Vísir - 29.12.1975, Síða 9
8
9
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson
Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson
Ritstjórifrétta: Arni Gunnarsson
Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
, S Auglýsingar: Hverfisgötu 44^Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
1 lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Raunhæf áætlun
eða pappírsgagn
Óhætt er að fullyrða, að mikilvægasta verkefni
Alþingis siðustu daga fyrir jólahátiðina hafi verið
eins og endranær afgreiðsla fjárlaga. Að þessu sinni
var Alþingi þó meiri vandi á höndum en oftast nær
áður, þvi að rikisfjármálin hafa verið einn veikasti
hlekkurinn i viðureigninni við verðbólguna.
Á undanförnum árum hafa fjárlagafrumvörpin
verið eins konar ávisun á aukna verðbólgu. Stjórn-
málamenn hafa stært sig af auknum rikisumsvifum
um leið og þeir hafa kynt undir verðbólgubálinu.
Það var fyrst með fjárlagafrumvarpinu, sem lagt
var fram siðastliðið haust, að nýrra viðhorfa gætti
við fjárlagaundirbúning.
Fjárlagafrumvarpið eins og það var lagt fram i
byrjun þings var óneitanlega ákveðin tilraun til að-
haldsstefnu. Hinu er ekki að leyna, að i frumvarp-
inu voru ýmsir lausir endar. Endanleg afgreiðsla
Alþingis á fjárlögunum hlýtur að valda nokkrum
vonbrigðum. Flestir hefðu vænst þess að aðhalds-
stefnunni yrði fylgt fastar eftir en raun varð á.
Rikisstjórninni tókst ekki að koma fram þeim tvö
þúsund milljón króna sparnaði i almannatrygg-
ingakerfinu, sem ráðgerður var. Að visu var stigið
spor i átt að samdrætti á þessu sviði, en hvergi
nærri þvi, sem boðað hafði verið. Nokkrum hluta
sjúkrahússkostnaðar var siðan velt yfir á sveitarfé-
lögin, sem fá á móti heimild til aukinnar útsvars-
innheimtu til að standa undir þeim skuldbindingum.
Þó að eðlilegt sé að færa ýmis verkefni frá rikis-
valdinu yfir á sveitarfélögin, hafa ráðstafanir af
þessu tagi ekki i för með sér samdrátt i opinberum
rekstri, þegar á heildina er litið. Þá er á það að lita,
að rikisstjórninni tókst ekki að færa verkefni til
sveitarfélaga i tengslum við aukna hlutdeild þeirra
i söluskatti i eins rikum mæli og ráð var fyrir gert i
fjárlagafrumvarpinu. Verður að télja miður, að
þessu markmiði skuli ekki hafa verið náð.
Þróun rikisfjármálanna á þvi ári, sem er að liða,
sýndi, að fjárlögin hafa i raun og veru verið papp-
irsgagn, enda verðbólgan rosalegri en nokkru sinni
fyrr. Niðurskurðartilraunir á miðju ári urðu að
engu og verulegur halli verður á rikisreikningi
þessa árs.
Fjármálaráðherra hefur boðað ýmis konar að-
gerðir til þess að koma i veg fyrir, að einstakar
rikisstofnanir geti farið langt fram úr fjárlögum á
næsta ári. Vist er, að á þessu sviði er full þörf rót-
tækra aðgerða, ekki sist með tilliti til þess, að ekki
tókst að fylgja aðhaldsstefnunni fram eins og menn
hefðu helst kosið.
Rikisfjármálin geta skipt sköpum i viðureigninni
við verðbólguna. Viðleitni stjórnvalda til þess að
hafa hemil á rikisútgjöldunum hefur ekki borið
nægjanlegan árangur til þessa. Það getur þvi oltið á
miklu, að gripið verði til nægjanlega harkalegra að-
gerða i þvi skyni að gera fjárlögin að raunhæfri á-
ætlun.
Ef rikisstjórninni tekst að hafa hemil á útstreym-
inu úr rikiskassanum i samræmi við fjárlögin er
vissulega von til þess að þau verði ekki olia á verð-
bólgubálið eins og undanfarin ár.
C
VISIR
vism Mánudagur 29. desember 1975.
Sannleikurinn mun koma
i ljós.
Opið bréf til Andrei Sakharov.
Þetta opna bréf sendi kunnur
kvenrithöfundur," Mary Dawson,
Literautjnaja Gazeta frá Kanada.
Bréfið birtist hér óstytt.
Ég frétti, að þér hefðu verið veitt
Nóbelsverðlaunin. Til hamingju.
