Vísir


Vísir - 09.12.1975, Qupperneq 10

Vísir - 09.12.1975, Qupperneq 10
10 Þriöjudagur 9. desember 1975. VÍSIR Hvað er nú þetta? Hinum svimagjörnu bregöur trú- lega við aö horfa á þessa mynd og eru fijótir að lita undan. Forvitnin kemur upp i öðrum, og þeir gcta ekki skilið öðruvisi við þessa mynd en að vera búnir að gera sér ljóst hvað hún sýnir. Það er ekki rétt gert að láta þá vera i óvissu: Þetta er steypukrani, sem varð á vegi ljósmyndara Visis, Jim, i Kópavoginum. Hann var búinn að taka nokkrar myndir upp eftir krananum áður en hann vogaði sér efst upp i hann. Það hefði getað verið gaman að sýna ykkur myndirnar, sem hann tók þaðan, yfir nágrennið — en þvi miður, þær eru allar hreyfðar.... íslensk mynd á jólakorti Barnahjálpar ÓSKAST KEYPT I ATVINNA OSKAST S.Þ. Eitt af jólakortum Barnahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna er með mynd af islenskri rúmábreiðu frá 17. öld. Þessi jólakort Barna- hjálparinnar eru seld um allan heim. Það er Kvenstúdentafélagið sem annast sölu og dreifingu þessara korta að þessu sinni eins og undanfarin ár. Erla Elin Hansdóttir sem starf- ar í Kvenstúdentafélaginasagði i samtali við Visi að myndin á jólakortinu væri af ofinni rúmá- breiðu frá Hólum i Hjaltadal of- inni af islenskri konu einhvern tima á 17. öld. Ágóða af sölu þessara jólakorta er varið til þess að styðja og styrkja þjáð börn i þróunarlönd- unum. —EKG HUSNÆDI ÓSKAST Móttaka smáauglýsinga í Reykjavík: Hverfisgata 44 og Síðumúla 14 VISIR Pyrstur með fréttimar Páll Heiðar Jónsson skrifar: ,,AÐ BRENNA GLÆPINN vv „Yfirvöldunum sendi lið” — stendur i sálm- inum gamla, þar sem almættið var beðið um liðsauka til handa valdsmönnunum i þrot- lausri baráttu þeirra við almúgann i landinu og þau margvislegu uppátæki, sem þessi volaði lýður fann sifellt upp á til þess að hrella með bæði Guð og menn — einkum og sérilagi þó menn! Raunar er þetta sálmavers raulað ennþá við valdar mess- ur, og mun ekki af veita: almúginn i þessu landi virðist halda uppteknum hætti — að hrella bæði Guð og menn — en vitanlega fyrst og fremst yfir- völdin með sinum aðskiljanlegu uppá- tækjum, sem sýna alveg einstakt hug- myndaflug afbrota- lýðsins i þvi að brjóta lög og reglugerðir yfir- valdanna og einnig alveg óendanlega þrjózku og ófyrirleitni. Og blessuð yfirvöldin útdeila refsingum á báða bóga En blessuð yfirvöldin gefast ekki upp—ónei — sifellteru þau á þönum við að elta afbrotaiýð- inn og ekki veitir af: t þeim frumskógi laga og reglugerða, sem umlykja lif okkar hér á þessum hólma, er nú svo komið að ósköp hversdagslegur maður getur tæplega annað en brotið af sér óviljandi, svo ekki sé nú tal- að um skálkana, sem eru beinlfnis útsettir til þess arna. Og blessuð yfirvöldin okkar út- deila refsingum á báða bóga — vitanlega fá delinkventin fyrir ferðina, þegar dómstólarnir mega vera að þvi að fjalla um mál þeirra — og vélritunar- fólkið þar kemst til að skrifa upp dómana, en það getur nú tekið sinn tima — en svo dugleg eru þessi yfirvöld okkar, að þeim nægir þetta ekki — heldur refsa þau sjálfu afbrotinu, samanber þessa fyrirsögn úr Dagblaðinu frá 5. nóvember s.l.: llOO kjúklingar brenndir á báli I Voru teknir af sjómönnum sem höfðu lagt milljónir | i tóman gjaldeyriskassann Mér varð nú fyrst hugsað til þess, þegar ég las fréttina, hve miskunnsöm blessuð yfirvöldin eru nú: Að brenna kjúklingana á báli og láta sjóarana sleppa við þá refsingu, en siðan hvort brennuöld væri nú að ganga yfir landið á nýjan leik með stóra- dóm I kjölfarinu og tilheyrandi drekkingar, klipingar með gló- andi járnum o.s.frv. Sennilega kemur nú ekki til þess, en við skulum aðeins rifja upp niður- lag þessarar fréttar: Vitaö er aft varnarliösmenn | I og sendiráðsmenn mega refja laust lara með slikan varning I ' um. borg og bi hér á landi. i þeirra höndum