Vísir - 15.11.1975, Side 14

Vísir - 15.11.1975, Side 14
14 Laugardagur 15. nóvember 1975. VISIR TONHORNIÐ Umsjón: Örn Petersen OPINSKÁR CLAPTON Eric Clapton er hlédrægur maður mjög aö eðlisfari, og þvi fátitt um góö blaðaviðtöl við hann. Nýlega náði þó einn blaða- maður bandariska timaritisns ROLLING STONES tali af Clapton, þar sem hann ber- sýnilega var afsiappaður og opinskár. Þykir TÓNHORNINU þvi tilhlýðilegt að birta órdrátt úr þessu viðtali. Santana hélt mér uppi ó tónum R.S. — Þú hefur haldið mjög aftur að þér við gitarleik að undanförnu, hvers vegna? E.C. — Það tekur tima að ná sér, þú veist. Hljómsveitin er rétt að ná saman núna, og ég skara ekki svo fram úr sem gítarleikari, það eru margir betri en ég. R.S. — Eins og hverjir? E.C. — Ég spilaði nýlega með Carlos Santana, og mér finnst hann mjög, já, mjög góður gftarleikari. Hann hélt mér á tánum allan timann. Samt kann ég mjög illa við það að dæma aðra kollega, ekki aðeins er það óréttlátt, heldur hef ég ekki fylgst meö upp á siðkastið. Ég er ekki samkeppnishæfur gitarleikari, þvi ég hef komið mér vel fyrir á minum bás, og breyti þvi ekki bara til þess að efna til samkeppni, þá frekar hætti ég alveg. Stansa og byrja upp á nýtt R.S. — Litur þú á „E.C. was here” (nýjasta albúm Claptons og er „live”) sem endurnýjun á ferli þinum sökum „blues” áhrifa hennar? E.C. — Laukrétt, ný byrjun. Það liggur i augum uppi að engum gengurvel endalaust, og einhvern timann liður manni of vel og þá hugsa ég hvort það sé ekki timi til kominn að stansa og byrja alveg upp á nýtt. „Layla” var eitt dæmi um endurbyrjun og þannig kemur það efalaust til með að endur- taka sig. Þetta er bara mottó hjá rnér, ég vildi t.d. óska þess, að þessi hljómsveit, sem ég hef núna, yröi með mér til langframa, en ég veit að það er útilokað. Svona gengur þetta i stórum hring, það hlýtur að sjást á ferli minum. R.S. — Var E.C. was here” timabær núna sem „live” albúm? E.C. Ég vildi satt best að segja ekki gefa hana út núna, en út- gáfufyrirtæki minu fannst sala „There’s one in every crowd” ganga full hægt, og þeir vildu þvi koma með þetta „live” albúm núna i þeirri von um að það seldist samhliða tónleika- ferðalaginu. Ég skil ekki svona hugsunar- hátt, en lét samt til leiðast og valdi nokkur lög fyrir þá sem voru til á lager. Ef fólk sér eitthvað samhengi á milli þessara laga, þá er það hreinasta tilviljun. Nœsta albúm kröftugra og betra R.S. — Hvernig verður næsta albúm þitt? E.C. — Ég býst varla við að það verði i þessum rólega stil, þaö er kominn timi til þess að hraðara og örugglega verður það betra. En ég er samt ennþá á veiöum. R.S. —Attu ennþá efni á lager frá tið Derek & the Dominos? E.C. Ó, já, ég athugaði það, þegar ég var að taka upp „461” en það furðanlega við það er, að enginn veit hvar spólurnar „masterinn” eru niðurkomnar. Nú, það.er kannski eins gott, þvi þetta efni var tekið upp á siöustu dögum grúppunnar, og þá vorum við satt að segja alveg búnir á taugum. Við náðum meira að segja ekki að klára allt, þvi blaðran sprakk einn daginn og hver gekk til sins heima og viö sá- umst ekki siðan. Gagnrýnendur eyðilögðu CREAM R.S. — Ef Layla hefði náð vinsældum strax i byrjum væri D. & the Dominos ennþá við lýöi? (Layla náði fyrst hinum miklu vinsældum sinum tveim- ur árum eftir útkomu plötunnar) E.C. Ég veit ekki, en ég ihugaði það að byrja aftur með Dominos fyrir stuttu, áður en þessi grúppa kom til sögunnar. Ég var að hugsa með hverjum á ég að spila, og ég kærði mig ekkert um að fletta upp i árbók tónlistarmanna, og tina þar upp þekktustu nöfnin, svó mér datt i hug að hóa aftur saman Dominos. En áður en ég kom þvi i verk, sendi Carl Radle (fyrrum meðlimurDominos) mér skeyti, og sagðist vera með grúppu handa rriér, og ég sló bara til. R.S. — Varstu óánægður með móttökurnarsem LAYLA fékk i byrjun? E.C. — Nei, mér var andsk. sama. Þegar tónlistarmaður hefurþaðá tilfinningunni að nú hafi hann gert eitthvað gott, þá er það gott. Þaðeraðeinsþegar þú ert i vafa um eitthvað að gagn- rýnendur