Vísir - 13.12.1975, Side 19

Vísir - 13.12.1975, Side 19
vism Laugardagur 13. desember 1975. Einar hellir vaxinu i mótin i vélinni. 1 statifinu ofan á vélinni eru kertin úr næstu steypu á undan aö harðna. Heimsókn í kerta- verksmiðju Kertaljós eru aidrei eins I há- vegum höfö og um jól og ára- mót. Enda eru þá settir upp kerta- markaöir og úrvaiiö er fjöl- breytilegt. Litii kerti og stór, mjó og svert, kubbar og kúlur, allt I margvislegum litum. En hvað skyldum viö brenna upp mörg kerti árlega? Ariö 1974 voru flutt til landsins 81,3 tonn af Stearin- og vax kertum og þess háttar varningi fyrir rúmar 16,7 milljónir. Flest koma þessi kerti frá Danmörku en einnig mikið frá Bretlandi, Sviss og Japan. A sama tima og innflutning- urinn hefur aukist hefur íslensk kertaframleiösla dregist sam- an. Þaö er senniiega liöin tiö aö kerti séu gerö i heimahúsum en áöur fyrr var þaö fastur liöur i jólahaidi aö steypt voru tólgar- kerti. En það var nú i þann tima sem algengustu jólagjafirnar voru kerti og spil. Nú eru aðeins starfræktar tvær islenskar kertaverksmiðj- ur. Norðurljós i Kópavogi og Hreinn i Reykjavik. Samtals munu þessar verksmiðjur framleiða 55 til 65 tonn á ári. Að sögn Hallgrims Björnsson- ar forstjóra i Hreini stendur is- lensk framleiðsla höllum fæti gegn þeirri erlendu þar sem er- lendar verksmiðjur framleiða fyrir stærri markað og geta þvi boðið upp á fjölbreyttari gerðir. Hvernig verða kertin til? Við litum inn i kertaverk- smiðjuna Hrein og fengum Bjarna Jónsson til að útskýra fyrir okkur hvernig kertin verða til. Elsta aðferðin sem enn er not- uð er að mestu handvirk. Litlir hlemmar með krókum á eru festir á ,þar til gerðar stengur. Kertakveikirnir eru hengdir á krókana og siöan er þeim dýft til skiptis ofan i potta með bráönu vaxi i og þá hleðst vaxiö smátt og smátt utan á kveikinn, þannig veröa kertin til. Þegar þau eru orðin nægilega stór eru þau færð að öðrum potti með þykkri hvltri vaxfroðu i og með höndunum er siðan makað utan á þau froðunni, þau látin þorna og þá eru orðin til svoköll- uð snjókerti. Slétt og snúin/ kubbar og kúlur. önnur kerti eru gerð i vélum. 1 þeim eru mismunandi mót eft- ir þvi hvernig kertin eiga að vera i laginu. Kveikurinn er upprúllaður i kössum undir vélunum, þaöan er hann þræddur upp I gegnum stengur af sama sverleika og mótin, I gegnum þau og upp úr vélinni. Bráðnu vaxi er hellt i mótin og látið storkna þar. Þegar kertin hafa harnað nóg til að halda lög- uninni, er þeim þrýst upp úr mótunum með þvl að skrúfa stengurnar upp, færast kertin þá upp i þar til gert „stativ” þar sem þau storkna til fulls. Nú er hægt að hella vaxi i mótin aftur og þannig gengur þetta koll af kolli. Sérstök vél er fyrir hverja geið af kertum og þarna eru framleidd, slétt kerti og snúin, kubbar og kúlur og auk þess al- tariskerti. Garðljósin loga úti. Þegar aðalsköpun kertanna er lokið, þarf að snyrta þau til, fræsa endana, pússa þau og pakka þeim inn. Þá eru þau til- búin á markaðinn. Að siöustu sýndi Bjarni okkur garðljós. Þá er vaxinu hellt i blikkdósir og I þeim er marg- faldur kveikur, enda eru þau ætluð til lýsinga úti og á þeim logar jafnvel þótt hvessi tölu- vert. Að sögn Bjarna eru þessi ljós mikiö keypt, m.a. til lýsinga i kirkjugörðum. Við kertaframleiðsluna hjá Hreini vinna sex stúlkur og þrir karlmenn. Að sögn forstjórans eru mestar líkur á, ef svo fer sem horfir, að kertaframleiösla hverfi úr sögunni hér og inn- flutningurinn veröi einráður. En auðvitað er það val fólks- ins sem ræður úrslitum þar, þ.e. hvort við kaupum frekar islensk kerti eða innflutt á jólaborðið og kertaplattana. Hér er Haiidóra aö pakka inn litlu snúnu jólakertunum Þetta er elsta maskinan. Kveikirnir eru hengdir á krókana og þeim dýft ofan i vaxpottana. Bjarni viröir fyrir sér garöljósin sem loga jafnvel i töluveröum strekkingi. Ljósm.Jim. Björgvin hrærir i froöunni sem makaö er utan á snjókertin

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.