Vísir


Vísir - 15.11.1975, Qupperneq 9

Vísir - 15.11.1975, Qupperneq 9
VISIR Laugardagur 15. nóvember 1975. dárnblendiverksmiðda AO GRUNDARTANGA EIGANDI: ÍSLENSKA JÁRNBLENDIFÉLAGIÐ % ICELANDIC ALLOYS LTD. VERKFRÆOINGAR 06 ARKITEKTAR: i THE RALPH M. PARSONS COMPANY LTD. ENGINEERS CONSTRUCTORS LONDON EN°LAND OG ALMENNA VERKFRÍDISTOFAN HF F3ARHITUN HF. HNIT HF RAFTEIKNING SF. TEIKNISTOFAN ÁRMÚLA G. = REYK3AVIK = Hér stendur skilti Járnblendifélagsins. Litast um á Grundartanga og hinir teknir tali steinsson býr. Hann seldi Járn- blendifélaginu 80 hektara lands fyrir rúmar 13 milljónir króna. Hvar i heiminum skyldi vera hægt að fá land fyrir jafn lítið fé? Eða hvað er þetta stór hluti af heildarkostnaðinum við verk- smiðjuna? Kannski getur Krist- mundur keypt sér sæmilega fimm herbergja Ibúö í Reykja- vík fyrir túnið. Einhvern veginn finnst mér, að hann hafi verið hlunnfarinn. Lönd undir sumar- bústaði eru seld fyrir eina mill- jón hektarinn og jafnvel meira. Vélar og fuglar. Þar sem áður heyrðist lítið annað en stöku fugl og skrölt I jeppa uppi á vegi og kannski mótorhljóð frá hvalveiðibátun- um, hvin nú og syngur i tröll- auknum vinnuvélum og vegur- inn nötrar undir hlöðnum vöru- bilum. Maður veltir þvi fyrir sér hvort þarna birtist flótti eða uppgjöf hins dæmigerða Is- lenska sveitalifs fyrir hinum svokölluðu framförum og tækni- þróun. Þá vaknar alltaf spurn- ingin hvort þetta sé rétta leiðin. Klafastaðir verða ákaflega litlir og ósjálfbjarga, þegar horft er framhjá húsunum og niður i hol- una miklu, sem Jón V. Jónsson er að grafa. An þess að verða „dramatiskur” vaknar sú til- finning hvort við séum ekki að glata einhverju. Ef hægt væri að reisa vegg á milli Klafastaða og holunnar, við stæðum uppi á veggnum og litum til beggja hliða, hvorn heiminn myndum viö velja? Okkur er sagt, að þetta sé nauð- synlegt. Ýmis rök segja okkur að trúa þvi, en eitthvað i okkur segir okkur að mótmæla. Hefði ekki verið hægt að velja annan stað? Er ekki nóg af söndum og hraunum á Islandi, þar sem fáir koma? „Það þýddi ekkert að hafa á móti þessu!” Þegar við vorum búnir að horfa smástund á vélarnar böðl- ast i eðjunni I holunni, lesa skilti Járnblendifélagsins og taka nokkrar myndir, renndum við I hlað á Klafastöðum. Krist- mundur og Sæmundur Helgason á Galtarlæk voru að huga að kindum fyrir vestan bæinn. Þeir komu til okkar og við heilsuðumst. Við stóðum smá stund á hlaðinu. Sæmundur Mælingamennirnir „spá I t grunninn”. Ekki áhuga á sambýl- inu. Járnblendiverksmiðjan við Grundartanga er aftur komin á forsiður blaðanna. Nú vegna þess, að fyrirsjáanlegt er að draga verður úr framkvæmda- hraða vegna þrenginga á stál- markaði og tregari lánafyrir- greiðslu. Umræður um þessa verk- smiðju hafa hitað mörgum i hamsi. Mörg stór orð hafa verið látin falla og mikið verið deilt. Ekki er ætlunin að rifja það upp, aðeins segja stutta sögu. Rótað i túnjaðrinum. Jón V. Jónsson, verktaki, tók að sér alla jarðvinnu á verk- smiðjusvæðinu. A ýmsu hefur gengið og peningamál hans og greiðslur til vélaeigenda orðið fréttnæmar. Þrátt fyrir