Vísir - 09.12.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 09.12.1975, Blaðsíða 2
Þriðjudagur 9. desember 1975. VISIR visiRm Hefurðu stundað sjómennsku? GnAmundur Vilhjálmsson, starfs- maftur Rarik: — Þaö var nú litiö. Ég var dálitiö á sild og kunni þvi ágxtlega. En svo hvarf sildin. Verst var aö ég var allan timann sjóveikur. Sverrir Kjartansson 2. stýrimaftur: — Já, reyndar. Ég er sjómaöur og likar það vel. Ég hef aldrei veriö sjóveikur. Jóna Leifsdóttir: — Nei, ég hef aldrei stundaö sjómennsku. Ég myndi ekki vilja stunda sjóinn, af þvi aft þaö er svo erfitt. Þaö eru bara viss störf á sjónum sem ég held aö kvenfólk gæti stundaö. Asgeir Valdemarsson nemandi: — Já, ég hef gert það. Likaöi þaö svona sæmilega. Ég var viö sjó- mennsku i sumarfriinu minu, og það var ágætt veöur þannig aö ég var ekkert sjóveikur. Þó vildi ég ekki vera sjómaöur. Gunnlaugur Guömundsson, er aö fara á sjó: — Nei, ég hef ekki stundaö sjóinn. En ég ætla hins vegar að fara á sjó og tel þaö reyndar nauðsynlegt hverjum manni. Önundur Jóhannsson, flugmaöur: — Já, ég var á sjónum fyrir nokkrum árum. Mér likaði þaö á- gætlega. Þó held ég aö ég vilji heldur vinna I landi, mér finnst það þægilegra. JÓLAGETRAUNIN (4) Þau linna ekki á sprettinum, Steini, Gunna og fjölskylda. Nú hafa þau smakk- aö á Ijúffengum réttum i þremur löndum, og komiö aö því fjóröa. Verölaunin i jólagetrauninni er glæsi- legt Nordmende hljómtæki frá Radió-búö- inni. Þetta tæki, sem er 133 þúsund króna viröi, býöur upp á allt þaö sem þarf til aö spila tónlist. Þaö er plötuspilari, segul- band og útvarpstæki — með magnara. Nú, þeir sem enga músik kunna aö meta nema þá sem þeir framleiöa sjálfir, geta sungið 1 stereo inn á segulbandiö, og siöan hlust- aö á sjáifa sig i hátölurunum tveimur sem fylgja meö tækinu. Rahashawa tagore (kjúklingur i „hofsósu”) 2 litlir kjúklingar (eöa kjúklingabrjóst), 3 laukar, 2 feitir hvitlaukar, 1 lárberja- blað, 4 kardimommufræ, 1/2 tsk, gurke- meje, 1—2 matsk. karrý, 1 dl. hænsnasoð, 2 dl. rjómi, 100 g majones, smjör, salt og pipar. Kjúklingarnir eru.brytjaðir niöur i stór stykki, skinn og bein fjarlægð. Laukarnir skrældir og skornir i sneiöar. Hvitlauk- arnir brytjaðir og smjör hitað i potti. Laukarnir mega þó ekki brúnast. Karry, lárberjablaðið, kardimommufræin og gurkemeje er soðið I svolitlu vatni i tvær minútur. Þá eru kjúklingarnir og hænsna- soðið, salt og pipar, sett út i, og allt hitað við vægan hita í klukkutima, með loki á pottinum. Látið þetta siðan kólna, og takið kjötiö upp úr. Þá er sósan gerö, meö majonesi og rjóma, og hellt yfir kjötiö. Þetta á að framreiða kalt, á fati. Steini og Gunna ætla i dag að smakka á réttinum Rahashawa Tagore. Nafnið segir kannski ekki margt, en um er að ræða kjúklinga i „hofsósu”. En i hvaða landi er rétturinn framreiddur. Það er fyrir ykkur að finna út. □ UNGVERJALAND □ THAILAND □ INDLAND Setjið kross við rétta svarið, og geymið seðilinn. Þegar getrauninni er lokið, á að safna öllum seðlunum tiu saman, og senda þá á- samt nafni til Visis. LESENDUR HAFA ORÐIÐ Hver gerir svona lagað?: Lifandi kettlingum hent í ruslið! Guöjón Þorbjörnsson hringdi: „Fyrir nokkru gerðist þaö aö kvöldlagi að vaktmaður viö öskuhaugana heyröi ámátlegt væl frá haugunum. Er hanri fór að svipast um eftir uppruna hljóösins fann hanp pinulitiö