Vísir - 13.12.1975, Side 5

Vísir - 13.12.1975, Side 5
VISIR Laugardagur 13. desember 1975. 5 OP/N- BiRUN Þegar Kristur vort lif opinberast (KoL 3.4) Opinberun er það kallað, þegar eitthvað, sem hulið er, verður sýnilegt og skiljanlegt. En það er ekki nóg að viss efni verði opinber. Það þarf að verða kraftaverk i skynjun okkar lika, til þess að taka á móti opinberun Guðs. Á hvitasunnunni, er postularnir voru samankomnir i musterinu i Jerúsalem, skeði ekki aðeins það, að læri- sveinarnir töluðu tungum, heldur heyrði einn ogsérhver þá tala á tungu sinni, svo að þeir skildu og meðtóku það, sem þeir sögðu. Til er bæði rituð opinberun og órituð, sú sem menn reyna i hvert skipti i lifi sinu. Að kristn- um skilningi er aðeins til ein rituð opinberun. Það er orð Guðsogkenningin um hjálpræði hans i Bibliunni. En eyrun þurfa að vera næm fyrir opinberun hans þar. Annars gagnar ekk- ert fyrir mann að lesa i henni eða hlýða á messu. Menn eiga heldur ekki að hlusta gagn- rýnislaustá Guðsorð.Þará ég við að við eigum að hugsa skyn- samlega eins og postulinn minnir svo sterklega á. Við megum ekki vera svo upptekin af trúarlegum efnum, að við losnum úr tengslum við daglegt lif og vandamál þess. En með hjálp Guðs heilags anda, tökum við það til okkar, sem mestu varðar — bæði það sem varðar andlega heill okkar og baráttu við náttúruöflin. Það segir i Guðsorði: Sælir eru þeir,sem heyra Guðs orðog varðveita það. Já, það er mikil- vægast, að við látum opinberunina um hjálpræðis- verk Guðs i Jesú Kristi hafa varanleg áhrif i lifi okkar. Það hefur það gert i lifi liðinna kynslóða. Það þarf að heyra Guðs orð og varðveita það. Eina sönnunin á tilveru Guðs er opinberun hans sjálfs i spá- dómum Gamla testamentisins, i Jeús Kristi og i krafti heilags anda. Heilagur andi starfar stöðugt i heiminum i starfsemi trúaðra, sem varðveita Guðs orð I trúu og dyggu hjarta. Við skulum biðja Guð að gefa okkur skilning á orði sinu og varðveita það. Þá er von til þess að hann láti ekki opinber- unum linna, svo a von okkar styrkist um það að lifgjafi okkar mannanna, Jesús Kristur opinberist, verði öllum mönnum sýnilegur. Til þess þarf skilning á orði Guðs, þar sem okkur er sagt frá frelsaranum okkar og starfi hinna fyrstu votta hans. Guð gefi okkur náð til þess að vera einnig i þeirra hópi. Þú heilög ritning, huggar mig, mér heilög orðin lýsa þin. Sé Guði lof, sem gaf mér þig, þú gersemin hin dýrsta mín. (Sálmab. 295) FRÆKORN Stýr mínu auga. Sr. Gunnar Arnason segir frá þvi i Kirkjuriti 1960, að hann hafi heyrt, að séra Ólafur á Stóra-Núpi hafi bætt einu erindi við hinn kunna sálm föður sins: ,,Þú Guð sem stýrir stjarna- her”. Það erindi er svona: Stýr minu auga að eygja þig og alla dásemd þina. Og dæma sekan sjálfan mig, en sýkna brður mina. Margir altarisgestir - Skólapresturinn, sr. Jón Dal- bú Hróbjartsson, hafði 9 messur i Hallgrimskirkju og 14 á ýms- um stöðum á árinu 1974. Altaris- gestir við þessar guðsþjónustur voru alls 1228. Ný skartgripabúð í nóvember opnaði Magnús E. Baldvinsson nýja úra- og skart- gripaverslun að Laugavegi 8. Þar er hann með ýmsar gerðir af úr- um og klukkum i öllum stærðum. Einnig verslar hann með skart- gripi og gjafavörur i miklu úrvali. Magnús var áður með sams kon- ar verslun að Laugavegi 12 en kaupmennskuna hóf hann 1947. Forsómun eða eðlileg aðferð? Eru til islenskir aðilar sem geta tekið að sér verkefni dýpkunar- og dæluskipa Vita- og hafnarmálastofnunarinnar? Nú sem stendur á þessi stofnun tvö skip sem hún starfrækir: G-retti sem er dýpkunarskip keypt hingað til lands fyrir þrjátiu ár- um. Dæluskipið Hák sem er allmiklu yngra skip. Bæðieru þessi skip fjárfrek þar sem viðhaldskostnaður vegna þeirra er mikill. í umræðum á Alþingi fyrir skömmu kom fram hjá Sigurlaugu Bjarnadóttur að skiptar skoðanir eru um það hvort til séu skip á ts- landi er geti tekið að sér verkefni Grettis. Nauðungaruppboð Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik fer fram opinbert uppboð að Sólvallagötu 79, laugardag 20. desember 1975 og hefst það kl. 13.30. Selt verður mikið magn af ótollaf- greiddum vörum. Ennfremur eftir kröfu skiptaréttar Reykjavikur, ýmissa lögmanna, banka, Gjaldheimtunnar o.fl., sjónvörp, peningaskápar, rafmagnsbúðarkassi, reiknivélar, isskápar, þvottavélar svo og ýmsir húsmunir o.fl. Avisanir ekki teknar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. — Greiðsla við hamarshögg. HINN UNDRAHÁLI ÍS BR OKKAR PARADÍS' ÚRVALS SKAUTAR 06 SN3ÓÞ0TUR Skiptum á notuðum og nýjum skautum. Nýir skautar, verð frá kr. 2.500.- Listskautar allar stærðir verð frá kr. 5.900.- Snjóþotur kr. 1900.- og 2300.- Magasleðar kr. 2.000.- og skiðasleðar kr. 6.800.- Skerpum skauta. Kristjón Vilhelmsson Simar 19080 — 24041 — við Óðinstorg Uppboðshaldarinn i Reykjavik. VISIR flytur helgar- fréttirnar á mánu- dögum. Degi fyrr en önnur dagblöð. *—' (gerist áskrifendur) TILKYNNING TIL SÖLUSKATTSGREIÐENDA Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir nóvem- bermánuð er 15. desember. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikis- sjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 10. des. 1975. Hið vinsœla Framsóknarfélags Reykiavíkur verður haldið Á MORGUNN sunnudog í SIGTÚNI Húsið opnar kl. 19,30 og bingóið hefst stundvíslega kl. 20,30 2^ Verðmœti vinningo co. kr. 800 þús. Ma. bœkur í einum vinningi ca. kr. 70, þús. Grillofn ca. kr. 35 þús — og margir verðmœtir vinningar og aukavinningar ÍForðist biðröð og tryggið yður miða í tíma, forsala aðgöngumiða er ú skrifstofu Framsóknarflokksins að Rauðarúrstíg 18 í dag laugardaginn 13. desember kl. 10-12

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.