aljóða- þingum, og með þvi að láta á þrykk út ganga dálitinn pésa i eitt skipti fyrir öll! Mér dettur i hug kunningi minn onúr sveit. Hann var á móti grunnskólafrumvarpinu. Þegar ég spurði hann hvi hann ekki skrifaði um þetta i blöð þá mælti hann hróðugur: — Ég hreyfði þessu á ung- mennafélagsfundi heima. En ætli það hafi dugað miklu betur en stjórnmálabaráttan hjá bónda þeim fyrir norðan sem þrumaði allar sinar póli- tisku ræður yfir hrútum úti kofa að vetrarlagi og fannst svo und- arlegt að ekki fór neitt orð af málsnilld hans á öðrum bæjum. Ég hef sjálfur horft uppá hversu jafnvel hin vinsamleg- ustu skrif i okkar garð reyta af okkur æruna i öðrum heims- hluta. Þótt hlýlega sé mælt er öll hugsunin stigin uppaf grunni hins breska málstaðar: islend- ingar eru að hrekja vesalings fiskimennina frá Hull og Grims- by af þeirra fornu miðum útá reginhafi. Og þá er málið af- greitt! Hlýleg skrif sanna bara hina þekktu bresku sanngirni. Þá er ætið klappað fyrir þvi sem framgengur af munni breskra fiskifræðinga. Fólk er vant að taka mark á breskum visindamönnum. Það hefur séð sjónvarpskvikmyndir ellegar lesið greinar þarsem vitnað var til breskra sérfræðinga um ástalif músa eða annan álika visdóm. En islenskir fiskifræð- ingar eru ekki einu sinni til i sjó- ræningjasögum. Það sem bretar mæla á bjór- krám fer nærri eins langt og ræður framámanna vorra þótt þeir tali góða ensku og finnist sjálfum sem þeir hafi prófarka- lesið samvisku mannkynsins með þvi að ræskja sig tvisvar þrisvar í útlent tfvi! En ef á islensku væri jafnmik- ið hlustað og ensku i heiminum þá vissi allt önnur hlið upp á málinu. Þá færu eftirfarandi atriði útum allt: 'Jc „Réttindi” enskra á ís- landsmiðum — eru þau ekki leifar frá nýlendutimanum þeg- ar smáþjóðir voru ekki spurðar um neitt? jA- „Alþjóðalög” sem dæmt er eftir i Haag, hvað eru þau annað en það sem stórveldin kæra sig um að séu alþjóðalög? Taka stórveldin nokkurt mark á Haag er dómur fellur þeim i gegn, sbr. frakka og kjarnorkutil- raunir i Kyrrahafi? ★ Ætli bretar sendu herskip á Islandsmið ef þar væru fyrir 200 milljónir i staðinn fyrir 200 þús- und — sem varla hafa annað en dósahnifa og teygjubyssur að verja sig með? 'A’Ættu ekki bretar og þjóð- verjar (og íleiri) að greiða is- lendingum skaðabætur, og þær háar, fyrir að hafa á undanföm-’ um áratugum farið ránshendi um islenskar áuðlindir sem þar að auki eru að kalla einustu auð- lindir landsmanna? ★ Eru bretar ekki i vandræð- um með sjálfa sig afþvi þeir kunna ekki að vera til eftirað þeir lögðu niður þann vana að lifa á svita og blóði annarra þjóða? 'A'Er nokkur furða þótt is- lendingar séu óglaðir banda- menn vestrænna þjóða i NATO úrþvi sumar helstu þjóðirnar i þvi bandalagi nota önnur sam- tök sin til að beita þá viðskipta- kúgun og neyða til að gera það sem þeir vilja með engu móti? Mig grunar að þessir punktar þættu ihugunarverðir viða um heim, a.m.k. þarsem ekki er þörf á neinum sögusögnum um vinnubrögð stórvelda. Islenskir ráðamenn ættu aldrei að tala nema á islensku i samningaþrefi við erlenda fósa, og hafa sjálfir túlka til þess eins að snara orðum sinum yfir á hitt málið. Hinir geta séð um sig. Slikt veitti okkar mönnum styrk og drægi úr meðvitaðri og ó- meðvitaðri vanmetakennd sem hrjáir þá stundum i skylming- um orðanna við veraldarvanari menn frá veraldarvanari þjóð- um. Og við ættum að taka fyrir enska heilaþvottinn i islenskum skólum. Hvert mannsbarn sem leggur úti einhverja verulega skóla- göngu þyrfti að nema tvær tungur, eina evrópska (ensku, spænsku, frönsku, þýsku) og aðra frá fjarlægari heimshlut- um (kinversku, rússnesku, hindi, arabisku, swahili). Þannig yrðu islendingar menntaðir- menn og færu kannski að sjá mannkynið i heild i stað þess að einblina á Vestur-Evrópu og Norður-Ame- riku rétt einsog allt sem er þar fyrir utan sé heimsmenningunni óviðkomandi. VÍSIR flytur helgar- fréttirnar á mánu- dogum. Degi fyrrenönnur dagblöð. *—' (gerist áskrifcndur)

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.