Vísir - 25.11.1975, Page 14

Vísir - 25.11.1975, Page 14
14 Þriðjudagur 25. nóvember 1975. VISIR Má ég máta þau, John? Þarna er söngkonan og leikkonan Diana Ross að máta gleraugun hans Elton John og fara þau henni hreint ekkert illa. Elton má vel við þvi að missa þau, hann á 199 önnur. VIII hafa norðmenn áhyggjur af drykkjusýki og f iskiðnaði rétt eins ogvið.. Nefertiti hin fagra Menn hafa alla tið dáðst að mynd hinnar fögru Nefertiti drottningar Egyptalands. Myndin var gerð fyrir um 4.000 árum og er i dag met- in á um 55 milljónir þýskra marka. Hún er geymd i Dahlemsafninu i Vcstur-Bcrlin, en austur-þjóðverjar hafa oft gert kröfu til að fá hana i sina viirslu. Laugavegi 178 sjávarfréttir símar 82 300 m og 82-302 hins opinbera. Yfirvöld verða að hafa yfirumsjón með öllu þvi sjálfboðastarfi, sem almenn- ingur leggur af mörkum. Og miðstjórnarvald væri mjög óheppilegt i þeim efnum. Það á að vera mál einstakra sveitar- félaga og hluti af heilbrigðis- áætlun þeirra að lita eftir drykkjusjúku fólki. Heilsu- gæslumiðstöðvar eiga að taka drykkjusjúka til sin. Þótt reisa eigi nýjar heilsugæslustöðvar verður að bæta aðstöðu þeirra sem fyrir eru. Annars á bygging 20 nýrra drykkjumannaspitala að ganga fyrir, svo og umönnun drykkjusjúkra kvenna. í viðbót við það fé sem þegar hefur verið látið af hendi rakna til heilbrigðisgæslu væri æski- legt að 8 milljónir króna rynnu til umönnunar utan stofnana sem innan þeirra. Þótt halda eigi áfram venjulegri meðferð er rikisstjórnin efins um ágæti hennar og hyggst stytta timann úr tveimur árum i 3 mánuði á ári. Einnig á að herða reglur um skyidumeðferð sjúklinsa. Slæmt ár fyrir fiskiðn- aðinn. Sölumiðstöð norsku hrað- frystihúsanna Frionor Norsk Frossenfisk A/S tapaði um fjórtán milljónum norskra króna á sl. ári. Veltan minnkaði um 3% eða um 556 milljónir króna og framleiðsla um 4,6 'milijónir eöa 67.000 tonn. Þar með minnkar fiskafli (mest ýsa), verð á heimsmarkaði fellur —'meirihluti framleiðslu Frionor er fluttur úr landi — og versnandi aðstöðu krónunnar gagnvart Bandarikjadollar og sterlingspundi er um kennt. En nú segir fyrirtækið hag sinn að- eins tekinn að vænkast. Erfiðleikar Fionors endur- spegla þá miklu kreppu sem nú rikir i fiskveiði- og fiskiðnaðar- málum norðmanna.Fiskimálp. stofnunin norska gerði nýl. •könnun er leiddi i ljós að hagn- aður hafði minnkað verulega á þessu ári og i fyrra. Þannig var mismunurinn á ágóða og rekstr- arkostnaði um 2,3% á sl. ári. Aðeins eitt fyrirtæki af hverjum fimm skilaði hagnaði, og aðeins 4% náðu 5% hagnaði. Fari efna- hagur ekki batnandi á næsta ári verða ýmis fyrirtæki að loka. Fjármagn iðnaðarins er einnig sagt litið — minna en 10% að meðaltali. Norska stjórnin hefur gefið út tilkynningu þar sem hún lýsir yfir áhyggjum sinum vegna aukins drykkjuskapar i landinu. Rikisstjórnin álitur aðhlynn- ingu drykkjusjúkra verkefni SJÁVARFRÉTTIR sérrit sjávarútvegsins YNGRI SYSTIR PATTY HEARST FYRIR DÓM Anne Randolph Hearst, yngri systir Patty Hearst, hefur ný- lega afplánað fjögurra mánaöa skilorðsbundinn dóm fyrir að' hafa i fórum sinum eiturlyf. Hin 19 ára gamla Anne játaði að hafa flutt með sér 12 amfeta- mintöflur frá Kanada i mars sl. Töflurnar fundust i sokkum tveggja karlmanna er voru i fylgd með henni, en ungfrú Hearst kvaðst eiga þær. Dómarinn, John T. Curtin lét ekki færa dóminn inn i réttar- skýrslur. Sjávarfréttir eru nú orðnar þrefalt útbreiddari en nokkurt annaö blað á sviði sjávarútvegs og fiskiðnaðar, enda leitast biáðið viö aö fjalia um málefni liðandi stundar og framtlðarinnar, til gagns fyrir aðila i þessutn greinum. i 5. tbl. sem nýlega koin út, eru m.a. hringborðsumræður um stööu fiskveiöimála okkar I dag. Þar ræðast við Björgvin Gunnarsson, bátaskipstjóri, Már Elísson, fiskimálastjóri, Jó- liann R. Slmonarson, togaraskipstjóri, Guöni Þorsteinsson, fiskifræðingur og Ólafur Karval Pálsson, fiskifræðingur. i lilefni útfærslu landhelginnar er rætt við Helga Ilallvarðsson, skipherra, um mannlega lilið gæslustarfanna. Sagt er frá nýjum lausl'rystitækjuin hér, þeim einu á landinu. Fjallað er um mis- munandi gæði fisks eftir árstimum og veiðisvæöum. Grein er um lifsferil hringorms. Eeiðbeiningaþáttur er fyrir verðandi sjó- menn. Sagt er frá sjávarútvegssýningunni i Lcningrad i sumar. Greint frá starfsemi Slysavarnafélags islands. Erlendur frétta- og upplýsingaþáttur er I blaðinu. Sagt er frá nýrri islenskri sjávarlsvél, nýjum öryggisútbúnaði. Sagt frá skipasmiðum Bátalóns o.fl. Sjávarfréttir koma út annan livern mánuð. Sjávarfréttir bjóða yður velkomin i hóp fastra áskrifenda. Til Friálsrar verzlunar, Laugavegi 178, pósthólf 1193, Rvik. Óska eftir áskrift. Nafn lleimiiisfang Simi

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.