Nú geturðu dreift meiru af ósönn-
um óhróðri um þitt eigið land, likt
og Solzjenitsin gerði, þegar hann
fékk Nóbelsverðlaunin.
Sjáðu til, herra Sakharov, með
þvi að fá Nóbelsverðlaunin hefur
þú gefið auðvaldslöndunum nýtt
tækifæri til að breiða út þjóðsög-
una um „kúgunina” i Sovétrikjun-
um. Það er af þessum sökum, sem
samlagnaðaróskirnar bárust þér
frá auðvaldslöndunum. Samlandar
þinir vilja ekki óska þér til ham-
ingju vegna þess að þeir vita, að þú
segir ekki sannleikann.
t bók þinni Land mitt og heimur-
inn, harmar þú kúgun stjórnarinn-
ar i Kreml gagnvart minnihluta-
hópum. Hvaða minnihlutahópum?
Þegar við hér á Vesturlöndum töl-
um um minnihlutahópa, eigum
við við minnihlutakynþætti i Sovét-
Umsjón:
Guömundur Pétursson.
Vertu ekki að gera þér þá fyrir-
höfn að skrifa Solzjenitsin til þess
að ganga úr skugga um hvort þetta
sé satt, þvi að hann mun ekki geta
svarað þér. Hann er milljónamær-
ingur, sem lifir i munaði og lokar
augunum fyrir aðstæðum minni-
hlutahópanna okkar. Ef hann ætl-
aði að berjast fyrir málstað þeirra,
yrði þaggað niður i honum hér —
e.t.v. yrði hann rekinn úr landi —
og hvert myndi hann þá fara?
Ég las einnig, að þú harmar að
Sovétrikin séu „afturúr”, vegna
þess að þið hafið ekki eins fallegar
ibúðir með öllum nútima þægind-
um eins og við, og vegna þess að
kjötið ykkar er ekki eins gott. Já,
ég kom i nokkrar búðir i Moskvu,
og ég er þvi sammála, að þær eru
ekki eins nýtiskulegar og okkar. En
hefurðu nokkurn tima séð litlu eins
herbergis bárujárnskofana, þar
sem heilar fjölskyldur örsnauðra
indiána búa? Þeir búa ekki þarna
sökum þess, að þeir séu andófs-
menn, heldur vegna þess, að þeir
eru indiánar.
Og hafðu ekki áhyggjur af þess-
um seiga kjötbita á diskinum þin-
um. Hann heldur aðeins tönnunum
beittari svo að þú getir bitið i hönd-
ina sem gefurþérmat. Vera má, að
Andrei Sakharov
SANNLEIKUROG
FRÉTTAMIÐLUN
Sovétmenn liafa á siðustu árum
opnað viða á Vesturlöndum útibú
fréttastofunnar APN. Hvar sem
þær starfa, annast þær dreifingu
fréttabréfa og upplýsinga um
Sovétrikin. — Hér á landi starfar
ein slik.
Það er misjafnt, hvað biöðin not-
færa sér mikið af þessuin „frétt-
um” og „upplýsingumTiMINN
og ÞJÓDVILJÍNN birta drjúgt af
þessum greinum, sem einkennast
inikið af stolti sovétmanna yfir eig-
in afrekum, nýjum framlögum til
visindanna, stórstigum tæknifram-
förum eða nýjum sönnunum um á-
gæti rikisrekstrar og samyrkjubú-
skapar lilfærðar i tölum um ný
frainleiðslumet.
Aðrir fréttamiðlar hafa annað
veifið reynt að taka til birtingar
efni frá APN i viðleitni til þess að
standa undii nafni sem frjálsir fjöl-
miðlar, sem gefi lesendum sinum
tækifæri til að skoða sem fiest sjón-
armið og fá fréttirnar sem viðast
frá.
Margir þeirra þreyttust þó á þvi,
að bera lesendum sinum tiðindi á
borð við þau, að sovéskir visinda-
menn hefðu fundið upp talsimann,
hjólið og hvaðeina, sem heyrt getur
til meiriháttar afreka á tæknisög-
unni.
Ýmsir urðu til þess að halda þvi
fram, að þessar „fréttafrásagnir”
væru svo pólitiskt litaðar, að þær
væru ekki boðlegar meðalskyn-
sömum lesendum. — Þeir hafa
kallað APN áróðursmiðil og tæki
KGB njósnadeildar sovétmanna.
Sérlróöir menn um njósnir á Vest-
urlöndum hafa fullyrt, að þeir hafi
þekkt aftur meðal starfsmanna úti-
búa APN KGB-menn sem starfað
hafi að njósnum fyrir sovétmenn
erlendis.
