Vísir - 15.11.1975, Síða 24

Vísir - 15.11.1975, Síða 24
■yÍCTJí I 011 vilja þau eiga dúfur ------ I og kam'nur Laugardagur 15. nóvember 1975. Dúfur og kanínur njóta mikilla vin- sælda hjá krökkum í Vestmannaeyjum þessa dagana. Sumir hafa kanínurnar og dúf urnar meira að segja í sama búri, og virðist þeim bara líka sambúðin ágætlega. Guðmundur Sigfússon tók þessa mynd af Adólf Adólfssyni, sem á þrjár dúfur og tvær kanínur í sambýli. Adólf á dýrin með vini sínum, en þeir voru ný- búnir að veiða eina dúfuna, þegar Guð- mund bar að. —EA Togarinn Júní frá Hafnarfiröi fékk tundurdufl f vörpuna er hann var að veiðum út af Vestf jörðum síðdegis í gær. Eitt íslensku varðskipanna fór til móts við togarann og rannsökuðu varðskips- menn duflið. Reyndist það vera óvirkt. Siglt var með duflið á djúpmið og þvi sökkt þar. —VS 18 árekstrar í umferðinni til kl. 19 í gœrkvöldi Atján árekstrar höföu veriö bókaðir hjá lögreglunni i Reykjavik kl. 19:00 i gærkvöldi. Ekki lágu fyrir upp- lýsingar um slys á mönnum eöa skemmdir á farar- tækjum þar sem i nógu hafði veriö að snúast hjá lögreglunni og litill timi gefist til skýrslugerðar. Þó slasaðist drengur i árekstri, sem varð á mótum Bústaðavegar og Réttarholtsvegar kl. 13:30 i gærdag. Hann var fluttur á slysadeild Borgar- spitalans, en meiðsli hans voru ekki kunn. Talsverðar skemmdir urðu á farartækjum. Einnig muu hafa orðið litilsháttar meiðsl á mönnum i árekstri á mótum Grensásvegar og Fellsmúla rétt fyrir kl. 7 i gærkvöldi. I Gœslan ýtir við bretonum ,,Það er ekkert stórkostlegt að gerast á miðunum”, sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri landhelgis- gæslunnar, i samtali við Visi i gærkvöldi. „Við höfum farið okkur hægt af stað. Varðskipin hafa einungis aðvarað bresku togarana um að þeir væru að ólöglegum veiðum. Sumir hafa hift upp og siglt utar en liklega haldið þar áfram uppteknum hætti, þegar varðskipið var úr augsýn”. Hann sagði fjölda breta hér við land álika mikinn og verið hefði undanfarna daga. Megin- flotinn væri fyrir austan — djúpt vestur af Hvalbak. Þar væri ágætis veður á miðunum. Ann- ars væri veður fremur leiðin- legt, en færi batnandi. —VS Sjómenn eru óánœgðir með frammistöðu bresku stjórnarinnar Margir breskir sjómenn voru óánægðir mcð frammistöðu rik- isstjórnar sinnar I landhelgisdeilunni. t viðtali sem BBC I Humberside á Englandi átti við einn tog- araskipstjóranna sent veiða hér við land sagði hann, að þrátt fyrir tvö ár til samningagerðar, hefði ekki verið samið um neitt. Skipstjórinn, Bill Hardy, á togaranum Spurs frá Grimsby, sagði að islensku varðskipin hefðu siglt á ntilli togaranna og að- varað þá. Togari Hardys er einn af 50 togurum sent veiða áfram af full- um krafti innan við nýju 200 míina landhelgina, þrátt fyrir að samningar hafi runnið út, og þeir hafi verið aðvaraðir unt að færa sig útfyrir. —ÓH „Bölsýni réttlœtir ekki einhliða ót- fœrslu landhelgi" segir einn af formönnum Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna „Bölsýni vegna þess hve Haf- réttarráðstefnan tekur langan tima, réttlætir ekki einhliða út- færslu landhelgi,” segir Alex- andre Yankov, einn af formönn- um Hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna. Yankov, sem er ambassador, Búlgarlu I Bretlandi, sagði þetta á meðan á heimsókn hans stóð i Hull I Bretlandi. Hann skoraði á allar fisk- veiðiþjóðir að sýna þolinmæði. „Allar einhliða aðgerðir skemma fyrir umræðum um hafréttarmál,” sagði Yankov. —ÓH Stœrsti láns- samningur ís- lenskra Seðlabnnkinn hefur gengið frá stærsta lánssamningi sem gerð- ur hcfur vcriö af hálfu islensks aðila. Lánsfjárhæöin er 45 mill- jónir dollara sem samsvarar rúinlega 7,5 milljörðum króna. Lánssamningur þessi hefur þann tilgang aö styrkja greiðsluslööu íslands út á við. Frá samningum var gengið á svokölluðum Evrópudollara- markaði. Hvenær sem er, á næstu þremur árum. getur Seðlabankinn tekið út af láninu en það sem þá hefur verið notað skal endurgreitt á næstu þrein- ur árum þar á cftir. Vextir á láninu verða breytilegir og munu fylgja hinuin svokallaða millibankamarkaði I London. aðila Alls eru 13 erlendir bankar aöil- ar að lánssamningnum. A blaöamannafundi iagði Jó- hannes Nordal áherslu á að lán þetta væri ekki tekið til þess að fjármagna framkvæmdir eða koma í stað innlendra ráðstaf- ana er dragi úr innflutningi og greiðsluhalla við aörar þjóðir. Hinir eriendu bankar sem aö lánssamningnum standa lýsi ineö lionum trausti sinu á vilja og getu íslendinga til aö takast á við efnahagsvandann. Og i ián- inu felist stuðningur sem veittur sé I trausti þess að einskis veröi látið ólreistaö að standa viö þessar skuldbindingai og aðrar skuldhindingar sem islendingar hafi tekið á sig erlendis. —EKG

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.