Vísir - 25.11.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 25.11.1975, Blaðsíða 4
4 , Þriðjudagur 25. nóvember 1975. VISIR Laxeldisstöðin í Kollafirði heimsótt Þar er klakhús fyrir 3 milljónir hrogna! Þessi mynd er tekin við eina eldistjörnina. Það er verið að gefa bieikjunni, og fulltrúar i Kiski- og veiðiræktarráði Keykjavlkurborgar fyigjast með. Hundruð fiska ieita upp i vatnsskorpuna eftir æti. Bleikj- an ctur og er kvik þótt veður sé kalt. Hún er mjög harðgerður liskur, og er talinn heppilegasti fiskurinn til fiskibúskapar hér á landi. Arni tsaksson, fiskifræöingur Veiðimáiastofnunarinnar, heldur hér á hrygnu sem kreist var i gærmorgun. Sjá má, að hún er býsna kviödregin. IIANNSÓKNIR. Helstu rannsóknarverkefni stöðvarinnar eru merking og endurheimta gönguseiða i Kollafirði, endurbætur á endur- heimtu eins árs gönguseiða miðað við tveggja ára seiði, til- raunir með eldi laxa- og bleikju- seiða I ferskvatni og sjó og val hæfustu fiskanna til undaneldis. Ilér má sjá laxahrogn i keri i klakstöðinni. i klakstöðinni. Frá vinstri Sigurður Þórðarson, stöövarstjóri, Davið Oddsson (i veiöi- og fiskiræktarráði) og Jakob V. Hafstein, yngri, liskiræktarráðunautur Keykjavikurborgar. Helstu verkefni hennar eru að gera tilraunir með klak og eldi laxkynjaðra fiska i fersku vatni, sjóblöndu og sjó, taka þátt i að reyna nýjar fiskræktaraðferðir, kenna hirðingu og fóðrun fisks i eldi, gera kynbætur á laxi og sil- ungi, ala seiði til að sleppa i ár og vötn og að ala lax og silung til neyslu. — Þess má geta að i haust voru seld 6—800 kiló af bleikjusem alin var i eldistjörn- um og þykir hún hinn besti mat- ur. Stöðin er að hluta rekin á kostnað rikisins, en hún hefur einnig talsverðar tekjur af seiðasölu og sölu neyslufisks. i MILLJÓNIR IIROGNA. I stöðinni er nú klakhús fyrir 3 milljónir hrogna. Þar er eldis- hús með 40 eldiskerum úr plasti fyrir smáseiði. Þá er eldishús með 12steinsteyptum eldisþróm fyrir stálpuð seiði, sex sniddu- tjarnir utanhúss fyrir göngu- seiði og sex sniddutjarnir utan- húss fyrir ýmsar stærðir af bleikju. — Einnig eru i stöðinni svonefndar móttökutjarnir og laxakista til að taka við laxi, þegar hann kemur úr sjó. Þá eru þar sjóeldistjörn og stórar férskvatns-eldistjarnir niöur við sjó. 011 tilraunastarfsemi i stöð- inni er undir stjórn Arna Isaks- sonar, fiskifræðings, en dagleg- um rekstri stjórnar Sigurður Þóröarson stöðvarstjóri. FRÓÐLEG FERÐ. Allir þeir sem áhuga hafa á lax- og silungsveiöum, svo ekki sé nú talað um lax- og silungs- eldi, geta sótt mikinn fróðleik i laxeldisstöðina þar sem hægt er að fylgjast með margbreyti- legum þáttum fiskeldis. i sumar veiddust um 70 þús- und laxar hér á landi. 10% af þessum laxi gekk i I.axeldisstöð rikisins i Kollafirði, og þaðan voru seld 18 tonn af laxi. — Dæmi eru til þess að sami lax- inn hafi gengið upp i stöðina l'jórum sinnum, þ.e. fjögur ár I röð, cn slikt er mjög sjaldgæft. Veiði- og fiskiræktarráð Kcykjavikurborgar heimsótti stöðina i gær i boði Þórs Guð- jónssonar, vciðimálastjóra, — Skoðuöu ráðsinenn klakluis, eldishús og eldistjarnir. Laxeldisstöðin var stofnuð ár- ið 1961, og er stöðin tilraunastöð fyrir klak og eldi laxfiska. teri i eldishúsi eru tvær stórar eikjur, urriði og nokkrir álar, i þessir liskar njóta þeirra iðinda að fá að éta þann fisk m clrepst i stöðinni. Bleikjurn- eru óvenjústórar og önnur jiig Ijóslcit, hel'ur tekiðá sig lit hotni kersins, sem er hvitur. I stöðinni er jafnvel hægt að kaupa veiðileyfi, og þar veiddu margir i úttjörnum i sumar, bæði lax og silung. —AG— llér má sjá kerin I öðru eldis- liúsinu. Þarna eru þúsundir laxaseiða sem dafna vel. Sjálf- virkir fóðurgjafar eru við hvert ker. Nauðsynlegt er að fylgjast mjög náið ineð vatnsrennsli I kerin. Viðvörunarkerfi lætur vita el' rennsli hættir, en seiðin geta drepist á 15 minútum, ef þau fá ekki nægilegt vatn. — Þarna lylgjast fulltrúar Fiski- og vciðiræktarráös með útskýr- inginn þcirra Arna og Þórs, en formaður ráðsins er Ragnar Júliusson, skólastjóri. Hér er verið að hakka loðnu, sem siðan veröur gefin bleikj- unni I eldistjörnunum sem eru úti. Hún íiefur reynst gott fóður fyrir fiskinn, og stundum er rækjuskel liökkuð með.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.