viröist hann ekki | hættulegur en i höndum islend- inga er hann það. Er enginn 60- menninganna á Alþingi sem villl taka að sér að undirbúa breyt-| inguá þessum undarlegheitum,> Það er munur á Hólastól og Helgu skrinu Já, það er nefnilega munur á Hólastól og henni Helgu skrinu einsog allir vita. Menn hljóta að sjá það i hendi sér, að smithætta af kjúklingum er aldeilis stór- kostleg i höndunum á venjulegu fólki svo ekki sé nú talað um sjó- menn og þeirra fjölskyldur! Það er aldrei að vita, nema svoleiðis fólk taki kannski upp á þvi að gefa vinum og kunningjum að smakka á krásunum og kasti svo leifunum út i öskutunnu, en innihald þeirra gæti einmitt lent á haugunum og brunnið þar eftirlitslaust. Allt öðru máli gegnir um sendiráðsfólkið og varnarliðsmennina — i fyrsta lagi eru það útlendingar fyrir mestan part og þessvegna miklu merkilegri en við hin og i öðru lagi er bara engin smit- hætta af þeiira kjúklingum. Hversvegna? Ja, það veit enginn — það er bara þannig! Við þennan lestur rifjaðist lika upp fyrir mér kjúklinga- veislan mikla um borð i Brúar- fossi hér á dögunum, þegar höf- undur þessara lina var þar far- þegi. Stórhættulegir kjúklingar höfðu (guöisélof) verið gerðir upptækir á Siglufirði — sjómenn af togaranum þar höfðu dirfst aö flytja þennan óttalega varn- ing til landsins og varið til þess gjaldeyri — sem þeir höföu raunar aflað sjálfir! Þegar Brúarfoss bar þar að landi En ekki er sopið kálið þótt i ausuna sé komið eins og þar stendur. Blessuð yfirvöldin þar nyrðra gerðu góssið vitanlega upptækt og sjálfsagt hefur stað- ið til að halda brennu, þegar Brúarfoss bar þar að landi og bjargaöi kjúklingunum frá þeirri miðaldalegu refsingu. Það þótti nefnilega hæfileg refs- ing fyrir þessá fugla að skella þeim um borð til rugguhestanna þar — og viti menn: Allir fengu sinn skammt og engum varð meint af! Siðan kom Brúarfoss frá Bandarikjunum — færandi varninginn heim eins og þar stendur — allskonar vörur, þarfar og óþarfar eins og geng- ur — kornvöru handa þjóðinni og kjúklinga handa sendiráðun- um og ■ varnarliðinu — og brennuefni handa tollinum: „Þeir tóku nefnilega alla jóla- kjúklingana okkar, þessir and- skotar”, sögðu vinir minir um borð og ég þurfti ekki að spyrja hverjir þessir „þeir” voru. Satt að segja vorkenni ég blessuðum tollvörðunum að þurfa að standa i þessum kjúkl- ingabrennum, þótt ekki væri nema vegna þess að þeir eins og aðrir landsmenn munu aldir upp við þann hugsunarhátt, að það sé guðlast að henda mat — hvað þá að brenna honum! Spurning um farfuglana Það er bæði rétt og sjálfsagt að geta þess hér, að i þessu til- viki eins og öllum öðrum, gengur yfirvöldum ekkert nema gott eitt til. Þau vaka hér eins og ætið yfir velferð okkar, bæði andlegri og likamlegri, og i þessum kjúklingamálum er vitanlega verið að gæta þess, að hingað berist ekki stórhættuleg- ar útlendar farsóttir, sem gætu sem best lagst á og drepið bæði menn og skepnur á þessu landi. Að visu virðast yfirvöld i öðrum löndum lita frosin matvæli nokkuð mildari augum en við, t.d. vila Bandarikjamenn ekk- ert fyrir sér að leyfa innflutning á frosnum fiski héðan og ýmiss- konar öðrum matvælum frá út- löndum — en eflaust eru þeirra yfirvöld bara svona kærulaus! Hinsvegar er það spurningin um farfuglana, sem okkur þykir svo vænt um, en þeir bárust einmitt i tal, meðan við á Brúarfossi vorum að gæða okkur á kjúkl- ingum sjómannanna á Siglu- firði. Þessir fögru fuglar hafa dvalist i suðrænum löndum mánuðum saman og Guð einn veit hvaða sjúkdómar það eru, sem þeir ná sér i þar — og bera siðan hingað þegar vorar! En þrátt fyrir það dettur engum i hug, að etja tollgæsl- unni á lóuna, gæsina eða öndina og leggja siðan fyrir þá góðu embættismenn að brenna þessa stórhættulegu sjúkdómsbera á báli!

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.