hafa áhrif á þig, þú hugsar „skyldi hann hafa á réttu að standa?” Stundum geta þeir fengið mann til að gefast upp á þessu öllu. T.d. voru það neikvæð skrif gagnrýnenda Rolling Stone, sem gerðu það að verkum að Cream hætti. R.S. —Hvað var það sem fékk þig til að segja opinberlega aö þú hefðir verið „dópisti” i þrjú ár? E.C. — Þegar maður fer i gegn um þetta timabil, að vera ofur- seldur eiturlyfjum, þá gripur það mann viss löngum að játa mistök sin. Reyndar var ég aldrei viss, hvort ég hafði farið rétt að, og er ekki ennþá, en ætli að þetta hafi ekki verið besta af- sökunin fyrir þessi þrjú ár sem ég var ósýnilegur. Lék prestinn í Tommy blindfullur R.S. — Finnst þér þú skulda Pete Townsend mikið fyrir and- legan stuöning hans á þessu timabili? E.C. —Já, mjög mikið, ég veit eiginlega ekki hvernig ég get endurgoldið honum þetta, hann er alltaf i huga minum og eflir sjálfstraust mitt. Ég lék með i Tommy fyrir hann en ég verð að viðurkenna, að ég hefði ekki gert það, nema fyrir Pete. Að leika prestinn i Tommy var mjög sérviskulegt, sérstaklega þó i upptökunni sjálfri, þvi ég var ooooo, blind- fullur. Þetta var þó bara byrjunin, ég skulda honum miklu meira. Alltaf undir áhrifum R.S. „Eftir að þú birtist á sviöiá ný, eftir útgáfu ,,461” varst þú gagnrýndur mjög fyrir að vera undir áhrifum á sviði? E.C. — Ó, já, ég er það ennþá. Það er raunverulega enginn skaði skeður, ég hef alltaf drukkið mikið. Frá þvi að ég fékk fyrst inngöngu á bari, hef ég drukkið, það er bara eitt af þessu sem mig langar til að gera, og það hjálpar mér oft ótrúlega við hlédrægni minni. R.S. — Það voru uppi um það raddir, að þú gengir i Allman Brothers Band, eftir lát Duane Ailmans? E.C. — Jæja.ég heyrði það ekki, enef það hefði staðið til boða, þá hefði ég slegið til, já, það hefði verið gaman. Mick Jagger vildi mig í Stones B.S. —Hvað með Stones, hefur þér verið boðið i hana? E.C. — Já, nokkrum sinnum býst ég við. Það skrýtna við það er, að ég veit að Mick hefur oft verið með tilboðið á tungunni en ekki þorað að spyrja mig, kannski vegna þess að hann hef- ur alltaf búist við hreinu neii. Þegar Brian dó, var hann alveg kominn að þvi að spyrja mig, ég sá það, og ég hefði slegið til. Einhvern veginn kom hann þessu bara ekki út úr sér og ég kom þvi ekki út úr mér að bjóðast til þess. Annars hafa þeir ekkert við mig að gera, Keith fullnægir öll- um kröfum varðandi gitarleik, ég myndi ekki passa í Rolling Stones.” Botnaði ekki í Dylan R.S. — Hefur þú spilað með Dylan nýlega. E.C. — Já, alveg furðanlegt at- vik. Það var nýlega að hann bauð mér i upptöku, þar sém hvorki meira né minna en 24 hljóðfæraleikarar voru mættir ' með allskyns hljóðfæri. Dylan var að leita að „stórum hljóm” en gallinn við þetta var sá, að lögin hans voru honum svo per- sónuleg að honum sjálfum leið illa. Ég varð t.d. að stiga útfyrir, til þess að slappa af, þetta var algert brjálæði. Hann vissi ekki einu sinni sjálfur hvað hann var að gera, bara leita að einhverju, hlaupandi á milli laga, ég botnaði ekki i honum þá. R.S. — Ertu hræddur við frægð þina? Hrœddur á sviði E.C. — Þaö er annað hvort velgengnin eða mistökin sem skelfa mig. Ef mér mistekst, þá er ég ekki lengi um að taka ákvörðun (hlær) R.S. — Ertu ennþá hræddur á sviði? E.C. — Já, i hvert sinn. R.S.' — Kannski þess vegna að þú talar aldrei við áheyrendur þina? E.C. — Ég vildi óska þess að ég gæti það, en ég veit bara ekki um hvað ég á að tala. Kannski svona einnar línu brandarar, „hæ, gott kvöld herrar og frú. Gaman að vera hérna. Ég heiti Eric Clapton. Ég er nýkominn frá Chicago, og ma’ ég er sko dauðþreyttur i. Ég á mér verndarengil Ég hef verið mjög heppinn sem tónlistarmaður, ég trúi þvi vart sjálfur. Allt virðist hafa runnið áfram, samkvæmt annarra manna áætlun, ekki minum. Égget ekki gert áætlanir. þær klikka alltaf. Einhver hefur hugsað um mig, sett mig á réttan stað á réttum tima, það hefur reglu- lega verið stórkostlegt. örp. (þýtt úr Rolling Stones)

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.