Vísir - 09.12.1975, Síða 6

Vísir - 09.12.1975, Síða 6
6 REUTER A P Þriöjudagur 9. dcsember 1975. VISIR ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í Vilja vfta Kissinger fyrir upplýsingatregðu Hafnar eru tilraunir til að miðla málum i argvít- ugri deilu sem sprottin er upp milli Henry Kissing- ers utanríkisráðherra annarsvegar og hinsveg- ar þeirrar nefndar full- trúadeildar Bandarikja- þings sem fjallar um málefni leyniþjón- ustunnar CIA. Nefndin hefur lagt til við fulltrúadeildina að samþykktar yrðu vitur á dr. Kissinger fyrir að neita að láta af hendi við hana leynileg skjöl ráðuneytis hans. — Skjöl þessi lúta að leynilegum aðgerðum erlendis á árunum 1962 til 1972, eða áður en Kissinger varð ráðherra. Otis Pike, formaður þessarar fastanefndar þingsins, hafnaði i gær tilboði Hvita hússins um að láta af hendi við nefndina leyni- skjöl ef fallið yrði frá þvi aö vita ráðherrann. Nú hefur einn flokksbræöra Pike, þingmaður demókrata frá Wisconsin Les Aspin að nafni, látiöeftir sér hafa, að hann teldi hljóta vera hægt að fá viðeig- andi upplýsingar án-þess að brjóta sérréttindi ráðherra. Dr. Kissinger hefur þverneit- að að láta nefndinni i té umbeðin skjöl. t>au skjöl er nú standa til böða, varða leyniaðgerðir erlendis siðustu 14 árin meðan nefndarformaðurinn vildi einnig fá skjöl yfir þær aðgeröir sem stjórnin i Washington hafði lagt blessun sina yfir, hvort sem þeim var hrundið i framkvæmd eður ei. — Þar stendur allt fast i botni og vill stjórnin bjóöa flest annað i staðinn. önnur deila milli stjórnarinn- ar og þingsins leystist i gær, þegar Roger Morton, viðskipta- málaráöherra, lét eina af nefnd- um þingsins fá lista yfir nöfn þeirra fyrirtækja i Bandarikj- unum sem beðin voru um að taka þátt i viðskiptabanni Araba á Israel. ,,Ég get sagt, að þessi afstaða Kissingers hefur oft komið mér til að bregða illa við. Mér finnst hún reist á hentistefnusjónar- miöum þar sem leitað er ár- angurs sem kann að verða skammgóður vermir eins og reynslan hefur oft og tiðum sýnt,” , sagði dr. Sakharov. Hann taldi hugsanlega betra að fara hægar i sakirnar, ef það gæti orðið til þess að tilslakanir sovétstjórnarinnar entust betur með þvi að þær yrðu þá byggðar á traustum siðgæðis- grundvelli. Hann kvað það helst há Sovét- rikjunum að upplýsinga- streymi væri takmarkað, frjáls- um skoöunum haldiö niðri, mikil skriffinnska, frumkvæðið væri niðurdrepið, stjórnarand- stæðingar ofsóttir, pólitisk útþenslustefna rekin erlendis og hertrumbur barðar i sifellu. Um lifskjör almennings sagði Sakharov að þau færu smátt og smátt batnandi. Hann taldi að milli 2,000 og Sakharov fe/ur Kissinger vera tœkifœrissinn- aðan í sam- skiptum við Moskvu Andrei Sakharov sagöi i sjónvarpsviðtali viö BBC, sem birt var í gærkvöldi, að „þiöan" i samskiptum austurs og vesturs yröi ekki trygg, ef vesturlönd legðu ekki áherslu á mannréttindin. Dr. Sakharov sagði ennfrem- ur, að hann áliti Henry Kissing- er of kreddufastan i afstöðu sinni til þjóðfélagsbreytinga i Ráðstjórnarrikjunum. Viðtalið var tekiö i ibúð Sakharovs i Moskvu og spurði breski fréttaspyrillinn visinda- manninn álits á þeirri fullyrðingu Kissingers, að möguleikar vesturlandamanna til að hafa áhrif á innanlands- málefni rússa væru mjög tak- markaðir. 10.000 manns væru pólitiskir fangar i Sovétrikjunum, en áleit hugsanlegt, aö sá fjöldi kynni þó að vera miklu meiri. BBC haföi um leið sérstakt viðtal viö Yelenu,eiginkonu Sakharovs, en hún er stödd á ttaliu til lækninga. — Hún kvað friöarverðlaun Nóbels, sem Sakharov vo'ru veitt, vera ma nnréttindabaráttunni i Sovétrikjunum einkar mikil- væg. ,,Þau hafa uppörvandi áhrif á pólitiska fanga i Sovétrikjunum og þorra þeirra, sem binda vonir sinar viö Sakharov,” sagði Yelena. Hún kvað bónda sinn halda, að heimili þeirra I Moskvu væri hlerað, ,,en það veldur okkur ekki áhyggjum, þvi að viö stöndum ekki i neinu leynibruggi.” Verk fallsboðanir falla í góðan jarðveg á Spáni Spænskir vinstrisinnar hafa í undirbúningi verk- föll, sárgramir lögreglunni vegna afskipta hennar af útifundum þeirra og mót- mælaaðgerðum undan- farna þrjá daga. — Með verkföllum er ætlun þeirra að knýja Juan Carlos, Spánarkonung, til lýð- ræðislegra umbóta. Ólgan fer vaxandi meðan Carlos Arias Navarro, forsætis- ráðherra, lætur biða að leggja fram ráðherralista nýju stjórnar- innar. En þess er vænst, að hann skipi nokkra frjálslynda menn i stjórnina, sem vinna mundi að þjóöfélagslegum umbótum i anda þeirra loforða, sem konungur gaf þjóðinni. Harkaleg framganga lögregl- unnar við að hleypa upp mannsafnaöi vinstrisinna þykir þó stinga nokkuð i stúf viö þær yfirlýsingar, og hefur hleypt illu blóði i þá. Er nýju stjórninni legið á hálsi fyrir að vera eins og Francostjórnin. Verkfallsboðanir vinstrisinna hafa fallið i góðan jarðveg á Spáni, þar sem verðbólga og frysting launa hefur leitt til óróa á vinnumarkaðnum. Verkföllin eiga að hefjast á morgun. KOSIÐ í NAZÁRETH Gengið verður f dag til bæjarstjórnarkosninga i Nazareth, fæðingarbæ Jesú. Veldur það ráðamönnum i ísrael nokkrum áhyggjum, að kommúnistar þykja liklegir til aö fara með sigur af hdlmi. — Flestir bæjarbúar eru ara- bfskir. Kommúnistaflokkur þeirra i Nazareth hefur sýnt sig að vera mjög tryggur Moskvulin- unni. Hann var i meirihluta I bæjarstjórn fyrir nokkrum ár- um. Abraham Ofer, ráðherra, hefur varað bæjarbúa við að kjósa kommúnista, og látiðað þvi liggja, að hætt yrði viö lánaaðstoð ráðuneytis hans, ef þeir kæmust i meirihlutaað- stöðu. — Moshe Baram, at- vinnumálaráðherra, brýndi mjög fyrir kjósendum af- leiðingarnar, sem kynnu að hljótast af þvi, ef flokkur „kommúnistiskrar heims- veldisstefnu og afturhalds- samrar þjóöernisstefnu araba kæmist til valda”. ,,Fyrri hópurinn biður þig velkominn....siðari hópurinn biður þig vel aðfara.”

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.