kettlingsgrey, varla meira en viku.. eða hálfs- mánaðar gamalt. Það er útilokað að nok'kuí- læða hafi getaö veriö þarna upp frá og gotiö þar, svo kettlingur- inn hlýtur að hafa komist þang- aö af manna völdum. Þá eru tveir möguleikar, ann- að hvort að sá sem átti kettling- inn — eða kettlingana þvi þeir hafa kannski veriö fleiri en einn og hinir drepist — hafi hent hon- um i ruslatunnuna heima hjá sér eins og hverjum öörum úr- gangi, eða viökomandi hefur ek- ið með hann — eða þá — upp á hauga og fleygt honum þar. Kettlingurinn ^ar litill og ve- sæll, bæði svangur og kaldur og hefði sennilega drepist þarna um nóttina, þvi hann var ófær um aö bjarga sér sjálfur. Ég tók kettlinginn meö mér heim og hann er núna oröinn hinn sprækasti. En hverslags fólk er það sem kemur svona fram við varnar- laus dýr? Eru það dýravinirnir sem hafa kisu sér og sinum til á- nægju, en henda svo kettlingun- um hennar eins og liverju öðru rusli af þvi þeir hafa ekkert meö þá að gera? Ef fólkið getur ekki haft kettlingana sjálft og vill farga þeim, er það lágmarkskrafa að þeir séu deyddir á sómasamleg- an hátt, ef viðkomandi treystir sér ekki til þess sjálfur, ætti hann að geta leitað til lögregl- unnar um slikt. Að henda lifandi kettlingi út á guð og gaddinn og láta hann veslast upp, er ómannúðlegt og vafasamt hvort svona fólk ætti að fá að koma nálægt nokkru dýri. Ertu búinn að kaupa jólin? Ef ti rf arandi bréf brenglaðist í blaðinu í gær og er því birt hér i heild sinni: 2116—2457 skrifar: „Nú eru liðnir nokkrir dagar af desember óg jólakapphlaupið er i fullum gangi, jafnvel þeir siöbúnustu eru komnir i gang. Þeir fyrstu fóru af stað i byrj- un nóvember með auglýsingar og áróöur, þeir hljóta að verða orðnir langþreyttir aumingj- arnir þegar jólin loksins koma. Kaupmennirnir kalla sig hása hver i kapp við annan: kauptu þetta og kauptu hitt. Og fólkið hleypur af stað eins og hundelt- ar rollur, úr einni búð i aðra, að kaupa og kaupa og kaupa. Skyldi þá vera hægt að kaupa jólin? Ja, það virðist vera oröiö aðalatriðið. I heimahúsum fer allt á annan endann. Húsmæðurnar leggja nótt við dag, þvo og pússa, fægja og hreinsa, það er jafnvel ekki fráleitt að nauðsynlegt sé að sletta málningu á einn og einn vegg. Og baka, það má ekki gleyma að baka. Tertur og klessukökur verða að vera til i hrúgum. Þegar svo loksins kapphlaup- inu er lokið og jólin runnin upp sest fólk niður staurblankt og stressað og tætir utan af jóla- gjöfunum, með irafári svo fina stofan er eins og eftir loftárás. (ég hef að visu aldrei séð loft- árás). Blessuð litlu börnin fá að vaka fram eftir (sum fá það nú reyndar hvortsem er), en þegar þau loksins sofna með byssurn- ar sinar og skriðdrekaria upp á fleiri þúsundir, þarf mamman dauðuppgefin að skreiðast um húsið og laga til. A morgun koma nefnilega Inga frænka og allur hennar ættgarður, þá er auðvitað matur og kaffi og uppvask og tiltekt á eftir. Þannig liða jólin með eilifum hlaupum og snúningum, þannig að húsmæðurnar eru fyrst að ná sér þegar páskahrinan byrjar aftur. Ekki er það glæsilegt. Ég er á móti jólastússi. Fólk á að nota jólin til andlegrar upplifgunar, slappa af og dingla sér svo það geti hresst og endurnært (ég á ekki við ofát) hellt sér út i dags- ins önn eftir áramótin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.