Vísir - 15.11.1975, Page 8

Vísir - 15.11.1975, Page 8
8 vísm Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjóri og ábm Ritsíjóri frétta Fréttastjóri erl. frétta Auglýsingastjóri Auglýsingar Afgreiösla Ritstjórn Áskriftargjald 1 t Iausasöj;u 49 Reykjaprent hf. Davið Guðmundsson Þorsteinn Pálsson Á'rni Gunnarsson Guðmundur Pétursson Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Sfðumúla 14. simi 86611. 7 linur S00 kr. á mánuði innanlands. kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ófriðarsamþykkt Sameinuðu þjóðanna 1 þrjá áratugi hafa Sameinuðu þjóðirnar unnið að lausn deilumála þjóða i milli. Á þeirra vegum og hinna ýmsu sérstofnana hefur verið unnið að margs konar framfaramálum. Engum blandast þó hugur um, að þessi samtök hafa að ýmsu leyti verið van- búin til þess að hafa þau áhrif á alþjóðavettvangi, sem að var stefnt. Vanmáttur Sameinuðu þjóðanna hefur þvi valdið mönnum vonbrigðum. Með tilkomu nýrra rikja á allra siðustu árum hafa samtökin breyst verulega. Málflutningur og vinnubrögð hinna nýju aðildar- þjóða hafa enn dregið úr möguleikum stofnunarinn- ar til þess að gegna þvi meginhlutverki að tryggja friðsamlega sambúð og setja niður deilur. Óhætt er að fullyrða að keyrt hafi um þverbak i þessari viku, þegar allsherjarþingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að fordæma þjóðernisstefnu gyðinga, sionismann, sem kyn- þáttamisrétti. Flestum má vera ljóst, að samþykkt af þessu tagi á ekkert skylt við baráttuna gegn kyn- þáttafordómum. Hún er fyrst og fremst striðssam- þykkt og viðsf jarri friðargæsluhlutverki Sameinuðu þjóðanna. Gyðingar hafa um aldir verið umdeild þjóð og þeir hafa lengi mátt þola ofsóknarherferðir af ýmsu tagi. Þjóðernisstefna gyðinga á sér langa sögu, sem lyktaði með stofnun ísraelsrikis og snýst nú um við- hald þess. Stofnun þessa rikis olli svo sem vænta mátti miklum erfiðleikum. En þau verða ekki leyst með enn einni ofsóknarherferðinni eins og þeirri, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa nú lagt grundvöll að. Arabarikin hafa með stuðningi ýmissa rikja þriðja heimsins lagt kapp á að einangra ísrael á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Með þessum að- gerðum er verið að gera samtökin að hergagni og um leið er stoðunum kippt undan þeim sem vett- vangi friðarviðleitni. FÍestar þjóðir leggja rækt við þjóðerni sitt og standa um leið vörð um sjálfstæði sitt. Þetta eru ekki kynþáttfordómar. Friðsamleg sambúð grund- vallast á þvi að þjóðir með ólik stjórnkerfi, trúar- brögð og menningu njóti jafnréttis i samskiptum á alþjóðavettvangi. Aðförin að ísrael á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er þvi ófriðarstefna. Við getum dregið margs konar lærdóm af sam- þykkt allsherjarþingsins. I innanlandsstjórnmálum hér hefur þvi verið haldið fram, að við ættum meiri samleið með rikjum þriðja heimsins en lýðræðis- þjóðum Vestur Evrópu. Að sjálfsögðu stöndum við með þeim þjóðum, sem hafa verið og eru að brjótast undan oki erlends valds. En fyrst og fremst hljótum við að bindast samtökum við lýðræðisrikin. Hin breyttu viðhorf á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna sýna gleggst, hversu brýnt það er og mikil- vægt, að lýðræðisrikin treysti enn meir samstöðuna sin á milli. Afstaða okkar i utanrikismálum hlýtur að mótast af þessum aðstæðum. Við verðum að gjalda varhug við hverri viðleitni, sem fram kemur og miðar að þvi að rjúfa tengslin við lýðræðisþjóðirnar. Lýðræðisöflin eiga i vök að verjast og þvi er rikari ástæða en fyrr að treysta og efla samtök þeirra. Laugardagur 15. nóvember 1975. VISIR í holunni miklu, sem þó er stærri en hér sést. Klafastaðir og útihús. JVJ ekur möl Iholubotninn. Hún er tekin skammt frú. HOLAN MIKLA í TÚNJAÐRINUM

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.