Þetta hefur sovétmönnum sárn-
að mjög og kalla þetta rétt eitt
dæmiö um illmælgi auðvaldssinna
og óhróður i garð Sovétrikjanna.
Þeir segja þetta glöggt dæmi um,
hvað sé „raunverulegt mál- og rit-
fr.clsi” á Vesturlöndum, þar sem
menn séu frjálsir að þvi einu að
tala illa um Sovétrikin.
Auðvitað er það orðum aukið, að
ekkert i „fréttaflóði” APN sæti tið-
indum eða sé birtingarhæft. Þar
hafa lesendur á Vesturlöndum
fundið mörg dæmin um haturs-
árásir og viðbrögö talsmanna
sovétyfirvalda við starfi manna
eins og Solsjenitsyns eða Sakhar-
ovs.
Þessa dagana er það Andrei
Sakharov, sem ber hæst á góma.
„Sönnum kommúnistum” sviður,
hve vesturlandamenn hampa þess-
um óhróðursmanni, sem i þeirra
augum stappar þó næst þvi að vera
föðurlandssvikari.
APN dreifir til islenskra fjöl-
miðla þessa dagana opnu bréfi til
Sakharovs frá fréttaritara sovéska
blaðsins „Literaturnaja Gazeta”,
Mary Dawson i Kanada.
Hölundur þessa pistils kann eng-
in deili á þessum kvenrithöfundi.
En á efni bréfsins dylst ekki, að þar
skrifar „sannur kommúnisti”, sem
ekki hefur látið blekkjast á lygum
og óhróðri Solzhenitsy ns eða
Sakharovs eða áróðurssprautum
auðvaldssinna! — Hún sér i gegn-
um áróðursskrifin um jarðýtur,
sem sendar eru á útisýningar lista-
manna, réttarhöld og útlegðar-
dóma sem kveðnir eru upp yfir rit-
höfundum fyrir bókarskrif þeirra,
eða vitlausrraspitalavistirnar, sem
þeim er gert að sæta.
Eins og hver annar sannur
kommúnisti, hvarflar ekki að henni
að trúa „þjóðsögunni” um fanga-
búðir Stalins. Enda hver lagði svo
sem trúnað á svo ótrúlegar lygisög-
ur eins og gengu um grimmd
nasistanna og milljónirnar, sem
þeir áttu að hafa eytt i gjöreyðing-
arbúðunum? — Hvilikt imynd-
unarafl!
Það væri synd að dylja lesendur
VISIS þetta bréf, sem APN dreifir
sem dæmi um viðbrögð eölilega
þenkjandi fólks á Vesturlöndum.
Þeir, eins og lesendur Litera-
turnaja Gazeta i Moskvu, verða fá
að að lesa bréf Mary Dawson, sem
birtist hér óstytt:
rikjunum. Ég heimsótti marga ó-
lika kynþætti i Siberiu sl. sumar og
komst að þvi, að þeir bjuggu alveg
eins vel og hvitir rússar, og sættu
engri mismunun. t rauninni eru
þeir ekki „minnihlutar”, heldur
þrifast mjög margar þjóðir og
þjóðflokkar samhliða viðs vegar
um Sovétrikin.
Indiánarnir okkar eru minni-
hlutahópar sökum þess, að við
drápum milljónir þeirra og látum
þá sem eftir lifa deyja hægt út úr
skorti og einangrun. Hér eru fáein-
ir traustir hvitir menn, sem berjast
fyrir mannréttindum til handa
indiánunum okkar, en þeir fá ekki
Nóbelsverðlaunin, sökum þess að
Vestrið viðurkennir ekki neina
skerðingu mannréttinda i auð-
valdsrikjunum.
hann sé ekki eins mjúkur og safa-
rikur og steik úr nautalundum, en
það eru aðeins fá okkar sem hafa
efni á þvi að kaupa slika steik.
Þegar þú talar um „mannrétt-
indi minnihlutahópa”, hlýtur þú
þvi að eiga við þinn eigin litla hóp
friðarspilla: Já, ég nota þetta orð
af ásettu ráði. Jafnvel á Vestur-
löndum er fólk farið að skilja, að
flest af þvi sem Solzjenitsin sagði
okkur er ósatt. Njóttu þvi stundar
frægðarinnar á meðan þú getur,
herra Sakarov, þvi að sannleikur-
inn mun koma i dagsljósið.
Og eitt enn. Ef þú heldur, að þú
myndir vera frjáls að þvi að tala
hér á Vesturlöndum, þá minnstu
þess, að þú ert aðeins frjáls að þvi
að tala illa um Sovétrikin. Þess
vegna mun þetta bréf aldrei verða
prentað i auðvaldsblaði.