það segja fróðir menn, að Jón hafi unnið mikið starf við erfiðar að- stæður og muni skila verkinu á umsömdum tima. Jón er sagður hugvitsamur maður og verklag- inn, þótt peningamálin hafi gengið brösótt. Er. hvað er ein milljón i dag? I þeirri stóru holu, sem nú hefur verið grafin á að risa járnblendiverksmiðja. Smiði hennar getur eitthvað dregist, en þarna verður hún. Hún ris i túnjaðrinum á Klafastöðum, þar sem Kristmundur Þor- sagði, að hann hefði alltaf verið á móti þessu. Það þyrfti enginn að fara i grafgötur með sinar skoöanir. Kristmundur sagði, að liklega væri erfitt að standa gegn framþróuninni, en sér hefði þótt helviti hart að selja. „En þeir hefðu bara tekið þetta eignarnámi, ef ég hefði ekki samið við þá,” sagði hann. Sæmundi fannst skritið , að þeir skyldu þurfa að velja þetta gróðurlendi undir verksmiðj- una. Nóg væri nú af brunasand- inum og hraununum. Svo kvöddust þeir. Sæmundur hvarf á braut i jeppanum. Krist- mundur bauð okkur i kaffi. „Ég seldi þeim 80 hektara fyrir rúm- ar 13 milljónir. Þetta er ekkert leyndarmál. Það hefur verið sagtfrá þvi i blöðunum. Nei, ná- grannar minir hafa ekki áfellst mig fyrir söluna. Þeir vissu hvernig þetta var i pottinn búið. En þetta var allt gróið land og orðið þurrt að mestu leyti, búið að ræsa fram.” Kristmundur heldur áfram: „Ég hef ekki áhuga á sambýli við stóriðju. Ég veit ekki hvað ég verð hér lengi, kannski ár I viðbót, kannski lengur. Ég hef verið hér með 150 til 200 kindur og þetta 10 til 15 kýr. Ég er bú- inn að skera talsvert. Það fór svo mikið beitiland, þegar þeir byrjuðu að róta i þessu. Þetta var allt graslendi, allt ræktan- legt land. Þeir segja, að þarna hafi verið 2ja metra djúpur jarðvegur. Það er hálf skritið að þurfa að hnoða þessu niður á úr- valsland. — Svo er hálfgerður ófriður af þessu. Það hefur stað- ið glöggt að við misstum fé I drulluna.” Aður en Sæmundur fór sagði hann okkur, að bændur og búalið heföi veriö skipt I afstöðu sinni til verksmiöjunnar, en nú væru fleiri að snúast gegn henni. „Upphaflega var um það rætt, að eitthvað af Katanesinu færi undir stálið, en þeir hafa sloppið. Hins vegar hefur oft verið erfitt að komast þangað eftir hálfófærum veginum,” segir Kristmundur. Svo förum viö að spjalla um landsins gagn og nauðsynjar og gleymum þvi sem er aö gerast austan við bæinn. Við ræðum um nokkra sveitunga, sem við þekkjum báðir. Það bætist heimilisiðnaður I hópinn og um- ræðurnar snúast um uppgræðsl- una i Gunnarsholti, búskap I Hálsasveit, skógrækt á Húsa- felli og margt annað. — Þegar við komum út, er þessari nota- legu stund lokið. Vélargnýrinn hefur að visu þangað. Kaffi eða helgarfri. En holan er á sinum stað og stálrisarnir biða stjórn- endanna. Hve lengi verður búið á Klafa- stöðum vitum við ekki, en sama ættin hefur búið þar i 100 ár, þegar árið 1979 gengur i garð. Sveitarómatlk. Nei, aðeins stutt saga um „nauðsyn” framþró- unar, tækniundrið mikla og litla jörð á Grundartanga. —AG— Kristmundur á Klafastöðum og Sæmundur á Galtarlæk á hlaðinu á Klafastöðum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.