Vísir - 13.12.1975, Síða 14

Vísir - 13.12.1975, Síða 14
14 Laugardagur 13. desember 1975.' VISIR TONHORNIÐ Umsjón: Örn Petersen Spilverk þjóðanna Hið athyglisverðasta var hálftímo virði I — Frá hljómleikum Steina hf í Háskólabíói Þaö var skitakuldi og mikil hálka, þegar viö H.A. gengum grdtsyfjuð út úr Háskdlabiói, eftir þriggja tíma miönæturkon- sert Steina h/f slðastl. miöviku- dag. Til allrar hamingju voru tvö sæti laus I sitrónunni hans Arna Johnsen, svo viö fengum aö fljóta meö heimleiðis. Já, þessi þriggja tlma skemmtun var sosum ágæt, þó aö hiö athyglisveröasta heföi aðeins verið um hálftima viröi, kom öllum saman um I bílnum á leiö upp Miklubraut. Þetta haföi allt saman byrjað klukkan tólf, fyrir troðfullu húsi (sem fæstir bjuggust við, sökum timasetningar hljómleikanna), og meðal áhorf- og heyrénda rikti mikil stemmning. Fyrir miðjum sal hafði Jónas R. hljóöstjórnandi komiö sér þokkalega fyrir meö alls kyns takka, tæki labb-rabb tæki, og •öðruvisi tæki. í kringum hann sátu svo menn einsog Baldur júdasari, Maggi, sömuleiöis júdasari, Pétur paradfsari og aðrir góðir menn, sem vildu fylgjast með. Allt klárt, Spilverk þjóöanna birtist, lófaklapp. Valgeir starir upp I loft, eKki heyrist stuna úr salnum: ,,Já mikiö er hátt til lofts hérna”, (hlátur), dæmigerð Sp.il- verks-byrjun. Annars virðist þaö há Spil- verkinu nokkuð hye víðáttu- mikið sviðið var, Spilverkið hvarf beinlinis i öllum þessum gulbrúnu tjöldum, betur heföi verið gert, að minnka ljósin dá- litið, þannig að Spilverkið stækkaði og sviðið minnkaði (þar eö Spilverkið notaði ein- ungis um 1/10 hluta þess). Annars stóð Spilverkið fyrir sinu að vanda, nema hvað Axel einn mælskur maður mjög, fékk tæplega fimmtán minútna sóló konsert að gjöf frá Valgeir, sem heföi satt að segja var algjör ó- þarfi. Hermóöur danski rauðbuxni lék aukahlutverk með Spilverk- inu i formi kynningar og „ljóða”-upplesturs, og bættu þessar rauðu buxur töluvert upp á. Eitt lag olli mér þó vonbrigð- um, en það var „Six pence only” sem Egill söng i stað Bjólunnar, saknaði ég þar með hinnar ljúfu raddar hins siðarnefnda. Eftir aö Spilverkið hafði lokið sér af, var gert smá hlé, og klukkan orðin eitt. Þokkabót var næst á dagskrá, og var hún i upphafi tauga- spennt i þokkabót. En það lagaðist, sérstaklega eftir aö Jónas hafði kippt ýms- um tökkum og tækjum i lag, svona svo að allir heyröu nú í pianóinu t.d. Þokkabót flutti nokkur lög af „Upphafinu”, t.d. „Litla kassa ” i „moll” (alveg þrælgott), og „sólarhringinn” styttu þeir ör- litið af „Bætiflákum”. Kannski var dagskrá þeirra full róleg, fyrir þennan tima dags, ég meina, ég var næstum að sofna, og þurfti að mæta i vinnu daginn eftir? Þetta sá Eggert Þ. og sprikl- aði pinulitið fyrir mannskapinn, honum að sjálfsögðu til mikillar ánægju. Eggert fékk að launum mikiö lófaklapp, er hann hafði lokið sóló leik sinum, „a la I. Ander- son”, skrýtinn maður þessi Eggert? Þá var Þokkabót búin með sitt, og klukkan að verða hálf þrjú, heyrði ég einhvern hrjóta? Einstaka áheyrandi fór nú að týnast úr hópnum, á meðan Kiddi rótari og aðrir grúskarar settu leiðslur i samband, kveiktu á rauðum ljósum og svoleiöis fyrir Einar Vilberg og Co. Jæja, þá kom Einar með allt sitt lið, Guðmund (jesus), Þórð með gitar og rauðbrúna húfu, Pálma með bassa og gul gler- augu, Ásgeir trommara ný- klipptan og Lárus eiklausan. Einar byrjaði á rólegu lagi, sem ég hef ekki hugmynd um ■ hvað heitir, en allavega var það þrælgott. 1 stuttu máli var framkoma Einars og Co ánægjuleg, grúpp- anvirtistmjög vel æfð, enda ný- komin úr stúdiói, og hljómburð- ur var Jónasi R. til sóma. Fimm lög tóku þeir félagar, en þrátt fyrir lófaklapp i lokin varð ekki úr aukalögum, enda klukkan orðin þrjú, og margur maðurinn genginn að dyrum. Einhvern veginn fannst mér þó eins og Einar gildi halda á- fram, en eflaust hefur forráða- maður hússins sett honum stól- inn fyrir dyrnar. Einar og Co komu sterkast frá þessum hljómleikum, eini gall- inn var sá, hversu seint þeir komu fram. Þórður sýndi frábæran gitar- leik, öðrum að ólöstuðum, og vissulega yrði það gleðilegt að fá þessa menn saman i „fasta” grúppu, en þvi er vist ekki að fagna i bráð, a.m.k. Nóa töflurnar voru búnar og súkkulaðið með hnetunum hálf- bráðið i höndum minum, þegar ég loksins setti á mig græna trefilinn, og gekk til dyra ásamt H.A. Já, sftrónan hans Arna var á negldum?? örp. Þokkabót Trésmiðjan VÍÐIR auglýsir: h.f. Eigum mikið og fjölbreytt úrval af skattholum, skrifborðum og skrifborðsstólum Hentugt til jólagjafa Mjðg góðir greiðsluskilmólar Trésmiðjan VIÐIR h.f. Laugavegi 166 sími 22229

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.