Sakharov ásamt konu sinni Yelenu
Vinnu-
þjarkar
manna-
evium
Haraldur Guðnason:
SALTFISKUR OG SÖNGLIST
OG NÍU AÐRIR ÞJÓÐLEGIR
ÞÆTTIR.
Útg. Skuggsjá.
í þessari bók eru tiu sjálfstæð-
ir fróðleiks- og frásagnarþættir,
að jafnaði nær 20 stórar siður
hver og fylgja flestum myndir
söguhetjanna.
Allir þættirnir fjalla um Vest-
mannaeyinga eða Rangæinga
og beinast að þvi að draga fram
fróðleik um athyglisverða ein-
staklinga, helzt dugnaðarmenn
úr alþýðustétt. Annars skiptir
þáttunum nokkuð i tvö horn eftir
þvi hve gamalt söguefnið er.
Fjórir þeirra eru frá 18. og 19.
öld, samdir eftir rituðum heim-
ildum. Þar er alllangur þáttur
um þá Bergstein, Hreiðar og
Jón Hreiðarssyni frá Skarðsseli
á Landi (á fyrri hluta 19. aldar).
frásögn af geðveiki séra Lofts
Rafnkelssonar á Krossi i Land-
eyjum (um miðja 18. öld), stutt-
ar sagnir af Erlendi Helgasyni
frá Heysholti á Landi, sérsinna
og einkennilegum og ferðagarpi
miklum (fyrirmiðja 19. öld), og
fróðleg samantekt úr bréfum
Helga Jónssonar verzlunar-
C
Umsjón: Helgi
Skúli Kjartansson.
1 y
j
stjóra i Vestmannaeyjum til
Bryde húsbónda sins (frá árun-
um 1882—85, bréfin þýdd úr
dönsku).
Þessir þættir eru af þvi tagi
sem mikið ber á á bókamarkaði
nú um stundir, og verða naum-
ast taldir til þess bezta sinnar
tegundar, lauslegamótaðir og á
köflum (einkum i þætti Skarðs-
selsbræðra) iþyngt af ættrakn-
ingum og sliku fróðleiksefni
langt um skör fram. Ýmislegt
er þó vel um þetta efni: bréf
Helga Jónssonar fróðleg um
verzlunarumsvif og afkomu
fólks i Eyjum, Erlendur Helga-
son minnisstæð persóna, og
nokkuð greint frá búskaparhög-
um og landeyðingu á Landi.
Merkari og þakkarverðari er
sá hluti bókarinnar sem fjallar
um Vestmannaeyinga er höf-
undur þekkti sjálfur og hefur
sögn sjálfra þeirra til heimild-
ar. Þeir eru Ilannes Hreinsson
(fæddur 1892, frá Landeyjum,
fiskmatsmaður og kórfélagi),
Friðrik Guðniundssoni Bataviu
(fæddur 1888, vélstjóri og vita-
vörður), Aslaugur (Laugi)
Stefánsson í Mandal (fæddur
1899, úr Alftaveri, verkamaður
og trilluformaður), Matthías
Finnbogason (fæddur 1882, úr
Mýrdal, vélvirki), Jóhann
Pálmason i Stigshúsi (fæddur
1895, sjómaður) og Þdrður
Stefánsson (fæddur 1892. undan
Eyjafjöklum, fonnaður). Frá-
sögnin er meira og minna lögð
sögumönnum sjálfum i munn
(einkum Hannesi sem skráði
sinn þátt að mestu sjálfur), en
höfundur tengir og eykur við
fróðleik úr öðrum áttum, hefur
enn sem fyrr mesta dálæti á
ættum og forfeðralýsingum.
Þættir þessir eru að mestu
stök minningabrot og ekki leit-
azt við að fella þá i samfellda
ævisöguheild, en ýmislegt það
sem frá er sagt, er bæði fróðlegt
og læsilegt. Talsvert er um
svaðilfarir á sjó og landi, og
mikill fróðleikur um atvinnulif
oglifsbaráttu frá aldamótum og
fram á striðsárin siðari. Sögu-
hetjurnar hafa unnið hörðum
höndum og viða komið við, og
gildi SALTFISKS OG SÖNG-
LISTAR felst mest i þeirri sýn
er bókin veitir yfir lif þeirra og
kjör.
Haraldur Guðnason er ekki
óskeikull rithöfundur (og linur
prófarkalesari virðist vera), en
þó er frásögn hans viðast mynd-
arleg og orðbragð á köflum sér-
kennilegt og einkar vel við hæfi
frásagnarefnisins.
VERÐBOLGUREKSTUR
Á undanförnum vikum hefur
farið fram mikil umræða um
fjármál banka og fyrirtækja.
Ýmsir aðilar hafa fjargviðr-
ast mjög yfir þeirri siðlausu og
ógeðfelldu spillingu, sem virðist
eiga sér stað í fjármálum þjóð-
arinnar.
Slikt er ekki óeðlilegt ef tilefni
gefst til, en það hafa þó færri
reynt að leiða hugann að þvi,
hvers vegna málum er svo kom-
ið.
GRUNDVALLARREGLAN UM
ARÐINN MEIRA EN LÍTIÐ
BRENGLUÐ
Staða islensks atvinnurekst-
urs hefur farið hnignandi á und-
anförnum árum. Þegar þjóðin
var að brjóta af sér aldagamla
fjötra ófrelsis, var það upp-
bygging öflugs atvinnureksturs,
. sem var traustasta stoðin undir
varanlegt sjálfstæði okkar. Þeir
aðilar sem mynduðu forystu-
sveitina i lokaátökum sjálfstæð-
isbaráttunnar voru sömuleiðis
forystuaðilar i atvinnulifinu.
Þjóðin þekkti og skyldi hlutverk
atvinnulífsins og gerði sér grein
fyrir að með verðmætasköpun-
inni tryggði hún sér betri lifs-
kjör. Atvinnureksturinn varð að
bera sig, þ.e. gefa arð ef þetta
yrði tryggt.
A undanförnum áratugum
hefur atvinnureksturinn átt
undir högg að sækja úr ýmsum
áttum, en alvarlegast er þó, að
grundvallarreglan um arðinn og
verðmætasköpunina er orðin
meir en litið brengluð.
Markmið fyrirtækjareksturs
á að vera hámörkun ágóða með
hagkvæmum og skynsamlegum
rekstri, sem eykur verðmæta-
sköpun þ.e. framleiðslu þjóðar-
innar. Þetta markmið er þvi
miðurhorfið. Hagur fyrirtækja i
dag grundvallast ekki á hag-
kvæmum rekstri. Grundvöllur-
inn fyrir lifsafkomu fyrirtækja,
byggist i dag á þeirri einföldu
staðreynd, hvort þeim hefur
einhvern tímann tekist að kom-
ast yfir þokkalegan steinkassa.
Ef svo lánsamlega hefur tekist
til er hægt að reka fyrirtækið
með hæfilegu tapi svo árum
skiptir. Bankarnir eru alltaf
reiðubúnir að fjármagna tapið
þar sem þeir fá öruggt veð i
fasteignum, sem verðbólgan
hefur blessunarlega aukið að
verðmæti. Verðbólgan með
hjálp bankanna fjármagnar
tapið og heldur -uppi fyrirtæki,
sem i raun ætti fyrir löngu að
vera komið á hausinn vegna
þess að það er illa rekið.
AÐ FJARFESTA OG VELTA
UNDAN SÉR SKULDASÚPU
Þessi verðbólgurekstur ein-
kennir að sjálfsögðu öll vinnu-
brögð stjórnenda fyrirtækj-
anna. Hugsunin um arðinn og
skynsamlegan rekstur er orðinn
að annars flokks markmiði.
Megináherslan er lögð á fjár-
festingu, hvortsem hún er raun-
hæf eða ekki.
Helmingurinn af vinnudegi
framkvæmdastjórans fer i að
athuga hvernig hann getur náð i
peninga til þess að fjárfesta
með i vélum, húseignum eða
bara einhverju. Hinn helming-
urinn fer i að velta á undan sér
skuldasúpunni, sem verðbólgan
og enginn annar á að borga.
Þessi hugsanagangur er ekki
bundinn við stjórnendur fyrir-
tækja, heldur taka stjórnendur
bæjar- og sveitarfélaga, rikis-
fyrirtækja og að ógleymdum
einstaklingum þátt i dansinum.
Slikur rekstur er þjóðfélaginu
skaðlegur. Mikil verðmæti fara
til spillis þar sem nýting véla,
húseigna, vinnuafls skiptir ekki
lengur máli. Að ógleymdu fjár-
magninu, sem i raun ber engan
arð, hvorki fyrir fyrirtækin eða
þjóðfélagið þvi fjármagnið sem
þar liggur er ekki skapandi afl i
aukinni verðmætasköpun þjóð-
félagsins.
Það er þessi hugsanagangur
sem tröllriður islensku þjóðfé-
lagi og það er eitt af grundvall-
aratriðum fyrir betra þjóðfélagi
á Islandi, að okkur takist að út-
rýma verðbólgurekstrinum.
MaG.